Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 19
ina. Við þurftum að vera með grímur og súrefniskút,“ segir Anna Marín og viðurkennir að það séu kannski ýkjur að þau hafi notað súrefniskút. „En okkur leið þannig! Við skrúbb- uðum sem sagt hundrað ára gamalt tóbak af veggjunum og máluðum svo. Sums staðar þurftum við að fara sjö umferðir af því að nikótínið kom alltaf í gegn,“ segir hún og segir þau hafa skrúbbað upp gömlu borð- in sem höfðu verið á knæp- unni, enda eru þau mjög með- vituð um að end- urnýta. „Við opnuðum í júní og það er fyrst núna sem nikótínlyktin er að fara úr borðunum. En borðin voru flott og passa vel þarna inn. En við hentum út teppum sem voru á gólfum og endurnýjuðum bæði bað og eldhús,“ segir hún og segir þau hafa gert mikið sjálf, ásamt vinum sínum. Að dúlla okkur í eldhúsinu Hafið þið reynslu af kokkamennsku og veitingarekstri? „Enga. Við sem erum ljósmyndari og blaðamaður, þetta „meikaði engan sens“,“ segir hún og hlær. „Þetta var algjör kórónuákvörðun, ég veit ekki hvað við vorum að spá. Við ætluðum bara að dúlla okkur í eldhúsinu til skiptis og þjóna sjálf,“ segir hún og segir það ekki alveg hafa gengið upp. Fljótlega kom í ljós að eyjamenn og ferðamenn voru spennt- ir. „Það var oft röð út á götu og mat- urinn kláraðist reglulega. Þetta er fyndið núna, en var hryllingur á með- an á þessu stóð. Það var svo mikið að gera, að ég fór hreinlega að gráta,“ segir hún og segir þau hafa séð að það þyrfti að ráða starfsfólk, enda réðu þau engan veginn við alla vinnuna. „Núna erum við með sautján manns á launaskrá. Við erum stærsti kúnninn hjá bjórframleiðandanum á eyjunni. Við skiljum þetta ekki al- veg.“ Innan raða starfsfólksins eru nú fjórir fastráðnir kokkar sem galdra fram matinn, sem er að mestu undir spænskum áhrifum. „Við erum með góðan vínseðil og mjög góðan lókal bjór. Konseptið er að bjóða upp rétti sem hægt er að deila með fólki; þannig er hægt að smakka svo margt. Þetta er öðruvísi staður en hafði áður verið í eyjunni. Þarna er hægt að hittast eftir vinnu, fá sér vínglas eða flösku eða deila réttum. Nú eða fara út að borða um helgar, eitthvað annað en að fara á sama flatbökustaðinn helgi eftir helgi,“ segir Anna Marín og segir að þau keyri mikið á milli Jótlands og Fjóns, því þau haldi í raun heimili bæði í eyjunni og í Árósum þar sem börnin ganga í skóla. „Í sumar var opið alla daga frá tíu til tíu en nú er opið fimmtudaga til sunnudags. Þannig að ég fer á mið- vikudegi til Langelands og svo kemur Carsten með börnin yfir helgina og svo vikuna á eftir skiptum við. Þetta er tvískipt líf.“ Gert öll mistök í bókinni Í dag er veitingareksturinn orðinn fullt starf hjá bæði Önnu Marín og Carsten. „Það er skrifstofuvinna fyrstu þrjá daga vikunnnar og svo þarf að preppa og gera allt klárt og allt sem því fylgir, fullt af hlutum sem við viss- um ekki að fylgdu svona rekstri,“ segir hún og hlær. Kom ekki þessi velgengni á óvart? „Jú, mjög. Í fyrsta lagi höfðum við ekki hugmynd um að allt þetta fólk væri þarna. Það vantaði greinilega einhverja tilbreytingu fyrir eyja- skeggja, eitthvað annað en pítsastað eða krá. Svo koma margir ferðamenn á sumrin til Langeland,“ segir hún. „Veitingastaðurinn heitir Gaard- haven sem er bakgarðurinn. Það er mjög huggulegt að sitja þarna úti í garði og fólk situr þar enn þótt komið sé haust.“ Ertu ánægð að hafa tekið þetta skref? „Já, mjög. Þetta er það skemmti- legasta sem ég hef gert og ég er í ess- inu mínu,“ segir Anna Marín og seg- ist hafa lært ótalmargt á þessu hálfa ári síðan þau opnuðu. „Við erum að læra inn á hvað við kaupum mikið inn af mat. Við höfum þurft að læra af reynslunni og gert fullt af mistökum. Eiginlega öll mistök sem hægt er að gera, höf- um við gert. Ég ætti kannski að opna hjálparsíma fyrir fólk sem er að byrja í rekstri,“ segir hún og hlær. „Ég veit ekki hversu oft ég hef keypt vitlaust inn, til dæmis átta kassa af eggaldin í staðin fyrir átta stykki. Ég hafði ekkert að gera við öll þessi eggaldin,“ segir hún og hlær. „Við fáum bara vörur tvisvar í viku og því þurfum við stundum að breyta matseðl- inum eftir því hvað við eig- um til,“ segir hún og bætir við: „Það góða við það er að ég ræð hvað er í mat- inn.“ Anna Marín sér fram á að vera áfram í rekstri svo lengi sem fólk kemur í Ga- ardhaven og lætur hún sig dreyma um að flytja alfarin til Langelands. „Það er draumurinn, hann verð- ur kannski að veruleika þegar börnin eru flutt að heiman.“ Litríkt salat úti í sólinni klikkar ekki. Carsten og Anna Marín eru hér með börnum sínum þrem- ur, Illuga Knúti, Edith og Marín. Ljósmyndir/Anna Marín Schram ’ Við þurftum að skrúbba alla veggi; það er erfitt fyrir fólk að skilja hversu mikið nikótín safn- ast í veggi, en við skrúbb- uðum og skrúbbuðum og nikótínið lak niður vegg- ina. Við þurftum að vera með grímur og súrefniskút. Hægt er að koma í kokteil á Gaardhaven. 7.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.