Morgunblaðið - 27.11.2021, Side 20

Morgunblaðið - 27.11.2021, Side 20
„Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum og á síðasta ári voru 940 konur myrtar af hendi karl- manns fyrir það eitt að vera konur. Yfirvöld láta undir höfuð leggjast að rannsaka morðin með fullnægj- andi hætti og konur sem rísa upp og mótmæla ofbeldinu og kúgun af hálfu yfirvalda, sæta geðþóttahand- tökum, útskúfun og margvíslegu ofbeldi.“ Þetta kemur fram í til- kynningu frá Íslandsdeild Amnesty International, sem stendur að mál- þingi um stöðu kvenna í Mexíkó, nk. þriðjudag 30. nóv. í Lögbergi, Há- skóla Íslands, stofu 101, frá kl. 12 til 13. Claudia Ashanie leiðir mál- þingið og sérstakir gestir eru Wendy Andrea Galarza, femínisti og baráttukona, og Edith Olivares Ferreto. Wendy segir sögu sína og greinir frá baráttu sinni fyrir rétt- indum kvenna í Mexíkó. Heimsókn- in er hluti af árlegri herferð Am- nesty International, Þitt nafn bjargar lífi. Unnt er að skrifa undir mál þolenda á www.amnesty.is. Málþing um ofbeldi og morð á konum 20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Norðmenn eiga enn eftir að veiða talsvert af leyfilegum makrílkvóta ársins þrátt fyrir mikla sókn. Læt- ur nærri að verðmæti þess sem út af stendur gæti verið um sex millj- arðar íslenskra króna að því er fram kemur í Fiskeribladet í vik- unni. Norðmenn juku hlutdeild sína í makríl hressilega fyrir þetta ár og miðuðu við að í þeirra hlut kæmu 35% af ráðlögðum makrílafla í Norður-Atlantshafi eða tæplega 305 þúsund tonn. Makrílafli Norð- manna í ár er hins vegar um 270 þúsund tonn. Með leyfilegum flutningi á milli ára hefðu norsk skip mátt veiða 326 þúsund tonn og gætu töpuð út- flutningsverðmæti verið nálægt tvöfaldri þeirri upphæð sem áður er nefnd. Velt er upp þeim mögu- leika að samningar náist á milli þjóða um stjórnun makrílveiða og hvað verði þá um mögulegan flutn- ing kvóta á milli ára. Í blaðinu segir að það séu ekki aðeins Norðmenn sem hafi átt í erfiðleikum með að ná makríl- kvótum sínum. Færeyingar eigi langt í land, en þeir hafa veitt um 108 þúsund tonn, en tilkynntu um 167 þúsund tonna kvóta. Íslendingar hafi veitt tæp 130 þúsund tonn, en kvótinn sem var tilkynntur til Norður-Atlantshafisk- veiðinefndarinnar var upp á tæp- lega 141 þúsund tonn, en heimilt er að flytja 10% á milli ára. Of snemmt sé að gera upp veiðar Evr- ópusambandsins og Breta, sem veiði oft mikið fyrstu og síðustu vikur ársins. aij@mbl.is Illa gengur að ná kvóta Morgunblaðið/Árni Sæberg Makrílveiðar Nokkuð vantar enn upp á að kvótar ársins hafi náðst. - Norðmenn segja mikil verðmæti enn í makrílnum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Það er gaman á æfingum með krökkunum þegar músíkin flýgur,“ segir Ólafur Elíasson, píanóleikari og tónlistarkennari. Hann starf- rækir Miðstöðina í Grafarvogi, rytmíska tónlistardeild þriggja tón- listarskóla í Reykjavík sem standa sameiginlega að deildinni. Þeir eru Tónlistarskólinn í Grafarvogi, Nýi tónlistarskólinn og Tónmenntaskóli Reykjavíkur. Deildin er starfrækt fyrir ung- linga sem hafa oftast verið í klass- ísku tónlistarnámi en vilja færa sig yfir í dægurtónlist. Nokkur misseri eru síðan Miðstöðinni var komið á laggirnar. Nemendum fjölgar ár frá ári og þeir sem vilja komast að þurfa stundum að bíða. Nemendum mætt með fjölbreytni Segja má að klassísk tónlist sé kjarninn í tónlistarmenntun á Ís- landi. Nauðsynlegt er þó að koma til móts við nemendur á fjölbreytt- ari hátt, segir Ólafur. Slíkt sann- reyndi hann í MBA-námi við Há- skóla Íslands fyrir nokkrum árum. Í lokaverkefni sínu þar, sem fjallaði um tónlistarskóla á Íslandi, gerði hann umfangsmikla rannsókn á starfi þeirra. Tók meðal annars við- töl við 100 nemendur og spurði þá hvernig skóli væntinga þeirra væri. Svörin þar voru að nemendur vildu að meiri áhersla yrði lögð á popp- tónlist og að félagslegi þátturinn yrði stærri, meðal annars að jafn- aldrar og krakkar á svipuðum stað í námi gætu spilað saman. Gætu til dæmis verið í hljómsveitum í tón- listarskólanum sínum og samið sína eigin tónlist. „Í raun er þetta formúlan sem við höfum starfað eftir,“ segir Ólaf- ur. „Nemendarfjöldi hér er hófleg- ur ef svo má mætti segja, því þann- ig getum við sinnt hverjum og einum vel. Krökkunum er svo raðað saman í litla hópa svo úr verður hljómsveit. Í stað þess að hver nemandi fái kennslu í eina klukku- stund á viku í einkatíma, eru sex saman í hópi eða hljómsveit. Sveit- irnar fá þá sex tíma á viku til æf- inga með kennara auk kennslu í hljóðfæraleik.“ Ólafur var áberandi maður í þjóðlífinu fyrir um áratug með þátt- töku sinni í Indefence-hópnum sem lét til sín taka í eftirmálum hruns- ins. Mótmæli hryðjuverkalögum Breta og barðist gegn Icesave- samningnum, sem þá lágu fyrir. Barátta hópsins þótti árangursrík, en að henni lokinni lét Ólafur þátt- töku sinni í þjóðmálunum lokið. Músíkin var honum mikilvægari en önnur verkefni. Sjö hljómsveitir og 300 tónleikar En aftur að Miðstöðinni og starf- inu þar. Auk spilamennsku hvers konar fá nemendur þar kennslu í lagasmíðum, upptökutækni og hljóðvinnslu. Fjölbreytni er ráðandi. „Meginmálið er samt að krakk- arnir fái að spila músíkina sem þeir sjálfir vilja, að því gefnu að hún rúmist innan rytmískrar aðal- námskrár tónlistarskólanna,“ segir Ólafur um starfsemi Miðstöðv- arinnar. Þar er aðstaða til samspils, upptöku og hljóðvinnslu. Hljóð- færakennslan sjálf fer svo fram í tónlistarskólunum sjálfum. Alls eru í dag sjö hljómsveitir starfandi innan Miðstöðvarinnar. Bæði nemendur og hljómsveitir koma og fara en á síðustu árum eða svo hefur þetta listafólk haldið alls um 300 tónleika. Aðgengi að tónlistarmenntun á Íslandi er gott og flest ungmenni komast að í námi sem þeim hæfir. Þetta segir Ólafur staðfesta að á Ís- landi sé besta kerfi tónlistarskóla í heimi. Engin tilviljun sé hve marga efnilega tónlistarmenn Íslendingar eigi og líka fólk sem er framúrskar- andi utan landsteinanna. Stórsigrar á heimsvísu „Víkingur Heiðar Ólafsson er til dæmis orðinn einn af fremstu kon- sertpíanistum heimsins, en við eig- um líka fjöldann allan af popp- tónlistarmönnum sem hafa unnið stórsigra á heimsvísu. Hver og einn getur fundið sína fjöl. Stundum finna kennarar í sígildri tónlist út að popptónlist hentar nemendum betur. Í góðu skólakerfi getum við líka vel sinnt þeim krökkum,“ segir Ólafur Elíasson og bætir við: „Gróskan í íslensku hljómsveit- arstarfi er líka mikil. Sjálfum finnst mér gaman að vinna með svona hæfileikaríkum krökkum sem gefa mér mikla orku. Sem klassískur pí- anóleikari þarf ég að æfa 3-4 tíma á dag. Ég byrja oftast daginn á æf- ingum, fer svo að kenna krökkunum um eftirmiðdaginn og fram eftir kvöldi. Eftir kennslu með hljóm- sveitunum hef ég endurnýjað orkuna og get sest aftur við flygil- inn og æft mig í kannski 2-3 tíma inn í nóttina.“ Músíkin flýgur í Miðstöðinni - Tónlistarnám með nýrri nálgun - Rytmík í Grafarvogi - Hljómsveitir og kennarar - Músíkin sem krakkarnir vilja sjálfir - Fjölbreytnin er ráðandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Píanóleikari Hver og einn getur fundið sína fjöl. Stundum finna kennarar í sígildri tónlist að popptónlist hentar nemendum betur. Í góðu skólakerfi getum við vel sinnt þeim krökkum,“ segir Ólafur Elíasson um starf og áherslur. Hljómsveit Frá vinstri talið: Bára Katrín Jóhannsdóttir, Hekla Sif Sævalds- dóttir og Júlía Sylvía Gunnarsdóttir í hljómsveitinni Dóra og döðlurnar. Brún tunna und- ir sérsöfnun á líf- rænum eldhús- úrgangi stendur nú íbúum Breið- holts til boða og er tunnan því í boði í öllum hverfum Reykja- víkurborgar austan Elliðaáa, segir í tilkynningu frá borginni. Stefnt er á að þjón- ustan verði í boði í öðrum hverfum borgarinnar um mitt næsta ár. Hægt er að panta tunnu á vefnum ekkirusl.is eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is. Samþykki húsráðanda, hússtjórnar fjöleign- arhúss eða meirihluti eigenda í fjöl- eignarhúsi þarf að liggja fyrir. Þegar tunnan er keyrð út til íbúa fylgir með flokkunarkarfa til að hafa í eldhúsi fyrir allar íbúðir, auk einnar rúllu af maíspokum undir úrganginn. Brúna tunnan er fyrst um sinn valkvæð en flokkun á líf- rænum úrgangi verður síðan að skyldu við öll heimili í borginni frá og með 2023 þegar ný lög um með- höndlun úrgangs taka gildi. Brún tunna undir lífrænan úrgang

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.