Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.11. 2021 B réfritari datt óviljandi inn á hádeg- isfréttir „RÚV“ á föstudag og þá virtist ekkert annað vera að gerast í tilverunni víðri og endilangri en að kóvíðafbrigði kórónuveirunnar væri rétt einu sinni komið í ógurlegan uppgang og mætti nú enn kalla eftir lengra lok og læs og fjárfestingum í keðjum og hengilásum. Og hvert afbrigðið á fréttastofunni af öðru útlist- aði svo ógnvænlegt bakslagið og hvernig heilbrigð- iskerfinu litist engan veginn á blikuna, ekki frekar en því hefur litist á hana síðustu 22 mánuðina eða svo. En tölurnar sem nefndar voru af ótal drama- drottningum í þessu sambandi virtust þó varla til þess fallnar að blásið væri í alla tiltæka lúðra þeirra vegna. Fréttastofan útlistaði síðan að heilbrigðis- ráðherrann hefði ákveðið hamlandi aðgerðir eftir að hafa lesið yfir vangaveltur á minnisblöðum sótt- varnayfirvalda. En þó var niðurstaðan ekki betur skilin en svo að ágreiningslaust væri að ekkert benti til þess að aðgerðir á borð við að slökkva á bjór- þorsta hálftíma fyrr en vant er eða að hafa 500 á samkomu sem 1.000 máttu vera á daginn áður skil- uðu árangri. Grímulaus hugmyndafátækt Og svo var grímuskyldan tekin upp aftur! Fróður maður benti á af því tilefni að þótt aðeins 30 þúsund manns hefðu nennt að mæta til Glasgow hefðu grím- ur verið sjaldséðari þar en var á meðan Grímur Thomsen bjó einn á Bessastöðum. En sú skýring var gefin á því að loftslagsvandi heimatilbúnu hryllingsbúðarinnar myndi eins og ósjálfrátt drepa allar bakteríur og veirur frá Wuhan, enda væri ekki fært að vera með tvo heimsfaraldra í takinu á svo fámennri ráðstefnu, enda gjörólíkir hræðslutaktar notaðir, sem hvor aðli væri einangr- aður sérfræðingur í. Þetta sagði sig náttúrlega sjálft þegar vísindamenn úr báðum hópum, svo dásamlega ólíkum, en jafnsannfærðum, staðfestu þessar stað- reyndir, enda eru það jú einungis staðreyndir sem allir þessir vísindamenn fjalla um, þótt þær eigi það til að týnast í reglugerðaskógunum. Hvernig væri að horfa á samanburð? Og þar sem ekkert annað var í fréttum þessarar stofnunar, sem fær hálfan milljarð á mánuði í þving- aðan styrk frá almenningi til að reka sig, iðulega og æ oftar í óþökk hans, þá varð það að ráði að skoða hvort Pallar „RÚV“ væru einir í heiminum eins og þeir eru svo óþægilega oft. Og það þurfti vissulega ekkert að hafa mikið fyrir því að detta inn á fréttir um „kóvíð“ í útlandinu og það ekki svo mjög fjarri okkur. En þótt upplýsing- arnar þær byggðust á verulegum tilþrifum veir- unnar var fréttum um það ekki slegið upp um alla veggi fréttamanna eins og tíðkast hér. En vissulega virtust þær vera sýnu verri en þær sem ríkisreknir íslenskir kollegar gátu í aðdraganda helgarinnar gert sér svo glaðan dag yfir. Skýrslugerðarmenn í Bretlandi sögðu að í síðustu viku hefði 1 af hverjum 50 manneskjum smitast í Englandi (ekki Bretlandi öllu). Þarna væri um 1,1 milljón manns að ræða. En svo vildi til að þessi 1,1 milljón væri sama tala og vikuna á undan og þær báð- ar væru á meðal þriggja smithæstu vikna á Englandi síðan fárið flutti sig frá Kína og kom þá meðal annars við á Englandi í heimsreisu sinni. En ósköp rólega var því bætt við að þessar tölur sýndu að fólk væri fjarri því að smita annað fólk jafn hratt og áður var og því stæðu yfirgnæfandi líkur til þess að þessi bylgja myndi hníga hratt. Síðast þegar fréttist benti ekkert til þess að svo grípandi tölur hefðu sett allt á annan enda í þessum hluta ríkis Bretadrottningar eða í öðrum hlutum þess. Má kannski gera hlé á annarri heift? Einn af hverjum 50 í smitleiðangri á Íslandi myndi nálgast 7.000 manns þar á einni viku. Menn geta rétt ímyndað sér hvers konar upphlaup yrðu hér og ekki bara á furðufréttastofu „RÚV“. Það væri hins vegar alls ekki útilokað að fréttastofan sú myndi þá hafa fengið samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir því að gera örstutt hlé á áralöngum ofsóknum á hendur útgerðarfyrirtækinu fyrir norðan, og eins fengið leyfi til þess að draga um stutta stund úr fréttum sam- herja sinna héðan og þaðan af lofthræðslutryll- ingnum sem þau Hans og Greta eru um það bil að lyftast upp úr límingunum yfir úti í Glasgow um þess- ar mundir. Þau tvö og aðrir í barnahópnum þar á öllum aldri halda því hávaðasöm fram að Glasgow-ráðstefnan hafi sannað að stjórnmálamenn sem troða sér jafnan í fremstu sæti á öllum slíkum ráðstefnum reyni að klessa sér við hliðina á milljarðamæringum sem koma á 400 ofurþotum til að sýna manngerðu veðri virðingu sína, sumir eftir að hafa fundið glufu í sinni stundaskrá frá því að skjóta 5 stykkjum af vinum sín- um með eldflaugum út í himingeiminn til að þeir geti verið þar þyngdarlausir í rétt rúmar tvær mínútur og megi svo kalla sig geimfara alla tíð eftir það. Sofðu, blíði Biden minn Til þess var tekið að Joe Biden steinsofnaði í stóra ráðstefnusalnum í Glasgow og það lengur en tvær mínútur að sögn Jeffs Bezos sem var nærri og tók tímann. Það verður seint sagt að Joe Biden hafi verið þungavigtarmaður á þessari loftslagsráðstefnu og ekki endilega víst að hann hafi verið algjörlega viss um hvað hann var að gera þar. Það hefur sjálfsagt átt við fleiri af þessum þrjátíu þúsundum. En með því að dotta í þingsalnum, sem var í sjálfu sér upplögð aðgerð, því þá segir maður enga vitleysu á meðan, hefur Biden náð algjöru þyngdarleysi sem stóð mun lengur en í tvær mínútur og náðist án þess að brenna þyrfti upp ógrynni af andrúmslofti og gera þar með sitt til að lyfta ísokinu af Okinu og fremja önnur skemmdarverk af því tagi. Hvað sem segja má almennt um tilþrif þeirra Joes og Hunters Bidens eru þau ólík uppákomum Hans og Gretu. Greta vill nú, vegna hrópandi getuleysis stjórnmálamanna, efna til byltingar eins og þau Við- ar, Sólveig og Smárinn knúðu fram í félagi sem þau höfðu aldrei heyrt nefnt, né höfðu nokkuð með að gera og náðu undir sig með vel rúmlega 10% at- kvæða. Sagan sannar reyndar að miklu færri atkvæði en þetta geta dugað til, enda verða öll atkvæði, fyrr og síðar, hreint aukaatriði í því fyrirkomulagi sem stefnt er að, þegar endanlega er komist yfir lýðræðishall- ann. Hinir hjartshreinu grípa boltann Þótt lofthræðslubyltingin hafi nú staðið í þrjá áratugi og engu komið til leiðar, og Kína, Indland, Rússland og fleiri hafi alls ekki útilokað að koma að málinu eft- ir svo sem sex áratugi í viðbót og vísindunum sé mjög veifað um veðrið manngerða, eru þau nú þegar að mestu komin í aukahlutverk. Í gær stóð yfir í Glasgow ráðstefnuþáttur sem sér- staklega var helgaður æskunni og margt úr þeim munnum einkenndist af vonbrigðum yfir svika- samsæri stjórnmálastéttarinnar sem meinti aug- ljóslega ekkert í sýndarheimi sínum um andstöðu við ógnir manngerða veðursins. Tvö heimsfár er kannski yfirdrifið Reykjavíkurbréf05.11.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.