Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 10
SKIPULAG 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.11. 2021 Þ að er líklegt að heimsfaraldur Co- vid-19 eigi eftir að hafa áhrif á það hvernig heimili framtíðarinnar þróast. Mikilvægt er að heimili mæti þörfum þeirra sem þar búa og eitt af því er að þau séu sveigjanleg. Það eru fordæmi fyrir því að hönnuðir hafi mótast af áherslu á heilsu, hreinlæti og heilbrigði í kjölfar farsóttar en umhverfið eftir spænsku veikina lagði grunn að módernisma Alvars Aalto og Le Corbusier. Á nítjándu öld voru útskorin húsgögn í tísku, efnismiklar gardínur, skrautlegir loft- listar og fleira í þeim dúr. Eftir uppgötvun Lo- uis Pasteur árið 1861 að bakteríur ættu sök á allskyns smitsjúkdómum fór skrautið smám saman minnkandi. Í staðinn komu beinar línur og slétt yfirborð sem auðvelt er að þrífa. Í kjölfar spænsku veikinnar árið 1918 urðu flísalögð baðherbergi og eldhús sem auðvelt var að þrífa vinsæl. Módernisminn með sína áherslu á hið létta, hreinlega og opna varð ráð- andi. Áhersla var á góða loftun og fólk svaf gjarnan við opinn glugga. Fólk er búið að eyða miklu meiri tíma heima hjá sér nú en áður en veiran skall á landinu af krafti. Það hefur meiri tíma til að velta fyrir sér hvað það kann að meta í umhverfi sínu. Mikilvægi náttúrulegrar birtu inni á heimilum hefur sjaldan verið meira og styður við já- kvæða upplifun af inniveru. Opnu rýmin sem hafa verið svo vinsæl geta jafnvel verið til vansa þar sem heimilisfólk hefur meiri þörf fyrir að draga sig í hlé og njóta einveru frekar en að vera stöðugt ofan í öðrum. Skrif- stofukrókar hafa líka skotið upp kollinum þó borðstofuborðið, sófinn og eldhúsborðið gegni nú fleiri hlutverkum en áður. Pallar og garðar hafa sýnt fram á mikilvægi sitt þar sem hægt er að taka á móti fjölskyldu og vinum úti við og minnka um leið hættuna á smiti. Fólk vill meira pláss, svæði sem eru lok- uð af og útisvæði. Það sem er hvað mikilvæg- ast er tengingin við náttúruna. Heimilið er at- hvarf sem aldrei fyrr. Bíófílía í hönnun Það má búast við því að hönnun með nátt- úrulegum efnum og mynstrum, kennd við bíófílíu, verði áberandi á heim- ilum næstu árin. Hugtakið bíófílía má rekja aftur til árs- ins 1964 en það er ættað frá þýska hugsuðinum Erich Fromm. Bandaríski líffræð- ingurinn Edward O. Wilson vann áfram með þessa hugmynd og skil- greindi bíófílíu sem sem þá „djúpstæðu og náttúrulegu ánægju sem tengist því að vera umvafinn lifandi hlutum“ samkvæmt orðabók Merriam-Webster. Kjarninn í kenningu hans er að mannfólk hafi meðfædda þörf fyrir að tengjast nátt- úrunni og þessi tenging skapi vellíðan. Í arkitektúr þýðir þetta nóg af náttúrulegri birtu og loftun. Í innanhússhönnun er bíófílía samasemmerki við góða birtu, náttúrulegt litaval, náttúruleg efni og hönnun sem notast við form sem finnast í náttúrunni og auðvitað fjöldann allan af pottaplöntum. Leiðandi stórfyrirtæki eins og Apple, Ama- zon og Google hafa líka notfært sér bíófílíu- hönnun til að laða að sér starfsfólk. Notast er til dæmis við plöntuveggi, náttúruleg efni og vatn í hönnun til að ná fram jákvæðum áhrif- um bæði á starfsfólk og fyrir fyrirtækið. Ama- zon byggði þrjár gróðurhvelfingar fyrir starfsfólk sitt í höfuðstöðvunum í Seattle í Bandaríkjunum en inni í hvelfingunum má finna yfir 40.000 plöntur. Bættur námsárangur William D. Browning er annar höfunda bók- arinnar Nature Inside: A Biophilic Design Guide sem kom út seint á síðasta ári. „Jafnvel mynd af náttúrunni, eins og landslagsmynd af Hudson-dalnum, getur lækkað blóðþrýsting og minnkað hjartslátt,“ sagði hann í viðtali við Vogue.com fyrr á árinu. Browning og meðhöfundur hans, Catherine O. Ryan, komu að birtingu merkilegrar rann- sóknar á 11-12 ára skólabörnum í Baltimore. Þau endurhönnuðu skólastofu barnanna með- al annars með því að teppaleggja með teppi skreyttu mynstri sem minnti á grösug engi. Þau veggfóðruðu loftið með pálmalaufsprenti og notuðu náttúruleg form í innréttingum og bættu við gróðri fyrir utan gluggann. Öll hönnunin var úthugsuð samkvæmt forskrift bíófílíu. Eftir ár í slíkri stofu kom í ljós að nemendunum gekk mun betur á prófi en samanburðarhópnum auk þess sem þeir þoldu álag betur og fundu minna fyrir stressi. Það virðist allt mæla með því að bjóða nátt- úrunni heim. Hvernig verða heimili framtíðar? Hvaða gildi verða í hávegum höfð í hönnun heimila framtíð- arinnar? Hvaða gæði verða mikils metin í skipulagi? Heimsfaraldur Covid-19 hefur kennt okkur að meta náttúr- una betur. Birta og skipulag í íbúðum skiptir máli og sömu- leiðis garður og góð útisvæði. Inga Rún Sigurðardóttir ingaruns@gmail.com ’ Mannfólk hefur meðfædda þörf fyrir að tengjast nátt- úrunni og þessi teng- ing skapar vellíðan. Gróðurhvelfing Amazon í Seattle. Náttúruleg mynstur og pottaplöntur gefa heimilinu grænt og lifandi yfirbragð. Ljósmynd/Unsplash/Prudence Earl Árný Þórarinsdóttir, arkitekt og annar stofnenda Stáss arkitekta, verður fyrir svörum um hvort fólk sækist eftir því að tengja heimili sín betur við nátt- úruna. „Þetta er algengt viðfangsefni núna að stækka glugga þegar verið er að breyta eldri íbúðum eða húsum. Það er töluvert um svo- leiðis breytingar,“ segir Árný og nefnir sem dæmi að oft sé verið að stækka dæmigerðan eldhús- eða stofuglugga alveg niður í gólf og honum breytt í glerhurð. „Það hleypir miklu meiri birtu inn í rýmið,“ segir hún. Með slík- um framkvæmdum er jafnframt verið að opna beint út í garð, pall eða svalir, sem myndar þá betri tengingu milli heimilisins og útisvæðis og náttúru. Gjarnan er búið að hugsa fyrir þessari tengingu þegar ný hús eru teiknuð. „Þá eru oft stórir gluggar og þetta fína aðgengi út í garð eða á svalir en í eldri íbúðum þarf stundum að breyta þessu,“ segir Árný. „Við erum lánsöm með það hér á Íslandi að náttúran er oft rétt innan seilingar. Við höfum oft gott aðgengi að henni,“ segir hún. „Við erum mikið að teikna frístundahús og þar er auðvitað verið að vinna náið með nátt- úrunni. Draga náttúruna inn þannig að skil- in á milli inni og úti eru flæðandi. Oft erum við líka að „ramma inn“ útsýni með glugga- setningum og skipulagi innri rýma,“ bætir hún við. Tenging við útisvæði Árný segir að þegar fólk standi í fram- kvæmdum og sé að breyta grunnmynd á eldra húsnæði geti framkvæmdir eins og þessar breytt mjög miklu. Hún nefnir dæmi: „Við höfum unnið með einstaklingum sem búa á annarri hæð og eru með lítinn eldhúsglugga sem er breytt í stóra svalahurð og við taka svalir og tröppur niður í garðinn. Þá ertu kominn með eitthvað allt annað en fyrir var og mikil lífsgæði fylgja breytingunum. Fólk nær tengingu við úti- svæði sem er í þeirra eign en hefur kannski ekki nýst mikið áður.“ Krafa um náttúrulega birtu Þetta eru vanaleg viðfangsefni arkitekta á heimilum en einnig er leitað eftir þessari náttúrutengingu og birtu í skrifstofu- byggingum. Árný segir að það sé alltaf verið að leitast við að fá dagsbirtuna langt inn í rýmið til að sleppa við dimm miðjurými. Starfsfólk geri líka meiri kröfu núna um að hafa birtu og jafnvel gróður og plöntur í kringum sig. Staðsetning skrifstofuhúsnæðis hefur líka áhrif. „Fólk vill fá gott aðgengi að grænum svæðum. Það er jafnvel krafa hjá sumum fyrir- tækjum þegar verið er að velja skrifstofu- húsnæði að starfsmenn hafi möguleika á því að geta dregið andann djúpt í hádeginu, gengið niður að sjó eða að grænum svæðum í um- hverfinu,“ segir Árný. „Það er ákveðinn orkugjafi og lífsgæði sem eru fólgin í þessu, að komast út og fá birtuna inn,“ segir hún. Mikil lífsgæði í birtu og náttúru Árný Þórarinsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.