Morgunblaðið - 27.11.2021, Qupperneq 48
Forsýning á verkunum stendur
yfir hjá Fold uppboðshúsi
og á vefnum uppbod.is
Vefuppboð nr. 574
Rauðarárstígur 12–14,
sími 551 0400, www.uppbod.is
til 29. nóvember
JÓLAPERLUR
ÚRVAL GÓÐRA VERKA
Karl Kvaran
Stórval
Jón Engilberts
Sæmundur Valdimarsson
Kristín Jóndóttir
Eggert Pétursson
Í tilefni af aldarafmæli tangótónskáldsins Astor
Piazzolla halda gítarleikararnir Óskar Magnússon og
Svanur Vilbergsson tónleika honum til heiðurs á vegum
15:15 tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju í dag,
laugardag, kl. 15.15. Efnisskráin hefst á Invierno
Porteno eftir Piazzolla, þá verður flutt verk eftir Sergio
Assad Aquarelle. Frumflutt verður nýtt verk eftir Ara
Hálfdán Aðalgeirsson sem samið var sérstaklega í til-
efni þessara tímamóta og að síðustu verður flutt
Tangósvíta eftir Astor Piazzolla.
15:15 tónleikar til heiðurs Piazzolla
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 331. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara
Víkings í fótbolta, er ánægður með hversu vel félagið
hefur styrkt leikmannahópinn í vetur. Hann segir að
markmiðin séu skýr, liðið ætli að verja báða titlana og
ná langt í Evrópukeppni á næsta ári. »41
Markmiðin eru skýr hjá Víkingum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Tónlistarviðburðurinn „Jólagestir
Björgvins“ (jolagestir.is) verður í
Laugardalshöllinni (frjálsíþrótta-
höllinni) laugardaginn 18. desember.
„Öllum reglum um sóttvarnir verður
fylgt og tónleikarnir fara fram,“ legg-
ur Björgvin áherslu á. Tvennir tón-
leikar eru í boði auk þess sem hægt er
að kaupa miða í streymi.
„Jólagestir Björgvins“ fara nú
fram í 15. sinn. Gunnar Helgason
leikstýrir veislunni og Björn G.
Björnsson er handritshöfundur. „Það
er svo gaman að vinna með stórum
hópi frábærs listafólks og þetta verð-
ur skemmtilegra með hverju árinu,“
segir Björgvin Halldórsson. „Ferlið
er reyndar mun lengra en 15 ár,“
bendir hann á og rifjar upp að hann
hafi haldið jólatónleika og boðið upp á
mat við dekkuð borð að bandarískri
fyrirmynd á Hótel Hilton í um hálfan
áratug. Fyrir um 15 árum hafi hann
síðan haldið ferna tónleika með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands ásamt Ísleifi
Þórhallsyni og hans teymi í Senu
Live og troðfyllt Laugardalshöllina í
öll skiptin. „Það var svo gaman og þá
fengum við þá hugmynd byggða á
jólagestaplötum mínum að búa til
jólatónleika, „Jólagesti Björgvins“, og
þeir hafa gengið framar öllum björt-
ustu vonum.“
Valinn maður í hverju rúmi
Gestir hans í ár eru Eyþór Ingi
Gunnlaugsson, Gissur Páll Giss-
urarson, Högni Egilsson, Jóhanna
Guðrún Jónsdóttir, Margrét Rán,
Stefanía Svavars, Svala Björgvins og
Sverrir Bergmann. Stórsveit Jóla-
gesta undir stjórn Þóris Baldurs-
sonar spilar undir, en auk þess koma
fram strengjasveit, sem Geirþrúður
Ása Guðjónsdóttir stjórnar, Reykja-
vík Gospel Company og Óskar Ein-
arsson stjórnandi, Karlakórinn Fóst-
bræður ásamt stjórnandanum Árna
Harðarsyni, Barnakór Kársnesskóla
undir stjórn Álfheiðar Björgvins-
dóttur og dansarar úr Dansskóla Sig-
urðar Hákonarsonar. „Svo er þetta í
tíunda skipti sem við erum með Jóla-
stjörnuna,“ minnir Björgvin á, en
krakkar 14 ára og yngri hafa árlega
tekið þátt í söngkeppninni „Leitinni
að Jólastjörnunni“, Sjónvarp Símans
hefur sýnt frá keppninni og sigurveg-
ararnir komið fram á tónleikunum.
Frægðarsól Björgvins hefur risið
hátt á löngum ferli og hann segir erf-
itt að gera upp á milli einstakra
verka. „Ég hef hljóðritað yfir 900 lög,
er að leggja drög að nýrri sólóplötu
og „Jólagestir Björgvins“ eru hátt á
lofti.“ Hann segir að undirbúning-
urinn taki um hálft ár og að tónleik-
unum loknum sé farið yfir hvað hafi
gengið vel og hvað mætti betur fara.
„Við hugsum alltaf um að bæta okk-
ur, vera ekki með sömu piparkök-
urnar ár eftir ár heldur bjóða upp á
nýjar og ferskar í hvert sinn.“ Í því
sambandi nefnir hann að árlega bæt-
ist nýir söngvarar í hópinn og efnis-
skráin sé með ólíkum hætti frá ári til
árs.
Í fyrra voru engir gestir í sal og
tónleikunum streymt. Björgvin segir
að miðar hafi verið keyptir í 25 lönd-
um, allt frá Norðurlöndum til Nýja-
Sjálands, og áfram verði boðið upp á
þá þjónustu en gaman verði að vera
aftur með gesti í sal. „Við höfum
brugðist við ástandinu, skiptum saln-
um í 500 manna svæði, erum með
númeruð sæti í 500 manna stólaeyj-
um og vorum klár í það frá upphafi,
allir fara í skyndipróf vegna veir-
unnar og engin vandamál. Umgjörðin
er örugg og fólk þarf ekkert að óttast,
við tökum þetta alla leið og tónleik-
arnir fara fram.“
Jólagestir Björgvins Frá vinstri: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Svala Björgvins, Gissur Páll Gissurarson, Stefanía
Svavars, Björgvin gestgjafi, Högni Egilsson, Margrét Rán, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Sverrir Bergmann.
Betra með hverju árinu
- Tónlistarviðburðurinn „Jólagestir Björgvins“ fer fram