Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 22
22 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum vinni að einstökum málum með öðrum löndum. Fexe bendir á að þrátt fyrir að Ísland sé lítið land þá verði hér til stórar og metnaðarfullar hug- myndir sem leita þurfi farvegar úti í heimi. Þar geti Business Sweden liðsinnt. Íslenskar hugmyndir séu miklu stærri en landið sjálft. Það sama eigi reyndar við um Svíþjóð og sænskar hugmyndir. Nauðsyn- legt sé fyrir fyrirtækin að taka áhættu og halda ótrauð af stað út í heim. „50% af þjóðarframleiðslu Svía koma af útflutningi og 50% útflutningsins koma frá erlendum fyrirtækjum sem hafa fjárfest í sænskum fyrirtækjum,“ útskýrir Fexe. „Það er algjört lífsspursmál fyrir okkur í Svíþjóð að hvetja fyrirtækin okkar til að verða eins alþjóðleg og nokkur kostur er og fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í sænskum fyrirtækjum.“ Stóreflir möguleika fyrirtækja Pétur Þ. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að samningurinn muni stórefla möguleika íslenskra fyrirtækja til að sækja á nýja markaði erlendis. Hann segir að kostnaðarþátttaka Íslandsstofu geti að hámarki num- ið 50% af kostnaði við verkefnið og mest þremur milljónum króna í hvert verkefni. Þá segir hann að félag geti að hámarki fengið eitt verkefni fjármagnað á hverju ári. Pétur segir aðspurður að nokk- ur fyrirtæki hafi nú þegar sent inn fyrirspurnir um þátttöku í verkefninu, en þeir geirar sem horft er til eru meðal annars grænar lausnir, orka, nýsköpun, tækni og matvæla- og náttúruaf- urðir. „Þetta eru allt geirar sem íslensk fyrirtæki hafa mikla þekk- ingu á og framleiða góðar vörur. Fyrirtækin hefur hingað til vantað möguleika til að geta tekið skrefið lengra út í heim, sem nú er loks- ins í boði. Samstarfið við Business Sweden var ákveðið sl. vor og við höfum verið að prófa það með nokkrum fyrirtækjum. Þjónusta sænsku markaðsstofunnar er frá- bær og gæðin mikil. Við getum heilshugar mælt með henni. Ég á von á að þetta fari vel af stað og spyrjist hratt út,“ segir Pétur. Finna vaxtartækifæri Spurður nánar um hvernig Business Sweden vinni með fyrir- tækjum segir Fexe að skrifstofan setjist niður með fulltrúum fyrir- tækja, skoði með þeim vaxtar- tækifæri og beini þeim svo í rétt- an farveg, á skrifstofur í þeim löndum sem fyrirtækin vilji hefja útrás til. „Við hjálpum þeim að gera fyrstu samningana. Það er mikilvægt að hafa fólk á staðn- um.“ Vandasamt getur verið að herja á erlenda markaði og ófá mistök hafa verið gerð í gegnum tíðina, mistök sem nauðsynlegt er að læra af, að sögn Fexe. Hann segir þó lífsnauðsynlegt að taka skrefið út í heim með þeirri áhættu sem í því getur falist. „Ingvar Camprad, stofnandi IKEA, sagðist til dæmis aldrei mæla með fyrirtækjum nema þeim sem gerðu stór mistök. Það er svo mikilvægt að hafa hug- rekki til að gera mistök.“ Fexe vonast til að samstarf skapist einnig á milli íslenskra og sænskra fyrirtækja. „Í Svíþjóð er- um við með fullt af flottum fyrir- tækjum, einkaleyfum, hugmynd- um og tækni, en ekkert fyrirtæki getur gert allt á eigin spýtur og ráðið yfir allri virðiskeðjunni. Samstarf með fyrirtækjum í sama geira eða tengdum geirum gerir gæfumuninn og sum þessara fyrirtækja gætu einmitt komið frá Íslandi.“ Fexe nefnir grænar lausnir sér- staklega í þessu sambandi, enda sé Ísland víða framarlega í flokki á því sviði. „Verðmæti tækifæra í sjálfbærni, grænum lausnum og heilsugeira á alþjóðavísu eru um 12 trilljónir Bandaríkjadala fram til ársins 2030,“ segir Fexe. Lofar frumkvæðið Hann lofar að lokum frumkvæði og framsýni Péturs og Íslands- stofu í málinu, sem hafi haft for- göngu um að koma samstarfinu á koppinn. „Fyrir okkur og íslensk fyrirtæki markar þetta samkomu- lag algjör tímamót. Nú höfum við aðgang að þjónustu sem við höfum aldrei getað boðið áður,“ bætir Pétur við og nefnir að endingu mikilvæga aðkomu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra að málinu. Hann hafi leikið lykilhlut- verk í að koma á samningum. Stærri en landið sjálft Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samstarf Samningurinn stóreflir möguleika íslenskra fyrirtækja í útrás. - Íslensk fyrirtæki fá aðgang að víðfeðmu neti Business Sweden - 42 skrifstofur í 37 löndum og 450 ráðgjafar - Horft m.a. til grænna lausna, orku, nýsköpunar, tækni og matvæla- og náttúruafurða Viðskipti » Þjónustan er veitt á mark- aðsforsendum. » Verðlagning fer eftir eðli og umfangi þjónustu. » Helmingur þóknunar er greiddur við undirritun samn- ings og helmingur við lok verkefnis. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Íslensk fyrirtæki með þjónustu eða vörur sem eru tilbúnar á er- lenda markaði eiga nú kost á að sækja fram í gegnum víðfeðmt net viðskiptafulltrúa Business Sweden, systurstofu Íslandsstofu í Svíþjóð. Opinbert hlutverk bæði Business Sweden og Íslandsstofu er að styðja við markaðssókn fyrirtækja á erlenda markaði og hvetja til fjárfestingar í löndunum tveimur. Fyrirtæki geta fengið kost- naðarþátttöku í verkefnum hjá Ís- landsstofu. Skilyrði fyrir því er að viðkomandi félag hafi að minnsta kosti þrjú stöðugildi á ársgrunni og velta þeirra sé ekki meiri en fimm milljarðar króna. Þá þarf rekstrarhæfi félags að vera tryggt til næstu tólf mánaða. 450 ráðgjafar í 37 löndum Stuðningsnet Business Sweden samanstendur af 42 skrifstofum í 37 löndum og 450 ráðgjöfum. Til samanburðar er íslenska utanríkis- þjónustan með viðskiptafulltrúa í 11 löndum. Eins og Frederik Fexe, aðstoð- arframkvæmdastjóri Business Sweden, útskýrir í samtali við Morgunblaðið getur markaðsstof- an til dæmis hjálpað fyrirtækjum að koma sér upp skrifstofu á fjar- lægum mörkuðum, aðstoðað við ráðningu starfsfólks o.fl. Fexe fundaði með íslenskum út- flutningsfyrirtækjum fyrir helgi. Hann segir að samningurinn sé einstakur að því leyti að hann sé sá fyrsti sem Business Sweden gerir við annað ríki, þó stofnunin til manneldisvinnslu. „Það hefur mætt mikið á öllum starfsmönnum fyrirtækisins,“ bætir Gunnþór við. Á fyrstu níu mánuðum ársins hagn- aðist Síldarvinnslan um 69,9 millj- ónir dollara, jafnvirði 9,2 milljarða króna. Hagnaður fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 var til samanburðar 25,4 milljónir dollara, jafnvirði 3,3 milljarða króna. Þó verður að taka til greina að 23,6 milljóna söluhagnaður myndaðist í bókum félagsins í ár vegna afhendingar SVN eigna- félags til hluthafa. Að teknu tilliti til þess einskiptisliðar eykst hagn- aðurinn um 82%. Markaðsvirðið eykst og eykst Síldarvinnslan hefur verið á mik- illi siglingu í Kauphöll Íslands frá því að fyrirtækið var skráð á þann vettvang í sumar. Hafa bréf félags- ins hækkað um ríflega 50% og nem- ur markaðsvirði þess nú 168,3 milljörðum króna. „Loðnuráðgjöf Hafró var eins og sprengja sem menn fengu í fangið.“ Þessum orðum fer Gunnþór Ingva- son, forstjóri Síldarvinnslunnar, um þau tíðindi sem bárust nýverið að loðnukvótinn yrði margfaldaður á yfirstandandi fiskveiðiári miðað við síðustu ár. Lýsingin fylgir nýj- asta uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrstu 9 mánuði þessa árs. „Loðnuvertíðin verður risavaxið verkefni og þegar hafa verið teknar stórar ákvarðanir til að freista þess að ná að vinna þann kvóta sem gef- inn var út. Það ríkir bjartsýni hvað varðar vertíðina og hún á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir sjávar- útvegsfyrirtækin, starfsfólk þeirra og samfélagið allt,“ segir Gunnþór. Hins vegar bendir fyrirtækið á að hætt sé við að viðskiptabann Rússa muni bíta fast á komandi vertíð en þar hefur verið einn stærsti mark- aður Íslendinga fyrir frosna loðnu og mikilvægur hrognamarkaður. Samfelld vaktavinna Mikil umsvif hafa verið á vett- vangi fyrirtækisins síðustu mánuði. Þannig hefur nær samfleytt frá miðjum júní verið unnið á 12 tíma vöktum í fiskiðjuveri fyrirtækisins Viðskiptabann á Rússa bít- ur fast segir Síldarvinnslan Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Mikill og góður gangur hefur verið í vinnslunni undanfarna mánuði og unnið sleitulaust í fiskiðju SVN. Von er á enn meiri umsvifum vegna loðnuvertíðar sem margir vænta að verði sú stærsta í tvo áratugi. - Hagnaður fyrirtækisins 9,2 milljarðar það sem af er ári 27. nóvember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 130.98 Sterlingspund 174.39 Kanadadalur 103.35 Dönsk króna 19.768 Norsk króna 14.604 Sænsk króna 14.446 Svissn. franki 140.27 Japanskt jen 1.1359 SDR 182.52 Evra 147.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.8737 « Landsréttur hefur staðfest niður- stöðu dóms héraðsdóms í svokölluðu Glitnismáli þar sem þrotabú Glitnis banka og Orkuveita Reykjavíkur deildu um uppgjör afleiðusamninga sem orku- fyrirtækið gerði skömmu fyrir efna- hagshrunið. Kemst dómstóllinn að þeirri niður- stöðu að OR beri að greiða þrotabúinu 747 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna afleiðusamninganna. Samkvæmt tilkynningu frá OR metur fyrirtækið það svo að uppgjörsfjárhæð dómsins, mið- að við árslok 2020, nemi 3.238 millj- ónum króna að teknu tilliti til dráttar- vaxta. Orkuveitan segir jafnframt að fyrir- tækið kanni nú hvort ástæða sé til að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Íslands. Ágreiningsins hefur verið getið í reikningum OR. Landsréttur staðfestir kröfur þrotabús Glitnis STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.