Morgunblaðið - 27.11.2021, Side 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
B
etra er
seint en
aldrei.
Það von-
aði ég í
það minnsta þegar ég
paufaði við að pota nið-
ur haustlaukum í hálf-
freðna moldina í blóma-
beðinu við húsið mitt í vikunni. Það
er víst ekki seinna vænna að ljúka
haustverkunum áður en aðventan
gengur í garð!
Þarna kúra laukarnir í vetur og
bíða síns tíma. Þeir kúra í mjúku
myrkrinu ofan í jörðinni, með
skammdegisdimmuna allt um kring,
og vænta þess að rísa úr jörðu að vori
og gleðja okkur með litríkum blóm-
blöðum.
Fáar þjóðir þekkja vetrarmyrkur
jafnvel og við Íslendingar. Það er
skiljanlegt að mörg okkar hafi hálf-
gert óþol fyrir þessum dimmu dög-
um, þegar sólin nær vart að rísa, til
þess eins að hverfa okkur aftur sjón-
um. Trúlega tala myndlíkingar um
ljós og myrkur því alveg sérstaklega
sterkt til okkar þjóðar. Þess háttar
myndmál finnum við víða í menning-
unni. Í fallega barnaleikritinu um
Benedikt búálf, sem er á fjölunum
hjá Leikfélagi Akureyrar, þurfa til
dæmis hinir góðu og björtu álfar að
gæta ljóssins fyrir vélabrögðum
svartálfanna, því að án ljóssins tekur
illskan völdin.
Kristið fólk hér á landi, líkt og víða
um heim, notar ljósið gjarnan sem
tákn um von trúarinnar
og náð Guðs andspænis
sorg, dauða og synd.
Orð Jesú sjálfs veita
okkur mörgum huggun
á erfiðum tímum, þegar
hann segir: „Ég er ljós
heimsins. Sá sem fylgir
mér mun ekki ganga í
myrkri heldur hafa ljós
lífsins.“
Enginn árstími
minnir jafnsterkt á
þennan boðskap og ein-
mitt aðventa og jól.
Kertaljósin sem við tendrum á að-
ventukransinum tala til okkar með
þessum hætti. Ljósið mikla er að
koma í heiminn með fæðingu Jesú
Krists. Við erum hvött til að láta ljós
trúarinnar á Jesú kvikna innra með
okkur og leyfa því að leiða okkur.
En allar myndlíkingar eiga sín
takmörk. Þegar kemur að því að lýsa
eðli Guðs, eða sambandi manneskj-
unnar við skapara sinn, verða tak-
mörkin enn skýrari. Og sá sem hefur
skapað bæði ljós og myrkur – býr sá
Guð ekki líka í myrkrinu?
Ég var að ræða við nokkra íbúa á
hjúkrunarheimilinu hér á Egils-
stöðum fyrr í mánuðinum, og varð að
orði að nú værum við farin að finna
vel fyrir skammdegismyrkrinu. „Já,
það er gott!“ svaraði þá ein í hópnum
ákveðin; djúpvitur og lífsreynd kona.
Skyldi hún ekki hafa á réttu að
standa? Ætli skammdegismyrkrið
geti ekki verið gott, eftir allt saman?
Ég verð að viðurkenna að ólíkt við-
mælendum mínum á hjúkrunarheim-
ilinu þekki ég ekki veröldina án raf-
magns, þegar myrkfælni var algeng
og sumir óttuðust það sem búið gæti
úti í þéttu og svörtu náttmyrkri. Við
eigum það hins vegar sameiginlegt
að þekkja hvíldina sem dimman get-
ur veitt þeim þreytta, eins og mjúkt,
svart og kærkomið teppi. Við eigum
það líka sameiginlegt að hafa upp-
lifað djúpa fegurð undir vetrarhimni:
stjörnurnar, tunglið og norðurljósin,
sem öll þarfnast alvörumyrkurs til að
njóta sín – og jafnvel fegurðina í
skýjaþrungnu, birtulausu kvöldi. Við
aðstæður eins og þær sem hér hafa
verið taldar upp öðlast hugtakið
„ljósmengun“ merkingu.
Það er svo merkilegt að þrátt fyrir
hið sterka, kristna myndmál um ljós-
ið finnum við líka í Biblíunni ótal
dæmi um hvernig myrkrið, nóttin og
hið dökka hafa jákvæða skírskotun. Í
Fyrstu Mósebók birtist Guð Abra-
ham að nóttu, segir honum að líta til
himins og telja stjörnurnar ef hann
geti, því að svo margir muni niðjar
hans verða (1. Mós. 15.5). Á öðrum
stað í Gamla testamentinu mælir Sal-
ómon konungur að Drottinn hafi
„sagt að hann vilji búa í myrkri“ (1.
Kon. 8.12).
Í guðspjöllunum eiga margir af
mikilvægustu atburðunum í lífi Jesú
sér einmitt stað þegar dimmt er úti.
Fæðing Jesú er þannig tengd í frá-
sögnum guðspjallamannanna bæði
við stjörnuna á næturhimninum
(Matt. 2.10-11) og við hirðana sem
„gættu um nóttina hjarðar sinnar“
(Lúk. 2.8). Upprisa Jesú á sér líka
stað þegar enn er myrkur (Jóh. 20.1).
Myrkrið getur semsé verið sá vett-
vangur, þar sem undrin gerast.
Myrkrið er vettvangur, þar sem
Guð mætir manneskjunni.
Og undrin eru víða í myrkrinu. Í
hlýju rökkri móðurkviðarins mótast
nýtt líf. Barnið, sem þroskast þar og
dafnar í öryggi sínu, er umvafið
dimmunni mildu, líkt og væri það
umfaðmandi móðurást Guðs við okk-
ur öll.
Haustlaukarnir mínir bíða í vetur í
myrkri moldarinnar, líkt og annar
jarðargróður sem hvílist og býr sig
undir vorið með þeim hætti sem ég
kann ekki að skýra. En Guð er þar að
verki, sá Guð sem stöðugt skapar og
starfar, elskar og umvefur, í myrkri
jafnt sem ljósi.
Orðið „skuggi“ hefur oft neikvæða
merkingu á íslenskri tungu, til að
mynda þegar talað er um að standa í
skugga einhvers. Í hitanum hér á
Austurlandi síðasta sumar var
skugginn þó gjarnan kærkominn,
þar sem hann veitti skjól og hlé frá
sólinni, sem yljaði okkur svo oft.
Þetta þekkja íbúar heitari landa vita-
skuld betur en Íslendingar. Þetta er
bakgrunnur myndmálsins í Davíðs-
sálmi 91, þar sem trúartrausti er líkt
við að dvelja í skugga Guðs.
Ég er viss um að Drottinn vilji
mæta bæði þér og mér, með ein-
hverjum hætti, á þessari aðventu.
Skyldi það kannski einmitt verða
skammdegismyrkrið, sem mun birt-
ast okkur líkt og skugginn af vernd-
andi vængjum okkar elskandi
Guðs?
Eftir
Þorgeir Arason
Skyldi það kannski einmitt verða skammdegismyrkr-
ið, sem mun mæta þér og mér nú á aðventunni, líkt
og skugginn af verndandi vængjum elskandi Guðs?
Þorgeir Arason
Höfundur er sóknarprestur
Egilsstaðaprestakalls.
thorgeir.arason@kirkjan.is
Ljósmynd/ÞA
Kirkjubæjarkirkja
Hugvekja
Kirkjan til fólksins
Í mjúku myrkri
Ljósmynd/ÞA
Egilsstaðakirkja
AKUREYRARKIRKJA | Sunnudagaskólinn
fellur niður.
Helgistund verður streymt frá Akureyrarkirkju kl.
20 á Facebook-síðunni Viðburðir í Akureyrar-
kirkju – Beinar útsendingar.
Prestur er Svavar Alfreð Jónsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Vegna samkomutak-
markana fellur hin hefðbundna guðsþjónusta
niður en sunnudagaskólinn er á sínum stað kl.
11 í umsjá Andreu Önnu Arnarsdóttur og Sig-
urðar Óla. Söngur, Biblíusaga, brúðuleikhús.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl.
13. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni annast
samverustund sunnudagaskólans. Séra Sig-
urður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar
Nikulásdóttur. Organisti er Bjartur Logi Guðna-
son.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl.
14.15. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjón-
ar fyrir altari. Organisti er Bjartur Logi Guðna-
son. Almennur söngur.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í
Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni
hafa Sigrún Ósk, Pétur og Þórarinn.
Helgistund í Bessastaðakirkju kl. 17 í umsjá
djáknanna Margrétar Gunnarsdóttur og Vilborg-
ar Helgu Sigurðardóttur. Ástvaldur Traustason
er organisti.
BLÖNDUÓSKIRKJA | Aðventuhátíð kl. 17.
Kristmundur Valberg flytur hugleiðingu. Ferm-
ingarbörn flytja helgileik og söngatriði. Kórfólk
úr Þingeyraprestakalli syngur undir stjórn Ey-
þórs Franzsonar Wechner. Óliver Pálmi Ingvars-
son leikur á trompet og Benedikt Blöndal á
hljómborð. Við syngjum inn aðventuna. Kirkj-
unni er skipt í þrjú sóttvarnahólf og það er
grímuskylda. Bryndís Valbjarnardóttir sóknar-
prestur.
BORGARNESKIRKJA | Aðventuguðsþjónusta
kl. 11. Séra Anna Eiríksdóttir og séra Þorbjörn
Hlynur Árnason þjóna í athöfninni og kirkjukór
Borgarneskirkju leiðir sálmasöng undir stjórn
Steinunnar Árnadóttur organista.
Vegna sóttvarnareglna miðast fjöldi kirkjugesta
við 50. Vinsamlegast skráið þátttöku hjá sókn-
arpresti á netfangið borgarkirkja@simnet.is.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Aðventuguðsþjónuata
kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar. Örn
Magnússon organisti og kór kirkjunnar leiða
sönginn. Sunnudagaskóli á sama tíma. Alþjóð-
legi söfnuðurinn kl. 14. Prestar eru Toshiki
Thoma og Ása Laufey Sæmundsdóttir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Fyrsti sunnudagur í að-
ventu og fjölskyldumessa kl. 11. Hugvekja,
sjáum leikrit með Rebba og Mýslu og syngjum
aðventu- og jólalög. Jónas Þórir spilar á flygilinn
og Sóley Adda, Kata og sr. Eva Björk þjóna. At-
hugið að fyrirhugaðri afmælishátíð er frestað.
DIGRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11.
Hjallakirkja kl. 17. Guðsþjónusta. Sr. Sunna
Dóra Möller og Lofgjörðarhópur Hjallakirkju.
DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Sveinn Valgeirsson prédikar, sr. Elínborg Sturlu-
dóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þor-
mar dómorganisti. Klukkan 13 er djáknavígsla,
biskup Íslands vígir Vilborgu Ólöfu Sigurðardótt-
ur. Sænsk guðsþjónusta kl. 14.30. Prestur er
Guðrún Karls Helgudóttir. Gætum vel að sótt-
vörnum.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
10.30. Mýsla og Rebbi láta sig ekki vanta.
Aðventa með Schubert: Aðventutónleikar
Kammerkórs Egilsstaðakirkju ásamt hljómsveit
kl. 17. Stjórnandi er Torvald Gjerde. Aðgangs-
eyrir er 2.500 kr, 1.500 kr. fyrir eldri borgara, ör-
yrkja og námsmenn, frítt fyrir börn. Enginn posi
á staðnum. Ath. Tónleikagestir þurfa að sýna
neikvætt Covid-hraðpróf og bera grímur.
FELLA OG HÓLAKIRKJA |
Sunnudagaskóli kl. 11.
Aðventukvöld kl. 20. Lilja Alfreðsdóttir, mennta-
málaráðherra flytur ávarp. Kór kirkjunnar ásamt
Arnhildi Valgarðsdóttur, organista og Grétu Sal-
óme, fiðluleikara. Þátttakendur á aðventukvöldi
verða að sýna fram á neikvæða niðurstöðu
hraðprófs frá Heilsugæslu.
GARÐAKIRKJA | Ljósastund kl. 15.30. Sr.
Henning Emil Magnússon. Sigrún Waage flytur
ávarp. Ragnheiður Gröndal syngur við undirleik
Guðmundar Péturssonar.
Streymt á facebook.com/vidalinskirkja
GRAFARVOGSKIRKJA |
Aðventuhátíð í heimasíðu Grafarvogskirkju kl.
13. Eins verður hún á Facebook- og Instagram-
síðum kirkjunnar. Barna- og unglingakórinn
syngur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn flytur
hugleiðingu. Sunnudagaskólinn kl. 11. Guðs-
þjónustu í Grafarvogskirkju kl. 11 er aflýst. Sel-
messu í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13 er aflýst.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Fiðluhópur úr Suzuki-tónlistarskólanum í
Reykjavík. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar
ásamt messuhópi, Ástu Haraldsdóttur organ-
ista og Kirkjukór Grensáskirkju. Þriðjudagur:
Kyrrðarstund kl. 12. Fimmtudagur: Núvitundar-
stund kl. 18:15-18:45, einnig á netinu.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Sunnu-
dagaskólinn kl. 11. Prestur er Pétur Ragnhild-
arsonar. Tónlistarflutningur í umsjá Hrannar
Helgadóttur organista. Kirkjuvörður er Lovísa
Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Skátar
bera inn friðarljósið frá Betlehem. Prestur er Jón
Helgi Þórarinsson. Organisti er Guðmundur Sig-
urðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.
Sunnudagaskóli á sama tíma. Vegna sóttvarn-
arreglna mega aðeins 50 manns koma í stund-
ina. Grímuskylda fyrir fullorðna.
Nánar: www.hafnarfjardarkirkja.is.
HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Guðsþjónustunni verður út-
varpað. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurð-
ardóttir prédikar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og
sr. Eiríkur Jóhannsson þjóna fyrir altari. Messu-
þjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sól-
bergsson. Kór Hallgrímskirkju syngur undir
stjórn Steinars Loga Helgasonar. Upphaf jóla-
söfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar. Barnastarf er
í kórkjallara, gengið er inn að aftanverðu, aust-
anmegin.
HAUKADALSKIRKJA | Messa kl. 13. Fjár-
sjóðskista fyrir börnin. Aðalsafnaðarfundur og
kirkjukaffi á eftir á Hótel Geysi hjá Mábil Gróu
Másdóttur. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Krist-
ján Björnsson biskup þjónar fyrir altari og pré-
dikar.
HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl.
11. Guðmundur Einar Jónsson leikur einleik á
gítar. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á
trompet. Fermingarbörn lesa ritningarlestra.
Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Mikill almenn-
ur söngur undir stjórn organistans, Guðnýjar
Einarsdóttur. Prestur er Helga Soffía Konráðs-
dóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnudagaskóli í
Digraneskirkju sunnudag kl. 11. Öll börn og for-
eldrar velkomin. Hjallakirkja kl. 17. Guðsþjón-
usta. Sr. Sunna Dóra Möller og Lofgjörðarhópur
Hjallakirkju.
HJÚKRUNARHEIMILIÐ Skjól | Guðsþjón-
usta kl. 14.15. Séra Sigurður Jónsson prédikar
og þjónar fyrir altari. Organisti er Bjartur Logi
Guðnason. Almennur söngur.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma
kl. 13. Barnastarf, lofgjörð og fyrirbænir, ásamt
fáeinum nýjungum. Ólafur H. Knútsson flytur
stutta hugvekju. Kaffi að samverustund lokinni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Séra Fritz Már Þjónar fyrir altari, Arnór Vilbergs
og félagar úr kór Keflavíkurkirkju flytja tónlist og
leiða sálmasöng. Sunnudagaskólinn á sama
tíma í Kirkjulundi undir leiðsögn Helgu, Marínar
og Grýbosar.
KIRKJA heyrnarlausra | Messa í Grensás-
kirkju kl. 14. Táknmálskórinn syngur undir
stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Sr. Kristín Pálsdóttir
prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi eftir messu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Tónlistarguðsþjónusta
kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar
fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja
undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.
Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðar-
heimlilinu Borgum.
LANGHOLTSKIRKJA | Aðventustund
barnanna kl. 11. Barnakórarnir Graduale Liberi
og Graduale Futuri syngja undir stjórn Bjargar
Þórsdóttur, Móeiðar Kristjánsdóttur og Dagnýj-
ar Arnalds.
Aðventusamvera kl. 17. Kór Langholtskirkju og
Gradualekór Langholtskirkju syngja undir stjórn
Magnúsar Ragnarssonar organista og Lilju
Daggar Gunnarsdóttur. Guðbjörg Jóhannesdótt-
ir sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum og
kirkjuverði. Kirkjunni verður skipt í rými og örygg-
is gætt.
NESKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta og barna-
starf kl. 11. Drengjakór Reykjavíkur syngur und-
ir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar. Félagar
úr kór Neskirkju syngja og leiða almennan söng
undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur org-
anista. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björns-
dóttir.
Barnastarfið er í safnaðarheimilinu og er gengið
beint þangað inn. Umsjón hafa Kristrún Guð-
mundsdóttir og Ari Agnarsson.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Reggimessa og
barnastarf í kirkju Óháða safnaðarins sunnudag
kl. 14. Séra Pétur þjónar og Óháði kórinn leiðir
messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars,
slagverk er í höndum Óskars Kjartanssonar og
Karls Kristjáns Daviðssonar. Við verðum með
tvö sóttvarnarhólf. Guðrún Halla aðstoðar og
Ólafur taka á móti kirkjugestum. Munum að
huga að sóttvörnum.
SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 13, sr. Bryndís Malla Elídóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari, Kór Seljakirkju syngur
undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn
kl. 10. Ástin og hugrekkið. Sr. Petrína Mjöll Jó-
hannesdóttir talar. Léttmessa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar.
Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr
Kammerkórnum syngja. Kaffiveitingar eftir at-
höfn. Stund fyrir eldri bæjarbúa þriðjudag kl. 14.
Valdimar Sverrisson verður með gamanmál.
Þjóðlegar veitingar á kr. 500. Fólk beðið að til-
kynna komu sína áður í síma 899-6979. Kyrrð-
arstund miðvikudag kl. 12.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Spádómakertið tendrað. Fjársjóðskista fyrir
börnin. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Kristján
Björnsson, biskup, þjónar fyrir altari og prédik-
ar.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 14. Kirkjudagur
kvenfélagsins. Kvenfélagskonur annast lestra.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Keiths Reed.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urriða-
holti kl. 10 og í safnaðarheimilinu kl. 11. Helgi-
stund kl. 11. Sr. Henning Emil. Særún Rúnu-
dóttir syngur, Jóhann Baldvinsson leikur á orgel.
Hátíðarguðsþjónusta með þátttöku Kvenfélags
Garðabæjar kl. 11. Sr. Henning Emil þjónar.
Jóna Rún Gunnarsdóttir flytur hugvekju. Bjarnd-
ís Lárusdóttir og Auður Guðmundsdóttir lesa
lestra. Peter Thompkins leikur á óbó, Erla Björg
Káradóttir syngur ásamt Kór Vídalínskirkju,
stjórnandi Jóhann Baldvinsson.
Einungis í streymi á Facebook.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Reykjahlíðarkirkja
Messur á morgun