Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Síða 12
SKIPULAG
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.11. 2021
Þessi umfjöllun er hluti af meistaraverkefni í
blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.
Þetta er þriðja grein af þremur sem tengjast
allar náttúru, borg og lýðheilsu.
Kristján Baldursson er löggiltur fast-
eignasali og eigandi fasteignasölunnar
Trausta. Hann hefur orðið var við aukna
eftirspurn eftir eignum sem eru nálægt úti-
vistarsvæðum.
Finnurðu fyrir aukinni eftirspurn
eftir eignum sem hafa góða
tengingu við náttúruna?
„Mér finnst ég finna fyrir áhuga, þá sér-
staklega hjá yngra fólki, barnafjölskyldum,
sem vilja vera í úthverfum eins og sem
dæmi Úlfarsárdal, Grafarholti og Graf-
arvogi. Þessi hverfi eru í ná-
lægð við náttúru sem mér
finnst vera hluti af þeirra
vali,“ segir hann.
Kristján segir þætti eins
og skólaumhverfið og að-
stöðu til að stunda íþróttir
líka hafa áhrif.
,,Eins er Norðlingaholt,
Kórahverfið í Kópavogi og
svæðið í kringum Elliðavatn og í nágrenni
við Heiðmörk líka mjög vinsælt um þessar
mundir, meðal annars vegna nálægðar við
náttúruna.“
Aðspurður hvort garður, svalir, stórir
gluggar, heitur pottur, verönd og fleira í
þeim dúr hafi líka áhrif svarar hann því ját-
andi. ,,Allt eru þetta að sjálfsögðu áhrifa-
þættir í vali fólks. Eignir með góðum palli
og garði eru samt oftast sérstaklega vinsæl-
ar hjá barnafjölskyldum.“
Hefur eitthvað breyst í Covid?
„Fólk er meira heima að græja og gera og
pæla meira í heimilum sínum, sem stuðlar
þá kannski að hreyfingu á markaðnum og
viðhaldi á eignum,“ segir hann og bendir
sem dæmi á að pallaefni seljist sem aldrei
fyrr.
Hvernig sérðu þetta þróast?
„Framboð lóða á höfuðborgarsvæðinu hef-
ur verið í algjöru lágmarki sem viðheldur
ákveðinni spennu á markaðnum. Nýbygg-
ingarverkefni eru að verða dýrari vegna
lóðaverðs og aukins kostnaðar vegna kröf-
unnar um bílakjallara undir nánast öllum
fjölbýlishúsum á Reykjavíkursvæðinu. Þetta
hjálpast að við að viðhalda þenslu á mark-
aðnum. Við þurfum fleiri lóðir á skikkan-
legu verði í úthverfum svo hægt sé að
byggja fjölbreytt húsnæði fyrir alls konar
fólk, ekki bara litla kassa alla eins.“
Nálægð við
útivistar-
svæði hefur
áhrif
Kristján
Baldursson
Kristján segir barnafjölskyldur gjarnan kjósa að
vera nálægt útivistarsvæðum.
Morgunblaðið/Eggert
Ég tel að okkur vanti að tala um hvað gæði
eru í manngerðu umhverfi á Íslandi,“
segir Borghildur Sturludóttir arkitekt.
Hún hefur búið og starfað í Árósum í Danmörku
síðustu þrjú ár þar sem hún starfar hjá umhverf-
is- og skipulagssviði borgarinnar.
Borghildur hefur fjölbreyttan bakgrunn en
hún hefur unnið sem arkitekt
á stofu, gert deiliskipulag fyrir
Látrabjarg, menntað sig til
viðbótar í opinberri stjórn-
sýslu, fengið listamannalaun
til að gera leiðbeiningarrit fyr-
ir uppbyggingu ferða-
mannastaða og starfað hjá
Reykjavíkurborg þangað sem
hún ætlar að snúa aftur í nóv-
ember til að taka við deildarstjóraembætti hjá
skipulagsfulltrúa. Hún hefur líka teiknað og
byggt sitt eigið hús í miðbæ Hafnarfjarðar, þar
sem hún er uppalin.
Eitt af því sem Borghildur vill gera er að
tryggja gæði bygginga en fyrsta skrefið í því sé
að tryggja sameiginlegan skilning á því hvað
verið sé að tala um. „Ég var í stjórn Arkitekta-
félags Íslands í kringum hrun þegar verið var að
gera nýju byggingarreglugerðina. Þá þurftum
við að banka upp á og spyrja hvort það væri ekki
þörf á aðkomu Arkitektafélags Íslands að þess-
ari vinnu,“ segir hún en byggingarreglugerðin
var samþykkt árið 2012. „Hnignunin gerðist
þarna. Orðin gæði og arkitektúr fóru út úr reglu-
gerðinni. Orðið gæðakerfi kom inn í staðinn.“
Ekki verið að tala um
marmara á eldhúsbekknum
Hún sættir sig ekki við að gæði séu ekki fyrir
alla, heldur bara suma og með orðinu gæði er
ekki átt við marmara á eldhúseyjunni. „Við þurf-
um að búa til sáttmála. Það tala margir um að
það sé hættulegt að skilgreina gæði og gæði sé
bara huglægt mat. Við tölum um náttúrugæði,
landsgæði og samfélagsgæði en það er enginn að
segja og hvað svo? Hvað er þetta? Ég held að við
þurfum að ræða þetta.“
Borghildur segir að í Árósum sé farið að setja
tölur á gæðin, það sé hægt að skilgreina slíkt til
að mynda hvað varðar birtu á milli húsa og í
íbúðum. Hún segir að það þurfi að skilgreina
þetta betur í byggingarreglugerð á Íslandi. „Við
erum með byggingarreglugerð sem kveður á um
birtu inni í húsum frá gluggafleti en um leið og
þessi gluggi er í svalagangi þá er birtumagnið
sem nær inn ekki nóg. Það þarf að skilgreina
upp á nýtt hvort það sé hægt að skoða birtu-
inntök en ekki glerfleti. Með birtu í görðum væri
hægt að segja að ákveðin hlutföll, til dæmis 30-
40% af byggðu svæði, væru góð garðrými með
góðri hljóðvist og góðum birtuskilyrðum. Það er
ekki nóg að setja upp rólu og svo er hún í skugga
níu mánuði ársins.“
Mikilvægt að vinna með náttúruna
Hún segir mikilvægt fyrir sveitarfélög að
vinna með þá náttúru sem þau hafi. Sjálf er
hún mjög hrifin af því að vera í borgar-
umhverfi þar sem stutt er í náttúruna eins og í
Árósum. „Það vita allir að þegar þú býrð ná-
lægt náttúru, þá er það gott. Hér er skógur,
strönd og borg og það er unnið mikið í að
tengja þetta allt,“ segir hún og bætir við að
heimsfaraldur Covid hafi kennt okkur hversu
mikils virði það sé að náttúran sé aðgengileg í
borginni.
„Á Íslandi er verið að fara frá þeirri hugmynd
að einbýlishús með garði sé eitthvað sem allir
endi á að kaupa. Við verðum að bera gæfu til að
búa til fjölbýlishús sem geta gegnt sama hlut-
verki,“ segir Borghildur en henni finnst bæði
Vogabyggð og Ártúnshöfði spennandi hverfi í
uppbyggingu því frá þeim sé stutt í náttúruna,
þar geti margir búið bæði nálægt sjó og Elliða-
árdalnum.
Hún telur fleiri hluti teljast til gæða eins og
sveigjanleiki í grunnmynd íbúða og blönduð
byggð. „Ég vil samtal um hvert við stefnum án
þess að það sé bara um nýtingarhlutfall og hæð
húsa. Taka samtalið á hærra plan,“ segir hún og
á þar við samtalið á milli uppbyggingaraðila og
sveitarstjórna.
Hún veit að þetta er ekki einfalt, enda dóttir
byggingarverktaka og hefur hún því fengið inn-
sýn í hans starf í gegnum árin. „Þetta kemur til
af því að hlutirnir hafa svo sjaldan fengið tíma
því tími kostar peninga. Vextir eru háir, bygg-
ingarkostnaður er hár og það þarf að drífa þetta
af. Þolinmótt fé væri ákjósanleg gæði fyrir okk-
ur.“
En það eru náttúrugæðin sem eru sérstaklega
til umfjöllunar hér. „Í Hafnarfirði fór fólk að sjá
gæðin í því að varðveita hraunið og það eru allir
mjög ánægðir með í dag að Norðurbærinn var
ekki allur flattur út. Hraunið er sterkt einkenni í
Hafnarfirði. Miðbærinn er ríkur af miklum nátt-
úru- og umhverfisgæðum með þessa hraun-
polla,“ segir Borghildur en við hús fjölskyld-
unnar í Hafnarfirði er einmitt ekki mikið gras
heldur hraun og klettar í kring. „Það eru mikil
gæði í því,“ segir hún en börn hafa sérstaklega
gaman af því að leika sér í garðinum.
Endalausa brúin
Hún segir að það þurfi að halda í náttúruleg og
landfræðileg gæði og hugsa svo hvernig eigi að
vinna með þau. Hún segir til dæmis hægt að líta
til Árósa sem hafi unnið markvisst með umhverfi
sitt. „Ég sé það svart á hvítu að borgin hefur
breyst frá því að ég bjó hér þegar ég var í námi
fyrir um 20 árum,“ segir hún.
Borgin hafi sterka áttavita eins og gömlu
dómkirkjuna í miðborginni. Líka sé búið að opna
upp árfarveginn í gegnum borgina en áður var
þar steyptur vegur. „Áin hefur verið opnuð upp
og búið er að draga náttúruna inn í borgina en
vatnið er leitt í gegnum borgina,“ segir Borg-
hildur. Hún minnist líka á ARoS-listasafnið í
borginni en á þaki þess er áberandi kennileiti,
verkið Regnboginn eftir Ólaf Elíasson, sem er
einskonar brú eða göng með marglitu gleri. Önn-
ur viðbót við landslagið í Árósum er „Den uende-
lige bro“ eða „Endalausa brúin“ sem Borghildur
er mjög hrifin af. Þetta er listaverk og nýtt
kennileiti fyrir borgina. „Þetta er mjög einfalt í
raun og veru en áhrifamikið,“ segir hún um
brúna.
Brúin er kjörinn samkomustaður og getur
nýst bæði þeim sem vilja mæta í baðfötunum og
hoppa í sjóinn til að hafa gaman eða þeim sem
eru í göngutúr og vilja njóta útsýnisins og ná-
lægðar við hafið, ströndina og skóginn. Borghild-
ur segir mikilvægt að finna hvað einkennir nátt-
úruna á hverjum stað, vinna með það og styrkja.
„Ef þetta virkar fyrir heimamenn, þá virkar
þetta fyrir alla. Við getum ekki gert eitthvað
bara fyrir ferðamenn,“ segir hún. Þetta gengur
sannarlega upp hvað varðar endalausu brúna í
Árósum en hún hefur mikið aðdráttarafl, bæði
fyrir heimamenn og ferðamenn.
Mikilvægt að hafa rætur
„Það að tilheyra stað sem er með sterkar rætur
er eitt það allra besta nesti sem við getum feng-
ið, hvort sem það er í borg, bæ eða sveit. Að við
séum meðvituð um hvaðan við komum,“ segir
Borghildur en kennileiti eins og þessi brú geti
haft mikið að segja því hún sé sameign borgar-
búa. „Brúin er allra, áin er allra, náttúran er
allra. Safn er kannski ekki allra eða kirkja en
náttúran er allra. Náttúran er okkar, sama hvort
við erum frá Sýrlandi, Danmörku eða Íslandi
eða hvaða trúar sem við erum, þá er náttúran
samnefnari okkar.“
Náttúran er okkar allra
Ljósmynd/Unsplash/Thomas Peham
Borghildur
Sturludóttir
„Den uendelige bro“ eða
„Endalausa brúin“ í Árósum
hefur mikið aðdráttarafl.