Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
Bogabraut 952, 262 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Mikið endurnýjuð 3ja herbergja á annarri hæð
í fjölbýli á Ásbrú
Fleiri myndir og lýsing á eignasala.is
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 34.000.000 91,3 m2
Á
morgun, 28. nóvember, er fyrsti sunnudagur í aðventu,
öðru nafni jólaföstu. Eins og nærri má geta eru fjölda-
mörg orð og orðasambönd í íslensku tengd jólum og
jólahaldi. Vefgáttin málið.is geymir til dæmis liðlega
300 mismunandi orð sem hefjast á jóla-; þau má sjá með því að
slá inn stafina jóla og síðan stjörnu *. Þá birtast langar runur
orða sem sótt eru í ýmis gagnasöfn: jólaföndur, jólafriður, jóla-
blað, jólabjór, jólafagnaður, jólaföt, jólagrautur, jólagjöf, jóla-
guðspjall, jólaglaðningur, jólahangikjöt, jólahreingerning, jóla-
kaka, jólakonfekt, jólakort, jólaköttur og þannig áfram og áfram.
Orðafjöldinn, og fjölbreytileikinn, sýnir vel hve fyrirferðarmikil
jólahátíðin og allt tilstandið kringum hana er og hefur löngum
verið í lífi þjóðarinnar.
Hér má til dæmis sjá orðið jólaglögg ’hitað rauðvín með kryddi
(negulnöglum og kanil)’ en orðið merkir einnig samkomu þar sem
drykkur þessi er í boði. Orðið á ekki ýkja langa hefð í íslensku,
líkast til frá því upp úr miðri síðustu öld. Enn yngra er líklega
orðið jólahlaðborð; a.m.k. finn ég ekki eldri dæmi um það á tíma-
rit.is en frá því upp úr
1980.
Á mörgum heimilum eru
sérstök jóladagatöl og
kerti notuð til að telja nið-
ur dagana fram að jólum.
Nú geymir málið.is ekki
aðeins orðabækur um ís-
lensku eina heldur eru komnar í vefgáttina prýðilegar tvímála
orðabækur. Þannig sýnir málið.is núna til dæmis hvað jóladagatal
nefnist á 8 erlendum (rit)málum: dönsku, sænsku, norsku bók-
máli, nýnorsku, færeysku, finnsku, þýsku og frönsku. Í þessu til-
viki eiga erlendu málin það sameiginlegt að dagatal kallast kalen-
der, eða haft er eitthvert tilbrigði við það stef: kalenteri
(finnska), kalendari (færeyska), calendrier (franska).
Margt fleira rekur á fjörurnar þegar flett er upp í vefgáttinni
málið.is með því að slá inn jóla*. Þar má nefna orðið jólabál sem
19. aldar heimild segir haft um skæran og mikinn loga. Við vef-
gáttina hafa nú bæst fleiri söguleg gagnasöfn en áður voru þar
tiltæk. Munar þar mest um Blöndalsorðabók og Ritmálssafn
Orðabókar Háskólans. Svo að haldið sé áfram með jólaorðin bæta
þessi söfn heilmiklu við leitarniðurstöður á málinu.is, t.d. orðinu
jólahyski. Það virðist haft um Grýlu og hennar fylgdarlið. Ekki
þarf að fjölyrða um að jólamatur er fyrirferðarmikill í huga og
maga og reyndar hefur orðið jólamagi ratað í orðasöfnunina (úr
Húsfreyjunni 1997: „fólk burðast með sína jólamaga“).
Íslenskt orðanet er meðal hinna nytsömu og áhugaverðu
gagnasafna sem vefgáttin málið.is byggist á. Orðið jól er þar til
dæmis að finna í fjöldamörgum orðasamböndum af ýmsu tagi, t.d.
það dregur að jólum, það eru ekki alltaf jólin, jólin eru úti o.fl.
Þarna er líka auðvelt að finna samsett orð þar sem -jól er seinni
eða síðasti liður í samsettum orðum, til dæmis friðarjól og
brandajól.
Jólamálið punktur is
Ari Páll Kristinsson
ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is
Tungutak
Í
lögum um kosningar til Alþingis segir að séu þeir
gallar á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla
megi að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úr-
skurði þingið kosningu hans ógilda.
Meirihluti kjörbréfanefndar Alþingis taldi að ekki hefðu
komið fram vísbendingar sem gæfu tilefni til að ætla að sá
annmarki hefði verið á vörslu kjörgagna í NV-kjördæmi að
hann hefði haft áhrif á úrslit kosninganna og leitt til breyt-
inga sem urðu á atkvæðatölum framboðslista við seinni taln-
ingu atkvæða þar. Niðurstaðan var að vilja kjósenda bæri að
virða þrátt fyrir galla á framkvæmd kosninganna.
Undir formennsku Birgis Ármannssonar, formanns þing-
flokks sjálfstæðismanna, kannaði undirbúningsnefnd fyrir
rannsókn kjörbréfa í 125 klukkustundir á 34 fundum og í
þremur vettvangsferðum í Borgarnes frá 4. október til 23.
nóvember 2021 framkvæmd kosninga í NV-kjördæmi í
þingkosningunum 25. september 2021. Skrifuðu fulltrúar
allra þingflokka nema Pírata undir 91 bls. greinargerð
nefndarinnar sem birt var á vefsíðu Alþingis 23. september.
Á þingsetningardegi 23. nóvember voru þeir sem sátu í
undirbúningsnefndinni kjörnir í kjörbréfanefnd og lögðu
þeir fram þrjár tillögur á þingfundi
25. nóvember (1) um að lokatölur
eftir endurtalningu í Borgarnesi
giltu; (2) um að kosið yrði á ný í NV-
kjördæmi; (3) um að kosið yrði á ný
í öllum kjördæmum. Fyrsta tillagan
var samþykkt með 42 atkvæðum og
Alþingi varð starfhæft réttum
tveimur mánuðum eftir að það var
kjörið.
Að kvöldi 23. nóvember var rætt
um greinargerð undirbúningsnefndarinnar við Katrínu Jak-
obsdóttur forsætisráðherra sem sagði við ríkissjónvarpið að
án tillits til niðurstöðu þingsins um kjörbréfin teldi hún „all-
ar líkur“ á að ákvörðun þingsins yrði vísað til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu. „Ég held að þannig [sé] það bara,“ sagði
Katrín og minnti svarið á kjörorð framsóknarmanna: Ætli
það sé ekki bara best að kjósa Framsókn?
Er þetta bara svona? Dr. Davíð Þór Björgvinsson lands-
réttardómari sat um skeið í Mannréttindadómstóli Evrópu
(MDE). Skömmu eftir þingkosningarnar, 3. október, skrif-
aði hann pistil á netið þar sem hann velti ágreiningi um úr-
slit kosninganna fyrir sér í ljósi mannréttindasáttmála Evr-
ópu (MSE).
Sáttmálinn veiti ríkjum mikið svigrúm til að ákveða sjálf
lagaumgjörð um kosningar og framkvæmd þeirra. Ráðist
nánari útfærsla meðal annars af sögulegum aðstæðum,
hefðum, venjum og stjórnskipulegum hugmyndum í hverju
landi. Lagt sé til grundvallar að borgarar sáttmálaríkjanna
búi við lýðræði og kosið sé til löggjafarþings auk þess hafi
borgararnir rétt til að bjóða sig fram.
Davíð Þór segir að fyrir MDE hafi oft reynt á réttinn til
að kjósa án þess að nokkrum dytti í hug að ágreiningurinn
drægi niðurstöður kosninga í efa. Einnig hafi reynt á réttinn
til framboðs án þess að það raskaði úrslitum kosninga.
Af greinargerð undirbúningsnefndarinnar má ráða að í
störfum hennar hafi hún verið með annað augað á hugs-
anlegu málskoti til dómstólsins í Strassborg. Birtist það
skýrast í því sem nefndin segir um dóm MDE í málinu Mu-
gemangango gegn Belgíu frá 10. júlí 2020.
Við gerð eigin verklagsreglna hafði nefndin annars vegar
hliðsjón af form- og efnisreglum stjórnsýsluréttar og hins
vegar þessum dómi MDE þar sem ríkar kröfur eru gerðar
til vandaðrar málsmeðferðar við yfirferð kosningakæra með
hliðsjón af meginreglunni um frjálsar kosningar. Nefndin
telur að lögfesta verði frekari ákvæði um störfin sem henni
eru falin og verði þá litið til reglna sem settar voru af hér-
aðsþingi Vallóníu í Belgíu um málsmeðferð vegna dóms
MDE.
Stundum mætti ætla að 4. dómstig Íslands sé í Strass-
borg. Svo er ekki. Skilyrði þess að
mál sé tækt fyrir MDE er „að leitað
hafi verið til hlítar leiðréttingar í
heimalandinu“. Þá verður kærandi
að sýna að hann hafi orðið fyrir
„umtalsverðu óhagræði“ nema
hann telji vegið að virðingu mann-
réttinda sinna. Að vegið hafi verið
að mannréttindum með mistökum í
Borgarnesi er langsótt.
Lögreglustjóri Vesturlands hefur
boðið yfirkjörstjórn NV-kjördæmis að ljúka kærumáli
vegna framkvæmd kosninganna með greiðslu sektar. Var
því hafnað af kjörstjórninni. Af þessu kann að spretta dóms-
mál sem einhverjum dytti kannski í hug að fara með til
Strassborgar. Eitt er víst að tæma verður allar leiðir hér á
landi áður en haldið er fyrir dómara í Frakklandi.
Af belgíska málinu sést að dómstólar þar hafa oft neitað
afskiptum af framkvæmd þingkosninga. Þess vegna fór Mu-
gemangango-málið milliliðalaust til MDE. Er eitthvert sam-
bærilegt fordæmi hér?
Héraðsþing Vallóníu kemur ekki fram fyrir Belga á sama
hátt og Alþingi fyrir Íslendinga. Felur aðild að mannrétt-
indasáttmála Evrópu í sér vald MDE til að vega að fullveldi
alþingis með fyrirmælum um hvernig framkvæmd stjórn-
arskrárvarins valds þess skuli háttað? Mundi MDE gefa
breska, þýska eða franska þinginu slík fyrirmæli?
Þjóðþingin setja MDE skorður. Víða í lýðfrjálsum lönd-
um Evrópu vex gagnrýni á inngrip dómaranna í Strassborg
í stjórnarhætti ríkja. Það er óvarlegt fyrir alla að nota orðið
„bara“ um þessar afleiðingar klúðurs yfirkjörstjórnarinnar.
Málskot til Strassborgar breytir engu um úrslit kosning-
anna. Að grípa til þess núna ber meiri vott um meinfýsi en
vilja til bættra vinnubragða við framkvæmd kosninga. Rök-
studdar tillögur um nauðsynlegar umbætur má sjá í grein-
argerð undirbúningsnefndarinnar.
Þjóðþingin setja MDE skorð-
ur. Víða í lýðfrjálsum löndum
Evrópu vex gagnrýni á inn-
grip dómaranna í Strassborg
í stjórnarhætti ríkja.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Torfæra frá Borgarnesi
til Strassborgar
Þegar ég átti leið um Prag á dög-
unum var mér boðið á alþjóð-
lega kvikmyndahátíð, helgaða al-
ræðisstefnu, nasisma og kommún-
isma. Þar horfði ég á nýja heimildar-
mynd eftir tékkneska kvikmynda-
gerðarmanninn Martin Vadas,
Rudolf Slánský: Sér grefur gröf …
Við gerð hennar notaði Vadas efni,
sem fannst fyrir tilviljun vorið 2018,
upptökur af hinum alræmdu
Slánský-réttarhöldum í nóvember
1952, þegar fjórtán kommúnista-
leiðtogar voru leiddir fyrir rétt í
Prag og dæmdir fyrir njósnir,
skemmdarverk og undirróður.
Þeirra kunnastur var Slánský, sem
verið hafði aðalritari kommúnista-
flokks Tékkóslóvakíu.
Tveir aðrir sakborningar höfðu
nokkur tengsl við Ísland. Otto Katz,
sem verið hafði ritstjóri kommún-
istablaðs Tékkóslóvakíu, notaði dul-
nefnið André Simone, og Sverrir
Kristjánsson þýddi eftir hann bók,
sem kom út á íslensku 1943, Evrópa
á glapstigum. Sjálfur hafði Katz þýtt
úr tékknesku skáldsöguna Sveita-
stúlkuna Önnu, á þýsku Anna, das
Mädchen vom Lande, eftir Ivan Ol-
bracht. Ég hef bent á, að söguþræðir
þeirrar bókar og Atómstöðvar Hall-
dórs K. Laxness eru afar líkir, þótt
sögusviðið sé annað, og ætti okkar
óþreytandi bókmenntarýnir Helga
Kress að skrifa um þetta rækilega
ritgerð í Sögu, til dæmis undir heit-
inu Eftir hvern?
Rudolf Margolius var aðstoðar-
utanríkisviðskiptaráðherra Tékkó-
slóvakíu, og var honum meðal ann-
ars gefið að sök að hafa gert við-
skiptasamninga við Ísland. Valtýr
Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðs-
ins, spurði undrandi í leiðara, hvers
vegna ætti að hengja mann fyrir að
kaupa fisk af Íslendingum. Magnús
Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans,
svaraði með þjósti, að réttarhöldin
hefðu verið opinber og sönnunar-
gögnin svo sterk, að sakborningar
hefðu ekki treyst sér til annars en
játa.
Þeir Slánsky, Katz og Margolius
voru dæmdir til dauða og hengdir
ásamt átta öðrum sakborningum, en
þrír hlutu ævilangt fangelsi. Síðar
viðurkenndu yfirvöld, að sakargiftir
hefðu verið spunnar upp og játn-
ingar knúðar fram með pyndingum
og falsloforðum. Þetta voru sýndar-
réttarhöld.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hengdur fyrir að
selja okkur fisk!