Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.11. 2021 V ið mætumst í þröngu og skraut- legu anddyri hipsterakaffihúss- ins Babalú á Skólavörðustíg og heilsumst. Birnir Sigurðarson er mættur í rauðri hettupeysu, snöggklipptur með hárið litað í hinum ýmsu litum, aðallega skærljósgrænum. Það fer hon- um vel. Við finnum okkur borð þar sem skvaldrið er minnst og ræðum um lífið og til- veruna, neyslu og edrúmennsku, en fyrst og fremst tónlistina sem Birnir brennur fyrir. Lét segulóma heilann Bushido er nýjasta plata rapparans vinsæla, en hún kom út fyrir nokkrum vikum. „Ég hef fengið góðar viðtökur og það er búið að hlusta á hana um milljón sinnum, sem er flott,“ segir hinn 25 ára gamli Birnir. Flott hárið á þér! „Takk, ég er mikill aðdáendi Dennis Rod- man en svo var þetta líka gert í takt við plötu- umslagið sem er mynd úr segulómun af heil- anum mínum. Þetta var hugmynd sem Þórsteinn Sigurðsson vinur minn kom með en hann sá um myndefnið við nýju plötuna. Þann- ig að ég fór í alls konar skanna og röntgen og lét mynda mig. Nú veit ég að allt er í þokka- legu lagi,“ segir hann og brosir út í annað. Við ræðum fyrst æskuárin og bernskuna. „Ég bjó lengi vel niðri í bæ sem barn en flutti svo í Kópavoginn. Ég fór í heimavist- arskóla til Svíþjóðar með vini mínum en fékk ekki að halda áfram. Ég var rekinn fyrir að halda partí, en ég var bara sextán ára. Ég fór svo heim í menntaskóla en svo flutti ég með fjölskyldunni til Valencia á Spáni og kláraði menntaskólann þar. Það var alveg frábært að vera þarna og ég lærði spænsku. Pabbi fór í nám þar og mamma var að vinna,“ segir hann en foreldrar hans eru Hildur Hafstein skart- gripahönnuður og Sigurður Ólafsson. Birnir er elstur af fjórum bræðrum, en yngri eru Dagur, Ólafur og Tindur. „Það er fínt að vera elstur, ég þekki auðvitað ekki annað. Við erum allir góðir vinir.“ Snýst um að segja satt Birnir byrjaði að fikta við að semja texta þegar hann var fjórtán ára. „Svo kom ég mér í samband við stráka sem voru að gera takta og pródúsera músík og fór að hafa mikinn áhuga á þessu. Ég sagði engum frá þessu en þetta var mitt helsta áhugamál. Ég á heilu bækurnar af textum sem ég hef ekki enn notað. Eini sem fékk að sjá eitthvað á þessum árum var Dagur bróðir minn. En svo hellti ég mér í þetta þegar ég var á Spáni,“ segir Birnir. Finnst þér gaman að semja texta og lög? Færðu útrás við það? „Já, ég get ekki alveg útskýrt það. Það að búa til lag og plötu og yfirhöfuð að búa eitt- hvað til gefur lífinu tilgang. Mér finnst svo gaman að sjá eitthvað ganga upp, að byrja með hugmynd og sjá hana verða svo að veruleika. Það er bæði krefjandi og skemmtilegt.“ Nú ertu opinn og hreinskilinn í textum þín- um, ertu að semja um líf þitt og reynslu? „Það er ekki meðvituð ákvörðun að vera ein- lægur og hreinskilinn. Þetta snýst meira um að segja satt. En á sama tíma hef ég algjört frelsi að búa eitthvert andrúmsloft til. En lögin eru flest undir áhrifum frá mínu lífi og því sem er í gangi í kringum mig. En samt má segja að það sé ótrúlega flókið að semja um lífið, dauð- ann og tilfinningar. Það er dýpt í því,“ segir Birnir og segist í raun ekki hafa samið texta sem eru algjörlega skáldaðir, en segist þó hafa áhuga á því og jafnvel blundar í honum að semja skáldsögu einn daginn. „Ég verð að skrifa út frá minni upplifun því ég get ekki skrifað út frá annarra manna reynslu.“ Innblásturinn segir Birnir að komi úr mörg- um áttum og lítur hann upp til ýmissa lista- manna. „Það eru ekki endilega tónlistarmenn og stundum bara venjulegt fólk. En margir lista- menn hafa veitt mér innblástur; myndlistar- menn, hönnuðir og leikstjórar, en líka fólk úr mínu daglega lífi.“ Það er yfirleitt brjálað stuð Hvernig byrjaði þinn ferill í tónlist? „Þegar ég kom heim frá Spáni fór ég á fullt að gera músík. Ég leitaði uppi alls konar fólk í senunni og kynnti mig og kynntist fólki. Ég fór að vinna, en ég bjó í heilt ár hjá afa mínum eft- ir menntó því mamma og pabbi voru þá enn á Spáni,“ segir hann og segir hann og vin sinn gjarnan hafa unnið á nóttunni. „Ég er aldrei einn í stúdíóinu; mér finnst best að vera einn með einum pródúsent. Þegar ég loks komst í stúdíóið var ég með haug af hugmyndum og við unnum fram á morgun. Stundum var ég í einhverri vinnu og fór þá ósofinn í vinnuna. En svo fór tónlistin að ganga upp og ég fór að fá borgað fyrir að spila. Fyrsta alvöru giggið mitt var á Prikinu en þá var ég búinn að gefa út eitt eða tvö lög. Það var geggjað. En fyrsta stóra „sjóið“ mitt var á Sec- ret Solstice árið 2017,“ segir Birnir en hann var þá rétt um tvítugt. „Síðan þá hef ég mestmegnis bara verið að gera tónlist, þó ég hafi eitthvað unnið í Covid þegar lítið var að gera í tónlistinni,“ segir Birnir en hann býr nú með kærustu sinni, Vöku Njálsdóttur hagfræðinema. Þannig að hún verður með stabíl laun á með- an þú, listamaðurinn, færð stundum borgað og stundum ekki? „Já, en þessa dagana fær hún meira borgað í upphafi mánaðar en ég síðar meira í mán- uðinum. Ég er bókaður mjög mikið; á menntaskólaböllum, árshátíðum og alls kyns partíum. Það er yfirleitt brjálað stuð. Svo er mér boðið að halda tónleika hér og þar og sér- staklega núna þegar ég er nýbúinn að gefa út plötu.“ Siðareglur samúraja Birnir semur alla texta á íslensku en segist hafa samið eitthvað á ensku. „Íslenskan liggur betur fyrir mér, það er mér náttúrulegra,“ segir hann og telur að hann þyrfti að vera betri í ensku til að ná tök- um á því að semja góða texta á því tungumáli. „En ég hef aldrei pælt neitt í því að fara út, þó það gæti gerst síðar. Það er aldrei að vita,“ segir Birnir og segist hafa heillast af rappi frá unga aldri. „Ég hugsaði samt aldrei meðvitað: „Nú ætla ég að verða rappari.“ Ég fór bara að gera það sem mér fannst gaman og fékk þá mikla löng- un til að gera það vel. Svo varð ég hrifinn af því að semja heil verk, en Bushido er önnur platan mín.“ Hvað þýðir Bushido og af hverju það nafn? „Þetta eru siðareglur samúraja. Hún heitir það vegna þess að bushido, eða reglurnar, eru svolítið svarið við efni plötunnar. Það er mikið af alls konar andlegum og tilfinningalegum pælingum á plötunni og ákveðið ströggl í gangi hjá aðalpersónu plötunnar, sem er ég ef þú vilt skilja það þannig. Svarið er að maður þarf að lifa eftir einhverjum reglum og það er gott að hafa kóða. Mér finnst þetta líka góðar reglur. Svo hefur mér alltaf fundist samúrajar mjög kúl,“ segir hann og brosir út í annað. Alls ekki fullkominn Fíkniefni komu við sögu í lífi Birnis um skeið en hann hefur algjörlega snúið við blaðinu. „Ég fór að nota áfengi og fíkniefni og gerði mér svo grein fyrir því að ég þyrfti að hætta því það hafði skaðleg áhrif á mig og fólkið í kringum mig. Á einhverjum tímapunkti fór þetta úr böndunum. Ég snerti á því á nýju plötunni.“ Hvar var botninn? „Ég hef lent á nokkrum botnum en svo kom gluggi. Ég gerði mér grein fyrir því að ef þetta myndi vera svona áfram yrði ég á sama stað að eilífu. Ég myndi staðna og ekkert myndi ger- ast,“ segir Birnir og segir það afar vonda til- finningu að standa ekki við það sem maður lof- aði sjálfum sér. „Þú segir sjálfum þér eitthvað en svíkur svo sjálfan þig. Það hefur ótrúlega niðurrífandi áhrif á sjálfsmyndina,“ segir hann og segist hafa fjarlægst sjálfan sig. „Ég fékk nóg og tók sénsinn á að fá hjálp. Ég hef farið í nokkrar meðferðir, bæði hér heima og erlendis og er edrú í dag og hef verið í tæp tvö ár.“ Líður þér vel? „Mér líður alls konar, en aðallega er ég ánægður með líf mitt,“ segir hann og segir mikilvægt að rapparar séu ekki að upphefja neyslu í tónlist sinni. „Þaðan kemur líka þessi hreinskilni því það er nauðsynlegt að tala um þetta. Ég þarf að lifa eftir mínum kóða og þarf að gera suma hluti og aðra alls ekki. Ef ég geri mistök þarf ég að viðurkenna þau strax og bæta fyrir þau,“ segir Birnir og segir alveg ljóst að þessi plata hefði ekki orðið til ef hann hefði enn verið í neyslu. „Þetta er örugglega besta ákvörðun sem ég hef tekið og að fylgja henni eftir. Svo er það bara dagurinn í dag, í dag líður mér vel og ég er í góðum tengslum við sjálfan mig. Ég geri það sem ég þarf að gera til að vera í andlegu jafnvægi. En ég er sko alveg langt frá því að vera fullkominn,“ segir hann og brosir. „Platan snýst líka um að komast á nýjan stað. Opna á nýjar hugmyndir.“ Algjör snilld og forréttindi Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér? „Það er stutt síðan ég gaf út plötuna og er enn að koma mér í rútínu eftir það því dag- Ég er ótrúlega þakklátur Rapparinn Birnir hefur nýlega sent frá sér plötuna Bushido og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Birnir semur frá hjartanu og vill vera sannur í öllu sem hann gerir. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Það er ekki meðvituð ákvörðun að vera einlægur og hreinskilinn. Þetta snýst meira um að segja satt. En á sama tíma hef ég algjört frelsi að búa eitthvert andrúms- loft til. En lögin eru flest undir áhrifum frá mínu lífi og því sem er í gangi í kringum mig,“ segir Birnir Sigurðarson rappari. ’ Ég elska að hitta fólk úti á götu og ræða tónlistina. Og svo er geðveikt að standa á sviði. En ég reyni að láta það ekki stíga mér til höfuðs, ég vil ekki láta egóið stjórna. Í grunn- inn er ég að búa til list og það sem mér finnst vera kúl. Á plötuumslaginu er heilinn hans Birnis.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.