Morgunblaðið - 27.11.2021, Page 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF
BARRY
KEOGHAN
DON
LEE
WITH KIT
HARINGTON
WITH SALMA
HAYEK
AND ANGELINA
JOLIE
O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T
94%
Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney
sýnd með Íslensku og Ensku tali
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Teitur sló óforvarandis í gegn
með fyrstu plötu sinni, 27
(2014). Það var næstum því
eitthvað bernskt við hana, knöpp lög
og til þess að gera ægieinföld, með
rætur í íslenskri dægur- og alþýðu-
tónlist áttunda áratugarins (með
dassi af reggíi).
Lög eins og „Vin-
ur vina minna“ og
„Nenni“ glumdu
á öldum ljósvak-
ans og platan var
aukinheldur til-
nefnd til Nor-
rænu tónlistarverðlaunanna. Þægi-
legt verk, afslappað og tímalaust, en
aldrei ódýrt. Glæst byrjun á ferli.
Orna kom svo út fjórum árum
síðar. Meiri vinnsla og fleiri rásir en
grunnurinn sá sami. Á yfirborðinu
áhlýðileg þjóðlagakennd poppplata
en allt smávegis á skakk og skjön
líka.
Nýja platan er tólf laga og hafa
nokkur lög ratað í útvarpið hingað
til, t.d. „Líft í mars“, „Sloppurinn“
og „Kyssti mig“. Titillinn 33 vísar í
aldur Teits er hann vann plötuna,
lengd hennar og snúningshraða
vínylútgáfunnar. Það er líka freist-
andi að horfa til dýpri merkingar.
Jesús Kristur var 33 ára er hann dó
en útlit Teits og andlegar vangavelt-
ur er hæglega hægt að heimfæra á
þennan vin okkar og leiðtoga
Ljúfur bæði og laundjúpur
Skeggbragi Síðskeggjaður Teitur leikur sér með hina mjög svo hlöðnu tölu 33 á nýjustu plötu sinni.
(sumra). En þessar pælingar mínar
eru nú mest bundnar í saklausa
kerskni!
Hins vegar er það staðfest að
Daníel Böðvarsson stýrði upptökum
og Styrmir Hauksson hljóðblandaði.
Glenn Schick hljómjafnaði og um-
slagið skóp svo Jón Sæmundur. Lög
og textar koma víða að. Samstarfs-
maður Teits til margra ára, Skarp-
héðinn Bergþóruson, kemur þannig
að fjórum textum en svo eiga stór-
skáld á borð við Halldór Laxness,
Stefán frá Hvítadal og Bertel E.Ó.
Þorleifsson yrkingar. Lög á Teitur,
utan að tvö þjóðlög gera vart við sig
og svo eru tvö lög unnin í samvinnu
við Mads Mouritz og Bjarna Daníel
Þorvaldsson. Ekki er allt upptalið í
þessum efnum og hljóðfæraleikara
mun ég heldur ekki telja upp hér
enda pistlinum ekki ætlað að vera
kreditlistaleiðindi.
Snúum okkur frekar að hljóm-
rænum greiningum. Hvernig er
þetta? Hvað er að gerast?
Fyrstu viðbrögð eru að Teitur
sé að ganga enn lengra í áttina frá 27
sem er nú ekki nema eðlilegt. Teitur
vandaði sig við það að endurtaka sig
ekki á Orna og það tókst. En þráð-
urinn var þó óslitinn frá 27. Á 33 er
þráðurinn enn óslitinn, þetta er
„Teits“-legt allt saman, en fjölskrúð-
ugheitin eru að sama að skapi ærin
og hafa aldrei verið meiri. Hefð-
bundinn Teitur í bland við óhefð-
bundinn, sem er lifandi listamaður
sem myndast við að olnboga sig um
ný svæði. En rótin fær á sama tíma
bæði vökva og næringu.
Upphafslagið, „Líft í mars“, er
líklega meðvitaður inngangur að
þessari plötu. Áhlýðilegt popp að
hætti Teits, íslenskur texti, og þessi
skírskotun til samtímalistamanna
eins og Prins Póló og Mugison og
gamalla hetja eins og Mannakorns.
Hljómur er hlýr og traustur og
spilamennska upp á tíu. Tökum fleiri
dæmi. „Háfjöllin“ eru reggíkrydduð
og Mr. Silla syngur bakrödd. „Dýra-
vísur“ er þjóðlagið kunna og Teitur
fer afskaplega vel með. Hressileg,
kröftug útsetning, gömlum arfi gefið
nýtt líf (á síðustu plötu var það
„Hættu að gráta“ og „Skriftargang-
ur“). „Sloppurinn“ er værðarleg
indístemma enda Bjarni Daníel úr
Supersport! í heimsókn. „Skrýtið“
er … ja, skrýtnasta lag Teits til
þessa. Hér er indírokk á ferðinni,
með tilvísunum í tíunda áratugs
hetjur eins og My Bloody Valentine
og Teenage Fanclub. Hví ekki?
Platan endar á „Spegill“, snot-
urt lag við texta Skarphéðins. „Ég
elska bara þig og þú mátt vera með /
nema þegar ég verð upptekinn af
mér.“ Dásamlegar línur, flottur
„spegill“ á þessa sjálfsuppteknu
tíma sem við lifum.
Sterk plata frá Teiti. Viðfelldin
dægurtónlist sem ornar eyrum en
býr um leið yfir dýpt. Teitur á sér
nokk einstakan sess í íslenskri popp-
tónlist, höfðar til hipstera jafnt sem
Halla á bolnum, ljúfur bæði og laun-
djúpur. Vinur vina sinna …
»
Hefðbundinn Teit-
ur í bland við óhefð-
bundinn, sem er lifandi
listamaður sem mynd-
ast við að olnboga sig
um ný svæði.
Teitur, eða Teitur
Magnússon, gaf út
þriðju plötu sína fyrir
stuttu. Kallast hún 33
og vísar hún í aldurinn
sem hann bar þegar
hún var unnin. En
lúmskari vísanir er og
að finna.
Nýsjálenska
kvikmyndagerð-
arkonan Jane
Campion segir í
viðtali við Var-
iety að henni
þyki ofurhetju-
myndir bæði há-
værar og kjána-
legar. Campion
er einn virtasti
leikstjóri samtímans og hefur m.a.
hlotið Óskarsverðlaun, fyrir hand-
ritið að kvikmynd sinni The Piano.
Hún var beðin um álit á ofur-
hetjumyndum fyrir frumsýningu á
nýjustu kvikmynd sinni á dögunum,
The Power of the Dog, og sagðist
einfaldlega ekki þola þær. Campion
var líka spurð að því hvort hún
myndi íhuga að leikstýra slíkri
mynd og sagði hún óhætt að full-
yrða að það myndi hún aldrei gera.
Stundum væri að vísu hægt að
hlæja að ofurhetjumyndum en hún
ætti erfitt með að skilja hvað væri
málið með allar skikkjurnar og full-
orðna menn í sokkabuxum. Þessi
klæðnaður hlyti að eiga rætur að
rekja til látbragðsleiks. Fleiri virtir
leikstjórar hafa lýst yfir andúð
sinni á ofurhetjumyndum, þ. á m.
Martin Scorsese.
Háværar og kjána-
legar ofurhetjur
Jane Campion
Leiðsagnir verða
í boði bæði í dag
og á morgun um
myndlistarsýn-
ingar sem standa
yfir í Hafnarborg
í Hafnarfirði. Í
dag kl. 14 munu
Katrín Elvars-
dóttir myndlist-
armaður og
Daría Sól Andrews, sýningarstjóri
sýningarinnar Söngfuglar, taka á
móti gestum og segja frá sýning-
unni sem er í Sverrissal. Þar má sjá
ný verk eftir Katrínu frá því að hún
heimsótti Kúbu. Lengi skal mann-
inn reyna nefnist sýning á verkum
Þorvalds Þorsteinssonar heitins og
á morgun kl. 14 mun Ágústa Krist-
ófersdóttir sýningarstjóri segja frá
henni og lífi og list Þorvalds.
Fjallað um sýning-
ar í Hafnarborg
Katrín Elvarsdóttir