Morgunblaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 40 ÁRA Ágúst Örn fæddist 27.11. 1981 í Árbænum og ólst þar upp. „Ég æfði fótbolta með Fylki þegar ég var yngri og hafði gaman af.“ Ágúst Örn gekk í Árbæjarskólann og fór svo í Menntaskólann í Kópavogi og lærði bakaraiðn og var á samningi í Mosfells- bakaríi og vann þar líka eftir námið. „Árið 2004 fór ég að vinna hjá Veisluþjónustunni Kræsingum í Borgarnesi og vann þar í 17 ár og keyrði allt- af á milli Mosfellsbæjar og Borgarness.“ Núna á þessu ári byrjaði Ágúst að vinna sem verkstjóri hjá Ísfugli í Mosfellsbænum. Aðaláhugamál Ágústs Arn- ar er taekwondo sem hann hefur æft frá því hann var 29 ára gamall. „Ég féll alveg fyr- ir þessu sporti og hef bæði keppt og hef verið að kenna það síðustu ár. Elsti strák- urinn okkar, Níels, byrjaði fyrst að æfa og fannst mjög gaman. Konan hafði líka sagt mér í upphafi að þetta væri svo ægilega erfitt, svo ég bara varð að prófa og þá varð ekki aftur snúið. Það er frábær félagsskapur þarna og mér hefur alltaf fundist svolítið gaman að slást, en gott að hafa reglur samt líka,“ segir hann hlæjandi. „Við erum öll í þessu fjölskyldan, en meira við strák- arnir síðustu árin. Það er líka bara frábært að geta farið á æfingu með börn- unum sínum og ég er að þjálfa þá tvo yngstu.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Ágústs Arnar er Heiðveig Magnúsdóttir, f. 14.12. 1982, og þau eiga synina Níels Salómon, f. 21.7. 2001; Magnús Örn, f. 2010 og Arnar Val, f. 2012. Fjölskyldan býr í Mosfellsbænum. Ágúst Örn Guðmundsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hefur dýran smekk. Það að hrósa öðrum gefur þér mikið. Ekki vinna myrkranna á milli, það mun enginn þakka þér fyrir það. 20. apríl - 20. maí + Naut Nú er rétti tíminn til að leita til sér- fræðinga með sín mál. Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja og taktu á því mark. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er ekki á þínu valdi að bera ábyrgð á hamingju annarra. Einhver leik- ur sér að þér eins og köttur að mús. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú vilt skipuleggja alla hluti, sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanleg/ur þegar það á við. Þú hittir naglann á höfuðið í kvöld. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Nú verðurðu að taka þig á og koma betra skipulagi á störf þín á vinnustað. Einbeittu þér að því að vera alltaf með eitthvað á prjónunum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Spyrðu þig hvort þú ætlir að halda áfram í núverandi starfi eða skipta um starf. Óveðursský hrannast upp á ástar- himninum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú þarft ekki að skipuleggja hvert einasta augnablik dagsins. Skoðaðu stöðu peningamála með ráðgjafa og taktu svo ákvörðun um framhaldið. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú hefur hundrað hug- myndir um hvað á að gerast næst. Sæktu styrk í vissuna um að þú ráðir við að- stæður. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þegar draumar þínir rætast veistu varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Spyrðu þig að því hvað þú vilt gera í framtíðinni. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Mundu að öll sambönd byggj- ast á því að báðir aðilar leggi sitt af mörkum. Einhver þér nákominn stenst prófraun þína. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn muntu sjá að eitthvað reynist ekki eins eftirsóknarvert og þér fannst í upp- hafi. Gríptu öll tækifæri sem gefast í dag. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þér leggst eitt og annað til í pen- ingamálum. Eitthvað nýtt kemur upp í ná- grannadeilum. Lærðu að segja nei. efnistöku á hafsbotni, olíuleit á drekasvæðinu, svo eitthvað sé nefnt. Síðan er alls kyns umsjón með orkurannsóknum, leyfisveit- ingar vegna orkunýtingar virkjana og fleira. Þetta hefur verið gríð- arlegt þróunar- og uppbygging- arstarf þennan tíma. Þegar ég tók við þessu var Orkustofnun meira og minna ráðgefandi stofnun, en fljótlega færist stjórnsýslu- ábyrgðin yfir á stofnunina og með samþykkt þriðja orkupakkans varð ábyrgð á ýmsum hlutum eftir- litsins enn sjálfstæðari. Þetta krafðist mikillar þróunarvinnu og oft erfið mál í sambandi við lög- gjöf, verkferla og annað. En ið 1976 í þeim hluta námsins sem ekki var kenndur á Íslandi. Hann ákvað að fara í doktorsnám í byggingareðlisfræði, sem lýtur að bæði varma- og rakafræði bygg- inga, og lauk náminu 1981. „Ég vissi snemma að ég vildi mennta mig vel því systur mínar höfðu sagt mér sem ungum dreng að ég væri svo ljótur að ég myndi aldrei kvænast og því yrði ég að læra mikið svo ég fengi einhverja fyll- ingu í lífið,“ segir hann sposkur. Ekki höfðu þær stríðnu systur þó rétt fyrir sér því Guðni kynntist eiginkonu sinni Bryndísi strax á menntaskólaárunum og þau fluttu saman til Svíþjóðar haustið 1973 með sitt fyrsta barn mánaðar- gamalt og giftu sig ári seinna. Fimm árum síðar fæddist þeim sonur og eru bæði börnin jafnvíg á íslensku og sænsku. „Bryndís fór í fornleifafræði og þjóðháttafræði og bætti síðar við sig safnafræði. Við kunnum vel við okkur í Svíþjóð og vorum þar í 9 ár. Ég vann á deild- inni sem dósent eftir að ég lauk doktorsnáminu og síðan fluttum við heim.“ Þar hóf Guðni störf hjá Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins en stofnaði síðan sína eigin verkfræðistofu. Árið 1990 fékk Guðni prófess- orsstöðu við Konunglega verk- fræðiháskólann í Stokkhólmi og gegndi þeirri stöðu í 17 ár, allt til loka árs 2007. „Þá sótti ég um stöðu orkumálastjóra og tók við þeirri stöðu í ársbyrjun 2008.“ Hann hætti formlega í sumar, en er enn að sinna rannsóknarverk- efnum. „Orkustofnun er í raun stjórnsýslustofnun á sviði orku- mála og auðlindanýtingar. Það er ekki bara fengist við orku, heldur alls kyns námuvinnslu, eins og t.d. G uðni Albert Jóhann- esson fæddist á fæð- ingarheimilinu við Ei- ríksgötu í Reykjavík rétt eftir miðnætti 27. nóvember 1951. „Við bjuggum allt- af í Skuggahverfinu, í fjölskyldu- húsinu á Hverfisgötu 58, sem hef- ur vikið fyrir nýjum byggingum í dag. Húsið byggði Ásmundur afi minn snemma á öldinni, en hann var sjómaður og þar bjuggu síðan dætur hans og Sigríðar ömmu með eiginmönnum sínum sitt á hvorri hæðinni alla mína æsku.“ Guðni hóf grunnskólanámið í Miðbæj- arskólanum en fór fljótlega í Aust- urbæjarskólann og nam hjá Þórði Magnússyni kennara. „Ég kunni mjög vel við mig í skólanum. Það var gríðarlega mikil áhersla lögð á íslenskukennslu, jafnvel svo að biblíusögurnar gleymdust og það þurfti að taka þær í einum rykk undir vorið.“ Þótt gaman væri í skólanum var ekki síður mikið tilhlökkunarefni að komast í sveitina. „Ég var í sveit á Kjarlaksvöllum í Saurbæj- arhreppi í Dalasýslu hjá sómafólk- inu Sigurði Ólafssyni bónda og Júlíönu Eiríksdóttur sem rak skóla fyrir sveitina, og var þar í níu sumur. Þar fékk ég minn fyrsta lax, níu ára gamall, á stöng og þar kviknaði ævilangur áhugi minn á veiðiskap.“ Eftir landspróf fór Guðni í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi úr eðlisfræðideild árið 1971. „Ég átti 50 ára stúdentsafmæli í vor, en því miður varð ekkert úr veisluhöld- um.“ Háskóli Íslands tók við, en þar tók Guðni fyrrihlutanám í eðlisverkfræði í tvö ár og lauk náminu síðan í Lundi í Svíþjóð ár- stjórnsýslan er skilvirkari þegar þekkingin og ábyrgðin er á sömu hendi.“ Það er víst að á þessum tíma- mótum mun Guðni ekki setjast í helgan stein, enda þekktur maður á sviði orkumála um heim allan og hann mun halda áfram að sinna hugðarefnum sínum í faginu. Síðan hafa þau hjónin stundað golf um árabil. „Ég fékk golfsett í fimm- tugsafmælisgjöf og síðan þá hef ég reynt að verða mér ekki til skammar á golfvellinum. Það er stutt á völlinn hérna á Nesinu, við höfum gaman af þessu hjónin og þetta er góð útivera. Svo erum við með sumarbústað í Skorradalnum Guðni Albert Jóhannesson orkumálastjóri – 70 ára Fjölskyldan Í skíðaskála í Sälen í Svíþjóð árið 2020. Aftari röð Ívar, Gunn- hildur, Guðni, Bryndís og Sverrir. Fremri röð Kristín, Blanka, Sísí og Salka. Stríðnar systur sendu Guðna í langskólanám Konungleg heimsókn Guðni og Vikt- oría Svíaprinsessa á Orkustofnun. Orkuskipti Guðni hér að setja raf- magn á bílinn í febrúar 2016. Til hamingju með daginn Við Hækk um í gleð inni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.