Morgunblaðið - 27.11.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
Skipholti 29b • S. 551 4422
Glæsileg
föt í jóla-
pakkann
LAXDAL er í leiðinni
Skoðið
laxdal.is
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
BLACK FRIDAY
20%afsláttur
af MosMosh, Lofina
Depeche, LaSalle
Gildir út mánud. 29.11
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030
Við erum á facebook
20%
afsláttur
af öllum fatnaði
í dag
Dansk-íslenska félagið heldur sam-
komu nk. þriðjudag, 30. nóvember,
kl. 17 í Veröld – húsi Vigdísar, og
er hún opin almenningi.
Þar mun dr. Ólafur Ísleifsson, fv.
þingmaður, flytja ávarp um full-
veldi Íslands, afmæli sambandslaga
Danmerkur og Íslands 1918. Hann-
es Guðrúnarson gítarleikari flytur
einleiksverk eftir samtímamann
myndhöggvarans og tónlistarunn-
andans Alberts Thorvaldsen, Ferd-
inando Carulli (1770-1841). Þá mun
dr. Auður Hauksdóttir prófessor
em. flytja erindi um þýðingu ís-
lenskrar tungu og bókmennta fyrir
þjóðernismyndun Dana.
Eðlilegar sóttvarnir verða við-
hafðar, hólfaskipting, grímuskylda
og fjarlægðarmörk, segir í tilkynn-
ingu. Nýlega var haldinn aðal-
fundur í Dansk-íslenska félaginu.
Áfram sitja í stjórn Einar G. Pét-
ursson ritari, Þórhildur Oddsdóttir
gjaldkeri, Gísli Magnússon og Ólaf-
ur Egilsson, sem tók við sem for-
maður. Nýr í stjórn er Arnbjörn
Ólafsson.
Dansk-íslenska fé-
lagið með samkomu
í tilefni 1. desember
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirlestur Ólafur Ísleifsson mun tala á
samkomu Dansk-íslenska félagsins.
VIÐTAL
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það verður gaman að taka þátt í
þessu málþingi þó það verði heldur
minna en venjulega út af þessu Co-
vid-ástandi,“ segir Ármann Jak-
obsson, prófessor og rithöfundur.
Hann verður lykilfyrirlesari á al-
þjóðlegu málþingi um blótsyrði sem
fer fram í Reykjavík í byrjun næsta
mánaðar. Málþingið er skipulagt af
hópi fræðimanna sem kallast
Swearing in Scandinavia, eða
SwiSca. Ármann mun í erindi sínu
„The trolls take thy boasting and
bragging: The Meaning of medieval
cursing“ velta því upp hvernig
blótsyrði voru á miðöldum. Leitar
hann meðal annars efniviðar í
Njálu.
„Það er tvennt sem mig langar
meðal annars að ræða. Annars veg-
ar þegar Hallgerður langbrók sagði
„tröll hafi þína vini“ í Njálu. Hvað
meinar hún þá? Þetta er einhvers
konar blótsyrði og spurningin er
hvort þetta merki eitthvað. Hvað
meinar hún og hvað vill hún að ger-
ist?,“ segir Ármann.
Bölvaði grobbnum eiginmanni
Hann nefnir annað dæmi úr
Njálu sem verður til umfjöllunar í
erindinu. Það er þegar Valgerður,
kona Bjarnar í Mörk sem var fylgd-
armaður Kára, gerir lítið úr bónda
sínum og segir „tröll hafi þitt hól og
skrum“. „Hún er betur ættuð en
hann og hélt að hún væri að giftast
hetju en hann reynist vera grobb-
ari,“ segir Ármann.
Hann segir að forvitnilegt sé að
velta fyrir sér blótsyrðum fyrr á
tímum og hlutverki trölla og djöfla í
tengslum við þau. Hann hefur sem
kunnugt er rannsakað talsvert
fyrirbærið tröll.
„Okkar hugmyndir um tröll koma
úr þjóðsögum Jóns Árnasonar og
áhrifamiklum myndum Halldórs
Péturssonar við þær. Þá muna
margir einnig eftir tröllum með
stór nef í bíómyndinni Síðasti bær-
inn í dalnum. Þetta eru þær myndir
sem margir hafa af tröllum,“ segir
Ármann og bætir við að þær gefi
ekki endilega rétta mynd af því sem
vísað er til. Þannig hafi tröll haft
allt aðra merkingu fyrir fólki á
sögutíma Njálu á 10. og 11. öld og á
13. öld þegar sagan var rituð.
Göldrótt fólk og draugar
Hann kveðst hafa sest niður fyrir
nokkrum árum og rannsakað merk-
inguna að baki orðinu tröll. Niður-
staðan hafi verið sláandi enda hafi
fólk ekki átt við tiltekna veru af
ákveðnum kynþætti eða tegund
eins og nú á við.
„Algengustu dæmin yfir að orðið
tröll sé notað er um venjulegt
mannfólk sem kann að galdra. En
þá er það reyndar kannski ekki
lengur venjulegt. Þá var einnig al-
gengt að draugar væru kallaðir
tröll í miðaldaheimildum, að þeir
væru tröllslegir. Þetta á sumsé ann-
ars vegar um lifandi manneskjur og
hins vegar um látnar mannverur.“
Ármann segir að „tröll hafi þína
vini“ geti vísað til hins og þessa.
„Langlíklegast er þó að það þýði
einfaldlega eitthvað svipað og
„fjandinn hirði þig“. Þá er þessi
fjandi tiltekin persóna, satan, en
hann getur líka verið óskilgreindur
óvinur.“
Tröllin hafa krúttvæðst
Blótsyrði og bölvanir hafa fylgt
manninum lengi og Ármann segir
að áhugavert sé að velta þeim fyrir
sér. „Bölvanirnar tengjast heims-
mynd fólks. Við könnumst við það
sem eldri erum að merking blóts-
yrða breytist. Þorgerður Katrín
skellti í bjöllu á Alþingi í gær
[fimmtudag] þegar orðið „andskot-
inn“ var notað. Það er alls ekki sak-
laust orð, ekki ef fólk er trúað, en
merkingin hefur kannski breyst hjá
öðrum. Samfélagið hefur aftrú-
væðst á síðustu 60 árum og á sama
tíma hafa tröllin krúttvæðst. Það
hefur til dæmis gerst vegna túlk-
unar Brians Pilkington á þeim. Við
eigum að hafa samúð með tröll-
unum en þannig var það alls ekki á
miðöldum.“
Ármann telur að úr því að bölv-
anir og blótsyrði tengist heims-
mynd fólks muni kórónuveiran
skæða mögulega rata inn í blóts-
yrðabanka landsmanna þegar fram
líða stundir.
„Við erum kannski ekki enn farin
að segja að Covid taki þig en það
mun kannski gerast. Maður lítur í
það minnsta orðið á þennan far-
aldur sem einhvers konar bölvun.“
„Tröll hafi þitt hól og skrum“
- Ármann Jakobsson fjallar um blótsyrði á miðöldum á málþingi í næstu viku - Tröll og djöflar
áberandi - Bölvanir tengjast heimsmynd fólks - Líklegt að kórónuveiran rati í blótsyrðabankann
Málþingið verður haldið á
fimmtudag og föstudag í
næstu viku. Fjölmörg for-
vitnileg erindi eru á dag-
skránni. Þar mun Ellert Þór Jó-
hannsson til að mynda fjalla
um móðganir og blótsyrði á Ís-
landi á 17. öld og Marianne
Rathje ræðir um blótsyrði og
móðganir á danskri umræðu-
síðu. Annað erindi fjallar um
þróun blótsyrða í vinsælum
frösum í sjónvarpsþáttum og
enn eitt um rannsókn á blóts-
yrðum í rapptónlist svartra í
Bandaríkjunum.
Málþingið er skipulagt af
Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum og fer það
fram í safnaðarheimili Nes-
kirkju. Hægt er að kynna sér
dagskrána nánar á heimasíðu
SwiSca, www.swisca7.info.
Móðganir og
rapptónlist
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ
Morgunblaðið/Hari
Blót Ármann Jakobsson fjallar um blótsyrði á miðöldum í fyrirlestri á málþingi í byrjun næsta mánaðar.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS