Morgunblaðið - 10.11.2021, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 9SJÓNARHÓLL
vinnuföt fást einnig í
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
F
réttaflutningur undanfarinna daga bendir til þess
að stjórnarmyndunarviðræður séu á síðustu metr-
unum og að sú ríkisstjórn sem við þekkjum núorð-
ið ágætlega, verði að veruleika. Miðað við þá ólíku hug-
myndafræði sem flokkarnir aðhyllast hefur vafalaust
þurft að yfirstíga ýmsar hindranir í viðræðunum og
miðla málum í hinum ýmsu málaflokkum. Þegar þrætu-
eplunum sleppir eru þó innan seilingar framfaramál sem
passa vel við stefnumál flestra stjórnmálaflokka og hlýt-
ur að vera kappsmál þeirra að framkvæma. Eitt slíkt mál
varðar í raun og veru vinnubrögðin
sem eru viðhöfð við lagasetningu.
Viðskiptaráð hefur í gegnum tíð-
ina ítrekað beitt sér fyrir einfaldari
löggjöf og regluverki, öllum til
hagsbóta. Líkt og fram kom í nýrri
útgáfu Viðskiptaráðs: Laglegt
regluverk óskast, og finna má á
vefsíðu ráðsins, vi.is, er ástæða til
að setja þessi mál sérstaklega á
oddinn á kjörtímabilinu enda hefur
Ísland dregist aftur úr helstu sam-
anburðarlöndum þegar kemur að
lagaumhverfi atvinnulífs, til dæmis
þegar kemur að mælingum IMD á
samkeppnishæfni. OECD hefur
einnig bent á tækifæri til úrbóta
hvað þetta varðar, n.t.t. í ferða-
þjónustu og byggingariðnaði. Til
að gera langa sögu stutta er skil-
virkt regluverk lykilatriði til að Ísland geti staðist öðrum
ríkjum snúninginn í alþjóðasamkeppni og tryggja lífs-
gæði.
Leiða má líkur að því, í það minnsta í einhverjum til-
vikum, að ástæðan fyrir þyngslum í regluverki sé að hlut-
irnir hafi í upphafi ekki verið hugsaðir til enda. Með því
að lágmarka í hvert sinn líkur á því að lög íþyngi umfram
tilefni má þannig stuðla að einfaldari löggjöf heilt á litið;
margt smátt gerir eitt stórt. Skref í rétta átt hafa verið
tekin í þessa veru, en í 66. gr. laga um opinber fjármál nr.
123/2015 er mælt fyrir um að ætluð áhrif lagafrumvarpa
skuli metin áður en þau eru lögð fram í ríkisstjórn og á
Alþingi. Greinin hefur yfirleitt orðið til þess að ítarlegri
upplýsingar um fjárhagsleg áhrif lagafrumvarpa á rík-
issjóð hafa komið upp á yfirborðið, en borið hefur á því að
matinu hafi að öðru leyti ekki verið sinnt sem skyldi.
Ein leið, sem nágrannaríki okkar hafa farið, er að
stofnsetja sjálfstætt regluráð sem leggur heildstætt hag-
fræðilegt mat á lagafrumvörp áður en slík mál koma til
umfjöllunar á þjóðþingi. Slík ráð þjóna því í senn að-
halds- og upplýsingarhlutverki og eru sjálfstæð í störfum
sínum. Í slíkum ráðum sitja yfirleit hvort tveggja fræði-
menn og fólk með reynslu úr við-
skiptalífi. Svo dæmi sé tekið er
meginhlutverk norska regluráðs-
ins fjórþætt: Að gera ráðgefandi
skrifleg álit á lagafrumvörpum
og breytingum á reglugerðum
sem hafa áhrif á umhverfi við-
skiptalífsins og önnur viðeigandi
mál, að fylgja nýjustu stefnum og
straumum á sviði einföldunar
regluverks og leiðbeina með al-
mennum hætti um leiðir til að
gera löggjöf skilvirka og aðstoða
ráðuneyti við rannsókn á mati á
áhrifum sem fylgja gerðum Evr-
ópusambandsins. Með þessi
verkefni í farteskinu er laga-
frumvörpum gefnar einkunnir og
nýju ljósi varpað á þau, sem til
dæmis getur nýst í hefðbundnum
umræðum um málin á vettvangi löggjafans.
Með framangreint í huga er þörf á því að formfesta
betur hvernig skilvirk löggjöf er mótuð með hliðsjón af
bestu mögulegu þekkingu. Þar þyrfti til dæmis reynslan
af 66. gr. laga um opinber fjármál að koma til skoðunar
auk þess sem að æskilegt væri að móta nýjar leiðir til að
hámarka gæði löggjafarinnar. Mat á áhrifum laga og
reglna, bæði fyrir fram og eftir á, er sjálfsagt gæðamál
sem þarf að leggja áherslu á. Í ljósi þess hve vel rík-
isstjórnarsamstarf tókst á síðasta kjörtímabili, þrátt fyr-
ir ólíkar hugsjónir, ætti það að vera sömu flokkum hægð-
arleikur að bæta umhverfi lagasetningar í sátt.
Regluráð –
sameiginlegur flötur?
LÖGFRÆÐI
Jón Birgir Eiríksson
sérfræðingur á lögfræðisviði
Viðskiptaráðs Íslands
”
Ein leið, sem nágranna-
ríki okkar hafa farið, er
að stofnsetja sjálfstætt
regluráð sem leggur
heildstætt hagfræðilegt
mat á lagafrumvörp áð-
ur en slík mál koma til
umfjöllunar á þjóðþingi.
Slík ráð þjóna því í senn
aðhalds- og upplýsing-
arhlutverki og eru sjálf-
stæð í störfum sínum.
eftirvænting, tilhlökkun og spenna,
eins og gjarnan er með hluti sem eru
ekki hversdags. Myndi nokkur yrða
á jólasveininn ef hann kæmi 365
daga á ári?“
Í ár er flaskan helguð minningum
tengdum gömlu verksmiðjunni í Ála-
borg. Á bakhlið hennar mótar í gyll-
ingu fyrir hliðinu sem leiddi inn á
verksmiðjusvæðið. Þar fóru lest-
arnar um sem síðan fluttu snapsana
út um konungsríkið og í einhverjum
tilvikum út fyrir það einnig.
Jakob segir að viðskiptavinir
Jómfrúarinnar ræði gjarnan um
bragðeiginleika jólasnapsins og seg-
ir að margir séu afar minnugir á
bragðskyn sitt. Er það hluti af
stemningunni að hans sögn.
Menningin er hins vegar ekki
staðnað fyrirbæri og þótt jólaákavít-
ið frá Álaborgsé ávallt vinsælasti
snapsinn á jólum hefur Jómfrúin
bryddað upp á ýmsum nýjungum á
síðustu árum. Þannig hefur fyrir-
tækið m.a. flutt inn sænskt jólaáka-
víti frá OP Anderson og norskt frá
Linie. Og Jakob upplýsir um leynd-
armál.
„Persónulega er ég aðeins hrifnari
af sænsku og norsku ákavítum um-
fram það danska. Þau eru gjarnan
látin liggja í 3-4 ár á eikartunnum
eða sherrýtunnum sem gefur fyllt-
ara og jólalegra bragð að mínu mati.
Hins vegar finnst mér Aalborginn
algerlega ómissandi með t.d. puru-
steikinni.“
Hann bendir á að snapsinn frá
Álaborg sé nokkuð kryddaðri í ár en
verið hefur og segir hann að fleira
skíni í gegn en kúmenið.
„Þökk sé framúrskarandi danskri
hönnun flöskunnar sjálfrar og
frændhygli íslensku þjóðarinnar á
Dönum að þá ber danska ákavítið
alltaf höfuð og herðar yfir nágranna-
löndin þegar kemur að vinsældum,“
segir Jakob.
Aldrei meiri aðsókn
Hann segist aldrei hafa kynnst
jafn mikilli aðsókn á Jómfrúnna og
fyrir þessi jólin. Um 11 þúsund
manns eigi pantað borð á aðvent-
unni. Frá 1. desember og út Þorláks-
messu er að fullu upp bókað að hans
sögn.
Spurður út í snapsana og vinsæld-
ir þeirra segist hann panta 400 flösk-
ur af jólaákavítinu frá Álaborg en
það jafngildi um 8.500 snöpsum.
„En við erum samt með 40 aðrar
tegundir á seðlinum sem seljast
jafnhliða þótt jólaákavítin séu auð-
vitað í aðalahlutverki á aðventunni.“
Enginn er flinkari en Jakob í að bæta snaps í glösin. Þar fær eðlisfræðin og
yfirfallið að njóta sín. 400 flöskur af Jubilæum Juleakvavit koma í hús í ár.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon