Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.11. 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Gjafakort Einstök jólagjöf S amfélagið okkar er stútfullt af óróa, heift, reiði, ásökunum og skömmum þessa dagana. Samfélagsmiðlar loga og tekist er á um erfið mál; kyn- ferðisbrot, áreitni, einelti, gerendameðvirkni, þolendaskömm og ég veit ekki hvað þetta allt heitir. Dómstólar götunnar hafa valdið og nettröllin eru víða. Fólk sem þekkir ekki annað fólk tekur sér vald og drullar yfir annað fólk á netinu af því að það getur það og þar er á það hlustað. Sumt er verðskuldað, annað ekki. Að fara út á þennan hála ís er bara fyrir fólk með mjög harðan skráp því hvað sem ein manneskja vogar sér að segja, eru þúsund aðrir sem eru á öndverðum meiði. Ég ætla því ekki að reima á mig þá skauta. Hins vegar ætla ég að fara út á annan og kannski líka nokkuð sleipan ís. Ég ætla að taka afstöðu og halda með kisum. Þetta er sjóðheitt mál því fólk annaðhvort elskar ketti eða hat- ar. Bæjarstjórn Akureyrar elskar ekki ketti og nú á að banna lausa- göngu katta á Akureyri frá og með árinu 2025! Sem ég skil ekki. Ég hef átt nokkra ketti og vil endilega að þeir séu útikisur. Þeir eru hluti af samfélaginu og eru ekki að fara neitt. Þeir ráðast ekki á fólk og bíta úti á götu. Yfirleitt hlaupa þeir í burtu eða biðja um klapp. Vissulega eru nokkrir veiðimenn í hópi katta; það er í eðli þeirra. Og mögulega skíta þeir í einhver blómabeð, en er það svo slæmt? Góður áburður bara! Hvað með allar kisurnar sem hafa alltaf verið útikettir og verða settar í stofufangelsi árið 2025? Það er búið að dæma alla akureyrska ketti til fanga- vistar. Afplánun hefst eftir þrjú ár. Kommentakerfin loga núna ekki bara vegna mála manna sem áreita eða nauðga eða senda typpamyndir heldur líka vegna útivistarbanns katta. Þar sýnist sitt hverjum. Fólk nefnir að það sé dýraníð að halda köttum inni allan sólarhringinn. Aðrir nefna að gæludýraeign í þéttbýli eigi ekki rétt á sér. Ég tek undir með konu sem segir ekkert yndislegra en að ganga um fallegu Ak- ureyri og hitta nágrannaketti sem heilsa eins og góðra íbúa er siður. Önnur kona skrifar skemmtilega færslu: „Nenniði svo líka að banna fugla, þeir skíta á bílana okkar, og svo má höggva þessi fjárans tré, þau valda svo miklum sóðaskap. Einnig mætti ormahreinsa garðana, þvílík ógeð þessir orm- ar. Taka svo til við köngulærnar næst, þær eru ógeð og öllum til ama. Á hvaða leið erum við? Þolum ekkert kvikt í kringum okkur?“ Já, hvað er málið? Afplánun hefst eftir þrjú ár Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Kommentakerfin loga núna ekki bara vegna mála manna sem áreita eða nauðga eða senda typpamyndir heldur líka vegna úti- vistarbanns katta. Lárus Jakobsson Ég er hlynntur lausagöngu katta, á ábyrgð eiganda. SPURNING DAGSINS Á að banna lausagöngu katta? Katrín Whalley Ég vil leyfa það. Ég á eina kisu sem fer út í garð og ekkert lengra. Ársæll Sigurlaugar Níelsson Ég vil hafa það leyfilegt. Ég á innikött en vil að aðrar kisur hafi frelsi til að velja. Sunneva Elfarsdóttir Ég vil leyfa lausagöngu katta. Ég á ketti sem eru mest inni en fá að fara út. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÆGIR ÞÓR JÄHNKE SITUR FYRIR SVÖRUM Ljóðræn dýrategund Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Nýja bókin þín er flokkuð sem ljóðabók en er hún það? Ég lít á efnið sem ljóðræn „essay“ sem er form sem er ekki mikið stúderað á Íslandi. Ég er að vinna með nokk- ur ákveðin þemu í þessari bók og mismunandi texta í kringum þau. Þarna eru lengri hugleiðingar og vanga- veltur, sumir textar eru hrein ljóð en aðrir eru brot. Hvaða þemu eru þau? Ég er að fjalla um eigið líf, um ástina og ljóðið sjálft. Það er kannski stærsta þemað, af hverju við erum að yrkja yfirhöfuð. Hugmyndin kviknaði þegar ég tók rit- listarkúrs hjá Rúnari Helga Vignissyni sem fjallaði um „hybrid“-bókmenntir þar sem fólk blandar saman mörgum formum og mismunandi textum. Það kveikti í mér. Ljóð ein og sér eru ekki líkleg til vinsælda. Ertu að reyna að auka vinsældir ljóðsins? Já, og mér finnst það ganga vel. Fólk er oft hrætt við ljóðabækur og þá getur það virkað að vera með bók sem er með öðruvísi texta en bara stutt ljóð. Ertu sjálfur að ganga í hús? Já, bókin er líka til sölu í öllum betri bókabúðum en ég geng í hús og sel miklu meira þar, það gengur hraðar. Ef ég á laust kvöld og veður leyfir rölti ég á milli húsa. Ég mæli með þessari leið til að selja bækur. Hvernig tekur fólk þér? Almennt rosalega vel. Það er alltaf gaman að hitta fólk. Viltu segja eitthvað að lokum? Ég hvet alla til að lesa ljóð og eiga ketti, sem eru mjög ljóðræn dýrategund. Bókin Ekkert, elskan, ég er bara að tala við köttinn, eftir Ægi Þór Jähnke, er komin út og fæst í bókabúðum. Hún var í sjötta sæti á lista Eymunds- son yfir mest seldu ljóðabækur vikuna 20-26. okt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.