Morgunblaðið - 30.11.2021, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021
Ferðaskíði
Frábær utanbrautarskíði
fyrir alla fjölskylduna
#allirútaðleika
Selásbraut 98, 110 Reykjavík, sími 419 7300, sportval.is
Þú færð Åsnes ferðaskíðin hjá okkur
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stefnt er að því að reisa nýja Mið-
garðakirkju í Grímsey á næsta ári
og helst vígja hana fyrir ársafmæli
kirkjubrunans sem varð að kvöldi
21. september. Kirkjan gjör-
eyðilagðist og allir kirkjugripir.
„Söfnun fyrir nýrri kirkju geng-
ur mjög vel,“ sagði Alfreð Garð-
arsson, formaður sóknarnefndar í
Grímsey. „Grímseyingar skila
góðri kveðju til allra og þakka kær-
lega fyrir ótrúlega góðan stuðn-
ing.“
Búið er að ráða Hjörleif Stef-
ánsson arkitekt til að teikna nýju
kirkjuna, en hann þekkir vel til
gamalla kirkna. „Hjörleifur er bú-
inn að koma til fundar við okkur
tvisvar sinnum. Nýja kirkjan verð-
ur öðru vísi en sú gamla en vísar
samt til hennar. Til dæmis verða
svalir uppi í turninum eins og í
gömlu kirkjunni. Eins ætlum við að
nota fjóra krossa sem voru á horn-
um gömlu kirkjunnar. Þeir eru úr
málmi og það er hægt að galvan-
ísera þá og laga,“ sagði Alfreð.
„Við ætlum að byrja að byggja í
vor. Þá ætlum við að hreinsa það
sem eftir er af grunninum og smíða
nýjan grunn. Svo fáum við bygg-
ingameistara og hefjum smíðina og
helst klárum hana næsta sumar.“
Nýja kirkjan verður úr timbri.
Alfreð sagði áhuga á að nýta reka-
við að einhverju leyti með vísan til
sögunnar. Kirkjubyggingin verður
stærri en gamla kirkjan því nú
verður reist skrúðhús og gert ráð
fyrir snyrtingum sem ekki voru í
gömlu kirkjunni. Húsið verður 80-
90 fermetrar og er áætlað að kirkj-
an geti kostað 80-100 milljónir
króna gróft áætlað.
Arna Björg Bjarnadóttir frá
verkefninu Glæðum Grímsey ætlar
að aðstoða Grímseyinga við að afla
styrkja og fjármagns í bygginguna.
Reikningsupplýsingar sóknarinnar
eru banki 565-04-250731 og kt.
460269-2539. En hvernig verður
helgihald um hátíðarnar?
„Við stefnum að jólamessu í fé-
lagsheimilinu á milli jóla og nýárs
eins og undanfarin ár. Séra Magn-
ús G. Gunnarsson og séra Oddur
Bjarni Þorkelsson á Dalvík sjá um
þetta fyrir okkur,“ sagði Alfreð.
Góður afli, erfiðar gæftir
Tveir bátar frá Grímsey hafa
undanfarið veitt ufsa í net. Gæftir
hafa verið erfiðar en fiskast vel
þegar hefur gefið á sjó. Aflinn hef-
ur verið slægður í Grímsey og
sendur ísaður í land, nema þá daga
sem ferjan kemur. Þá er ufsinn
sendur óslægður. „Það borgar sig
ekki að verka í saltfisk, eins og við
höfum alltaf gert. Það er það gott
verð á mörkuðunum,“ sagði Alfreð.
Netin eru aldrei lögð nema veður
sé daginn eftir til að draga svo afl-
inn verði aldrei nema einnar nátt-
ar.
Tölvuteikning/Hjörleifur Stefánsson
Grímsey Drög að nýrri kirkju hafa verið kynnt og á að hefjast handa í vor. Hafa fyrstu útlitsteikingar verið birtar.
Ný kirkja á næsta ári
- Grímseyingar ætla að byggja kirkju - Arkitekt ráðinn
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vatn var ekki farið að hækka í Gígju-
kvísl síðdegis í gær. Íshellan í Gríms-
vötnum hafði þá sigið um fimm metra
samkvæmt upplýsingum frá Veður-
stofu Íslands. Bjarki Friis náttúru-
vársérfræðingur sagði að íshellan
gæti lækkað um allt að 100 metra.
„Við vitum að vatn er á leiðinni frá
Grímsvötnum og skilar sér einhvers
staðar undan Skeiðarárjökli. Þá get-
um við mælt hvort það kemur gas,“
sagði Bjarki. Hann sagði að gasmæl-
ar væru meðfram jaðri Skeiðarár-
jökuls til að mæla gaslosun.
Nokkur lón eru við jökuljaðarinn.
Hlaupvatnið fer líklega í þau og svo
áfram vestur með jöklinum og í
Gígjukvísl. Yfir Gígjukvísl er stór brú
og þar eru einnig vatnshæðarmælir,
leiðnimælir og gasmælir.
Reiknað er með að flóðið geti orðið
allt að 5.000 rúmmetrar á sekúndu.
Til samanburðar má nefna að hlaupið
sem fylgdi Gjálpargosinu 1996 var
um 45.000 rúmmetrar á sekúndu.
Bjarki sagði að meira vatn hefði
safnast í Grímsvötn nú en fyrir
hlaupið sem kom 2010 og eins fyrir
hlaupið 2004. Hlaup nú yrði þó miklu
minna en það sem fylgdi Gjálpargos-
inu.
Grímsvötn gusu vorið 2011 eða
hálfu ári eftir Grímsvatnahlaupið
2010. Þau gusu skömmu eftir að
hlaupið kom 2004. Spurningin er
hvort eldgos fylgir í kjölfar hlaupsins
nú eða ekki.
Morgunblaðið/RAX
Grímsvötn Yfir þeim er íshella sem nú hefur sigið um að minnsta kosti fimm
metra. Það þykir vísbending um að hlaup sé að hefjast úr vötnunum.
Verður minna en
hlaupið úr Gjálp
- Fylgir eldgos Grímsvatnahlaupi nú?
Alls greindust 95 með kórónuveir-
una innanlands á sunnudag, þar af
voru 53 í sóttkví við greiningu.
Sautján smit greindust á landamær-
unum. Nítján liggja nú á sjúkrahúsi
og eru þar af tveir á gjörgæslu.
70 prósenta mæting í örvun
Í gær hófst þriðja vika örvunar-
bólusetninga í Laugardalshöll af
fjórum og var svipuð mæting og í
tveimur fyrstu. Rúmlega sjö þúsund
mættu í gær og mættu um 70 pró-
sent boðaðra. Ragnheiður Ósk Er-
lendsdóttir, framkvæmdastjóri
hjúkrunar hjá Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðisins, segist í samtali
við Morgunblaðið hafa fulla trú á að
fregnir af nýju afbrigði veirunnar,
Ómíkron, verði frekar til þess að fólk
mæti í örvunarbólusetningu.
„Ég hef trú á því að það verði
heldur betri mæting í þessari viku
en verið hefur. Fólk er að kveikja á
þessu og við erum í þessu átaki.
Fjölmargir eru að koma sem fengu
til að mynda boð í síðustu viku,“ seg-
ir Ragnheiður. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir var meðal þeirra
sem mættu í Laugardalshöll í gær-
morgun í örvunarskammt.
Óvissa hvað varðar Ómíkron
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagðist Þórólfur telja að það geti
orðið erfitt að koma í veg fyrir að
Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar
berist hingað til lands. Óvissa ríkir
um hversu smitandi afbrigðið er en
fyrsta smitið greindist í Suður-
Afríku og virðist úbreiðslan mest í
sunnanverðri álfunni þótt það hafi
borist víðar. „Þetta er meira að
segja komið inn í Ástralíu sem er
með mjög strangar reglur, miklu
strangari reglur en við,“ segir Þór-
ólfur. Hann segir allar sótt-
varnaaðgerðir miða að því að tefja
og hemja útbreiðslu kórónuveir-
unnar. Aldrei sé þó hægt að vænta
þess að aðgerðir komi alveg í veg
fyrir að þessi veira dreifi sér.
175
150
125
100
75
50
25
0
Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí
1.592 erumeð virkt smit
og í einangrun1.939 einstaklingar
eru í sóttkví
19 einstaklingur er á sjúkrahúsi,
þar af tveir á gjörgæslu
317 ný innanlandssmit
greindust sl. helgi
(fös. 26. til sun. 28. nóv.)
júlí ágúst september október nóvember
Staðfest smit
7 daga meðaltal
Fjöldi innlagðra á LSH
með Covid-19 smit
154
206
32
19
135
112
H
ei
m
ild
:c
ov
id
.is
Nýja afbrigðið ýti
undir mætingu
- Þriðja vika örvunarbólusetninga