Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.11. 2021 S ólveig Anna Jónsdóttir greindi frá því á Facebook undir miðnætti á sunnudag að hún hygðist segja af sér sem formað- ur Eflingar og kvaðst hafa verið hrakin úr starfi af undirmönnum sín- um á skrifstofu verkalýðsfélagsins. Fram kom að trúnaðarmenn á skrif- stofunni hefðu kvartað undan stjórn- arháttum þar í sumar, en afsögnin kom eftir að Ríkisútvarpið komst á snoðir um málið og fór að spyrjast fyrir í fyrri viku. Tugir Íslendinga fóru í sótspúandi og vængjuðum álrörum til Skotlands til þess að segja í 26. sinn að komið væri að úrslitastund fyrir mannkyn vegna hlýnandi loftslags. Einn íslenskra umhverfissinnna sem þangað fóru á kostnað skattgreiðenda sagði að Ís- land kæmi ekki með neitt að borðinu í Glasgow. Undirbúningskjörbréfanefnd hélt áfram að hittast í vikunni, enda gagnaöflun að mestu afstaðin. Af- staða manna til þeirra, hvað þá nið- urstaða um hvað skyldi til bragðs taka, var þó langt í frá útrædd. M.a. kom fram að hefð væri fyrir því að út- strikun á einum lista þætti nægj- anleg til þess að listinn fengi atkvæð- ið þó kross vantaði. Nýtt hagsmunafélag fyrirtækja, At- vinnufjelagið, var stofnað um liðna helgi, einkum sniðið að þörfum lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja. Erill var á veitingastöðum í miðborg- inni um helgina, svo mikill að lög- regla átti í endalausum önnum og tíu svítur í Hverfisteini fullbókaðar. Grunur kom upp um að þremur kon- um á Akureyri hefði verið byrluð ólyfjan í drykki þeirra á skemmtistað um liðna helgi. Manni var vikið úr landsliðshópi í hestaíþróttum þegar athygli Lands- sambands hestamanna var vakin á því að hann hefði hlotið dóm fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn 13 ára stúlku fyrir 28 árum. Íslendingar eru í meiri ferðahug en verið hefur og umheimurinn smám saman að opnast, þar á meðal Banda- ríkin, sem aftur taka að hleypa al- mennum, bólusettum farþegum til landsins á morgun. Allir áfangastaðir í beinu flugi frá Íslandi eru í vel bólu- settum löndum, en smittíðni þar er mjög mismikil. 154 innanlandsmit kórónuveirunnar greindust um liðna helgi. Kórónuveirusjúklingur lést á Land- spítalanum á sunnudag. . . . Ásökunum á hendur forystu Eflingar rigndi inn á fjölmiðla og félagsmiðla, sumar undir nafni en aðrar ekki. Þar voru Sólveig Anna Jónsdóttir for- maður og Viðar Þorsteinsson borin þungum sökum um ofríki og ógn- arstjórnun. Drífa Snædal, forseti ASÍ, kvaðst hafa vitað af vandræðum á skrifstofu Eflingar áður en þau hefðu flotið upp á yfirborðið, en sagði að sambandið tæki ekki fram fyrir hendur aðild- arfélaganna fyrr en í fulla hnefana. Varð þó ekki séð annað séð en að stutt hefði verið hnefana hjá Eflingu, sem er með kontór í sama húsi og ASÍ. Við rannsóknir á íslenskum legháls- sýnum í Danmörku hefur komið í ljós að frumubreytingar eru oftar í sýnum héðan en raunin er í dönskum sýnum. Það kann að vera vísbending um að leghálskrabbi sé vangreindur sjúkdómur hér á landi, en tíðni hans er annars í lægra lagi. Ísland er í 11. sæti meðal 163 ríkja heims, sem metin voru við gerð vísi- tölu félagslegra framfara. Við þau tíðindi mátti á félagsmiðlum sjá gólað „Vanhæf ríkisstjórn“. Biskupsstofa hugleiðir að flytjast um set í Grensáskirkju. Í ljós kom að öflugt skemmtanalíf helgarinnar skilaði sér í 130 smitum, en fleiri áttu eftir að koma í ljós. Ólafur Ormsson rithöfundur lést 77 ára að aldri. . . . Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir hallarekstri til ársins 2023, sem meirihluti borgarstjórnar telur mik- inn varnarsigur. Minnihlutinn bendir á að skuldsetning borgarinnar sé ósjálfbær og að í hreint óefni stefni. Þúsundir Íslendinga hafa leitað tannlækninga í Búdapest í Ung- verjalandi, þar sem þær eru talsvert ódýrari en gengur og gerist hér á landi. Hluti forystumanna verkalýðshreyf- ingarinnar kom saman til fundar á vettvangi Starfsgreinasambandsins til þess að ræða kjaraviðræður sem fram undan eru. Væringar í Eflingu vörpuðu þó löngum skugga á þann fund. Umboðsmaður Alþingis sendi frá sér álit að eigin frumkvæði um ráðn- ingamál hins opinbera, þar sem hann varaði sérstaklega við því að stigamat á umsækjendum gæti eitt og sér ekki riðið baggamun við ráðn- ingar. Það breytti engu um ábyrgð stjórnvalds á ráðningunni. Færeyska útgerðin Smyril Line bætti við þriðja vöruflutningaskipinu í áætlunarsiglingar til Íslands. Mál & menning hyggst aftur hefja bóksölu á sínum gamla stað á Lauga- vegi 18. 60 ár eru síðan forlagið opn- aði bókabúð sína þar fyrst. Söngkonan Eivör Pálsdóttir frá Færeyjum vann tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. . . . Akureyringar eru alræmdir innipúk- ar en settu ný viðmið í þeim efnum þegar bæjarstjórnin samþykkti bann við lausagöngu katta, sem gildi tek- ur í upphafi árs 2025. Margir urðu til þess að gagnrýna ákvörðunina og þótti rökstuðningurinn rýr. Jólin koma snemma í ár, eins og best sást á gríðarlegri sölu þegar jóla- bjórinn kom í sprúttsölu ríkisins. Sorpa fyrirhugar 31% gjaldskrár- hækkanir á næsta ári, en aðal- ástæðan er sögð aukinn kostnaður vegna gas- og jarðgerðarstöðv- arinnar Gaju í Álfsnesi. Ekki gera allir sér þær skýringar að góðu. Útgerðin Brim skaust upp fyrir kvótaþakið vegna stóraukinna veiði- heimilda á loðnu. Hún hefur hálft ár til þess að koma því í samt lag. Samkvæmt rannsókn sem gerð var fyrir Öryrkjabandalagið eru 110 af 113 stoppistöðvum Strætó á lands- byggðinni með ófullnægjandi að- gengi fyrir fatlaða. Jarðfræðingar hafa gætur á Heklu en þenslan undir henni hefur vaxið að undanförnu. Þessi fornfrægasta eldstöð Íslands er þekkt fyrir að gjósa með örskömmum fyrirvara. Stjórnarsáttmáli um endurnýjað samstarf ríkisstjórnarflokkanna mun vera í augsýn, en viðræðurnar hafa tekið svo langan tíma að fólk er hætt að spyrja um þær. Það litla, sem út af þeim viðræðum hefur spurst, bendir til þess að lítið hafi breyst flokkanna á millum frá kosn- ingum. . . . Fjöldasmit á karókí-skemmtun á Akranesi jók smit í landinu upp úr öllu valdi, svo Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til hertar sótt- varnatakmarkanir eina ferðina enn. Og ráðherrann hlýddi. Agnieszka Ewa Ziółkowska tók við formennsku í verkalýðsfélaginu Efl- ingu, en lagði þegar í stað á flótta undan fjölmiðlum. Hún er dyggur stuðningsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formanns, sem jafnframt lét af embætti sem 2. varaformaður ASÍ. Mikill uppgangur er í landeldi á laxi, en verði frekari áform þar að lútandi að veruleika verða framleidd meira en 100 þúsund tonn af laxaafurðum í landinu. Það mun þó ekki gerast í einu vetfangi og kallar á meira en 100 milljarða króna fjárfestingu. Útlit er fyrir að viðhald Laugardals- hallar tefjist enn frekar, þar sem enn ein kæra hefur verið boðuð um útboð á framkvæmdunum. Hún hef- ur nú að mestu verið lokuð í ár eftir að heitavatnsleki skemmdi viðargólf hennar mikið. Framkvæmdir á nýju byggingar- landi í Vetrarmýri í Garðabæ eru fyrirhugaðar þegar á næsta ári. Þar er gert ráð fyrir bæði fjölbýli og at- vinnustarfsemi. Þingi Norðurlandaráðs var slitið í Kaupmannahöfn. Þar var mikið rætt um nauðsyn frekari opinberra fjár- útláta, enda víða ófremdarástand eins og sést á því að löndin tróna ekki efst á alveg öllum alþjóðlegum listum um lífsgæði. Þingfulltrúum bar saman um nauðsyn þess að þeir hittust oftar á kostnað skattgreið- enda landanna. Efling og skelfing Ekki köttur á kreiki. Morgunblaðið/Hari 31.10.-5.11. Andrés Magnússon andres@mbl.is • Íbúðin er á efstu hæð með glæsilegu útsýni og yfirbyggðum svölum í suðurátt. • Íbúðin er vel skipulögð með stórum og björtum stofum. • Lyfta er í húsinu og fylgir stæði í bílageymslu. • Sameignin er öll til fyrirmyndar og má þar nefna skála á jarðhæð sem er með útgangi út á hellulagða verönd og garð. • Tengibygging yfir í þjónustumiðstöð fyrir aldraða sem býður upp á matsölu, einnig er rekið þar mikið tómstundarstarf. • Húsvörður er í húsinu. Verð 72,9 millj. Falleg og björt 128 fm útsýnis íbúð á 6. hæð (efstu) ætluð fólki 63 ára eða eldri. Í húsinu er rekin þjónustu- miðstöð fyrir eldri borgara. Hæðargarður 35 - Við Fossvogsdalinn Opið hús mánudaginn 8. nóvember frá kl. 17:00-17:30

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.