Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Page 29
stjórann Quint, Richards Dreyfuss,
sem lék sjávarlíffræðinginn Hooper,
og Roys Scheiders, sem var í hlut-
verki lögreglustjórans Brodys í smá-
bænum á Long Island þar sem risa-
stór hákarl gerir vart við sig í
vígahug einmitt þegar mesta ferða-
helgi sumarsins er fram undan. Ian
leikur föður sinn í leikritinu, Liam
Murray Scott leikur Dreyfuss og
Demetri Goritsas túlkar Scheider.
Shaw var þeirra þekktastur þegar
myndin var tekin árið 1974 á eyjunni
Martha’s Vineyard undan ströndum
Massachusetts. Hún var byggð á
samnefndri metsölubók eftir höf-
undinn Peter Benchley.
Ian Shaw vissi að samskipti aðal-
leikaranna hefðu stundum verið
stormasöm. Þá gekk líka ýmislegt á
við gerð myndarinnar. Hákarlinn,
sem kallaður var Bruce á settinu,
bilaði og urðu tafir á tökum á meðan
verið var að gera við hann.
Ian lagðist í dagbækur, sem faðir
hans hélt á árunum áður en Ókindin
var gerð. Þar fer mikið púður í að
lýsa glímu hans við áfengi. Einnig
nýtti hann bókina The Jaws Log,
sem handritshöfundurinn Carl Gott-
lieb skrifaði um gerð myndarinnar,
og fleiri heimildir. Leikritið Hákarl-
inn er bilaður skrifaði hann ásamt
gömlum vini sínum, Joseph Nixon.
Drykkjuskapur og rifrildi
Á ýmsu gekk við tökur mynd-
arinnar. Shaw drakk mikið meðan á
þeim stóð og Steven Spielberg hefur
talað um að milli hans og Dreyfuss
hafi verið mikill rígur að tjaldabaki.
Dreyfuss hefur einnig lýst tök-
unum. „Hann var voldugur persónu-
leiki,“ sagði Dreyfuss um Shaw.
„Prívat var hann besti, blíðasti,
fyndnasti náungi sem til var. Svo
gengum við á tökustað og á leiðinni
var eins og hann yrði andsetinn af
illu trölli, sem gerði mig að fórn-
arlambi sínu.“ Ekki bötnuðu sam-
skiptin þegar Dreyfuss einn daginn
fékk nóg af drykkjuskapnum, hrifs-
aði viskíglas af Shaw og henti því út í
sjó.
Shaw gerði ítrekað lítið úr Drey-
fuss og reyndi að niðurlægja hann
með ágengum athugasemdum rétt
áður en byrjað var að taka. Hann
reyndi líka að egna hann til ýmissa
uppátækja og í eitt skipti klifrað
Dreyfuss upp í bátsmastur og kast-
aði sér út í sjó að áeggjan Shaws.
Í viðtali við The Times fyrir
tveimur árum rifjaði Ian upp að
hann myndi eftir að hafa farið á
tökustað ásamt móður sinni, Mary
Ure, þegar verið var að taka Ókind-
ina, þá fjögurra ára. „Það var bara
venjulegt. Pabbi minn var í
vinnunni. Það er mjög leiðinlegt á
tökustað kvikmynda, maður fær
bara verk í afturendann af sitja og
bíða. Ég man þó eftir að hafa hitt há-
karlinn og einn tæknimaðurinn
sýndi mér framan í Bruce. Þá var ég
hræddur.“
Missti foreldrana ungur
Móðir Ians var alkóhólisti eins og
faðir hans og hún lést árið 1975, að-
eins 42 ára. Hún tók ofskammt af
lyfjum og drakk of mikið ofan í þau
eftir frumsýningu, sem misheppn-
aðist hræðilega. Í ágúst 1978 lést
Robert Shaw. Hann var að keyra bíl
heim á leið þegar hann fékk hjarta-
slag. Leikarinn var 53 ára.
Ian Shaw ákvað að gerast leikari
eins og foreldrar hans eftir að hann
missti föður sinn og lærði leiklist.
Hann hefur fengið ýmis hlutverk,
bæði á sviði og í sjónvarpsþáttum,
en aldrei orðið stjarna. Þegar hann
eignaðist son sinn fyrir tíu árum
vann hann sem bréfberi til að ná
endum saman.
Eins og Hamlet þegar hann
sér drauginn
Í viðtalinu við Ian í The Times kem-
ur fram að árið 1994 hafi hann farið í
prufu fyrir hlutverk Hórasar í Ham-
let eftir Shakespeare í Birmingham
Rep. Dreyfuss var leikstjórinn.
Hann áttaði sig ekki á að ekki hefði
allt leikið í lyndi milli leikstjórans og
föður hans og sagði Dreyfuss hverra
manna hann væri. „Hann leit út eins
og Hamlet þegar hann sér draug-
inn,“ sagði Ian. Hann fékk ekki hlut-
verkið.
Í leikritinu hákarlinn er bilaður
eiga leikararnir þrír að sitja í bátn-
um og bíða eftir að tökur geti hafist.
Spennan vex og hjaðnar á milli
þeirra og hefur leikritið fengið góðar
umsagnir.
Heimildir: The New York Times,
The Times, The Telegraph, Time
Out, The Sun.
Beðið eftir viðgerð á Ókindinni í
leikritinu Hákarlinn er bilaður,
sem nú er sýnt í London. Þar leik-
ur Ian Shaw föður sinn Robert.
Ljósmynd/Helen Maybanks
7.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
STOFNAÐ 1953
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is
www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380
20% afsláttur
af rúmfötum
8.-20. nóvember
ENDURKOMA Sænska sveitin ABBA
sneri í vikunni aftur með nýrri plötu,
sem nefnist „Voyage“. Hún kom út á
miðnætti í öllum tímabeltum á fimmtu-
dag og varð þá aðgengileg á tónlist-
arveitum. Hljómsveitin gaf síðast út
plötu 1981 og hætti ári síðar.
Viðmælandi AFP í útgáfuhófi í
Stokkhólmi réð sér ekki fyrir kæti, en
viðbrögð gagnrýnenda voru blendin.
Rolling Stone sagði að platan hefði ver-
ið biðarinnar virði, en The Guardian
sneri út úr einu af lagaheitum ABBA
og sagði „Nei takk fyrir tónlistina“.
Abba snýr aftur eftir 40 ára hlé
AFP
BÓKSALA Í OKTÓBER
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1
Heimskautsbaugur
Liza Marklund
2
Bréfið
Kathryn Hughes
3
Stúlka, kona, annað
Bernardine Evaristo
4
Úti
Ragnar Jónasson
5
Sólstafur
Ásdís Þula Þorláksdóttir
6
Launsátur
Jónína Leósdóttir
7
Merking
Fríða Ísberg
8
Sigurverkið
Arnaldur Indriðason
9
Skaði
Sólveig Pálsdóttir
10
Þögla ekkjan
Sara Blædel
11
Alexander Daníel
Hermann Dawidsson
Gunnar Helgason
12
Náhvít jörð
Lilja Sigurðardóttir
13
Verstu foreldrar í heimi
David Walliams
14
Litlir lærdómshestar – stafir
Elisabeth Golding
15
Peningar
Björn Berg Gunnarsson
& Auður Ýr
16
Bærinn brennur
ÞórunnValdimarsdóttir
17
Út að drepa túrista
Þórarinn Leifsson
18
Sjö systur
Lucinda Riley
19
Minn hlátur er sorg – ævi-
saga Ástu Sigurðardóttur
Friðrika Benónýsdóttir
20
Borð fyrir einn
Nanna Rögnvaldardóttir
Allar bækur
Lengi var ég alveg hræðilega
snobbuð í lestrarvali og las helst
bara merkilega löngu liðna karla.
Svo þegar ég var að ljúka há-
skólanámi, að læra fyrstu skrefin
í móðurhlutverkinu og komin
með leið á óþarfa háfleygni og
sjálfhygli, hafði kannski öðlast
einhvers konar sjálfsþekkingu, þá
uppgötvaði ég mér til undrunar
og allnokkurrar ánægju að ég
samsamaði mig bara við skáld-
sögur eftir konur. Það er eig-
inlega enn þá þannig, þótt ég eigi
það til að álpast inn í stöku bók
eftir karl, og þá er það alltaf jafn
mikil uppgötvun og
í fyrsta skiptið,
hvað bókin er
dásamlega djúp,
góð og skemmtileg.
Hallgrímur
Helgason er líklega
einn af fáum karl-
rithöfundum sem
hefur tekist jafn vel til við kven-
persónur sínar. Nú viðurkenni ég
að hafa logið hér í upphafi, ég
man eftir að hafa á mennta-
skólaárunum skellt upp úr og há-
grátið með annarri hverri per-
sónu úr bókum hans og nú get
ég ekki beðið eftir að finna ró og
næði til að eiga með nýjustu bók-
inni hans, Sextíu kíló af kjafts-
höggum. Önnur bók sem mig
klæjar eftir að lesa er Merking
hennar Fríðu Ísberg en ég féll
kylliflöt fyrir ljóðum
hennar og smásög-
um, Kláða, Slitför-
um og Leð-
urjakkaveðri, það
er eiginlega skylda
okkar allra að lesa
þessi verk.
Það er mjög
spennandi að sjá hvernig íslensk-
um raunveruleika eru gerð skil í
þessari framtíðarsýn sem ég hef
heyrt að Merking sé, en dystó-
píubókmenntir eftir kvenrithöf-
unda eru án efa áhugaverðasta
samfélagsgreining okkar tíma.
Og nú verð ég bara
að segja frá sjálfri
drottningu dy-
stópíanna, Octaviu
Butler (1947-2006)
og bók hennar The
Parable of the So-
wer frá árinu 1993.
Það er ekki nóg
með að hún hafi komið vís-
indaskáldsögum á bókmennta-
kortið, heldur skrifaði hún um
kynþáttafordóma, kynusla og að-
lögunarhæfileika mannkyns á
undan öllum öðrum, spáði fyrir
um bandarísk stjórnmál og
fjallaði um loftslagshamfarir og
lyfjaiðnaðinn, nokkuð sem talar
svo sannarlega til okkar í dag. Og
viti menn, það er framhald, Pa-
rable of the Talent kom út rétt
fyrir aldamótin. Það er líklega sú
bók sem ég iða
hvað mest í skinn-
inu eftir að lesa,
en það er svo
merkilegt að það
eru erfiðustu bæk-
urnar sem tala
hvað mest til mín,
þær sem ógerningur er að leggja
frá sér á sama tíma og tilfinning-
arnar velkjast um í rússíbana upp
á líf og dauða. Og lýsi ég því hér
með yfir vilja til að þýða báðar
bækur Butler, ef hugrakkur út-
gefandi skyldi vera að lesa þessi
orð.
KATRÍN HARÐARDÓTTIR ER AÐ LESA
Gildi erfiðustu bókanna
Katrín Harð-
ardóttir er
þýðandi.