Morgunblaðið - 27.11.2021, Side 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Síðustu helgar hefur Halldór Björn
Runólfsson, listfræðingur og fyrr-
verandi forstöðumaður Listasafns
Íslands, tekið á móti gestum á sýn-
ingu á 14 myndverkum í litlum
sýningarsal, Skothúsi, í kjallaranum
á Laufásvegi 34. Sýningin nefnist
Voðaskot og verkin eru hlaðin list-
sögulegum vísunum, sem kemur
ekki á óvart því þau eru sköpunar-
verk Halldórs sjálfs sem nýtur þess
að ræða um þau við gesti sem koma
á sýninguna sem er opin um helgar,
frá kl. 14 til 17, og lýkur 5. desem-
ber.
Þegar Halldór Björn er spurður
að því hvort það sé gamall draumur
listfræðingsins að fara sjálfur að
skapa myndverk, þá segist hann nú
hafa lagt stund á myndlistarnám áð-
ur en fræðin tóku yfir.
Ætti varla afturkvæmt
„Áður en ég varð listfræðingur og
safnstjóri þá ætlaði ég að fara út í
myndlist,“ segir hann. „Ég var meira
að segja í heilt ár í Barselóna að læra
1970 til ’71 og hafði þá þegar verið
heima með trönur að pjakka eitthvað
og búa til myndir. Ég hafði líka farið
á námskeið í Nice í Frakklandi sum-
arið 1968, þegar allt var í kaldakoli
þar í landi.
Ég ætlaði sem sagt að verða
myndlistarmaður en hafði samt það
mikinn áhuga á listfræði að ég sótti
líka tíma í heimspekideildinni í
Barselóna, alveg þangað til stúdentar
hentu rektornum út um glugga á
annarri hæð.“
Heimkominn sótti Halldór um að
nema við Myndlista- og handíðaskól-
ann og komst inn. „En þá tókst
pabba að krækja í franskan styrk
fyrir mig, í listasögu. Hann taldi það
bara vera til styrktar listamanninum,
hann ætlaðist ekki til þess að ég yrði
listfræðingur. En ég man hvað Hörð-
ur Ágústsson kennari minn var gnaf-
inn yfir þessu. Hann talaði lengi við
mig, sagði að ég væri að fara í tóma
vitleysu og ætti varla afturkvæmt í
myndlistina því maður yrði að vera
ungur og sprækur til að takast á við
hana.
Ég var dálítið skekinn við að heyra
þetta en þetta var ágætur styrkur
sem Frakkar veittu svo ég fór til
Toulouse og var bæði í listasögu og
almennri sögu. Þá stundaði ég líka
allan tímann myndlistarnám í listahá-
skólanum í borginni.“
Fræðin og takmörk listarinnar
Fyrstu árin í listasögunámi var
Halldór Björn því líka í samkrulli við
almenna sögu og myndlist. Árið 1978
var komið að því að hann hæfi meist-
aranám í listfræðunum í París og
skrifa um hinn spænska Antoni
Tápies. Þá var eigin myndsköpun bú-
in að víkja og störfin tóku við; á
níunda áratugnum var Halldór Björn
í fjögur ár sýningarstjóri norrænu
samtímalistastofnunarinnar Svea-
borgar við Helskinki en eftir að hann
kom aftur til Íslands, og fór þá meðal
annars að kenna við MHÍ og Listahá-
skólann, og skrifa, þá hellti hann sér
líka í doktorsnám. „Doktorsverkefnið
mitt hét „Steina Vasulka og takmörk
listarinnar“ og sumir skildu ekkert
hvað ég var að fara með þeim pæl-
ingum,“ segir Halldór og hlær. Og
svo tóku við ár í ábyrgðarstöðu sem
forstöðumaður Listasafns Íslands.
Er þetta ekki myndlist?
En nú er Halldór kominn á eftir-
laun, getur sinnt því sem hugurinn
þráir og skapað myndverk. Þegar
komið er inn á sýninguna Voðaskot
tekur á móti gestum áletrun á
frönsku þar sem snúið er út úr frægu
myndverki Magrittes, „Ceci n’est pas
une pipe“ (Þetta er ekki pípa), nema
hér segir að þetta sé ekki myndlist.
Myndirnar á sýningunni urðu ekki
til fyrr en í byrjun þessa árs, þegar
Halldór hafði sett niður fyrir sér
hvernig hann vildi byggja þær upp.
En kveikjurnar eru í ólíkum mynd-
listarverkum, meðal annars eftir
Marinu Abrahomic og Marcel Du-
champ, sem Halldór segir að sér hafi
þótt skemmtileg en væru samt á
mörkum þess að vera myndlist.
„Ég fór svo að hugsa um eitt mitt
uppáhaldsverk eftir Steinu Vasulka,
„Sporbaugsþráhyggju“, en í einu
myndskeiðinu sést Steina klofna í
tvennt og verður tvær persónur út af
einhverri speglun. Það hreif mig svo
að ég byrjaði að teikna hana og af
þessu spruttu myndirnar.“
Rambaði á ítölskuna
Í verkunum er Halldór með teikn-
aðar vísanir í ýmis myndverk og
listamenn en líka texta, sem er á
ítölsku. Hvers vegna á ítölsku?
„Ég er alltaf með vísun í „ready-
mades“ eftir Duchamp og svo tvær
konur sem talast við en eru samt ein
kona – Steina Vasulka úr þessu
klofna verki! Textinn er eins og tvær
konur að ræða saman á listsýningu,
með misviturlegar athugasemdir.“
Fyrst ætlaði Halldór að hafa text-
ann á myndunum á ensku en fannst
bagalegt að ensku kynnu allir vel og
myndu renna í fljótheitum yfir text-
ann. „Þá rambaði ég á ítölskuna og
studdist við tvær íslensk-ítalskar
orðabækur eftir Paulo Turchi sem ég
á og eru alveg frábærar.“
Þegar Halldór er spurður að því
hvort þetta sé afmörkuð myndröð, þá
segist hann ekki vera búinn að af-
greiða þennan efnivið. En er mynd-
listin orðin nýr ferill listfræðingsins?
„Ég er nú með þessa staðhæfingu
við innganginn á sýninguna, um að
þetta sé ekki myndlist,“ svarar hann.
Rétt eins og rökfræðilega hafi Du-
champ alveg getað sagt að hland-
skálin sem hann sýndi árið 1917 væri
listaverkið „Fountain“, þá segist
Halldór Björn alveg eins geta fullyrt
að myndir sínar séu ekki list. „Þetta
hangir í loftinu,“ segir hann íbygginn.
„Mér datt í hug að segja að ég sé
fremjandi en á ítölsku er svo fallegt
orð um það, fattore, sá sem býr til.
Og á ensku er ég doer.“
Samtöl í myndum listfræðingsins
- Halldór Björn Runólfsson, fyrrverandi forstöðumaður Listasafns Íslands, sýnir nú eigin myndverk
í Skothúsi - Samtölin í verkunum út frá myndverki Steinu Vasulka og vísað í verk fleiri listamanna
Morgunblaðið/Einar Falur
Sagnaþulur Halldór Björn segir gestum á sýningunni frá hugmyndunum að baki myndverkunum sem hann sýnir.
Vísanir Verk eftir Marcel Duchamp
kemur við sögu í þessu málverki.
Djúpið, einleikur Jóns Atla Jónas-
sonar, verður sýnt í franskri þýð-
ingu Ragnheiðar Ásgeirsdóttur og
Claire Béchet í Anis Gras í Arcueil,
einu af úthverfum Parísar, 2.-4. des-
ember og í La Fléche Théatre í sömu
borg á næsta ári,
frá 5. janúar til
16. mars. Ragn-
heiður er einnig
leikstjóri sýning-
arinnar og flytur
leikarinn Charles
Van de Vyver
verkið, við flutn-
ing hljómsveitar
á lögum eftir J.S.
Bach, Guðmund
Pétursson, Jimi Hendrix og Pink
Floyd.
Ragnheiður segir í tilkynningu að
uppsetning Djúpsins sé ávinningur
af leiklestrarhátíðinni Islande, terre
de théâtre í leikhúsinu Théâtre 13/
Seine í París sem haldin var í apríl
árið 2019. Sú hátíð hafi verið um-
svifamikil og tekist afar vel.
„Alls tóku 37 listamenn þátt í
flutningi sex íslenskra nútíma-
leikrita sem voru leiklesin af frönsk-
um leikurum undir stjórn sex
franskra leikstjóra. Einn af ávinn-
ingum hennar er fyrirhuguð svið-
setning en verkið fékk frábærar við-
tökur á hátíðinni og snart
áhorfendur djúpt. Einleikurinn
verður í höndum ungs leikara sem
útskrifaðist frá Ríkisleiklistaskólan-
um í París fyrir örfáum árum, en
sem jafnframt hefur mikla reynslu á
leiksviði. Sjálf mun ég annast leik-
stjórnina,“ skrifar Ragnheiður.
Einleikurinn Djúpið er byggður á
hinum harmræna atburði þegar bát-
ur með fimm manna áhöfn sökk und-
an ströndum Vestmannaeyja í mars
1984 og tókst einum að bjarga sér
með því að synda fimm kílómetra í
ísköldum sjó í sex klukkutíma, eins
og þekkt er. Var það Guðlaugur
Friðþjófsson og vakti afrek hans
athygli víða um heim.
Tveir íslenskir listamenn, Jón Atli
Jónasson og Baltasar Kormákur,
fundu í þessum tburði sterkan inn-
blástur, annar til að skrifa leikrit og
hinn til að gera kvikmynd, rifjar
Ragnheiður upp.
Hún segir Djúpið eiga sérstakt er-
indi við Frakka af sögulegum ástæð-
um. Saga Frakka speglist í sögu
þessa sjóslyss og hetjudáðar Guð-
laugs og þeirra menningararfur sé
samofinn okkar í gegnum hafið og
sjómennskuna við Íslandsstrendur,
þar sem margir franskir sjómenn
hafi látið lífið en einnig mörgum
bjargað af íslenskum stéttarbræðr-
um og fjölskyldum þeirra.
Ragnheiður hefur um árabil sinnt
kynningar- og útbreiðslustarfi í
þágu íslenskra leikskálda og leikrit-
unar á franskri grundu og segir
undirstöðu þess starfs þýðingar á ís-
lenskum leikritum yfir á frönsku og
samskipti við franskan/frönskumæl-
andi leikhúsheim. Þá hafi hún mikið
unnið sem aðstoðarleikstjóri og
haldið tvær íslenskar leiklestrar-
hátíðir í París, árið 2004 og 2019 og
tekið þátt í uppsetningum á íslensk-
um leikverkum í Frakklandi.
Djúpið sýnt í franskri þýðingu í París
Jón Atli
Jónasson
Helga
rútgá
fanEinar
bárða
- anna
magg
a - yn
gvi ey
stein
s
Alla l
augar
daga
frá k
l 9-12