Morgunblaðið - 27.11.2021, Side 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
✝
Gunnar Helgi
Hjartarson,
fyrrverandi skóla-
stjóri Grunnskól-
ans í Ólafsvík,
fæddist í Brekku-
bæ, Silfurgötu 9b í
Stykkishólmi, 16.
desember 1932.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi 20. nóv-
ember 2021.
Foreldrar hans voru hjónin
Kristrún Zakaríasdóttir hús-
móðir, f. 11. maí 1894, d. 20.
janúar 1961, og Hjörtur Guð-
mundsson, kaupmaður í Stykk-
ishólmi, f. 13. apríl 1901, d. 2.
júní 1987.
Gunnar átti tvö systkini, þau
Zakarías Hólm, f. 12. maí 1924,
d. 15. október 2009, og Hjört-
fríði, f. 8. ágúst 1926, d. 16.
mars 2008.
Hinn 17. desember 1953
kvænist hann Guðrúnu L. Guð-
mundsdóttur (Bíbí) úr Stykk-
ishólmi, f. 21. maí 1935, d. 15.
apríl 2006. Börn þeirra eru: 1)
Albína Helga, f. 20. maí 1954,
maki Baldur Guðni, börn
þeirra eru Gunnar Helgi, maki
Laufey Helga, og börn þeirra
Gunnar seinni konu sinni, El-
ísabetu Jónu Ingólfsdóttur frá
Hnífsdal, og á hún sjö börn fyr-
ir, þau eru Halldór Ingi, Guð-
björn Ingólfur, Þórir Hvanndal,
Trausti Hvannberg, Atli Árdal,
Auður Helga og Ágúst Heimir
Ólafsbörn.
Gunnar ólst upp í Stykkis-
hólmi og lauk þar barna- og
gagnfræðaskóla. Að loknum
gagnfræðaskóla lá leiðin til
Reykjavíkur þar sem hann fór í
Kennaraskóla Íslands og lauk
þar námi 1954. Þá fluttust þau
til Ólafsvíkur þar sem hann
varð kennari og árið 1970
verður hann skólastjóri. Gunn-
ar lét af störfum sem skóla-
stjóri árið 1999 eftir 45 ára
starf við Grunnskólann í Ólafs-
vík.
Gunnar var virkur í félags-
störfum, var meðal annars í
kirkjukórnum, Rótarýklúbbn-
um, leikfélaginu, einn af stofn-
endum Golfklúbbsins Jökuls og
var í stjórn félags eldri borg-
ara.
Á sínum efri árum stofnuðu
þeir félagar Gunnar, Vigfús K.
Vigfússon, Bjarni Ólafsson og
Stefán Jóhann Sigurðsson
kvartettinn Hinir síungu og
voru undir stjórn Valentinu
Kay. Gáfu þeir út tvo geisla-
diska.
Útför Gunnars Helga fer
fram frá Ólafsvíkurkirkju í
dag, 27. nóvember 2021, klukk-
an 14 og verður streymt frá út-
förinni.
eru Matthías Daði
og Bríet Sunna.
Sæunn Dögg, maki
Michael Gluszuk,
og börn þeirra eru
Svanfríður Dögg,
Victor Rúrik og
Sunna Dögg. 2)
Hildur, f. 21. febr-
úar 1956, maki
Ólafur, börn þeirra
eru Rögnvaldur,
maki Kristín Arn-
fjörð, og börn þeirra eru Sús-
anna Sól, Vigfús Kristinn,
Díana Eik og Embla Eik. Örv-
ar, maki Erla Gunnlaugsdóttir,
börn þeirra eru Bjarki Freyr,
Arna Eir og Brynjar Óli. Jón
Steinar, maki Kristfríður Rós,
barn þeirra er Ólafur Örvar. 3)
Guðmundur Rúnar, f. 22. jan-
úar 1961, maki Þorbjörg Hösk-
uldsdóttir, börn þeirra eru
Hallveig Hörn, maki Vigfús
Elvan, börn þeirra eru Guðrún
Elvan, Emilý Elvan og Ísafold
Eyja Elvan. Höskuldur Goði,
maki Eyrún Dröfn, börn þeirra
eru Jóel Orri og Harpa Líf.
Hjörtur, maki Rebekka Heim-
isdóttir. 4) Rakel Ósk, f. 6. des-
ember 1976, maki Ólafur, börn
þeirra eru Silja og Aníta.
Hinn 15. júlí 2014 kvænist
Í dag þegar ég kveð ástkæran
eiginmann minn og minn besta
vin er mér efst í huga þakklæti
fyrir allar gleðistundirnar sem
við áttum saman. Stundirnar með
Hinum síungu og ferðalögin með
þeim bæði innanlands og utan.
Þakklæti fyrir sönginn, spilin,
glettnina og hláturinn. Fyrir árin
okkar í Ólafsvík. Þakklæti fyrir
allar ferðirnar vestur í Djúp þar
sem við áttum sælureit sem við
nutum ásamt vinum, ættingjum
og ekki síður bara við tvö. Þessi
ár hafa verið dýrðleg og munu
minningar um árin okkar saman
ylja mér um hjartarætur alla
mína daga.
Nú er ei annað eftir
en inna þakkar-mál
og hinstri kveðju kveðja
þig, kæra, hreina sál.
Þín ástarorðin góðu
og ástarverkin þín.
Í hlýjum hjörtum geymast,
þótt hverfir vorri sýn.
(Einar H. Kvaran.)
Elísabet Jóna.
Fallinn er nú frá tengdafaðir
minn Gunnar Hjartarson, ég man
hann fyrst þegar ég sem ungur
strákur fór að venja komur mínar
til Gunnars og Bíbíar í Stekkjar-
holtinu þegar ég var að eltast við
Hildi. Strax frá fyrsta degi var
mér tekið opnum örmum af þeim
sæmdarhjónum. Með okkur
Gunnari tókst frá fyrstu kynnum
mikil vinátta. Það vildi svo vel til
að við höfðum sömu áhugamál,
laxveiði og skotveiði. Margar
ferðirnar fórum við á rjúpu hér á
árum áður, þá var hægt að fara
hvert sem okkur langaði, því að
það voru ekki margir sem stund-
uðu veiðar þá, yfirleitt fengum
við góðan veiði, það var farið mik-
ið í stuttar ferðir yfirleitt eftir
skóla hjá tengdó, en á helgum var
farið snemma og verið bróður-
partinn af deginum. Ein ferð
stendur upp úr þegar við fórum
upp í Gerðuberg snemma morg-
uns í blíðskaparveðri, en upp úr
þrjú skall á blindhríð, vorum við
þá komnir upp í borgirnar, við
kölluðumst á og ákváðum að fara
niður í bíl sem var niður við stíflu,
en bylurinn var svo mikill að við
sáum varla tærnar, það er
skemmst frá því að segja að við
gengum fram á vatnsleiðsluna úr
lindunum í Gerðuberginu og fikr-
uðum okkur niður í Ólafsvík,
þetta tók um þrjá klukkutíma,
blautir og hraktir komum við í
Stekkjarholtið, og þar tók Bíbí
við okkur með þeim kræsingum
og kökum sem hún var þekkt fyr-
ir. Veiðiferðirnar í Miðá í Dölum
voru fastur punktur, Gunnar var
einn af leigutökum og fórum við
saman á hverju sumri í Dalina.
Einnig hafði hann gaman af að
koma með okkur feðgum í Laug-
ardalsá við Djúp, þar sem hann
sá um að matreiða og hafði gam-
an af. Besti kostur Gunnars var
hversu mikið jafnaðargeð hann
hafði, það var sjaldan sem hann
skipti skapi. Það var mikið högg
fyrir hann þegar hann missti eig-
inkonu sína til margra ára hana
Bíbí árið 2006. Seinni kona Gunn-
ars er Elísabet Jóna, ættuð frá
Rauðamýri við Djúp, var hún
hans stoð og stytta þangað til yfir
lauk. Að lokum vil ég þakka
Gunnari fyrir hlýhug og kærleika
við strákana okkar Hildar. Guð
blessi minningu Gunnars
Ólafur Rögnvaldsson.
Í dag kveðjum við kæran sam-
starfsmann, Gunnar Hjartarson,
fyrrverandi kennara og skóla-
stjóra við Grunnskólann í Ólafs-
vík. Hann starfaði samfellt við
skólann í 45 ár, sem kennari í 16
ár og skólastjóri í 29 ár.
Gunnar var hvers manns hug-
ljúfi og var umhugað um að öllum
í skólanum liði vel, bæði nemend-
um og starfsfólki. Hann sýndi
nemendum væntumþykju og
reyndi að finna lausnir fyrir þá
sem ekki rákust með fjöldanum
og vildi stuðla að því að byggja
upp sjálfstraust nemenda og gera
þá að nýtum þjóðfélagsþegnum.
Gunnar hafði mikinn áhuga á
sögu skólans og hélt til haga ýms-
um gögnum til að varðveita sög-
una fyrir komandi kynslóðir. Í
dag njótum við góðs af því.
Á þessum tíma tíðkaðist að
einkunnir nemenda væru hand-
skrifaðar. Gunnar hafði fallega
rithönd og handskrifaði einkunn-
ir nemenda sem voru að útskrif-
ast úr skólanum.
Gunnar var skemmtilegur og
fróður maður og gott var að leita
til hans þegar kennarar þurftu á
að halda. Hann var hrókur alls
fagnaðar og hafði góða nærveru.
Hann var höfðingi heim að sækja
og ekki var verra að komast í hin-
ar gómsætu tertur sem Bíbí hafði
bakað.
Við kveðjum Gunnar með
söknuði og þökkum honum góða
samfylgd. Fjölskyldu hans send-
um við okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Samstarfsfólk í Grunnskólan-
um í Ólafsvík,
Elfa Ármannsdóttir.
Gunnar Helgi
Hjartarson
✝
Snorri Harð-
arson fæddist
á Selfossi 25. maí
1986, sonur Sigríð-
ar Ásu Einarsdótt-
ur og Harðar Sig-
urjónssonar. Hann
var yngstur í
systkinahópnum
en eldri eru Einar
Jón Kjartansson, f.
1970, Soffía Guð-
rún Kjartans-
dóttir, f. 1973, og
Davíð Ernir Harð-
arson, f. 1982.
Snorri átti heima
á Selfossi til sex
ára aldurs en þá
flutti fjölskyldan
til Reykjavíkur.
Útförin fór fram
frá Selfosskirkju
22. október 2021.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Hvernig getur maður kvatt
yngsta barnið sitt?
Minningabrotin birtast, hvert af
öðru. Selfoss 25.5. 1986 – stór
drengur fæddur á Sjúkrahúsi Suð-
urlands, 22 merkur og 59,5 cm.
Læknirinn segir eftir fyrstu skoð-
un „að ljósmóðirin skuli nú hafa lát-
ið sig muna um þennan hálfa senti-
metra“.
Við heima, kúrðum saman og
fléttuðum fingur, önnur höndin
stór, hin smá.
Lítill snáði með ljósar krullur.
Lítil hönd í lófa mömmu.
Vetur. Ungur drengur úti í garði
í snjógalla og með snjógleraugu
kemur inn til mömmu og segir:
„Mamma, viltu taka snjóinn úr
gleraugunum mínum.“ Ég skil ekki
hvernig snjórinn komst inn undir
gleraugun, svo ég segi: „Hvernig
komst snjórinn undir gleraugun?“
„Ég var að horfa upp í himininn, ég
var að tala við Guð.“ „Um hvað vor-
uð þið að spjalla?“ spyr ég. „Ég var
bara að biðja hann að taka mig til
sín þegar ég dey.“
Þegar þú kvartaðir undan því
hvað ég gengi hratt á leið okkar í
leikskólann og hversu fljótt hlut-
verkin snerust við og þú varðst
langtum stórstígari en ég.
Þegar þú spurðir mig um trú-
mál fyrir fermingu og umræð-
urnar og vangavelturnar sem við
áttum. Þú ákvaðst að láta ferma
þig og varst mjög ánægður með
daginn þinn.
Þú, unglingur. Við tvö bjugg-
um saman, stóru systkinin flutt
að heiman.
Við saman að skoða veggja-
krot sem þú hafðir mikinn áhuga
á.
Hringdir, sagðir mér frá kett-
lingi sem hefði elt þig ítrekað og
spurðir hvort þú mættir taka hann
að þér ef eigandinn fyndist ekki.
Ég hugsaði mig um, tvisvar. Velti
því fyrir mér hver kæmi til með að
annast köttinn. Hugsaði svo að það
væri eflaust bara gott og þroskandi
að annast dýr og bera ábyrgð á því.
Eigandinn fannst ekki og aldrei
þurfti ég að iðrast þess að hafa leyft
þér að taka Dimmu að þér.
Þú orðinn fullorðinn.
Þegar þú, langtum hærri en ég,
kysstir mömmu á kollinn og sagðir:
„Ég elska þig gamla.“
Þegar félagar þínir átöldu þig
fyrir að kalla mömmu þína „gömlu“
heyrði ég bara fegurstu tónlist,
vissi hvað það táknaði okkar á milli.
Hvað það var gott að vera í ná-
vist þinni.
Öll gleðin, kímnin og hlýjan sem
þú veittir okkur. Öll faðmlögin. Öll
skilaboðin, skemmtilegu brandar-
arnir og dýramyndböndin. Öll sím-
tölin, stundum nokkur á dag.
Símtölin okkar verða ekki fleiri
elsku Snorri minn. Ef líf er að
loknu þessu vona ég að ég verði
ennþá hún „gamla þín“.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn,
og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Þín
mamma.
Snorri Harðarson
Sálm. 14.2
biblian.is
Drottinn horfir á
mennina af himnum
ofan til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Elskuleg móðir okkar, amma og langamma,
ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést í faðmi ástvina sunnudaginn
14. nóvember á hjúkrunarheimilinu
Hömrum, Mosfellsbæ.
Útförin hefur farið fram.
Guðm. Þorlákur
Guðmundsson
Katrín Karlsdóttir
Helga Guðmundsdóttir Roman Cakir
Bjarni Guðmundsson Ingibjörg Jóna Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra
ANNA BALDRÚN SIGMUNDSDÓTTIR,
Dvergholti 1,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu 30. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Aðalsteinn Árni Benediktsson
Íris Benediktsdóttir
Snjólaug Benediktsdóttir
Jóhanna Davíðsdóttir
Guðlaug Jóhannesdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓSEF MAGNÚSSON
flautuleikari,
lést sunnudaginn 14. nóvember.
Útför hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins
látna.
Magnús Yngvi Jósefsson Sigríður Guðsteinsdóttir.
Ásgrímur A.L. Jósefsson Braghildur S.L. Matthíasdóttir
Jósef Ari Little Ásgrímsson
Matthías V. Little Ásgrímss.
Elsku hjartans sonur okkar og bróðir,
KJARTAN ÓLÍVER RÓBERTSSON,
Funafold 16, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 11. nóvember.
Útför hans hefur farið fram.
Þakkir sendum við öllum þeim sem sýnt
hafa hlýhug og sent fallegar kveðjur við fráfall hans.
Sigrún Rós Elmers Guðbjarni Eggertsson
Róbert H. Kjartansson
Baltasar Logi Guðbjarnason
Markús Guðbjarnason
Ástkær systir, mágkona og frænka,
HELGA GUNNARSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum Fossvogi
mánudaginn 15. nóvember.
Útförin hefur farið fram.
Gunnar Gunnarsson Harpa Harðardóttir
Herdís Erna Gunnarsdóttir
Hörður Gauti Gunnarsson
Gunnar Helgi Gylfason
Einar Gylfason
Hanna Lára Gylfadóttir