Morgunblaðið - 27.11.2021, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það eru engar forsendur fyrir því
að þrengja Suðurlandsbrautina eða
aðrar mikilvægar akbrautir í
Reykjavík. Þvert á móti þarf að
víkka æðarnar. Það þarf að byggja
Sundabraut og lagfæra hættuleg
ljósastýrð gatnamót,“ segir Eyþór
Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks-
ins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Meirihluti borgarráðs Reykjavík-
ur samþykkti nýlega áform um að
fækka akreinum bíla á Suðurlands-
braut og ofanverðum Laugavegi úr
fjórum í tvær vegna tilkomu borg-
arlínu. Hvað finnst Eyþóri um það?
Glórulaus aðferðafræði
„Það er glórulaus aðferðafræði að
þrengja að Suðurlandsbrautinni eins
og nú er áætlað hjá borgarstjórn-
armeirihlutanum. Það mun hafa víð-
tæk áhrif. Umferð mun flytjast af
Suðurlandsbraut inn í nálæg hverfi
og þyngja umferð á Miklubraut. Sæ-
braut og fleiri götum. Þetta mun því
þyngja umferð, auka álag og lengja
ferðatíma. Ef við horfum á gatna-
kerfið í Reykjavík sem æðakerfi þá
er verið að fara alveg öfuga leið. Það
er alveg ljóst að það eru stíflur í
gatnakerfinu og það síðasta sem á
að gera er að þrengja að æðakerfinu
við slíkar aðstæður.“
-Ertu sammála því mati Árna
Mathiesen, stjórnarformanns Betri
samgangna ohf., að það sé óþarfi að
fækka akreinum á Suðurlandsbraut
til að koma hraðvagnakerfi fyrir?
„Já og það að nota samgöngu-
sáttmálann [milli ríkisins og sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu] sem
afsökun fyrir því að þrengja að um-
ferðinni í Reykjavík stenst ekki
neina skoðun,“ sagði Eyþór.
„Reykjavíkurborg er alveg úti að
aka í þessu máli og er á vegferð sem
endar bara úti í skurði. Það að
þrengja að umferð er akkúrat öfugt
við það sem þarf að gera. Eina skýr-
ingin er sú að menn vilji þvinga fólk
út úr bílunum. Það er alveg öfugt við
það sem við stöndum fyrir. Við
stöndum fyrir frelsi.“
Samgönguþróunin vanmetin
Eyþór segir borgaryfirvöld van-
meta hvernig bílaeign er að breyt-
ast.
„Það er tvennt að gerast á sama
tíma í samgöngubyltingunni. Ann-
ars vegar rafbílavæðingin sem nýtir
hreina íslenska orku og almenn-
ingur styður mjög eindregið. Hins
vegar eru að koma nýjar lausnir. Við
sjáum hvað hefur gerst með raf-
hjólin. Það eru að verða tækni-
framfarir í öllum tegundum bíla,
fólksbílum, flutningabílum og al-
menningssamgöngum. Það er leiðin
fram á við,“ segir Eyþór.
-Vilhjálmur Árnason alþing-
ismaður sagði í viðtali við Morg-
unblaðið í gær að samkvæmt sam-
göngusáttmála ríkisins og
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
skuli sveitarfélögin haga skipulags-
málum sínum þannig að áform rík-
isins um uppbyggingu samgöngu-
innviða geti gengið eftir. Hann
nefndi t.d. Sundabraut í þessu sam-
bandi. Hefur orðið misbrestur á því
að Reykjavíkurborg hagi skipulags-
málum sínum í samræmi við sam-
göngusáttmálann?
„Já, algjör misbrestur og ekki
bara í einu máli heldur öllum.
Sundabraut er til dæmis ekki inni í
nýsamþykktu aðalskipulagi Reykja-
víkur. Það er stórundarlegt í ljósi
þess að skrifað var undir samgöngu-
sáttmálann fyrir tveimur árum.
það átti að klára tvenn mislæg
gatnamót á þessu ári, annars vegar
við Reykjanesbraut og Bústaðaveg
og hins vegar við Arnarnesveg og
Breiðholtsbraut. Hvorugt verkefnið
er komið í útboð. Þetta hefur því líka
verið svikið.“
Eyþór bendir einnig á að umferð-
arljósum í borginni sé enn stýrt að
mestu af klukku. Í samgöngu-
sáttmálanum hafi verið talað um að
laga þetta strax og taka upp snjall-
stýringu sem nýtti hreyfiskynjara
og myndavélar við að stýra umferð-
arljósunum. Með því væri komið í
veg fyrir að bílar sætu kyrrir á
rauðu ljósi að óþörfu.
Eyþór nefnir t.d. að Kópavogur
hafi kallað mjög eftir gatnamótum
Breiðholtsbrautar og Arnar-
nesvegar. Staðið hafi á Reykjavík í
skipulagsmálum varðandi sam-
göngur en ekki öðrum sveit-
arfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Vilja breyta ferðavenjum fólks
Gerður var samanburður á þrem-
ur mismunandi götusniðum Suður-
landsbrautar eins og kemur fram í
Frumdagaskýrslu borgarlínu (bls.
132). Í sniði 1 er áhersla lögð á að
hafa sem minnsta breytingu á yf-
irborði. Í sniði 2 er áhersla á að
halda kjörsniði borgarlínunnar, þar
sem það er hægt og í sniði 3 er lögð
áhersla á að taka það besta úr snið-
um eitt og tvö og aðlaga rými fyrir
borgarlínuna og virka ferðamáta
eftir aðstæðum.
Á skýringarmynd eru í sniðum 1
og 2 tvær akreinar fyrir bíla, ein í
hvora átt og tvær fyrir borgarlínu. Í
sniði 3 eru tvær akreinar fyrir borg-
arlínu og tvær akreinar í hvora átt
fyrir bíla, eða jafn margar akreinar
fyrir bíla og nú. Auk þess er gert ráð
fyrir bílastæðum öðrum megin við
götuna og göngustíg og hjólastíg
hinum megin.
„Tillagan um að fækka akreinum
fyrir bíla skorar hærra varðandi
umferðaröryggi, því önnur umferð
fer þá hægar um. Hún skorar einnig
hærra varðandi umhverfisgæði
vegna þess að gatan verður rólegri
fyrir vikið,“ segir Pawel Bartoszek,
borgarfulltrúi Viðreisnar og formað-
ur skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkurborgar. „Það er mitt
mat að við fáum miklu fallegri götu
og fallegra borgarumhverfi með því
að gera þetta að breiðstræti frekar
en að bæta við malbiki.“
-En verða samgöngur greiðari
með því að fækka akreinum?
„Jú, heildarmatið er að umferðin
verði greiðari vegna þess að við er-
um að breyta ferðavenjum.“
- En hvað um umferðarspá sem
segir að bílaumferð muni aukast til
2030, jafnvel með breyttum sam-
göngmáta?
„Ég tel eðlilegt að við gerum frek-
ari greiningar á þessum kostum og
reynum að sýna fram á það að til
þess að ná þessari breytingu í ferða-
venjum sé nauðsynlegt að grípa til
ákveðinna aðgerða,“ sagði Pawel.
„Það er alveg klárt að umferðin mun
aukast meira ef við bjóðum upp á
hraðbraut í hvora átt heldur en ef
við grípum til aðgerða til að hægja á
umferð og hvetja fólk til að nota al-
menningssamgöngur.“
Rafbílar taka jafn mikið pláss
-Hefur verið tekið tillit til þeirra
miklu breytinga sem eru að verða
varðandi notkun nýorkubíla? Rafbíl-
ar eru að taka yfir á Íslandi.
„Við eigum að sjálfsögðu að
hvetja til orkuskipta en þau breyta
ekki því að rafbíll tekur jafn mikið
pláss í umferðinni og bíll sem er
knúinn af jarðefnaeldsneyti. Ef við
gerðum ekkert annað en að breyta
um orkugjafa í öllum bílum þá
mundi borgin líta nákvæmlega eins
út og hún hefur gert. Við viljum
hvetja fólk til að nota almennings-
samgöngur og ganga og hjóla. Það
verður ekki gert ef við gefum þess-
um ferðamátum ekki meira vægi í
borgarlífinu.“
Góð samvinna við ríki og bæi
Pawel segir Reykjavíkurborg
hafa staðið sig mjög vel í samvinnu
við ríkið og önnur sveitarfélög um
samgöngusáttmálann. Hann var
spurður hvers vegna Sundabraut
væri þá ekki í nýju aðalskipulagi?
„Lega hennar er ekki endanlega
ákveðin. Þetta aðalskipulag gekk út
á breytingar varðandi íbúðabyggð
en ekki samgöngur. Um leið og
ákvörðun um endanlega legu Sunda-
brautar liggur fyrir verður ráðist í
nauðsynlegar breytingar á aðal-
skipulagi,“ sagði Pawel. Hann sagði
að samskipti við ríkið og Vegagerð-
ina hefðu verið góð. Unnið hafi verið
að samfélagslegri greiningu á ólík-
um kostum legu Sundabrautar.
Skýrsla ráðherra um það líti vænt-
anlega dagsins ljós á næstunni.
Skipulagsvinna á fullu
-En hvað um gatnamót Bústaða-
vegar/Reykjanesbrautar og Breið-
holtsbrautar/Arnarnesvegar?
„Þessi verkefni eru í góðu skipu-
lagsferli. Ég reikna með að Arnar-
nesvegurinn fari í deiliskipulagsaug-
lýsingu á næstu vikum og við
vinnum þétt saman með Kópavogi.
Reykjavíkurborg gerði ákveðnar at-
hugasemdir varðandi legu göngu- og
hjólastíga yfir þessa miklu akbraut
svo hún skæri ekki í sundur teng-
ingar á milli Kópavogs og Reykja-
víkur meira en nauðsyn krefur.
Við erum að vinna Bústaðaveginn
í samráði við Vegagerðina. Þar þarf
að huga að ýmsu eins og legu borg-
arlínu í gegnum svæðið og nálægð
við byggð. Ég reikna með að það sé
örlítið lengra í að það verkefni fari í
deiliskipulagsvinnu,“ sagði Pawel
Bartoszek.
Ólík sýn á Suðurlandsbrautina
- Borgaryfirvöld stefna að því að fækka akreinum á götunni - Eyþór Arnalds segir engar forsend-
ur fyrir þrengingu - Pawel Bartoszek segir að greiða eigi fyrir umferð með breyttum ferðavenjum
Tölvuteikning/Borgarlinan.is
Suðurlandsbraut Þessi framtíðarsýn af götumynd Suðurlandsbrautar birtist í skýrslunni Borgarlínan 1. lota for-
sendur og frumdrög. Vagnar borgarlínunnar fara þar um miðja götuna og svo verði tvær akreinar fyrir bíla.
Eyþór
Arnalds
Pawel
Bartoszek
Íþróttafélag Reykjavíkur hefur
birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni
þar sem staðhæfing sem kemur
fram í jafnréttisúttekt Reykjavík-
urborgar á félaginu er leiðrétt.
Fjallað var um úttektina í Morg-
unblaðinu í gær og kom þar fram
að ÍR greiði hærri laun fyrir þjálf-
un í meistaraflokkum karla en
kvenna. „ÍR hefur fyrir nokkru síð-
an sent inn leiðréttingu á þessu til
jafnréttisráðs Reykjavíkurborgar
og hljóðar leiðréttingin svo: Þjálf-
arar af báðum kynjum fá jöfn laun
fyrir að sinna sömu stöðu innan
deildar að því gefnu að þeir séu
jafn hæfir, þ.e. sambærileg mennt-
un og reynsla og jafnt vinnufram-
lag. Hvað varðar þjálfun karlaliðs á
móti kvennaliði þá er algilt að
þjálfarar karlaliða séu með meiri
menntun og reynslu samanborið
við þjálfara kvennaliðanna. Í ljósi
þess fá þjálfarar karlaliða hærra
greitt fyrir þjálfarastöður í meist-
araflokkum. Einnig er í sumum til-
vikum munur á leikjafjölda milli
liða og skýrir það einnig launamun
á milli þjálfara,“ segir í yfirlýsingu
ÍR. Þar fagnar félagið einnig jafn-
réttisúttekt Reykjavíkurborgar og
þakkar fyrir samstarfið við mann-
réttinda- og lýðræðisskrifstofu
borgarinnar.
Leiðrétta staðhæfingu í
jafnréttisúttekt borgarinnar
- Yfirlýsing frá ÍR vegna launamála þjálfara meistaraflokka
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Karfa Fjölbreytt íþróttastarf fer
fram hjá ÍR-ingum í Breiðholtinu.