Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 24
Elsku Meyjan mín, lífið hefur verið svo allskonar núna undanfarið. Þú hefur fund-
ið gleði fara réttan veg að þér finnst, svo er allt ómögulegt og ekkert að ganga upp næsta augnablik-
ið. Þetta er algengt hjá þér þegar hausta tekur því þá ertu að byrja í nýrri orku til að jafnvel gefa
þér aðrar gjafir sem þú átt að skoða vel. Það er verið að senda þér möguleika á nýjum leiðum og vit-
und Alheimsins er stöðugt að spá í hvernig hún geti létt þér lífið. Þú átt eftir að sigrast á þeim
vandamálum sem þú hefur tilfinningu fyrir að séu að stoppa þig. Og allt þetta er spurning um hvaða
afstöðu þú tekur til þeirra hindrana sem þér finnast vera að hefta þig. Ég segi þér: Taktu þessu létt,
það er verið að leiða þig áfram á betri braut. Þú munt breyta svo mörgu í mynstrinu þínu og vana-
festu, og meira og minna er allt okkar líf bara vani. Við gerum það sama á morgnana, burstum tenn-
urnar, drekkum sama kaffið eða sama sjeikinn og hittum sama fólkið.
En núna ertu að brjóta upp vissan vana og herða þig upp til að sjá hversu mögnuð manneskja býr í
þinni sál. Þú þarft ekki að hafa hlutina 100%, það er líka svo drulluleiðinlegt. Svo sáldraðu bara svolitlu
kæruleysi út í kaffið þitt eða sjeikinn, þannig raðast allt rétt upp. Ef þú ert reið við eða út í einhvern,
mundu þá að það er sterk tilfinning sem brýtur þig bara niður. Hugsaðu þá eins og þolinmóð amma
sem fyrirgefur barnabörnunum sínum allt. Þú skalt biðja um æðruleysi og finna það hjá þér hverju þú
getur breytt með góðu eða hverju þú átt bara að sleppa. Þú ert ekki búin að vera að gera nein mistök,
elskan mín. Thomas Alva Edison gerði 4.990 tilraunir áður en ljósaperan varð til. Svo þegar þú hefur á
tilfinningunni að eitthvað sé ekki að ganga upp, skaltu bara halda áfram, því þú ert á hárréttri leið að
draumunum þínum. Það reddast allt sem tengist peningamálunum þínum, eins og vanalega, og ef þú
opnar fyrir ástarorkuna þína, skaltu bara gera það með kærleik, þá klikkar það ekki.
Smá kæruleysi út í kaffið
MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER
Elsku Vogin mín, þín dásamlega pláneta er ástarplánetan mikla Venus, því ást-
in skiptir þig svo miklu máli. Þú hefur svo mikla útgeislun, glæsileika og fegurð og það er náttúr-
lega vegna þess að þú ert barn Venusar. Þú hefur þann einstaka hæfileika að draga að þér fólk,
hvort sem þú vilt það eða ekki, vegna þess að þú hefur óvenju fíngerða næmni. En þegar Venus
snýst öfugt eða aftur á bak, þá horfirðu of mikið á mistök sem þú hefur einhvern tímann gert. Og
það er það eina sem getur fest þig svo rækilega niður að þú kemst hvorki aftur á bak né áfram.
Þess vegna er svo mikilvægt núna að þú skiptir um gír og einblínir á ljósið sem er svo sannar-
lega allt í kringum þig. Og það er sama af hvaða kyni þú ert; þú færð þessa kvenlegu orku. Því
það býr smá kona í öllum mönnum í þessu merki og þess vegna er svo gott að tala við þá um allt.
Það hefur verið svo mikið að gerast í kringum þig og þess vegna ertu í mikilli vinnu við að leysa
hnútana til þess að finna betri líðan. Þú hefur allt sem þú þarft bara í hjarta þínu og það skiptir
ekki máli hvað gerist í kringum þig. Því þú ert að finna leið til þess að sleppa tökum á því sem
gerir vitleysuna og til að baða þig í öllu því sólarljósi sem þú getur fundið. Andaðu bara rólega
með nefinu og skrifaðu niður hvað og hverju þú hefur áorkað síðustu mánuði. Þá sérðu svart á
hvítu hvað þú ert sterk.
Þó að fólki líki ekki allt sem þú gerir og segir, þá er það bara skítkast smáborgarans sem hefur
ekki sömu hugsjónir og þú. Stattu við það sem þú ætlar þér að gera, því það er engin hindrun hjá
þér, svo frestaðu engu. Þá fer allt svo dásamlega, en þú þarft að þora til að lifa og þú veist ná-
kvæmlega hvað þú þarft að gera. En ef þú framkvæmir ekki missirðu máttinn og þá veistu af
hverju þú finnur og hefur verki í líkama og sál, en þetta er sterkur tími, svo njóttu hans.
Sterkur tími
VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.11. 2021
Elsku Nautið mitt, leiðindaumræður og slúður hafa verið að særa sálina
þína. Hvort sem það tengist þér, þínum eða þínu nærumhverfi. Þú hefur reynt að vera þol-
inmóður gagnvart þeim persónum sem hafa minni kjark og dugnað en þú. Þú ert sá karakt-
er sem montar sig ekki af góðverkunum sem þú gerir og þetta kallast að vera stór persónu-
leiki.
Það er allt á hreyfingu í kringum þig og þú verður að athuga að ef þú gerir ekki það sem
þarf að gera, máttu vita að það verður ekki gert. Sendu huga þínum skilaboð um hvað það
er sem þú þarft að klára næstu daga. Slepptu svo hugsunum um það og þá gerist allt á hár-
réttum tíma, því þetta hreyfiafl í kringum þig er magnað. Og ekki hafa afkomuótta því að
það lamar lífið þitt og sjálfan þig. Þú skalt efla og opna huga þinn fyrir ástarævintýrum, því
að samkvæmt útreikningum mínum ertu í miklu flæði ástarinnar frá 15. til 25. nóvember.
Ekki safna að þér einhverju veraldlegu, hvort sem það er bíll eða hús, eða annað sem
stýrir því að þú verðir hræddur við að missa. Því þá eru þeir veraldlegu hlutir einfaldlega
að stjórna lífi þínu. Vitund þín er að hækka og það eru óvenjulegar aðstæður sem blasa við
þér næsta mánuðinn. Það er fullt tungl í Nautsmerkinu 19. nóvember og þá gerist líka sá
merkilegi hlutur að það verður tunglmyrkvi á sama degi.
Svo stefndu að því að ljúka þeim verkefnum sem bíða þín og eru fyrir framan þig, fyrir
þann dag. Því að á þessum degi skaltu vera heima hjá þér og festa inn í lífsorkuna (mani-
fest) það sem þú vilt ávinna og áorka fyrir áramót og sendu öðrum líka kærleikskraft og
ást.
Allt á hreyfingu
NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ
Elsku Krabbinn minn, ef þú tekur ekki áhættu í lífinu, þá bara gerist ekki neitt.
Þú getur teiknað fyrir þig lífið sem beina línu, svo auðvelt og öruggt. En ef þú þarft ekki að setja
neinn kraft eða hafa skoðun á neinu eða neinum, þá ertu bara það sem ég kalla fylgjandi eða
„follower“, eins og það kallast á samfélagsmiðlunum.
Þar sem þú hefur frá miklu að segja og mikið af þér að gefa, þá skaltu 100% stinga þér í hring-
iðu lífsins, því þar finnur þig gleðin og sú hamingja sem þú þráir.
Lífið er Yin&Yang, nótt og dagur, gleði eða ótti. Það er í raun bara til gleði eða ótti, svo þú
þarft sjálfur að velja hvernig þú ætlar að líta á þitt líf. Þú ert alltaf til staðar fyrir þá sem þú elsk-
ar og sýnir þeim þá samúð og virðingu sem þú mögulega getur. Þú ert kannski aðeins um of að
stjórna umhverfinu í kringum þig, en það er bara til þess að fela þínar eigin tilfinningar.
Þessi tími sem þú ert að fara inn í er með magnaða afstöðu plánetanna og þess vegna þarftu að
vera hugrakkur. En gerðu það bara eins og Níke segir og útkoman af því leiðir þig að einhverju
öðru og betra. Þú þarft að fylla orkuna þína með þeim leiðum sem eru bestar fyrir þig. Finndu út
hvernig þú fórst að því þegar besti tími þinn var á árinu, hvað varstu að gera þá sem framkallaði
orku og gleði? Kallaðu svo á þann kraft aftur, því þú ert það heppinn að hafa tunglið sem þína
plánetu. Og þetta er beintengt inn í tilfinningaorkuna þína. Það er magnað tungl núna 19. nóv-
ember og þá er líka tunglmyrkvi. Í kringum þetta tímabil gerist það sem þú vilt að komi til þín, en
vertu mjög skýr í því hvað þú raunverulega vilt, því Alheimsorkan veit ekki hvað er rétt eða
rangt. Hún bara sendir þér það fólk eða atburði sem þú biður um eða óskar þér.
Þetta fulla tungl er í Nautsmerkinu, það eru miklar ástríður sem skapast þegar það stendur
sem hæst. Svo það sem þú hefur ástríðu fyrir smellur allt.
Gleðin í hringiðu lífsins
KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ
Elsku Tvíburinn minn, það sem einkennir þig mest er þitt einstaka gáfnafar og
húmor. Þér finnst svo gaman að bregða á leik og að skapa ævintýri í öllum litum. Þú getur haldið
heilu veislunum uppi, en átt það líka alveg til að sleppa því bara að mæta. Þér finnst sjálfum þú
vera óútreiknanlegur, en í því er líka fólgið að þú hefur einstaka listamannshæfileika. Eins og til
dæmis að sjá hvernig hlutir eiga að vera raðaðir upp eða að vera í skapandi skrifum, syngja,
dansa og svo framvegis. Allt sem tengist þessu færir þér gleði, svo taktu áhættu með það sem þér
finnst skemmtilegt. Fólk elskar nefnilega að sjá þig, því þú hefur þann hæfileika að hrista upp í
okkur og laða það besta fram í öðrum.
Veturinn er ekki alveg uppáhaldstíminn þinn, vegna myrkurs og kulda. Það má heita að það sé
lífsnauðsynlegt fyrir þig að bregða þér í sólina. Því að þú hugsar svo langt fram í tímann þegar
vetrar og gætir fundið fyrir meiri kvíða en vanalega. Þú skiptir um skoðun hraðar en auga á festir
og lífið á eftir að gefa þér sterkan innblástur í nóvember. Þú átt eftir að halda öllum möguleikum
opnum og óvænt og skemmtileg ævintýri munu þess vegna hitta þig.
Þú átt eftir að skilja og sjá að þú verður miðpunktur athyglinnar og þér á ekki eftir að finnast
það leiðinlegt. Þú átt bæði eftir að gera kröfur til þín með það að líta vel út og að vera smart í
klæðaburði.
Þú verðskuldar klapp á bakið og þú munt finna það jafnvægi sem þú vilt í flestum verkefnum,
ástinni og fjölskyldulífinu. Ef þú getur lært einföldustu hugleiðslu eða öndunaræfingar, þá muntu
finna að það gefur þér það jafnvægi sem þú þarft á að halda og þú átt eftir að nota kímnigáfuna
óspart til þess að hressa bæði þinn anda og annarra.
Óvænt ævintýri
TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ
Elsku Ljónið mitt, það hefur verið mikill titringur í kringum þig. Þú þarft að taka
þá sterku ákvörðun að velja og hafna og þú þarft að velja það sem gefur betri líðan í hjartað. Því að
betri líðan er það eina sem við öll eigum sameiginlegt að vilja. En í því öllu þarftu að hafa áskoranir
til þess að keppa og vinna að. Þær þurfa ekki að vera stórar, en verða samt að vera einhverjar. Það
eru líka alveg tær skilaboð um að þú mátt alls ekki umgangast þá sem brjóta niður varnirnar þínar.
Þá sem anda að þér dökkri orku sem þú, eins opinn og þú ert, tekur við.
Þú þarft að setja vernd í kringum þann stað sem þú býrð á, að hreyfa hluti til, mála. Og þegar þú
málar, þá málarðu yfir gamalt til þess að bjóða nýju heim til þín. Þú ert svo hugumstór og þarft oft-
ast að gera svo mikið ef þú gerir eitthvað á annað borð. Taktu bara eitt skref og svo annað skref og
ekki láta erfiðleikana og hörmungarnar á næsta bæ blandast inn í þínar, því þá missirðu orkuna.
Þú þolir illa að bíða, það er alls ekki þinn helsti kostur. Og þótt þú getir samt beðið eftir ýmsu, er
þér það oftast erfitt, en þú virkilega þarft þolinmæði núna. Því að þegar komið verður fram yfir þann
15. nóvember, þá muntu sjá skýrt útkomuna á því sem þú þráir. Hafðu skarpa sýn í þessum titringi
sem er í gangi og hvert þú ætlar og vilt fara. Þetta er svipað og að panta sér miða í leikhús, þú velur
leikrit og tímasetningu. Ef þú ert til að mynda búinn að panta miða hjá Borgarleikhúsinu þýðir lítið
að mæta í Þjóðleikhúsið. Hafðu það þannig alveg á hreinu hvað þú vilt og hvert þú vilt fara, því þá
verður opnuð betri leið fyrir þig. Þú ert svo næmur á Móður Jörð, og til dæmis þegar er stórstreymt,
þá er spenna hjá þér. Og þegar tungl er nýtt eða fullt þá geta ástríður og ást opnast. Og svo margir
aðrir þættir sem tengjast náttúrunni hafa áhrif á þig. En þá þarftu að passa þig á að vera ekki með
huga og heila í neikvæðri spillingarorku, því þá magnast hún. Þú átt eftir að kalla á allan þann aga
sem þú getur náð í. Og átt eftir að sigrast á sjálfum þér og að elska sjálfan þig meira en þú hefur áður
gert. Það verður mikil heppni í fjölskyldu þinni og eitthvað af því er þér svo sannarlega að þakka.
Eitt skref í einu
LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST
Sjálfstraust þitt
skapar velgengni.
Knús og kossar