Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Síða 15
7.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 arnir og vikurnar fyrir útgáfu eru svolítið stressandi. En týpískur dagur byrjar á hefð- bundinn hátt með morgunmat og æfingu. Svo fer ég kannski á flakk og hitti fólk. Ég er mikið með kærustunni og vinum. Ég er mikið að gigga á kvöldin, en síðustu tvær vikur hef ég verið með fjögur, fimm gigg í viku,“ segir Birnir og segir það ótrúlega gaman að standa á sviði fyrir framan stóran sal af áhorfendum. „Það er líka gaman að krakkarnir séu að hlusta og fíla þetta. Það er algjör snilld og mik- il forréttindi að fá að vinna við það sem manni finnst skemmtilegast að gera. Ég er ótrúlega þakklátur að fá frelsi til að gera það og að hlut- irnir séu að ganga upp.“ Lagið Vogur, er það um meðferðina á Vogi? „Ég skrifaði það í meðferð og var svolítið pirraður að vera lentur þar aftur. Það er eitt af mínum uppáhaldslögum. En núna er uppá- haldslagið mitt Púls. Það er minnst spilaða lagið. Sagan á bak við það er leyndarmál,“ seg- ir hann sposkur. „En fólk má endilega senda mér skilaboð í gegnum Instagram eða Facebook um hvað það heldur að það sé um. Það er nauðsynlegt að hlusta á næstsíðasta lagið og svo Púls, síðasta lagið, til að skoða meininguna í heild.“ Vil ekki stjórnast af egói Birnir vinnur gjarnan með öðru tónlistarfólki og segist njóta þess. „Páll Óskar söng Spurningar sem ég skrif- aði. Högni syngur í einu lagi á plötunni. Ég elska að vinna með öðru fólki. Það taka mér allir mjög vel. Við erum í þessum leiðangri saman til að búa til tónlist og viljinn til að gera það frábærlega er til staðar hjá öllum aðilum. Það að vinna með öðrum og fá þeirra hug- myndir á borðið gerir hlutina oft miklu betri og áhugaverðari. Engin hugmynd er slæm hugmynd og við prófum okkur áfram.“ Finnst þér þú vera orðinn frægur? „Kærastan mín sagði einmitt í gærkvöldi að hún væri að upplifa að ég væri orðinn frægur. Mér persónulega finnst ég ekkert sérstaklega frægur. Ég sé mig ekki sem einhverja stjörnu. Ég tengi ekki við það að vera betri en aðrir.“ En sem listamaður, er ekki gott að einhver kunni að meta þína list? „Frábært. Það er mesta snilldin. Ég elska að hitta fólk úti á götu og ræða tónlistina. Og svo er geðveikt að standa á sviði. En ég reyni að láta það ekki stíga mér til höfuðs, ég vil ekki láta egóið stjórna. Í grunninn er ég að búa til list og það sem mér finnst vera kúl. Að fá svona góðar viðtökur við því er frábært. Mitt helsta takmark í lífinu er að vera á stað þar sem ég get framkvæmt hugmyndir. Og ég er þar núna og bara dýrka það.“ Hvar sérðu þig eftir fimm ár? „Ég verð pottþétt enn að búa til tónlist því það er eitthvað sem ég losna ekkert við. En kannski verð ég að búa til eitthvað meira en tónlist. Það kemur í ljós. Ég vil í raun bara halda áfram að skapa. Eftir fimm ár langar mig líka að vera edrú og vera til staðar fyrir fjölskyldu og vini. En sköpunarferlið er eitt- hvað sem er þarna og ég hef þessa köllun. Mér finnst rangt að skapa ekki og ég verð að gera það. Það er skemmtilegast og mest gef- andi.“ Morgunblaðið/Ásdís Ljósmynd/Ómar Sverrisson Birnir segir það góða tilfinn- ingu að koma fram og segist þakklátur fyrir að vinna við það sem hann elskar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.