Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 40

Morgunblaðið - 27.11.2021, Síða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021 Undankeppni HM kvenna C-RIÐILL: Kýpur – Hvíta-Rússland.......................... 1:1 Tékkland – Holland ......................... Frestað Staðan: Holland 4 3 1 0 13:1 10 Ísland 3 2 0 1 9:2 6 Tékkland 3 1 1 1 9:5 4 Hvíta-Rússland 3 1 1 1 5:4 4 Kýpur 5 0 1 4 2:26 1 B-RIÐILL: Spánn – Færeyjar .................................. 12:0 Skotland – Úkraína .................................. 1:1 _ Spánn 12, Skotland 10, Úkraína 4, Ung- verjaland 3, Færeyjar 0. E-RIÐILL: Malta – Svartfjallaland ............................ 0:2 _ Danmörk 15, Rússland 15, Svartfjalla- land 9, Malta 4, Bosnía 1, Aserbaídsjan 0. G-RIÐILL: Króatía – Litháen ..................................... 0:0 Ítalía – Sviss.............................................. 1:2 Rúmenía – Moldóva ................................. 3:0 _ Sviss 15, Ítalía 12, Rúmenía 9, Litháen 1, Króatía 1. Moldóva 0. H-RIÐILL: Þýskaland – Tyrkland.............................. 8:0 _ Þýskaland 15, Portúgal 13, Serbía 6, Tyrkland 4, Búlgaría 0, Ísrael 0. I-RIÐILL: Slóvenía – Eistland................................... 6:0 Wales – Grikkland.................................... 5:0 Frakkland – Kasakstan ........................... 6:0 _ Frakkland X15, Wales 13, Slóvenía 10, Grikkland 6, Kasakstan 0, Eistland 0. Ítalía B-deild: Lecce – Ternana ...................................... 3:3 - Brynjar Ingi Bjarnason og Þórir Jóhann Helgason voru allan tímann á bekknum hjá Lecce. Holland B-deild: De Graafschap – Jong Ajax.................... 1:3 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leik- inn með Ajax. Belgía Royal Union – OH Leuven...................... 1:3 - Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn með Leuven. Tyrkland Adana Demirspor – Kasimpasa............. 0:0 - Birkir Bjarnason kom inn á hjá Adana Demirspor á 71. mínútu. Katar Deildabikarinn, B-riðill: Al-Arabi – Al-Khor.................................. 1:0 - Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Danmörk AGF – Silkeborg ...................................... 1:1 - Mikael Anderson lék fyrstu 79 mínút- urnar hjá AGF. Jón Dagur Þorsteinsson leysti hann af hólmi. - Stefán Teitur Þórðarson lék fyrri hálf- leikinn með Silkeborg. Staða efstu liða: Midtjylland 16 11 1 4 30:15 34 København 16 8 6 2 31:12 30 AaB 16 8 4 4 26:17 28 Randers 16 8 4 4 23:18 28 Brøndby 16 7 6 3 24:20 27 Silkeborg 17 5 10 2 26:16 25 AGF 17 5 6 6 15:19 21 B-deild: Lyngby – Jammerbugt ........................... 3:0 - Sævar Atli Magnússon kom inn á hjá Lyngby á 76. mínútu. Frederik Schram var ekki í leikmannahópnum. Freyr Alexand- ersson þjálfar liðið. England B-deild: WBA – Nottingham Forest..................... 0:0 Staða efstu liða: Fulham 19 13 3 3 48:15 42 Bournemouth 19 12 5 2 34:14 41 WBA 20 9 7 4 27:16 34 QPR 19 9 5 5 31:24 32 Coventry 19 9 5 5 25:21 32 Stoke City 19 9 4 6 24:20 31 Blackburn 19 8 6 5 33:27 30 >;(//24)3;( HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hertz-höllin: Grótta – ÍBV................ S15.30 Sethöllin: Selfoss – KA ........................... S17 TM-höllin: Stjarnan – Fram .................. S18 Varmá: Afturelding – FH.................. S19.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Eyjar: ÍBV U – Valur U.................... L13.30 TM-höllin: Stjarnan U – Selfoss............ S14 1. deild karla, Grill 66-deildin: Varmá: Afturelding U – Valur U .......... L16 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Ásvellir: Haukar – Fjölnir...................... S16 1. deild kvenna: Ísafjörður: Vestri – Tindastóll .............. L14 Dalhús: Fjölnir b – KR........................... L14 Hveragerði: Hamar/Þór – ÍR................ L18 1. deild karla: MVA-höllin: Höttur – Fjölnir ........... S19.15 UM HELGINA! miklu máli skiptir að hafa mann eins og hann til að verja körfuna. Tryggvi varði til dæmis fjögur skot í leiknum. Tók hann átta fráköst en er auk þess mjög klókur í því að blaka boltanum í átt að samherjum þegar boltinn skoppar af körfuhringnum. Einnig má nefna að margir leik- menn eins og Kristófer Acox, Ólafur Ólafsson og Jón Axel Guðmundsson lögðu á sig mikla vinnu við að gæta leikmanna sem voru miklu hávaxnari en þeir. Til þess þarf útsjónarsemi, baráttu og þolinmæði. Eftir jafnan fyrri hálfleik var síðari hálfleikurinn sveiflukenndur. Eftir flottan kafla náði Ísland þrettán stiga forskoti en Hollendingar náðu að jafna í fjórða leikhluta. Á 39. mínútu varð vendipunktur í leiknum þegar Jón Ax- el Guðmundsson og Martin Her- mannsson skoruðu glæsilegar þriggja stiga körfur og Tryggvi tók fráköstin í vörninni. Náði Ísland þá skyndilega níu stiga forskoti og þann mun náðu Hollendingar ekki að vinna upp. Vanur spennuleikjum Martin er ásinn uppi í ermi körfu- boltalandsliðsins um þessar mundir. Maður sem hefur hæfileika til að skora upp úr engu og hefur reynslu af því að ljúka sóknum í mikilvægum leikjum á milli stórliða í Evrópu. Mart- in skoraði nokkrar mjög mikilvægar körfur þegar á þurfti að halda í síðasta leikhlutanum. Ég hef verið mjög hrifinn af Ægi Þór Steinarssyni í síðustu lands- leikjum. Hraðinn og klókindin sem Ægir kemur með inn á völlinn hafa reynst dýrmætt vopn í síðustu leikj- um. Hann getur fengið villur á and- stæðingana og í gær gaf hann sex stoðsendingar. Martin er ásinn í ermi landsliðsins - Skoraði 27 stig í sætum sigri á Hol- lendingum - Leikáætlunin gekk upp Ljósmynd/FIBA Mikilvægur Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason reynir skot að körfu Hol- lands í gær. Mikilvægi Tryggva fyrir landsliðið er óumdeilt. HM 2023 Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt- leik hóf undankeppni HM 2023 ljóm- andi vel og tókst að sigra Holland 79:77 og það á útivelli. Liðin leika í H- riðli eins og Rússland og Ítalía. Eru Rússland og Ísland með 2 stig eftir fyrstu umferðina en Rússar unnu Ítali í gær 92:78 í leik sem var jafnari lengi vel en lokatölurnar gefa til kynna. Þrjú lið af fjórum munu halda áfram í síðari hluta undankeppninnar og munu þá taka stigin með sér í milli- riðil. Hrósa verður landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen eftir þennan sigur. Leikskipulagið gekk upp en hann tók vissa áhættu þegar hann tefldi fram fjórum bakvörðum í byrjunarliðinu með miðherjanum Tryggva Snæ Hlinason. Íslenska liðið reyndi að keyra upp hraðann í leiknum og slíkt hentar mörgum af okkar mönnum vel. Bar- áttugleðin og ákefðin sem maður vill sjá hjá íslenskum landsliðum var til staðar og þegar upp var staðið tók ís- lenska liðið fleiri fráköst en það hol- lenska þótt Hollendingar væru með töluvert hávaxnari leikmenn. Tveir þristar á lokakaflanum Ísland landaði góðum útisigri jafn- vel þótt ekki hafi verið um leik að ræða þar sem allt gekk upp hjá liðinu. Langt frá því þar sem tuttugu og fimm sóknum íslenska liðsins lauk án þess að liðið næði skoti. Menn bættu það gjarnan upp með góðri vörn. Þar var Tryggvi mikilvægur eins og alltaf en erfitt er í raun að útskýra hversu Íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta vann öruggan 30:22-sigur á Sviss á æfingamóti í Cheb í Tékk- landi í gær. Ísland var skrefinu á undan allan leikinn en staðan í hálfleik var 19:14. Íslenska liðið, sem tapaði fyr- ir Noregi daginn áður, mætir Tékk- landi í dag klukkan 12. Sandra Erlingsdóttir var marka- hæst í íslenska liðinu með sjö mörk og þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Thea Imani Sturludóttir gerðu fimm hvor. Elín Jóna Þorsteins- dóttir varði 18 skot í markinu. Flottur sigur á Svisslendingum Morgunblaðið/Eggert Markvörður Elín Jóna Þorsteins- dóttir varði 18 skot gegn Sviss. Kýpur náði í gær í sitt fyrsta stig í riðli Íslands í undankeppni HM í knattspyrnu er liðið gerði 1:1- jafntefli við Hvíta-Rússland á heimavelli. Framundan er leikur Kýpur og Íslands á þriðjudaginn og verður það síðasti leikur íslenska landsliðsins á árinu. Kýpur er í botnsæti riðilsins með eitt stig og Hvíta-Rússland í sætinu fyrir ofan með fjögur stig. Í gær stóð til að Tékkland og Hol- land myndu mætast í mikilvægum leik í toppbaráttunni í riðlinum. Var leiknum frestað vegna veðurs. Kýpur náði í fyrsta stigið Morgunblaðið/Unnur Karen Undankeppni Kýpur og Ísland eig- ast við ytra næsta þriðjudag. Almere, 26. nóvember, undankeppni HM karla, H-riðill: Gangur leiksins: 5:10, 12:10, 15:18, 19:23, 32:31, 39:34, 39:38, 41:44, 43:51, 43:55, 48:57, 52:57, 58:62, 64:64, 68:77, 74:77, 74:79, 77:79. Holland: Yannick Franke 17, Charlon Kloof 16, Worthy De Jong 12, Johan Van Zegeren 8, Shane Hammink 7, Matt Haarms 7, Jito Kok 4, Moha- HOLLAND – ÍSLAND 77:79 med Kherrazi 4, Leon Williams 2. Ísland: Martin Hermannsson 27, Elv- ar Már Friðriksson 16, Ægir Þór Steinarsson 15, Jón Axel Guðmunds- son 11, Kristófer Acox 6, Tryggvi Snær Hlinason 4. Dómarar: Sergi Zashchuk Úkraínu, Zafer Yilmaz Tyrklandi, Zdenko Tom- asovic Slóvakíu. Áhorfendur: Ekki leyfðir. B-landslið kvenna í handknattleik mátti þola 27:28-tap fyrir U21 árs landsliði Sviss í sínum öðrum leik á fjög- urra þjóða móti í Tékklandi í gær. Íslenska liðið náði fimm marka forskoti í leiknum en það svissneska hafði að lokum betur eftir spennandi lokamínútur. Ísland leikur gegn Tékklandi í dag í loka- leik sínum á mótinu en Ísland tapaði fyrir B-liði Noregs á fimmtudaginn. Díana Dögg Magnúsdóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir voru markahæstar í íslenska liðinu með fimm mörk hvor. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Birta Lin Jó- hannsdóttir gerðu tvö mörk hver. Sara Sif Helgadóttir stóð lengst af í marki Íslands og varði 11 skot. B-landsliðinu var komið á fót í haust með það að leiðarljósi að skapa verkefni fyrir efnilega leikmenn sem ekki eru í A-landsliðinu. Eins marks tap gegn Sviss Díana Dögg Magnúsdóttir. Ljóst er að tveir síðustu Evrópumeistarar karla, Ítalir og Portúgalar, kom- ast ekki báðir í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fer fram í Katar í lok ársins 2022. Dregið var fyrir umspilið í Evrópu í gær þar sem tólf þjóðir spila um síð- ustu þrjú sæti Evrópu í keppninni og Ítalir og Portúgalar lentu þar í sama hópi. Báðar þjóðirnar voru í efri styrkleikaflokki og leika því á heimavelli í undanúrslitum og sigurvegarar í leikjum þeirra mætast í úrslitaleik um sæti á HM. Þjóðirnar tólf voru dregnar í þrjá hópa fyrir umspilið og eitt úr hverjum þeirra kemst á HM. _ Í fyrsta hópi leikur Skotland við Úkraínu og Wales við Austurríki í undanúrslitum 24. mars. Úrslitaleikur sigurliðanna fer fram í Wales eða Austurríki 29. mars. _ Í öðrum hópi leikur Rússland við Pólland og Svíþjóð við Tékkland. Úr- slitaleikur sigurliðanna fer fram í Rússlandi eða Póllandi. _ Í þriðja hópi leikur Ítalía við Norður-Makedóníu og Portúgal leikur við Tyrkland. Úrslitaleikur sigurliðanna fer fram í Portúgal eða Tyrklandi. Ítalía eða Portúgal ekki á HM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.