Morgunblaðið - 30.11.2021, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra tók við lykilkorti að ráðu-
neytinu í gærmorgun úr hendi Svan-
dísar Svavarsdóttur, sem nú er orðin
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra. Svandís sagði við það tilefni
að Willum gæti alltaf „hringt í vin“.
Skipa á faglega stjórn yfir Land-
spítalann, að norrænni fyrirmynd,
eins og kemur fram í stjórnarsátt-
mála nýrrar ríkisstjórnar. Willum
Þór segir að þessi áform snúist um
að efla og styrkja faglega og fjár-
hagslega stjórnun spítalans.
„Slíkri stjórn væri ætlað að vera
bakhjarl fyrir forstjóra sjúkrahúss-
ins, aðra stjórnendur þess og starfs-
fólk og sömuleiðis stjórnvöld,“ sagði
í skriflegu svari Willums til Morgun-
blaðsins. „Landspítali er þjóðar-
sjúkrahúsið okkar og einn stærsti
vinnustaður landsins þar sem fram
fer afar flókin og sérhæfð starfsemi
sem gerir gríðarlega miklar kröfur
varðandi daglegan rekstur og jafn-
framt kröfur um skýra framtíðarsýn
á hverjum tíma í síbreytilegu um-
hverfi sem krefst örrar þróunar
starfseminnar.
Ég hef þegar sett af stað vinnu í
ráðuneytinu til undirbúnings þessu
verkefni. Það er ljóst að sérstaklega
þarf að kveða á um slíka stjórn yfir
Landspítala í lögum, svo breyting á
lögum um heilbrigðisþjónustu er
nauðsynleg til að raungera þessi
áform. Miklu skiptir að vanda allan
undirbúning og ég legg áherslu á að
það verði gert.“
gudni@mbl.is
Styrkja á stjórn Landspítalans
Morgunblaðið/Eggert
Ráðherraskipti Svandís Svavarsdóttir afhenti Willum Þór Þórssyni lykilkort að heilbrigðisráðuneytinu í gær.
- Willum Þór Þórsson hefur tekið við
embætti heilbrigðisráðherra
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Endurgreiðsluhlutfallið verður
hækkað og með því ætlum við að
styðja enn frekar við greinina. Mark-
miðið er að Ísland verði samkeppn-
ishæft við önnur
ríki og að stór
verkefni verði
unnin alfarið á Ís-
landi. Við erum að
fara að keppa við
Írland og Spán,“
segir Lilja Dögg
Alfreðsdóttir,
ferðamála-, við-
skipta- og menn-
ingarmálaráð-
herra.
Fram kom í stjórnarsáttmálanum
sem kynntur var á sunnudag að „al-
þjóðlega samkeppnishæft stuðnings-
kerfi við framleiðslu kvikmynda og
sjónvarpsefnis verður eflt. Við ætlum
að styðja enn frekar við greinina með
hærri endurgreiðslum á skýrt af-
mörkuðum þáttum,“ segir þar.
Endurgreiðsluprósentan er nú
25% en kvikmyndagerðarmenn hafa
viljað sjá hækkun upp í 35% til að
geta keppt við lönd á borð við Írland
en stór verkefni á borð við Game of
Thrones hafa fallið Írum í skaut
vegna þessa.
„Framsókn er að standa við lof-
orðin og við tökum hattinn ofan fyrir
þeim, enda kusu allir kvikmynda-
gerðarmenn Framsókn,“ segir Krist-
inn Þórðarson, formaður Sambands
íslenskra kvikmyndaframleiðenda.
„Á Írlandi er prósentan 32-35 eftir
því hvernig verkefnin falla og í öðrum
löndum er prósentan 40% eða hærri,“
segir hann og bætir við að víða sé ver-
ið að huga að hækkun endur-
greiðsluprósentu. Því sé mikilvægt
fyrir Ísland að vera samkeppnishæft.
„Það hafa verið viðræður við stærri
fyrirtæki úti í heimi og skilaboðin eru
á þá leið að ef endurgreiðslan fer upp
í 35% þá eru þessi fyrirtæki tilbúin að
koma hingað í tökur. Ég hef sjálfur í
gegnum True North átt í slíkum við-
ræðum við HBO og fleiri fyrirtæki.“
Hann segir að búast megi við að
stærri kvikmyndaverkefni reki á
fjörur Íslendinga en áður. Fram til
þessa hafi oftast nær komið tökulið
hingað í útitökur í um það bil tíu daga
fyrir hvert verkefni. „En með þessari
breytingu gætum við verið að sjá úti-
og innitökur á heilum seríum. Slíkt
getur tekið 8-9 mánuði. Það yrði gríð-
arleg breyting.“
Kristinn segir að þessi ákvörðun
gæti orðið eins konar vítamínsprauta
fyrir kvikmyndabransann hér. Ljóst
sé að stór verkefni kalli á frekari upp-
byggingu kvikmyndavera og þá gæti
umfangið aukist til muna. „Ef þú
færð átta eða níu mánaða verkefni þá
er ekkert mál að byggja stúdíó í
kringum það. Það er fjárfesting sem
er fullkomlega lógísk. Þetta gæti far-
ið upp í nýjar hæðir. Ég hitti einmitt
Sigurð formann Framsóknar í sumar.
Hann sagðist vilja fjölga störfum í
kvikmyndabransanum upp í 10 þús-
und en þau eru 3-4 þúsund í dag.“
Lyklaskipti Lilja Alfreðsdóttir tók við af Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í
gær. Hún tók menningarmálin með sér og boðar sókn í kvikmyndagerð.
Stóru fyrirtækin
vilja koma hingað
- Hærri endurgreiðslur fagnaðarefni
Kristinn
Þórðarson
Morgunblaðið/Eggert
væri ánægður með að fá umhverfis-,
orku- og loftslagsráðuneyti, sem kann
að reynast eitt af lykilráðuneytum
ríkisstjórnarinnar miðað við áform
stjórnarsáttmálans.
Ásmundur Einar Daðason hefði
sennilega kosið að vera áfram félags-
og barnamálaráðherra, en hann
þurfti að láta félagsmálin frá sér og
taka menntamál. Sömuleiðis hafði
Lilja Alfreðsdóttir gert sér vonir um
utanríkismálin, en fékk ferða-, við-
skipta- og menningarmál.
Sennilega hefði Guðmundur Ingi
Guðbrandsson áfram viljað sinna
hugðarefnum sínum í umhverfisráðu-
neyti, en hann er orðinn varaformað-
ur flokks síns, og félagsmála- og
vinnumarkaðsráðuneyti „stærra“
ráðuneyti og sérlega vandasamt með
kjarasamninga yfirvofandi.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var
kát með sitt, enda mesta nýjabrumið
á vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunar-
ráðuneyti. Svandís Svavarsdóttir
virðist ánægð með sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneyti eftir annríkið í
heilbrigðisráðuneytinu.
Miskátir ráðherrar
skiptast á lyklum
- Ráðherrar taka til starfa - Frekari hrókeringar mögulegar
Morgunblaðið/Eggert
Blómaskipti Guðmundur Ingi Guðbrandsson býður Guðlaug Þór Þórðarson
vekominn í hið nýja umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti í Skuggasundi.
Lyklaskipti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir Jón Gunnarsson inn á
skrifstofu dómsmálaráðherra sem þá varð skrifstofa innanríkisráðherra.
SVIÐSLJÓS
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Það var létt yfir ráðherrunum í gær,
þar sem þeir komu saman og skiptust
á lyklum ef því var skipta. Sjálfsagt
hefur þeim flestum verið létt við það
að þessum óvenjulöngu viðræðum um
endurnýjað stjórnarsamstarf, sem
margir töldu nánast formsatriði, væri
loksins lokið. Sömuleiðis að óvissan
um hver gegndi hvaða embætti væri
loks á enda og að nú mætti loksins
taka til óspilltra málanna.
Það var að vísu aldrei nein spenna
um hver gegndi forsætisráð-
herraembættinu og eins var það svo
að segja frágengið á fyrstu dögum
eftir kosningar að Sigurður Ingi Jó-
hannsson myndi gegna embætti nýs
innviðaráðherra, sem er hans gamla,
góða samgönguráðuneyti að viðbætt-
um húsnæðis- og skipulagsmálum.
Aftur á móti var ekki ljóst fyrr en
undir lokin hvort Bjarni Benedikts-
son yrði áfram fjármálaráðherra eða
tæki annað ráðuneyti að sér.
Raunar er alls ekki útséð um það,
því Bjarni hefur ekki útilokað að hann
taki annað ráðuneyti að sér á kjör-
tímabilinu, en útilokað má heita að
hann léti það í veðri vaka án þess að
hann velti því a.m.k. fyrir sér. Þá gera
flestir ráð fyrir því að hann gæti átt
stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu
Reykfjörð Gylfadóttur, varaformann
sinn og utanríkisráðherra.
Ráðherrarnir misánægðir
En þrátt fyrir létt yfirbragðið voru
ráðherrarnir auðvitað misánægðir
með sinn hlut eins og gengur. Kát-
astir voru mögulega nýju ráðherrarn-
ir, Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra og Jón Gunnarsson
innanríkisráðherra, báðir atkvæða-
menn í sínum flokkum. Willums bíður
þó örugglega eitt erfiðasta verkefnið í
ríkisstjórn og gleði Jóns tempruð með
því að hann verður ekki ráðherra
lengur en eitt og hálft ár, þegar Guð-
rún Hafsteinsdóttir, oddviti sjálf-
stæðismanna í Suðurkjördæmi, tekur
við af honum.
Vitað er að Guðlaugur Þór Þórð-
arson vildi gjarnan vera utanríkisráð-
herra áfram, en varaformaður flokks
hans átti þangað greiðari aðgang og
ekki var annað að sjá en að Guðlaugur
Ný ríkisstjórn tekur við