Morgunblaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 16
ÚR BÆJARLÍFINU
Albert Eymundsson
Höfn í Hornafirði
Hvatningarverðlaun íslensku
menntaverðlaunanna 2021 voru af-
hent við hátíðlega athöfn á Bessa-
stöðum um daginn. Það gladdi Horn-
firðinga þegar verðlaunin komu í
hlut Vöruhússins á Höfn að þessu
sinni. Vöruhúsið, sem er gamla
verslunarhús KASK, hefur fengið
það hlutverk að vera nýsköpunar-,
list- og verkgreinahús og hefur
starfað frá árinu 2012. Óhætt er að
segja að starfsemin í húsinu sé blóm-
leg og fjölbreytt, m.a. Fab Lab.
Vöruhúsið hefur skapað sér nokkra
sérstöðu sem byggist á stuðningi við
formlegt og óformlegt nám í skap-
andi greinum og er ætlað að vera
vettvangur þverfaglegrar samvinnu
þar sem einstaklingar, stofnanir og
fyrirtæki geta nýtt sér góða aðstöðu
til fjölbreyttra verkefna, sótt þekk-
ingu og treyst tengslanet sín.
- - -
Af sjávarsíðunni er það að
frétta að uppsjávarskipin tvö hófu
veiðar á Íslandssíldinni í byrjun nóv-
ember. Veiðar hafa gengið vel þótt
langt sé að sækja, en síldin hefur öll
veiðst í Faxadýpi eins og undanfarin
sex ár. Gæði síldarinnar eru fín og
megnið af henni farið í vinnslu til
manneldis. Bolfiskveiðar ganga
ágætlega hvert sem sótt er, á heima-
mið eða lengra eins og austur fyrir
land og jafnvel út af Vestfjörðum.
Undirbúningur fyrir loðnuvertíðina
er hafinn af fullum krafti og segja
má að bjartsýni og eftirvænting ríki
vegna stóraukins kvóta eins og
kunnugt er. Almennt er gott hljóð í
þeim sem vinna við sjávarútveg þótt
humarinn sé enn þá lítill og langt að
sækja makrílinn. Þetta sýnir styrk
sjávarútvegsins hér að geta aðlagað
sig breyttum aðstæðum og afla-
bresti í einstaka tegundum.
- - -
Ferðamenn hafa verið áber-
andi hér um slóðir eftir að slakað var
á kröfum vegna Covid og umferðin
verið langt umfram væntingar. Láta
heimamenn í flestum greinum, s.s. af-
þreyingu, gistingu og veitingum, vel
af aðsókninni. Bæði byrjaði vertíðin
fyrr í sumar en áætlað var og náði
lengra inn í haustið. Veturinn lítur
sömuleiðis vel út m.a. vegna þess að
unnt var að fara fyrr en venjulega í
vinsælar skoðunarferðir í íshella.
- - -
Miklar byggingafram-
kvæmdir hafa verið í sveitarfé-
laginu undanfarin ár. Síðastliðin
fimm ár hefur íbúðum af ýmsum
gerðum fjölgað um 65 en fimm árin
þar á undan aðeins um tíu. Í dag eru
30 íbúðir í byggingu og búið að út-
hluta lóðum undir 13 íbúðir. Lóða-
skortur er orðin tilfinnanlegur þar
sem aðeins eru lausar fjórar einbýlis-
húsalóðir.
- - -
Ljósameistarinn Þorsteinn Sig-
urbergsson hélt upp á áttræðisafmælið
sitt sl. sunnudag með tónleikum í
Hvítasunnukirkjunni á Höfn þar sem
vinir og vandamenn sáu um tónlistina.
Það væri ekki í frásögur færandi nema
að Þorsteinn stundar enn þá vinnu
kominn á níræðisaldurinn og aðstoðar
fólk, félagasamtök og fyrirtæki við ým-
is tækifæri með alvöru ljósabúnað. Þau
eru mörg leikverkin sem hann hefur
komið að í meira en hálfa öld. Jafn-
framt hefur hann í mörg ár í skamm-
deginu sett upp veglegt „ljósasjó“ á
vatnstankinn í Hrossabithaganum öll-
um til gleði og ánægju.
Ljósmynd/Vöruhúsið
Verðlaun Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöruhússins, og Sigursteinn Traustason, nemandi hans, tóku við
hvatningarverðlaunum Íslensku menntaverðlaunanna úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.
Hvatning til Hornfirðinga
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
Sveitarstjórnir víða um land vilja
gera vel í úrgangs- og loftslagsmál-
um og hafa gert það en í ljós hefur
komið að víða skortir á yfirsýn í úr-
gangs- og loftslagsmálum. Flest
sveitarfélög hafa gripið til ráðstaf-
ana til að lágmarka matarsóun en
færri hafa innleitt vistvæna inn-
kaupastefnu eða notað vistvæn inn-
kaupaviðmið í innkaupum á þeirra
vegum.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í niðurstöðum könnunar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga sem
gerð var meðal meðal sveitarfélaga á
ýmsum þáttum sem tengjast heims-
markmiðum Sameinuðu þjóðanna
um neyslu og úrgang annars vegar
og loftslagsmál hins vegar.
Alls vöruðu 48 sveitarfélög könn-
uninni sem stóð yfir í september og
október sl. Í umfjöllun sambandsins
segir að það veki sérstaka athygli
hversu víða virðist vanta yfirsýn yfir
stöðu áætlanagerðar, þ.e. gerð svæð-
isáætlana fyrir meðhöndlun úrgangs
og brunavarnaáætlana. „Báðar þess-
ar áætlanir er skylt að vinna skv. lög-
um og eiga þær að liggja til grund-
vallar í allri vinnu í málaflokkunum.
Miklar brotalamir eru samt á að
þessar áætlanir séu gerðar og upp-
færðar og leiðir könnunin í ljós
ákveðið ofmat meðal svarenda varð-
andi það að þessar áætlanir séu til og
í gildi,“ segir þar.
Sorphirðugjald dugar ekki til
Fram kemur að í heildina telja 26
sveitarfélög sig hafa í gildi svæð-
isáætlun um meðhöndlun úrgangs en
skv. upplýsingum Umhverfisstofn-
unar sé einungis ein svæðisáætlun í
gildi sem nær yfir 18 sveitarfélög.
„77% þeirra sveitarfélaga sem svara
telja að tekjur af gjöldum vegna
meðhöndlunar úrgangs (sorphirðu-
gjald) standi ekki að fullu undir
kostnaði vegna meðhöndlunar úr-
gangs í sveitarfélaginu eins og lagt
er upp með í lögum,“ segir í niður-
stöðunum.
Einungis átta sveitarfélög telja sig
hafa innleitt aðferðina Borgaðu-þeg-
ar-þú-hendir við innheimtu en nýleg
lagabreyting gerir ráð fyrir að öll
sveitarfélög verði búin að gera fyrir
1. janúar 2023.
„Einungis fjögur af þeim sveitar-
félögum sem svara telja sig hafa
uppfyllt lagakröfur um gerð stefnu
og aðgerðaáætlunar í loftslagsmál-
um fyrir sinn rekstur og tvö sveit-
arfélög hafa unnið slíkt fyrir sam-
félagslega losun á sínu svæði,“ segir
þar enn fremur. omfr@mbl.is
Vilja gera vel en
skortir yfirsýn
- 48 sveitarfélög svöruðu í könnun um
neyslu, úrgang og loftslagsmál
Morgunblaðið/Frikki
Sorp Sveitarfélög þurfa að uppfylla
lagakröfur um sérsöfnun úrgangs.
Svör sveitarfélaga
» Ellefu þeirra sveitarfélaga
sem svöruðu hafa lagt mat á
losun gróðurhúsalofttegunda í
sveitarfélaginu, þ.e. unnið los-
unarbókhald, og fjögur hafa
unnið annars konar mat á los-
un.
» 26 sveitarfélög segjast hafa
hafið sérsöfnun úrgangs skv.
núgildandi lögum.
» Átta sveitarfélög höfðu ekki
sett sér samþykkt um með-
höndlun úrgangs.
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Fimmtán ár eru frá stofnun Akur-
eyrarAkademíunnar, sem hóf starf-
semi sína árið 2006. Starfsemin hef-
ur verið fjölbreytt þau ár sem hún
hefur starfað, en akademían hefur
staðið fyrir um 150 viðburðum í
bænum á þessu tímabili og um 100
einstaklingar hafa verið með að-
stöðu innan hennar veggja þar sem
þeir hafa sinnt fjölbreyttu fræði-
starfi.
Margrét Guðmundsdóttir, sagn-
fræðingur og einn félaga Akureyr-
arAkademíunnar, tók saman skýrslu
um allt það fræða- og menningar-
starf sem fram hefur farið á vett-
vangi akademíunnar um 15 ára
skeið. Skýrslan ber heitið Sköpun
akademína. Verkefni og viðburðir
2006 – 2021. Skýrslan er gefin út til
að halda á lofti því sem gert hefur
verið og vekja athygli á því merki-
lega starfi sem AkAk stendur fyrir.
„Hér hefur farið fram afskaplega
fjölbreytt og skapandi starf sem
auðgað hefur menningu og mannlíf í
okkar samfélagi,“ segir Margrét.
Háskólanemar áberandi
Þeir einstaklingar sem unnið hafa
við sín fræðistörf innan AkAk hafa
að sögn Margrétar unnið að marg-
víslegum verkefnum á nær 50
fræðasviðum. „Þetta er fjölbreytt
safn verkefna sem unnið hefur ver-
ið að, lokaverkefni í háskólum,
rannsóknir af ýmsu tagi, skýrslur,
tímaritsgreinar, og margt fleira,“
segir hún.
Háskólanemar hafa alltaf verið
stór hluti þeirra sem nýta sér að-
stöðu hjá AkAk. Þeir stunda nám
og störf bæði við innlenda og er-
lenda háskóla, en í samantektinni
kemur fram að þeir hafi verið við
alls 5 innlenda og 11 erlenda há-
skóla um tíðina. „Þessi aðstaða sem
akademían býður upp á gerir fólki
kleift að stunda nám út um allan
heim en búa áfram á Akureyri.“
Margrét segir einnig að þess séu
dæmi að fólk hafi flutt til Akureyr-
ar, tekið störfin með sér þangað og
komið sér upp starfsaðstöðu í Ak-
ureyrarAkademíunni. Sem dæmi
þar um er fólk sem stundar
kennslu við innlenda sem erlenda
háskóla og tekur þátt í rannsókn-
arstarfi á fjölbreyttum fagsviðum.
Auk fræði- og vísindamanna hafa
listamenn sóst eftir aðstöðu til að
vinna við sitt fag og einnig frum-
kvöðlar. Eitt af markmiðum aka-
demíunnar í upphafi var að fræði-
menn sem oft voru einir við sín
störf myndu slá sér saman um
sameiginlegt húsnæði.
Keyptu húsnæði í Sunnuhlíð
AkureyrarAkademían var á sín-
um fyrstu árum til húsa í hluta af
húsnæði gamla Húsmæðraskólans
við Þórunnarstræti 99 á Akureyri
en þegar fram liðu stundir og rýma
þurfti það til að koma annarri
starfsemi fyrir lenti akademían á
hrakhólum, fór á milli húsa og setti
endurtekin húsnæðisleit mark sitt á
starfsemina. Fyrir tveimur árum
keypti AkureyrarAkademían keypti
eigið húsnæði, um 180 fermetra á
neðri hæð í verslunarmiðstöðinni
Sunnuhlíð. Þar er rými fyrir 12
manns og er aðsókn ágæt en enn
eru laus örfá pláss.
AkureyrarAkademían hefur stað-
ið fyrir um 150 viðburðum á starfs-
tíma sínum og af ýmsu tagi, fyr-
irlestrar, námskeið og ráðstefnur
eru áberandi en miðlun út til til al-
mennings er einnig í formi sýninga,
leiklestra og sögugangna, bóka-
kynninga og upplestra sem og tón-
listarflutnings.
„Fjölbreytnin ræður ríkjum, það
má segja að hún sé undraverð, það
eru margar leiðir til að miðlunar og
þær höfum við notað óspart,“ segir
hún. „Þetta er það sem ég er hvað
stoltust af í starfi Akureyrar-
Akademíunnar, starfsemin er svo
margvísleg og leiðirnar til að miðla
henni eru fjölbreyttar,“ segir Mar-
grét. „Við höfum svo sannarlega
auðgað menningarlífið fyrir norðan.
Það sem einnig er svo mikilvægt er
að með því að fólk úr ólíkum grein-
um er undir sama þaki verður til
heilmikil deigla. Þekking og
reynsla spila saman, hugmyndir
verða til og þróast áfram. Það hef-
ur verið ómetanlegt að upplifa
þetta frjóa samtal sem ríkir innan
akademíunnar. Andrúmsloftið og
stemmningin hefur alltaf verið
einkar góð,“ segir Margrét að end-
ingu.
Með fjölbreyttar leiðir til að miðla
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akademían Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Akureyrar-
Akademíunnar, og Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur.
- AkureyrarAkademían fagnar 15 ára afmæli - Um 100 manns verið með aðstöðu hjá akademíunni