Morgunblaðið - 30.11.2021, Page 13

Morgunblaðið - 30.11.2021, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021 www.rafkaup.is VÖNDUÐ LJÓS Í ÚRVALI Tólfti þátturinn í sextándu teikni- myndaseríunni um Simpson- fjölskylduna frá 2005 er ekki í boði fyrir áskrifendur Disney plús- streymisveitunnar í Hong Kong. Í þættinum kemur fjölskyldan við á Torgi hins himneska friðar í Beijing þar sem fjöldi fólks lést sumarið 1989 þegar kínverski herinn réðst til atlögu við þúsundir manna sem mót- mæltu kommúnistastjórninni og kröfðust lýðræðis og mannréttinda. Var skriðdrekum og hríðskota- byssum beitt gegn fólkinu og torgið einn blóðvöllur að átökunum lokn- um. Í þættinum, sem klipptur er út úr myndaröðinni, er skírskotað til at- burðanna í háðslegri ádeilu. Segir m.a. á skilti á torginu „Hér gerðist ekki neitt“ og systir Merge, konu Hómers, er látin standa fyrir framan skriðdreka, en það er vísun í fræga ljósmynd sem sýnir mótmælanda standa í vegi fyrir brynvörðum dreka hersins. Einnig kemur Tíbet fyrir í þættinum en kínversk stjórn- völd vilja þagga niður í öllum um- ræðum um þetta forna fjallaríki sem innlimað hefur verið í Kína. Ekki er ljóst hvort niðurfelling þáttarins í Hong Kong er með sam- þykki Disney plús-streymisveit- unnar. Hún hóf starfsemi fyrir hálfu öðru ári og hefur 118 milljónir áskrifenda. Kínverjar hafa þrengt mjög að mannréttindum fólks í Hong Kong á undanförnum mánuðum og fjöldi manna sem ekki eru í náðinni hjá kommúnistastjórninni hefur verið hnepptur í varðhald eða horfið. AFP Simpsons Teiknimyndin ritskoðuð fyrir sýningu í Hong Kong. Simpsons sæta ritskoðun í Kína - Þáttur með ádeilu ekki sýndur Magdalena And- ersson var í gær kjörin forsætis- ráðherra Svíþjóð- ar á ný en en hún baðst lausnar í síðustu viku að- eins örfáum klukkustundum eftir að hafa ver- ið kjörin í emb- ættið, fyrst kvenna. Í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu í gær fékk Andersson stuðn- ing 101 þingmanns en 75 sátu hjá og 173 sögðu nei. Samkvæmt sænskum reglum nægir frambjóðanda að komast hjá því að meirihluti greiði atkvæði gegn honum en alls eiga 349 þingmenn sæti á sænska þinginu. Andersson mun í dag kynna nýja minnihlutastjórn Jafnaðarmanna- flokksins sem á að sitja fram að þingkosningum næsta haust. SVÍÞJÓÐ Andersson kosin for- sætisráðherra á ný Magdalena Andersson „Hreinn skáld- skapur,“ sagði blaðafulltrúi Karls Breta- prins í gær, þegar undir hann var borin fullyrðing í nýrri bók þess efnis að hann væri sá af kon- ungsfjölskyldunni bresku sem lát- ið hefði á sínum tíma í ljós áhyggjur af húðlit væntanlegra barna hertogahjónanna af Sus- sex, Meghan Markle og Harrys prins, sonar Karls. Í bókinni Brothers And Wives: Inside The Private Lives of William, Kate, Harry and Meghan eftir Chri- stopher Andersen, er staðhæft að Karl hafi sagt við Kamillu konu sína: „Ég velti fyrir mér hvernig börnin muni líta út,“ eftir að þau Harry og Meghan trúlofuðust, og bætt við að hann væri með húðlit þeirra í huga, en Meghan er dökk á hörund. BRETLAND Karl Bretaprins vísar ásökun á bug Karl Bretaprins Allt að tvær vikur geta liðið þar til ljóst verður hve mikla vörn bóluefni veita gegn Ómíkron, hinu nýja af- brigði kórónuveirunnar, sem farið hefur hratt um heiminn undanfarna daga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in, WHO, segir að heiminum stafi hætta af nýja afbrigðinu. Óttast sér- fræðingar stofnunarinnar að það geti leitt til nýrrar smitbylgju. Enn sem komið er hafa engin dauðsföll verið tilkynnt af völdum Ómíkron. Hafa þær raddir jafnvel heyrst að hættan af þessu afbrigði veirunnar sé stór- lega ýkt. Ljóst virðist þó að það er meira smitandi en önnur afbrigði kór- ónuveirunnar og ýmislegt bendir til þess að bólusetningar dragi ekki úr veikindum af völdum þess. Ástralar greindu frá því í gær að fyrstu tilfelli afbrigðisins hefðu fund- ist þar í landi. Greindust tveir farþeg- ar sem komu með flugi til Sydney frá suðurhluta Afríku. Búið var að bólu- setja þá báða og eru þeir nú hafðir í einangrun. Heilbrigðisráðherrar G7-ríkjanna funduðu í gærmorgun um Ómíkron, en æ fleiri tilfelli þess greindust í Evr- ópulöndum í gær og um liðna helgi. Stökkbreytingin sem nefnd er Ómíkron greindist í Suður-Afríku og virðist útbreiðsla hennar mest um sunnanverða álfuna. Fjölmörg ríki hafa gripið til ferðabanns gagnvart farþegum frá löndunum í sunnan- verðri Afríku. Cyril Ramaphosa, for- seti Suður-Afríku, hefur fordæmt þetta og kveðst hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum. Landsmenn séu látnir gjalda fyrir að uppgötva af- brigðið. Víða er þess nú krafist að farþegar í millilandaflugi fari í sóttkví á áfanga- stöðum. Í Ísrael hefur landamærun- um verið lokað fyrir öllum erlendum ferðamönnum. Tveir stærstu bóluefnaframleið- endur heims, Pfizer-BioNTech og Moderna, segjast vera að undirbúa breytingar á bóluefnum sínum svo að þau ráði við ómikrón, ef þörf krefur. Ómíkron skapar óvissu - Hættan af nýju afbrigði kórónuveirunnar varla ljós fyrr en eftir hálfan mánuð - Finnst í æ fleiri löndum - Bóluefnaframleiðendur undirbúa viðbrögð AFP Bólusetning Óljóst er hvaða vörn núverandi bóluefni veita gegn Ómíkron. Ekkert lát er á eldgosinu á La Palma, sem er ein Kanaríeyjanna við vesturströnd Afríku, eins og þessi nýja mynd frá spænska hern- um sýnir. Eldfjallið Cumbre Vieja spúir reyk og ösku alla daga og þaðan rennur hraun í stríðum straumum. Tveir mánuðir eru síðan gosið hófst. Mikið eignatjón hefur orðið og hafa um sex þúsund íbúar orðið að yfirgefa heimili sín. Um tíma var öllum íbúum fyrirskipað að halda sig innandyra vegna ótta við hættulegar eiturgufur frá fjall- inu. Það gýs að jafnaði á nokkurra áratuga fresti, síðast 1971 og þar á undan 1949. Gosið hefur ekki stöðv- að ferðamannaþjónustuna, lykilat- vinnuveginn, á nágrannaeyjunum. Gosaska hefur hins vegar valdið töfum á flugi til La Palma. Kanaríeyjar Enn er eldur uppi á La Palma AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.