Morgunblaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 ✝ Jón Laxdal Halldórsson myndlistarmaður fæddist á Akureyri 19. júlí 1950. Hann lést 12. nóvember 2021 í Freyjulundi, heimili sínu í Hörgársveit. Foreldrar Jóns voru Halldór Ólafs- son úrsmiður og Oddný Laxdal. Bræður hans eru Ólafur og Halldór. Kona Ólafs er Gígja Gunnarsdóttir og dóttir þeirra Þóra Sif. Kona Halldórs er Halldóra Bjarney Skúladóttir og synir þeirra eru Skúli og Sölvi. Fyrri eiginkona Jóns var Odda Margrét Júlíusdóttir. Hún lést árið 1993. Dóttir þeirra er Valgerður Dögg, eiginmaður hennar er Snorri Arnaldsson. Dætur þeirra eru Odda Júlía og Ugla. Unnusti Oddu Júlíu er og Bjössunum. Hann starfaði sem barnakennari í nokkur ár, við Lundarskóla á Akureyri, kenndi við Myndlistaskólann á Akureyri og starfaði lengi í þjónustukjörnum á vegum Ak- ureyrarbæjar. Jón fékkst við myndlist frá árinu 1980 í framhaldi af ljóð- list. Verk hans bera sterk um- merki ritaðs máls og heimspeki í bland við úrsmiðjuna sem hann ólst upp í. Með árunum þróuðust verkin í þrívíða fleti og samsetta fundna hluti. Klippimyndirnar eru þó hans aðalsmerki og höfundarein- kenni. Myndlist Jóns Laxdal hefur verið sýnd mjög víða, bæði hér- lendis og erlendis, og lista- verkasafnarar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fest kaup á verkum hans. Jón var titlaður bæjarlistamaður Akureyrar ár- ið 1993 og myndlist hans er í eigu Listasafns Reykjavíkur og Listasafnsins á Akureyri. Útför Jóns Laxdal verður í dag, 27. nóvember 2021, klukk- an 13 frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal. Þau sem ætla sér að vera við útförina eru beðin að fara í hraðpróf fyrir komu. Róbert Sveinn Lár- usson. Síðari sambýlis- og eiginkona Jóns er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Dóttir þeirra er Brák, unnusti hennar er Þórir Hermann Ósk- arsson. Börn Að- alheiðar eru Arnar Ómarsson og Þór- ey Ómarsdóttir. Börn Þóreyjar eru Ylfa Marín Kristinsdóttir, Alvar Breki Kristinsson og Amelía Kristinsdóttir. Jón varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1971 og lagði stund á heimspeki við Háskóla Íslands á árunum 1971 til 1975. Hann var einn af að- standendum Rauða hússins á Akureyri og stundaði eigin myndlist daglega alla tíð. Jón var ljóðskáld og starfaði með hljómsveitunum Norðanpiltum Fyrst þegar man ég eftir Jónsa bjó hann í Brekkugötu en í kringum 1960 flutti hann á Suð- urbrekkuna, í Eyrarlandsveg 24, og varð nágranni minn og leik- félagi. Á þessum árum benti ekk- ert til þess að Jón yrði eitthvað annað en sómakær, akureyrskur smáborgari þá er hann yxi úr grasi. Hann var hress og glað- lyndur strákur, flinkur í fótbolta og handbolta, góður á skíðum og að sjálfsögðu í KA. Við fylgdumst að úr landsprófi og upp í gegnum Menntaskólann, Vatíkanið, eins og Jón kallaði hann, og sluppum þaðan mis- kalnir á hjarta og miskaþólskir. En ýmislegt vaknaði í vitund okkar. Fótbolti vék fyrir „sex and drugs and rock and roll“. Og pólitík, maður minn. Sjálf heims- byltingin heimsótti Akureyri. En fyrst og síðast hið eina varan- lega: Póesían. Allir sprönguðum við um í síðum frökkum og ortum tilvistarkreppuna og böl heims- ins öfugt út úr okkur. Við vorum meira að segja teknir úr umferð einu sinni fyrir að lesa ljóð okkar upp á almannafæri. Eitthvað hef- ur ljóðasmekk lögreglunnar ver- ið ábótavant. En aðeins einn okk- ar varð skáld, skáldið, með ákveðnum greini, eins og við köll- uðum hann. Og það var Jón. Módernistarnir voru okkar menn, sérstaklega Stefán Hörð- ur og Sigfús Daðason. Við yfirgáfum „rottuholuna“ 1971 og fórum í „Melaklepp“ að nema þjóðfélagsfræði, ef fræði skyldi kalla. Kennararnir virtust lifa í pólitísku tómarúmi og hvorki skilja haus né sporð á því sem var að gerast í heiminum. Það vildi okkur til happs að á vormisseri 1972 kom Páll Skúla- son til landsins, sprenglærður frá Belgíu, og hóf tilraunakennslu í heimspeki. Ekki var það nú vit- leysan og Páll kunni ekki að ljúga. Þá varð ekki aftur snúið. Árið eftir fór ég til Danmerk- ur en Jón átti Oddu og Vala var á leiðinni. Reyndar dvöldu þau nokkrum árum síðar einn stuttan vetur í Danaveldi og bjuggum við þá í sambýli ofurþroskaðra, svo- nefndu kollektívi, í því ágæta hverfi Gellerup í Árósum, sem nú er eitt alræmdasta gettó í Skand- inavíu. Jón fór sjaldan í háskól- ann en sat löngum stundum við eldhúsborðið og teiknaði krúsi- dúllur og staka stafi á pappír. Ég áleit þetta ritstíflu en þess í stað mun það hafa verið upphaf giftu- ríks myndlistarferils. Á næsta einum og hálfa áratug voru samvistir okkar stopular. Ég kom til Íslands á tveggja ára fresti og við Jón drukkum í okk- ur eins og eina bjarta sumarnótt. Rauða húsið, Gamli barnaskólinn og Jónsi, af öllum mönnum, orð- inn menningarviti. Og það á Ak- ureyri af öllum stöðum. En hann var líka kennari og það af guðs- náð, ef ég þekkti hann rétt og sagnir voru sannar. Hann virti börnin og talaði við þau sem viti- bornar verur. Odda varð höll úr heimi. Nýtt líf, nýtt víf, nýtt vín. Listagil og Lína, Grenið og Alla og Brák. Díonýsos í Freyjulundi. Jón var ekki bara æðrulaus stóuspeking- ur, skáldskapur hans og myndlist ekki eingöngu apollonsk heið- ríkja. Í honum bjó skapandi, sterkur, lífsþyrstur og illvígur Díonýsus. Rætur skáldskapar liggja í lifuðu lífi. En vinur Jóns, Þorsteinn heitinn Gylfason, hrakti margsinnis ranghug- myndir um æðri sannindi skáld- skapar og tvöfeldni sannleikans. Og þótt skáldskapur tjái hvorki annan né æðri sannleika en t.d. vísindi eða hversdagslegar stað- hæfingar um veðrið, þá getur hann, þegar best lætur, opnað flóðgáttir skilnings, aukið vit og göfgað tilfinningar. Aristóteles sagði að listin veitti mönnum ka- þarsis, sem er annars vegar hreinsun eða útrás kenndanna, og hins vegar göfgun eða þroski. Listræn reynsla er eins og frjó- samur jarðvegur fyrir sálina. Enda vissi sá gamli að tilfinn- ingar geta verið stútfullar af rök- vísi. Góður skilningur er tilfinn- ing sem verður skýr og greinileg sjálfri sér. Jón hafði slíkan skiln- ing til að bera í ríkum mæli. Hans er sárt saknað. Sigurður Ólafsson. Við hittumst fyrst á teríunni á jarðhæð Hótels KEA. Hann hafði gefið út ljóðabókina Myrk- ur á hvítri örk og vildi selja mér. Flottur titill á ljóðabók hugsaði ég. Hann var sjálfur í hvítum loð- feldi með stingandi og einbeitt dimm augu hugsuðar. Ég hafði áður séð Jónsa á úrsmíðastofu föður síns innar í Hafnarstræti með stækkunareinglyrni rýnandi inn í smátt úrverkið en þekkti hann ekkert þá enda fimm árum eldri en ég. En þarna hófst sam- tal, samvinna og vinskapur sem stóð ansi lengi yfir. Ég var stífur gestur á heimilum hans, elskaði samtalið, fyrst í Tjarnarlundi, síðan í Kotárgerði, Glerá, Helga- magrastræti og síðast Freyjul- undi. Seint á árinu 1980 fann Guðbrandur Siglaugsson vinur okkar hús niðri í Skipagötu sem stóð autt og hafði síðast verið kaffistofa hafnarverkamanna við Torfunesbryggju. Seint á árinu 1980 var ákveðið að taka það á leigu með hópi vina okkar og stofna menningarmiðstöð sem fékk nafnið Rauða húsið. Þar var gallerí, bókaútgáfa og bóksala. Þar voru haldnir heimspekifyr- irlestrar, mest með kennurum og samnemendum Jónsa og Guð- mundar Heiðars úr heimspek- inni. Flestar sýningarnar voru með kennurum mínum og sam- nemendum úr nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans. Þar voru haldin ljóðakvöld og tónleikar. Æfingaaðstaða akur- eyrsku nýbylgjuhljómsveitarinn- ar Baraflokksins var á efri hæð- inni. Þarna var gaman í tæp þrjú dýrmæt ár í þroska okkar. Á þessum tíma fór Jónsi að stunda myndlist og hélt sýna fyrstu sýn- ingu í Rauða húsinu. Þar kynnt- ist hann mörgum af bestu mynd- listarmönnum þjóðarinnar og öðlaðist sjálfstraust, því að þeir sáu að hann var einn af þeim. Það er erfitt að leyna miklum hæfi- leikum – alla vega til lengdar. Tíu árum síðar kom einn frægasti og fíngerðasti myndlistarmaður heimsins á síðari hluta 20. aldar við á Akureyri. Hann hét Donald Judd og var sjúklega smámuna- samur minimalisti. Hann stopp- aði stutt en ég leiddi Donald eig- inlega fyrir tilviljun inn á vinnustofu Jónsa sem þá var í kjallaraholu Listasafnsins í Gróf- argili – þessi heimsókn var ekki plönuð. Ég kynnti þá ekkert, sagði bara að þetta væru túristar en Donald var með kærustu sinni og dvöldu þau dágóða stund, skoðuðu og handléku verk hans. Ég spjallaði við Jón á meðan. Þau kvöddu hann með virktum og sögðu eitthvað sem ég heyrði ekki en þegar við gengum niður gilið sögðu þau einum rómi: „Þessi verk eru afar vel gerð!“ Ég hef oft hugsað að grunnur myndlistarhæfileika Jónsa hafi legið í margra ára skoðun á úr- verki með einglyrnisstækkunar- gleri í uppeldinu. Nákvæmni hans og náttúruleg tilfinning fyr- ir myndbyggingu á þar rætur sínar. En Jónsi var auðvitað ekki bara í myndlist, hann var heim- spekingur, ljóðskáld og tónlistar- flytjandi í norðanpiltum og Bjössunum. Fyrir mig stendur myndlistin þó upp úr. Mér var verulega brugðið þegar ég frétti af andláti hans. Hann var stór þáttur í mínu lífi. Ég vil votta fjölskyldu hans mína dýpstu og innilegustu samúð. Við erum mörg sem söknum hans. Guðmundur Oddur Magnússon. Tréskór eru til að ganga á en ekki til að troða öðrum um tær þó má sparka í þeim ef þörf krefur og mæla fátt Þannig orti Jón vinur minn Laxdal til Völu dóttur sinnar barnungrar. Og þannig orti Jón ávallt al- varlegur og kíminn í senn. Og þannig var hann. Við Jón kynntumst 10 ára gamlir og lékum okkur saman síðan þá með mislöngum hléum. Eftir að Jón flutti langt útí sveit urðu leikstundir okkar stopulli. En í mörg ár deildum við vinnu- stofum og hittumst nánast dag- lega. Eftir margra ára samveru örlaði reyndar á því að við yrðum leiðir hvor á öðrum, því það var ekki alltaf fjör enda vorum við báðir þráir, þrjóskir og þverir og kannski bara furðulegt hvað við áttum vel saman. Heimskur hef ég sporum stráð á skyrhvítt gólf og kysst þig kl. 12 Þetta er annað kvæði úr ann- arri ljóðabók Jóns, þeirri stór- góðu „Stofuljóð“, en eftir Stofu- ljóðin tók Jón krappa beygju í listinni, hætti mikið til að glíma við orðin og samhengi þeirra en sneri sér að myndlist sem hann kallaði reyndar líka ljóð. Jón lagði stund á heimspeki og sér þess mikil merki í ljóðum hans og myndljóðum. Allt sem Jón skapaði var ákaf- lega áferðarfallegt, enda fæddist hann með úrsmíðaputta og á stundum var hann svo iðinn, að þótt hann væri að vinna á ör- þunnan pappír horfði maður á listaverkastaflana hækka og þeim fjölga. Það var líf og yndi Jóns að skapa og pæla og svo hafði hann líka afskaplega gam- an af því að skemmta sér og öðr- um. Og þar vorum við svo sann- arlega á sömu blaðsíðunni og hljómsveitin Norðanpiltar var fjör. Við félagarnir vorum fjarri því besta hljómsveit á norður- hveli, en við vorum kokhraustir og létum eins og við værum æð- islegir og komumst upp með það. Það kom í ljós að Jón var ótrú- lega flottur dansari og margir muna dansafrek hans eins og þegar hann dansaði ofan í opna gítartösku og sumir segja hann hafa lokað á eftir sér, eða þegar hann sveiflaði sér í gluggatjöld- Jón Laxdal Halldórsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Fjólugötu 20, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, fimmtudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. nóvember klukkan 13 með nánustu aðstandendum og vinum. Streymt verður frá athöfninni á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - Beinar útsendingar. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en bent á minningarsjóð Öldrunarheimila Akureyrar. Sigurður Jón Björnsson Eyjólfur Sigurðsson Kristinn Björnsson Edda Sigrún Friðgeirsdóttir Björn Kristinsson Elisa Paloni Einar Kristinsson Matthildur B. Benediktsdóttir Andri Kristinsson og langömmubörn Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, ÞORSTEINN AÐALBJÖRNSSON, Norðurgötu 30, Sandgerði, lést á dvalarheimilinu Lundi mánudaginn 22. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Jón Aðalbjörnsson Sigríður Sigmundsdóttir Ragna Aðalbjörnsdóttir Ásgeir Árnason og fjölskyldur Við aðstoðum þig við gerð viljayfirlýsingar um útför þína af nærgætni og virðingu – hefjum samtalið. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Hinsta óskin Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ERLENDUR DANÍELSSON, Birkivöllum 30, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 20. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 30. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis hans nánustu viðstaddir athöfnina. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://promynd.is/erlendur. Gréta Jónsdóttir Anna Ingileif Erlendsdóttir Grímur Þórisson Stefán Hauksson Viktoría Björk Erlendsdóttir Þorgils Magnússon Erlendur Ágúst, Erlendur Karl, Katrín, Hrafnhildur Jakobína, Daníela, Eyjólfur Örn, Sveinn Óli og Gréta Björg Ástkær móðir okkar, amma og langamma, BJÖRG RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni Kefas miðvikudaginn 1. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna biðjum við kirkjugesti um að fara í hraðpróf. Útförinni verður streymt á www.streyma.is. Auk þess verður hægt að nálgast minningarorð og fleira á vefsíðunni www.ornbardur.com. Sverrir Gaukur Ármannsson Helga Ragna Ármannsdóttir Björg Ragnheiður Pálsdóttir Ármann Jakob Pálsson Áslaug Guðmundsdóttir Lúkas Páll og Elías Logi Jakob Dagur, Arney Helga og Rakel Birta Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA HATLEMARK, lést á heimili sínu laugardaginn 14. nóvember. Útförin fer fram í kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 10. desember klukkan 15. Hörður Grétar Olavson Kristín Björnsdóttir Gunnhild Hatlemark Øyahals Þór Rúnar Øyahals Jakobína Sigurgeirsdóttir Guðrún Øyahals Konráð Hatlemark Olavsson Haukur Hatlemark Olavsson Lára Ómarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.