Morgunblaðið - 27.11.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
Þó að nokkrir þingmenn hafi fall-
ið á fyrsta prófinu stóðst þing-
ið í heild það með sóma og sam-
þykkti einu tæku tillöguna sem
borin var fram undir liðnum rann-
sókn kjörbréfs í fyrrakvöld. Píratar
þurftu eins og oft áður að sýna
fram á að þeir geta ekki með
nokkru móti starfað af alvöru og
báru upp og studdu um það bil vit-
lausustu tillögu sem hægt var, að
kosið yrði aftur á öllu landinu. Jafn-
vel Samfylkingin treysti sér ekki til
að elta þá út í þá vitleysu og ekki
heldur þá tillögu nokkurra pírata
að fyrri talning í Norðvesturkjör-
dæmi yrði látin gilda. Sú talning
var bersýnilega röng, en samt töldu
fjórir píratar réttast að hún stæði
og að fólk sem engan rétt hefði til
að sitja á Alþingi fengi þar sæti.
- - -
Tillaga um svokallaða uppkosn-
ingu í Norðvesturkjördæmi
var einnig felld, en þó studdu hana
sextán þingmenn. Það voru í
meginatriðum þingmenn Samfylk-
ingar, Pírata og Viðreisnar, en
einnig þriðjungur þingflokks VG.
- - -
En drjúgur meirihluti þing-
heims, 42, greiddi atkvæði
með því að seinni talningin í Norð-
vesturkjördæmi, sú sem hafin er yf-
ir allan skynsamlegan vafa, væri
gild. Sextán þingmenn sátu hjá, en
fimm pírötum tókst að kóróna
kvöldið með því að greiða atkvæði
gegn því að kjörbréfum yrði út-
hlutað yfirleitt.
- - -
Ekki virðist fjarstæðukennt að
spá því að atkvæðagreiðsl-
urnar í fyrrakvöld verði fyrirboði
þess sem koma skal á kjör-
tímabilinu.
Fyrsta prófið
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Fleiri óttast nú að smitast af kórónu-
veirunni en í síðasta mánuði, sam-
kvæmt niðurstöðum nýs Þjóðarpúls
Gallups sem birtar voru í gær. Þá
hafa áhyggjur Íslendinga af heilsu-
farslegum og efnahagslegum áhrif-
um faraldursins aukist, og er fólk
farið í auknum mæli að breyta venj-
um sínum til að forðast smit.
Í könnuninni, sem gerð var dag-
ana 12.-24. nóvember síðastliðinn,
var fólk spurt hvort það óttaðist mik-
ið eða lítið að smitast af Covid-19-
sjúkdómnum og sagðist 21% óttast
það frekar mikið og 5% óttuðust það
mjög mikið. Til samanburðar óttuð-
ust einungis um 11% frekar mikið að
smitast af kórónuveirunni í október
og 2% mjög mikið.
36% óttuðust hvorki mikið né lítið
að smitast af veirunni, og var það
hlutfall óbreytt milli mánaða, á með-
an 23% fólks óttuðust frekar lítið og
15% óttuðust það mjög lítið að smit-
ast, miðað við 30% sem óttuðust
frekar lítið að smitast í október og
21% óttaðist það mjög lítið.
Í öðrum niðurstöðum könnunar-
innar kemur fram að færri treysti
ríkisstjórninni til að takast á við
efnahagsleg áhrif faraldursins en í
síðasta mánuði og að fleiri telji of lít-
ið gert úr þeirri heilsufarslegri
hættu sem stafi af faraldrinum.
Ótti við smit eykst milli mánaða
- Nýr Þjóðarpúls Gallup sýnir auknar
áhyggjur af áhrifum faraldursins
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning Fleiri óttast nú smit
skv. Þjóðarpúlsi Gallup.
Svissnesku dýraverndunarsamtökin
Animal Welfare Foundation/Tier-
schutzbund Zürich (AWF/TSB) ætla
ekki að gefast upp í baráttu sinni
gegn blóðmerabúskap fyrr en bann
hefur verið lagt við starfseminni.
Þetta segir Sabrina Gurtner, verk-
efnastjóri samtakanna, í samtali við
mbl.is.
Innt eftir því segir hún ánægju-
legt hve mikla athygli herferð sam-
takanna hefur vakið á Íslandi. Mark-
mið samtakanna hafi m.a. verið að
vekja athygli almennings á málinu
og það hafi tekist.
„Það eru aðallega Íslendingar sem
hafa skrifað athugasemdir við mynd-
ina á Youtube og þeim var greinilega
brugðið að sjá hvernig komið er fram
við íslenska hestinn sem þeim þykir
mörgum hverjum mjög vænt um.“
Þá segist hún vera sérstaklega
ánægð með Ingu Sæland, formann
Flokks fólksins, sem hyggst mæla
fyrir frumvarpi um bann við blóð-
merabúskap í annað sinn þegar nýtt
þing kemur saman. „Það er einmitt
það sem við erum að berjast fyrir og
vonum við að frumvarpið hljóti góð-
an hljómgrunn á þinginu.“
Matvælastofnun hefur hafið rann-
sókn á heimildarmyndinni umræddu
og hyggjast starfsmenn stofnunar-
innar vanda til verka, að því er Sig-
ríður Björnsdóttir, sérgreinadýra-
læknir hrossa hjá MAST, greindi frá
í samtali við mbl.is.
Samtökin hafa nú þegar hleypt af
stokkunum annarri herferð í Evrópu
og hyggjast skora á framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins að
stöðva innflutning og framleiðslu á
PMSG, hormóni sem fengið er úr
blóði fylfullra hryssna og er notað í
framleiðslu á frjósemislyfjum fyrir
önnur dýr. unnurfreyja@mbl.is
Segja baráttunni
hvergi nærri lokið
- Vilja banna blóðmerabúskap
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hross Slæm meðferð á hryssum við
blóðtöku hefur verið fordæmd.
Landsréttur stað-
festi í vikunni úr-
skurð héraðsdóms
um að einstakling-
ur sætti gæslu-
varðhaldi til
þriðjudagsins 21.
desember 2021
vegna síendurtek-
inna brota á nálg-
unarbönnum.
Barnavernd lagði fram kæru á
hendur kærða í ágúst í fyrra vegna
gruns um að hafa beitt fjórar dætur
sínar líkamlegu og andlegu ofbeldi, þá
kemur fram að dætur kærða hafi lýst
því að faðir þeirra væri mjög oft
reiður og beitti þær grófu líkamlegu
ofbeldi.
Þá hefðu þær vitnað um að móðir
þeirra reyndi stundum að hjálpa þeim
en þá beitti kærði hana einnig líkam-
legu ofbeldi.
Allar dætur kærða hafa verið í
fóstri frá því í ágúst í fyrra og hafa
lögreglu ítrekað borist upplýsingar
um áreitni kærða gagnvart stúlkunum
frá því í maí á þessu ári. Fósturmæður
þeirra hafa tilkynnt að kærði væri að
hringja í dætur sínar og hefði nokkr-
um sinnum verið mættur fyrir utan
heimili þeirra. rebekka@mbl.is
Braut nálg-
unarbönn
ítrekað
- Beitti ofbeldi
Dómur Brotaþolar
eru börn.