Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 24
24 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
25 ára reynsla
INNFLUTNINGUR AF NÝJUM
OG NOTUÐUM BÍLUM
VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR
Heilbrigðisyfirvöld um allan heim eru
uggandi vegna nýs stökkbreytts af-
brigðis kórónuveirunnar sem fyrst
uppgötvaðist í Suður-Afríku fyrir
skömmu. Er talið að þetta geti verið
skæðasta afbrigði veirunnar fram að
þessu og að það geti fundið sér leið
framhjá áður áunnu ónæmi við veir-
unni. Þá er talið að þau bóluefni sem í
notkun eru kunni að veita ófullnægj-
andi vörn gegn þessu afbrigði. Þetta
hefur þó ekki verið sannað.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO
lýsti því yfir í gærkvöldi að afbrigðið,
sem nefnist B.1.1.529 á tæknimáli,
væri afbrigði sem ylli „áhyggjum“, en
það er efsta stig viðbúnaðar hjá
stofnuninni gagnvart nýjum afbrigð-
um. Þá fékk afbrigðið nafnið Ómík-
ron.
Í gær höfðu aðeins um eitt hundr-
að tilvik Ómíkron-afbrigðisins verið
staðfest, en það er að uppgötvast í
ríkjum víðsfjarri Suður-Afríku, þar á
meðal í Hong Kong, Ísrael og Belgíu,
og gæti því útbreiðslan orðið allhröð
næstu sólarhringana. Þá er talið að
fjöldi tilfella í Suður-Afríku sé enn
stórlega vanmetinn.
Ferðabann á suðurhluta Afríku
Bresk stjórnvöld gripu fyrst til
þess ráðs í gær að setja alla ferða-
menn frá sex löndum í sunnanverðri
Afríku í sóttkví við komuna til lands-
ins. Sama gerðu Þjóðverjar, Ítalir og
Japanir í kjölfarið, og einnig ríki á
borð við Ísrael og Singapúr.
Þá lýsti Ursula von der Leyen,
forseti framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins, því yfir að rétt væri
að stöðva allar komur flugvéla frá
sunnanverðri Afríku til landa ESB,
og samþykktu aðildarríkin um kvöld-
ið að setja ferðatakmarkanir á sjö
ríki í suðurhluta Afríku. Stjórnvöld í
Kanada og Bandaríkjunum ákváðu í
kjölfarið að banna komur frá sömu
ríkjum til landa sinna.
Ástralir sögðu hins vegar að þeir
ætluðu að bíða með takmarkanir á
flugferðum frá löndunum í sunnan-
verðri Afríku þar til frekari upplýs-
ingar um veiruafbrigðið bærust.
Áhrif á markaði víða
Fréttirnar um nýja afbrigðið voru
farnar að hafa áhrif á mörkuðum
víða um heim, einum í Asíu, í gær.
Lækkuðu hlutabréfavísitölur og
einnig verð á olíu. Þá lækkuðu hluta-
bréf í flugfélögum og ferðaþjónustu-
fyrirtækjum í Evrópu skarpt við
fréttirnar um frekari ferðatakmark-
anir.
Olíuverð hefur verið í miklum
hæðum að undanförnu og er ráð-
gerður fundur olíuframleiðsluríkja í
næstu viku til að ræða hvort auka
eigi framleiðsluna. Lækkun olíuverðs
gæti þó haft áhrif þar á.
Mikil aukning hefur orðið á út-
breiðslu kórónuveirunnar víða um
heim að undanförnu og hafa mörg
Evrópuríki gripið til hertra takmark-
ana innanlands og við landamæri. Í
gær var ákveðið að taka upp að nýju
grímuskyldu í Danmörku og Portú-
gal. Víða í Evrópulöndum er þess nú
krafist að fólk sýni skírteini um bólu-
setningu á opinberum stöðum.
Þá ákváðu stjórnvöld í Hollandi að
herða enn á sóttvarnaaðgerðum sín-
um, þrátt fyrir óeirðir sem brutust út
gegn þeim um síðustu helgi.
Afbrigði vekur ugg á heimsvísu
- Ómíkron-afbrigðið hefur borist víða um heim á stuttum tíma - Gripið til ferðatakmarkana í mörgum
löndum - Óttast að útbreiðslan verði allhröð á næstu vikum - Sóttvarnaaðgerðir hertar í Evrópu
AFP
Faraldurinn Farþegi frá Suður-Afríku, sem gisti á Regal-flugvallarhótelinu
í Hong Kong, greindist með nýja afbrigðið og smitaði mann í sóttkví þar.
Nýtt veiruafbrigði
B.1.1.529
Fyrst skráð:
Nóvember 2021
Heimild: Nature
Tilkynnt í:
Suður-Afríku
Helstu stökkbreytingar á
broddprótíni veirunnar
Uppgötvunin kemur fram á sama tíma
og smittilfellum fjölgar í Suður-Afríku
Mikill fjöldi stökkbreytinga á brodd-
svæðinu semmótefni þekkja og það
getur dregið úr ónæmi
Helstu áhyggjuefni
Breytingar á broddi geta auðveldað
veirunni að komast inn í frumur
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Mario
Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, undirrituðu í Róm í
gær sáttmála á milli ríkjanna sem kveður á um stór-
aukið pólitískt og efnahagslegt samstarf þeirra á milli.
Löngum hefur verið togstreita á milli ríkjanna. Talið er
að sáttmálinn geti styrkt þau bæði við það tómarúm
sem skapast í evrópskum stjórnmálum þegar Angelu
Merkel, kanslara Þýskalands, nýtur ekki lengur við.
Frakkar og Ítalir gera með sér samstarfssáttmála
Nýtt pólitískt bandalag í Evrópu
AFP
Stjórnvöld í Bretlandi og Frakk-
landi deildu hart í gær vegna bréfs
sem Boris Johnson forsætisráðherra
sendi Emmanuel Macron forseta
Frakka um viðbrögð við flótta-
mannavandanum í Ermarsundi.
Johnson bað Frakka um að taka
þegar í stað við öllu flóttafólkinu
sem komið hefur ólöglega til Bret-
lands frá Frakklandi. Þetta gramd-
ist Frökkum, ekki síst að bréfið
skyldi birt opinberlega, og afboðuðu
í skyndingu fund um flóttamanna-
málið sem innanríkisráðherra
Frakka ætlaði að halda með innan-
ríkisráðherra Breta.
27 flóttamenn drukknuðu fyrr í
vikunni á leið sinni til Bretlands
skammt undan strönd Calais í
Frakklandi. Er þetta eitt mann-
skæðasta sjóslys sem þar hefur orð-
ið. Hétu stjórnvöld í löndunum
tveimur því í kjölfarið að skera upp
herör gegn glæpagengjum sem að-
stoða flóttafólk við þessar áhættu-
sömu siglingar.
Bretar eru reiðir Frökkum vegna
málsins og telja að þeir standi sig
ekki nógu vel í að hindra ferðir
flóttafólksins.
Frakkar og Bretar í hár
saman vegna flóttamanna
- Samráðsfundi innanríkisráðherra landanna aflýst