Morgunblaðið - 10.11.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 10.11.2021, Síða 4
Teikning/GP arkitektar Hugmynd Guðna Pálssonar arkitekts að hóteli í Öskjuhlíð. Það hefði verið fyrir framan gömlu Keiluhöllina og með útsýni yfir Vatnsmýrina. Ekkert verður af þessari byggingu í borgarlandinu. Árin 2015 til 2018 fjölgaði erlendum ferða- mönnum ár frá ári og sáu ýmsir þá tækifæri í að reisa byggingar undir hótelrekstur. Nokkur dæmi um slík áform eru rifjuð upp hér í tilefni af því að íbúðir munu að óbreyttu rísa þar sem áður var áformað risahótel í Vatnsmýri. Lóðarhafi áformaði að reisa þar 400 til 450 herbergja hótel en haft var eftir fulltrúa verkefnisins í Morgunblaðinu í desem- ber 2015 að fjöldi erlendra hótelkeðja hefði sýnt því áhuga að reka fyrirhugað hótel. Í ársbyrjun 2017 var sagt frá því á mbl.is að síðar á því ári væri áformað að hefja fram- kvæmdir við 300 herbergja hótel á Grens- ásvegi 1 í Reykjavík. Áformin runnu hins vegar út í sandinn og ákvað lóðarhafi að byggja íbúðir í staðinn. Skammt frá áformaði félag tengt Ólafi Ólafssyni, sem er gjarnan kenndur við Sam- skip, að innrétta 160 herbergja hótel í gamla ESSO-húsinu og viðbyggingu við Vegmúla. Sagt var frá því í Morgunblaðinu í júní 2018 að umrætt félag, Festir, væri að íhuga að hætta við hótelið. Þótti það táknrænt fyrir að ferða- útrásin væri að lækka flugið. Húsið er nú leigt Kvikmyndaskóla Íslands. Þá áformuðu fjárfestar að byggja hæð ofan á Skipholt 1 og innrétta þar hótel með 84 her- bergjum. Nú stendur til að innrétta þar íbúðir. Þá sagði Morgunblaðið frá því í apríl 2017 að fjárfestar áformuðu tvö hótel á Kársnesi. Ann- ars vegar 12 þúsund fermetra hótelbyggingu sem tengd var flugfélaginu WOW air og hins vegar spa-hótel. Hvorugt varð að veruleika en samkvæmt fréttinni lá fjöldi herbergja þá ekki fyrir. Þá má nefna hugmynd um nýtt hótel í nýj- um miðbæ við Strandgötu í Hafnarfirði. Fallið var frá því. Önnur hugmynd var að byggja hótel í Öskjuhlíð en fróðlegt verður að vita hvort fjár- festar muni sjá tækifæri í að reisa íbúðir þess í stað. Hótelin sem hætt var við Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar ferðaútrásin stóð sem hæst sagði Morgunblaðið frá áformum um hótel sem síðar var hætt við að reisa. Þau hefðu rúmað þúsundir gesta. Teikning/Batteríið arkitektar Áformað var að reisa 300 herbergja, fjögurra stjarna hótel á Grensásvegi 1. Nú er verið að reisa fjölbýlishús sem verða hluti af endurgerð Skeifunnar. Teikning/ASK arkitektar Reisa átti allt að 445 herbergja hótel við Haukahlíð í Vatnsmýri. Það hefði orðið stærsta hótel landsins í herbergjum talið. Teikning/ASK arkitektar Áformað var að byggja 100 herbergja hótel við Strandgötu í Hafnarfirði. Nú er rætt um blandaða byggð og hótelíbúðir. Teikning/Arkís arkitektar Gert var ráð fyrir 84 herbergjum í hótelbyggingu í Skipholti 1. Nú er áformað að innrétta samtals 36 íbúðir í húsinu. Teikning/ASK arkitektar Á Suðurlandsbraut 18 og í viðbyggingu átti að vera 160 herbergja hótel. Hætt var við hótelið og er Kvikmyndaskóli Íslands nú leigutaki í húsinu. Teikning/Yrki arkitektar Drög að fyrirhuguðum höfuðstöðvum WOW air á Kársnesi. Reisa átti hótel við hliðina og svo spa-hótel skammt frá. Fallið var frá þessum áformum og mun ásýnd svæðisins taka mið af því. 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021FRÉTTIR Bætt hreinlæti í nýjum heimi Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.