Morgunblaðið - 27.11.2021, Side 14

Morgunblaðið - 27.11.2021, Side 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 Bogi Molby Pétursson Löggiltur fasteignasali S. 699 3444 þar af fimm sem uppaldir voru á Eyrarbakka. Tólf voru úr Reykja- vík, einn þeirra Þorbergur Frið- riksson 1. stýrimaður, faðir Guð- rúnar Katrínar (1934-1998) forsetafrúar. Þorbergur var Mýr- dælingur að uppruna og þaðan var einn annar sem fórst með skipinu. 25. maðurinn í áhöfn var Akurnesingur. „Sviðaslysið var hræðilegt. Af frá- sögnum mér eldra fólks þekki ég vel hve ofboðslega þungt högg þetta sjóslys var fyrir bæjar- félagið,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði og áður bæjarstjóri. Föðurafi hans, Gunnar I. Hjörleifsson, sem bjó á Selvogs- götu 5, var einn þeirra sem fórst með togaranum og lét eftir sig 6 börn. Í sama húsi bjó Guðmundur Júlíusson matsveinn sem lét eftir sig fimm börn. Í húsunum neðst við Selvogs- götuna í Hafnarfirði, þar sem flestir skipverjanna þaðan úr bæ, sem voru á Sviða, bjuggu, urðu alls átján börn föðurlaus. Þeirra á meðal var faðir Lúðvíks, Geir, sem var alþingismaður í áratugi. „Milli fjölskyldna Gunnars og Guðmundar var sterk vinátta, sem hefur haldist meðal okkar af- komenda alveg fram á þennan dag. Þannig meðal annars lifir sagan,“ segir Lúðvík, sem minnist frásagna af minningarathöfn um þá sem fórust með Sviða. „Hér var stund í kirkjunni fáeinum dög- um fyrir jól, og í þeirri nálægð varð athöfnin nístandi var mér sagt.“ Af skipverjunum sem fórust með Sviða voru 11 úr Hafnarfirði, MIKIÐ HÖGG FYRIR SAMFÉLAGIÐ Í HAFNARFIRÐI Lúðvík Geirsson Guðrún Katrín Þorbergsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selvogsgata Margir skipverjanna á Sviða bjuggu á þessum slóðum. Alls 18 börn við Selvogsgötuna urðu föðurlaus Sjóslys Ít- arlega var sagt frá Sviðaslys- inu í Morg- unblaðinu í desember 1941. Birt- ar voru myndir af áhöfninni og skipinu, sem var upp- haflega smíðað sem tundur- duflaslæðari fyrir Breta. ember á Vestfjarðamiðum. Sneri fulllestaður til baka 1. desember og var ætlunin að sigla með aflann til sölu í Bretlandi. Norðan úr hafi að Bjargtöngum sóttist siglingin vel, en svo þyngdi sjó og vind á Breiðafirði. Togararnir Sviði og Venus fylgdust lengst af, en þegar sá síðarnefndi kom inn til Hafnarfjarðar var farið að óttast um Sviða. Slysavarnafélagi Íslands og fleirum var gert viðvart. Eftirgrennslan hófst og nokkrum dögum síðar fannst brak úr Sviða á hafi úti og sjórekið lík á Rauðasandi. Ekki þurfti því frekari vitna við. Talið er að Sviði hafi farist á svo- nefndu Flákahorni í norðurkanti Kolluáls, sem er um 10 sjómílur NV af Öndverðarnesi. Slysi þessu fylgdu málaferli sem snerust um hvort útgerðin eða Stríðstryggingafélag Íslands skyldi greiða skaðabætur. Trygginga- félagið krafðist sýknu, og bar við að ekki yrði sannað að togarinn hefði farist vegna stríðsrekstrar. Héraðs- dómur þess tíma var þó á öndverð- um meiði og Hæstiréttur sömuleiðis í dómi sínum sumarið 1943. Sjóslysin voru hár tollur fyrr á tíð En hvað olli slysinu? Tæplega tundurtufl, segir Egill Þórðarson. Tilgreinir að Sviði GK hafi, eins og fleiri íslenskir togarar á þessum ár- um, upphaflega verið smíðaður í fyrri heimsstyrjöld sem tundur- duflaslæðari fyrir breska sjóherinn. Þegar skip þessi voru tekin til fisk- veiða hafi ýmsum nýjum búnaði ver- ið bætt á þau án þess að gætt væri að þyngd og stöðugleika. Mögulegt sé því að skipið hafi fengið á sig fyllu eða öldu og brotnað í svelgnum. Slíkt verði þó aldrei sannað. „Þótt langt sé um liðið er enn til staðar sorg meðal afkomenda sjó- mannanna sem fóru í hafið með Sviða,“ segir sr. Jón Helgi Þór- arinsson, prestur í Hafnarfjarðar- kirkju, sem annast minningar- stundina. Þar verða nöfn þeirra sem fórust lesin upp og kveikt á kertum. Vegna sóttvarna verður aðgengi takmarkað. „Ég fann vel þegar við minntumst þeirra sjómanna héðan úr Hafn- arfirði sem fórust á Halanum árið 1925 hvað saga þessara atburða snertir fólk enn í dag. Ekki var langt niður á kviku og sama á við um atburði sem eru nær okkur í tíma. Raunar er vafamál hvort fólk í dag geri sér grein fyrir hve hár tollur sjóslysin voru fyrir Íslendingum fyrr á tíð. Sum árin fórust tugir manna og árið 1941 – árið sem Sviði fórst – tók hafið alls 139 sjómenn,“ segir Jón Helgi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjóslysasaga Frá vinstri Egill Þórðarson loftskeytamaður og prestarnir Þorvaldur Karl Helgason og Jón Helgi Þórarinsson undirbúa minningarstund. Stutt niður á kviku sorgar, segir sá síðastnefndi um sjóslys fyrri tíðar. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Minnst verður við í Hafnarfjarðar- kirkju 2. desember næstkomandi að 80 ár verð þá liðin frá því togarinn Sviði GK fórst út af Öndverðarnesi á Snæfellsnesi með allri athöfn, alls 25 manns. Jafnhliða verður opnuð sýn- ing í safnaðarheimilinu um sjóslysið og þá sjómenn sem fórust. Hægt verður að skoða sýninguna á opn- unartíma safnaðarheimilisins en á þriðjudögum og fimmtudögum á næstunni, milli kl. 13-15, mun Egill Þórðarson lofstskeytamaður veita leiðsögn um sýninguna. Þegar Sviði GK fórst misstu alls fjórtán konur misstu eiginmenn sína í þessu sjóslysi og 46 börn urðu föð- urlaus. „Á bak við þennan skips- skaða er mikil saga sem má ekki gleymast, rétt eins halda verður á lofti minningu þeirra manna sem þarna fórust,“ segir Egill Þórð- arson. Hann hefur safnað marg- víslegum upplýsingum um þetta sjó- slys og vinnur að undirbúningi fyrrgreindrar minningarstundar. Í febrúar á síðasta ári voru 95 ár liðin frá Halaveðrinu mikla. Í fádæ- malausu óveðri á Vestfjarðamiðum lenti fjöldi skipa í hrakningum og tveir togarar fórust; Leifur heppni og Fieldmarshal Robertson, sem var gerður út í Hafnarfirði. Á hinum síðarnefnda voru 35 menn, margir af þeim úr Hafnarfirði. Óveður þetta gekk yfir 7. og 8. febrúar 1925 og af því tilefni var í fyrra sett upp sýn- ing, sambærileg þeirri sem nú er í undirbúningi. „Fyrir tveimur árum þjónaði ég tímabundið hér við Hafnarfjarðar- kirkju, þar sem uppi er minningar- tafla með nöfnum þeirra sjómanna sem fórust með Fieldmarshal Ro- bertson. Þetta snart mig og ég vildi vita meira um sambærilega hluti,“ segir sr. Þorvaldur Karl Helgason prestur. Hann hefur fundið upplýs- ingar um sjómennina sem fórust með Sviða, æviágrip og myndir. Eg- ill Þórðarson, ásamt Kristni Hall- dórssyni skipahönnuði, hefur svo kannað margt um togarann sjálfan og hugsanlegar ástæður þess að hann fór niður. Hefur því viðvíkj- andi kynnt sér veðurátt, sjóhæfni skipsins og fleiri þætti. Einnig eru mál skoðuð í samhengi við aðstæður og aldarfar, það er að Sviði fórst í miðri heimsstyrjöld þegar títt var að skip til dæmis yrðu fyrir tund- urduflum. Sigldi í þungum sjó Sviði GK, sem gerður var út af samnefndu útgerðarfyrirtæki í Hafnarfirði, fórst þann 23. nóv- Fórst á Flákahorni með allri áhöfn - Hafnarfjarðartogarinn Sviði GK fór í hafið fyrir 80 árum - Sjórinn tók 25 menn - Orsakir skips- skaðans aldrei ljósar - Eftirlifendur fengu stríðsskaðabætur - Minningarguðsþjónusta á sunnudag Fréttir Sviðaslysið snerti við öllum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.