Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 17
Voru mikil hróp gerð að svikahröppunum, sem
voru þó allir í góðu skjóli eins og jafnan er. Þetta var
áberandi í skiltum og rauðum flöggum í bland við
stóryrði af ýmsu tagi.
Fréttamenn sögðu að í unglingadeildinni væri aug-
ljóslega ríkulegur stuðningur við „raunverulegar að-
gerðir“ gegn fyrirsjáanlegu fárviðri, sem engan enda
taki, eftir að því hefur verið endanlega verið startað.
Kannski mun það auðvelda störf veðurfræðinga þeg-
ar svo verður komið og draga úr kostnaði við þann
þátt.
Leggja sig í líma
En þegar frasar stjórnmálamanna og systur þeirra,
orðin tóm, eru að færast niður í annað sætið á heil-
steypta hugsjónafólkið leikinn. Það er nú tekið að
líma sig niður, í orðsins fyllstu merkingu, á fjölmenn-
um hraðbrautum svo að enginn kemst lönd né strönd
og eins á flugbrautum til að torvelda flygildum að
hefja sig til lofts. Góðgjarnir hljóta að vona að svo
barnalegar aðgerðir muni ekki bitna á 400 einkaþot-
unum sem heiðursgestirnir í Glasgow voru svo vin-
samlegir að setja undir sína rassa og því síður að þær
muni tefja för 850 bíla í lest sem var höfð í því að
flytja Joe Biden vakandi eða sofandi á milli fund-
arsala.
En Bezos fagnar því að ekkert af þessu stöðvar þó
flaugarnar hans sem fara beint af augum, eldspúandi
með geimfara hinna nýju tíma, útbólgna billjóna-
mæringa.
Hér á Íslandi hafa aðgerðasinnar enn talið óþarft
að safna UHU-túpum í trilljónavís til að líma hug-
sjónafólk niður á kinnunum ofan í malmikið. Er sjálf-
sagt vísað á staðfastar aðgerðir Dags og Næturhóps-
ins í kringum hann, sem hefur, einn borgarstjóra í
heiminum öllum, gert sitt ýtrasta til að trufla al-
menna umferð í bænum sem borgar honum launin og
skaffar honum bíla og bílstjóra.
Aðgerðasinnar telja augljóslega að svo vel sé að
verki staðið hér að enn sé óþarft að grípa til þess ör-
þrifaráðs að líma meirihlutann niður á rasskinn-
unum, enda séu þær augsýnilega mikilvægustu
stjórntæki hans.
En auðvitað hlýtur að vera hægt að treysta öfl-
ugum aðgerðasinnum til að spara ekki hefðbundin
tilþrif sín komi í ljós að almenn eyðileggingarstarf-
semi borgaryfirvalda, eins og hún hefur birst fram
að þessu, nægi ekki til.
Liprar löggur í Woke-vímu
Í Bretlandi höfðu lögregluyfirvöld skilið blíðróma
talanda lýðræðislegra yfirvalda sinna um ógnir og
skelfingar hins heimagerða veðurs svo að þau töldu
fyrst að þeirra verkefni væru þau ein, eftir að hafa
verið kölluð á staðinn, að vera í þjónustuhlutverki við
góðkynjaliðið sem límt hafði sig niður í malbikið. Þau
færðu þeim te og smákökur og spurðu hvað mætti
hjálpa þeim með svo þeim tækist sem best mikilvægt
æltunarverk sitt, enda væri augljóst að þau væru að
leggja sig í líma fyrir hinn milda og góða málstað.
Málsfarsbankinn bendir að vísu á að orðið lími þýði í
þessu tilviki vöndur. Það var eins gott að verðir laga
og reglna vissu það ekki, því að þá hefðu þeir kannski
farið meira fram í samræmi við starfslýsinguna. En
þegar svo var komið að margfaldar biðraðir höfðu
myndast og tugir þúsunda manna höfðu ekki komist
leiðar sinnar, þar á meðal sjúkrabifreiðar með fár-
sjúka og slasaða farþega og slökkvilið og hjálpar-
sveitir, þá tóku yfirvöldin að óttast að koma enn verr
en áður út úr könnunum ef almennur aumingjadómur
þeirra yrði svona augljós eins og nú stefndi skyndi-
lega í.
Jafnvel BBC, sem hafði borið blak af þessum sjálf-
sprottnu aðgerðum vegna skiljanlegs ótta út af
manngerðu veðri, tók að átta sig á að ekki væri víst
að þessu væri bætandi á hina almennu og yfirþyrm-
andi hlutdrægni stofnunarinnar, sem er þó eins og
hvítskúrað ský hjá pínulítilli óþarfri systurstofnun
hér uppi á Íslandi.
Morgunblaðið/Eggert
’
Til þess var tekið að Joe Biden steinsofn-
aði í stóra ráðstefnusalnum í Glasgow
og það lengur en tvær mínútur að sögn Jeffs
Bezos sem var nærri og tók tímann. Það
verður seint sagt að Joe Biden hafi verið
þungavigtarmaður á þessari loftslags-
ráðstefnu og ekki endilega víst að hann hafi
verið algjörlega viss um hvað hann var að
gera þar. Það hefur sjálfsagt átt við fleiri af
þessum þrjátíu þúsundum.
7.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17