Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.11. 2021 Elsku Sporðdrekinn minn, Plútó er þín pláneta. Það sem til dæmis einkennir hana er að hún er lengst frá sólinni. Svo þú þarft að hafa kjarkinn og hugrekkið og vera á verði gagnvart því þegar þér finnst vera myrkur í lífi þínu. Þú þarft að þekkja sál þína og huga svo vel að og sætta þig við þó þú hafir lent í undarlegustu aðstæðum. Þitt skemmtilega viðhorf til lífsins og tilhneiging þín til að fara í þveröfuga átt en aðrir gerir þig svo athyglisverða persónu sem býr yfir mikilli dulúð og þú ert svo spennandi vegna þess. Kastaðu þér út í veröldina og þá verður þér leiðbeint og þú ferð á besta stað sem þú getur hugsað þér í líf- inu. Þú átt það til að vera hrifinn af dökkum litum til þess að hafa í vistarverum þínum. Þér finnst það verndandi og þú færð þinn kraft og þá afslöppun sem þú þarft frá heimili þínu. En þú þarft að hafa það skýrt að skipuleggja fyrir þig að vera ekki of lengi í sömu hugsun um að hanga alltaf heima. Það er ótrúlega magnað orkusvið sem er í kringum Sporðdrekann akkúrat núna. Þú færð skrýtnar en skemmtilegar hugmyndir og með þeim getur komið viss manía svo þú fáir ofurhetju- einkenni, til þess að þú getir farið áfram á ógnarhraða í því og með það sem upp kemur í huga þinn. Þú átt eftir að geta breytt því sem hefur verið staðnað, gert ótrúlegustu hluti sem þú hefðir ekki ímyndað þér að kæmu þér á kortið, og á mun skemmri tíma en þig grunaði að væri mögulegt. Notaðu allar þær aðferðir sem þú þarft og kannt til þess að koma þér í góða líðan. Á þessu ástríðufulla tímabili getur orka Venusar bæði brotið sambönd og byggt ný. En það er þitt að taka ákvörðun um það. Og þetta er einnig kraftur peninga, þar sem þú færð upp í hendurnar leiðir til að nýta þér hann á skapandi hátt. Kastaðu þér út í veröldina SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER Elsku Steingeitin mín, í þér býr hagsýni og hörkudugnaður. Það er svo sannar- lega hægt að segja þú sért salt jarðar og stálheiðarleg. Þú lýkur alltaf þeirri vinnu sem þú lofar að vinna og í þér er ekki til að gefast upp eða að gefa eftir. Þú gengur sterk upp fjallið af þolin- mæði og nákvæmni, þangað til þú nærð þínum árangri. Fjölskyldan og trygglyndi til þeirra sem hjarta þínu eru næst er það sem þú virkilega stendur fyrir. Þitt ofurþrjóska eðli býður ekki upp á að þú játir að þú hafir rangt fyrir þér, þótt þú vitir það alveg upp á hár að þú ættir að gera það. Það er erfitt að stjórna þér, svo ef þú hefur verið svo heppin að ná þér í maka sem ætlar sér svo sannarlega að breyta þér, þá hefurðu þá snilld að leyfa þeim aðila að halda að hann geti það. Því þú ert svo lipur í samningum og veist hvenær þú átt að gefa eftir og hvenær ekki. Það er ekki hægt að breyta Steingeitinni, því þú springur á endanum. Svo þetta eru líka skila- boð til þeirra sem eru svo heppnir að ná í þig, því þeir þurfa líka að læra að gefa eftir. Í kringum þig er heppni tengd fjármálum, en þá virðist þú bara eyða um efni fram, því það að kaupa það ódýrasta hentar ekki eðli þínu. Svo það skiptir í raun engu máli hversu miklir peningar eru. Og það er heldur ekki það besta fyrir þig að fá hlutina of auðveldlega til þín, því þá missirðu þetta eðlislæga keppnisskap. Það vilja allir lána þér eða hjálpa, vegna þess að þú ert elskuð. Og eitt atriði skiptir svo miklu máli ef við skoðum næstu mánuði, en það er að það hentar þér ekki að búa ein of lengi. Því að í því finnurðu ekki þá hamingju sem þér er ætluð. Alveg sama á hvaða aldri þú ert, skaltu blessa og vera opin fyrir því að ástin er þarna. Hún er ekki tengd spennu eða rugli, heldur ró og krafti. Þú skalt lifa af fullum krafti eins og enginn sé morgundagurinn. Hagsýni og hörkudugur STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku Bogmaðurinn minn, þú hinn dásamlega heppni og ótrúlega dýrðlegi per- sónuleiki. Þú ert svo gefandi sem er að hluta til vegna þess að sú yndislega pláneta Júpíter tengir við gott gengi og gefur þér vernd. Ef þú skynjar óheppni og tapar einhverju sökum fljótfærni eða hvatvísi, þá færðu bara upp í hendurnar eitthvað annað og betra í staðinn. Þú ert að fá meiri og stærri gjafir út þetta ár en þú hefur þorað að vona. Þannig að útkoman virðist alltaf verða betri en þér getur dottið í hug. Það er hreinlega staðreynd að það er miklu meiri kraftur færður þér en hinum ellefu merkjunum, því þetta er sterkasta plánetan. Svo að þú getur farið miklu lengra heldur en aðrir, en getur átt það til að skyggja á aðra, yf- irleitt samt bara á góðan hátt. Þú skynjar þörf til að breyta og bæta, jafnvel að flytja eða fríska upp þann stað sem þú býrð á. Þú ert svo sannarlega líklegasta merkið til þess að búa erlendis eða vera mikið á flakkinu. Það verður ekki dauður tími hjá þér næstu mánuði og þú hefur yfirhöndina í flestu. Hvort sem það tengist því að þú sért að efla ást eða að afla þér tekna. Þú verður mjög skýr með það hvernig þú ætlar að láta þína innstu drauma rætast, og það er al- veg sama hvort þér finnist að það líti ekki nógu vel út í augnablikinu, því þá breytast aðstæður í takt við þær. Þetta er merkilegur þáttur í lífi þínu og á þessu ferðalagi muntu líka hjálpa öðrum til þess að ná árangri. Nýttu þér þetta tímabil, því að margar erfiðar aðstæður eru að koma upp í veröldinni. Láttu þær ekki breyta neinu í þeirri afstöðu sem þú ætlar að taka, því þú ert þín eigin veröld, mátturinn og dýrðin. Þörf til að breyta og bæta BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER Elsku Vatnsberinn minn, í þér býr villingur sem getur hrist upp í hlutunum og umsnúið þeim reglum sem venjulegt fólk gefur sér að séu réttar. Úranus, hin stórskemmtilega pláneta, er þín, sem tengir að þú átt auðveldara en aðrir með að breyta hlutunum og hafa óvenjulegan stíl, og núna verður þú óstöðvandi. Vatnsberar mynda sér svona öðruvísi veröld, því að vera venjulegur er ekki þeirra stíll. Ef þér hefur fundist þú þurfa að falla inn í það mynstur, þá nýturðu þín ekki. Þú átt erfitt með að umbera leiðinlegt fólk, en það sogast að þér til þess að láta sér líða betur. Hægt og rólega þarftu að útiloka þá sem hafa neikvæðan anda úr lífi þínu. Í þér býr gömul viska sem tengir þig svo sterkt við hið andlega. Þú ert leitandi að því sem hentar þér og þú munt finna hvernig er best að lita regnbogann í líf þitt. Og talandi um líf, þá hefur þú að minnsta kosti níu líf. Yfir þér er tímabil þar sem ástarorkan er sterk, og ef þú finnur það ekki skýrt og greinilega, þá er tómleiki í hjarta þínu. Fylltu tómleikann upp með því að sýna börnum, dýrum, gömlu eða veiku fólki sérstaka athygli og gefa af þér. Þá fyllist þú af ást og kær- leika og færð þessa tilfinningu til að ljóma. Þú ert fæddur til að gera góðverk, svo með hverju einlægu góðverki sem þú gerir, þá færðu það tvöfalt til baka, þótt það verði seinna á lífsleið þinni. Ekki horfa á fréttir eða spá í neikvæða hluti alheimsins. Því að núna er öld Vatnsberans og allt er að snúast hjá okkur mannfólkinu til þess við sjáum að við að búum í Paradís. Góðverkin skila sér VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR Nóvember Elsku Fiskurinn minn, öll þau áföll, ergelsi og leiðindi sem þú hefur verið að ganga í gegnum hefur þú kallað á eða þau verið send þér til þess þú sjáir inn í nýja vídd. Til þess eins að þú vitir hvað skiptir máli og hvað er einskis nýtt. Alveg fram til 17. nóvember færð þú í hendurnar góða orku og gott afl til þess að leysa lífið með gleði og friði. Því þegar þú blandar saman friði og gleði, þá uppskerðu og færð góða líðan. Það getur verið að þú missir frá þér eitthvað af peningum á þessu tímabili, en það er ekkert sem ætti að angra huga þinn. Því þú gerir samninga eða talar við rétta aðila til þess að laga þessar gloppur. Það verður mikill kraftur í kringum þig, en hann getur líka gert það að þú verðir ótrúlega þreyttur. Þú þarft að skilja betur líkama þinn, því hann er að senda þér hárrétt boð um hvað er best fyrir þig. Það er gott fólk og gott karma að sveima yfir fyrstu vikurnar í nóvember. En farðu varlega í ákvarðanir eða breytingar þann 18., 19. og 20. nóvember, því það fer ekki eins og þú áætlaðir. Svo lifðu bara í eins miklum friði og ró og þú getur, sérstaklega þessa daga. Leitaðu ráða og fáðu lánaða dómgreind frá þeim sem vita betur en þú. Í því færðu svarið við þeim spurningum sem þú virðist ekki geta fundið nógu vel svör við sjálfur. Þetta er ekki rólegur tími, en þetta er samt sá tími þar sem þú byggir undirstöður að einhverju svo miklu meira og betra fyrir hug þinn, hjarta og sál. Ég dreg fyrir þig spil og á því stendur: Vertu feginn því sem þú hefur, þá færðu þær gjafir sem þú vilt. Lifðu í friði og ró FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Elsku Hrúturinn minn, þú ert stórkostlegur og fjörugur karakter með hjarta úr gulli. En á móti geturðu verið of krefjandi og uppstökkur þegar þú vilt ýta við hlutunum og að allt gangi nákvæmlega eins og þú vilt hafa það. En þú ert miklu sneggri til sátta og skilur eiginlega ekki af hverju fólk tekur það nærri sér þegar þú byrstir þig. Þú hefur mikla réttlætiskennd, en aðallega þannig að þú hafir rétt fyrir þér. En þá geturðu tekið rangar ákvarðanir sem koma þér í stökustu vandræði. En í hjarta þínu hefur þú líka yfir að búa þessari ofurmjúku manneskju og getur fengið svo erfiða líðan þegar þú ert misskilinn. Þegar þú ert hvað viðkvæmastur reynirðu að fela það með yfirborðsgleði og kátínu. Þú þarfnast svo sannarlega að hafa maka eða manneskju sem þú getur treyst 100%. En það er svo aldeilis ekki þinn stærsti kostur að treysta fólki. Þessi glimrandi ákefð og karakter sem þú geislar af í nóvember mun smita aðra til þess að vilja virkilega vera með þér í því partíi. Þú munt elska að hressa við fólk og rífa aðra upp með þínum einstaka krafti og persónuleika. Og þér mun bjóðast, ef þú vilt, betri staða og athyglisverð verkefni sem þér finnast skemmtileg. Það rennur bæði kraftur og botnlaus orka í gegnum þig. Svo haltu þig við þann áhuga sem þú hef- ur í raun á að hreinsa líkamann og að nota ekki hugbreytandi efni. Og þú þarft ekki alltaf að segja sannleikann við alla, því stundum og oft má satt kyrrt liggja. Og það getur verið leiðinlegt að vera of hreinskilinn, sérstaklega ef enginn var að biðja þig um álit. Ekki festast í þeirri gildru að halda að peningar breyti öllu. Því staðreyndin er sú að heilu fjöllin af peningum munu ekki ná að fullnægja þér eða færa hamingju. Þú vilt öryggi og frelsi, og einhvern veginn verður útkoman sú að þú færð hvort tveggja. Kraftur og botnlaus orka HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.