Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Side 2
Hvað er tónleikhús?
Tónleikhús er verk sem dansar á mörkum leiksýningar
og tónleika. Það er opið form og talsvert skilið eftir fyrir
ímyndunaraflið og persónulega túlkun áhorfandans. Í
DAY 3578 er þó rauður þráður.
Um hvað fjallar DAY 3578?
Verkið fjallar um Maloru sem hefur lokað sig inni í
ímyndunarheimi. Hún drattast á fætur á hverjum morgni
og svo hefur hún leikinn, leik sem hún hefur leikið í 3.578
daga. Smátt og smátt skiljum við hvers vegna hún er föst
þarna.
Hvaða þemu koma helst fyrir í verkinu?
Ég myndi nefna tengsl og tengslarof, þessa sífelldu þrá eftir
einhverju meira, missi, höfnun, söknuð.
Hvernig lýsirðu tónlistinni?
Þarna er fjölbreytt lagaval, allt frá lögum af fyrstu plötunni
minni til nýrri verka sem hafa ekki komið út. Einhvern tíma var
tónlistinni minni lýst sem teknó-rómantísku-leikhús-djass-poppi
og það er lýsing sem mér finnst skemmtileg.
Hverjir hafa unnið með þér að verkinu?
Guðmundur Elías Knudsen leikur ástmann Maloru, Unnur
Birna Björnsdóttir leikur hliðarsjálf hennar. Jökull Jörg-
ensen, Jón Geir Jóhannsson og Björn Thoroddsen skipa
hljómsveit. Sara Martí Guðmundsdóttir og Vala Óm-
arsdóttir sviðsetja verkið. Auður Ösp Guðmunds-
dóttir hannar leikmynd og búninga og Egill Ingi-
bergsson ljós og kvikmyndir.
MARGRÉT KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Innilokuð í
3.578 daga
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.11. 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
& "!(%'$#
"$&'%#!
"-+ ! !" &,'*)%(!$#
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Gjafakort Einstök
jólagjöf
T
ónskáldið Inki, Ingibjörg Friðriksdóttir, ræðir í viðtali hér í
Sunnudagsblaðinu um marglaga listaverk sitt sem ber titilinn
Meira ástandið, og er allt í senn bókverk, tónverk og innsetning.
Þar urðu henni að efnivið bréfaskriftir Íslendinga á hernámsárunum um
„ástandið“ svokallaða. Þær vonast hún til að varpi vissu ljósi á samtal
samtímans.
Ég hef verið að vinna að þessu viðtali jafnt og þétt síðustu daga og
hef greinilega verið með hugann við það því ég hef verið alveg sér-
staklega vakandi fyrir því hvað
fólk á það oft til að segja: „Þetta
er nú meira ástandið“ og dæsa
hressilega. Þá er yfirleitt einhver
uppgjafartónn í röddinni en þó má
oftar en ekki greina ofurlitla kald-
hæðni í henni líka.
Það er auðvitað oft í sambandi
við blessað kófið sem þessi orð
heyrast og það hefur auðvitað
aukist síðustu daga eftir að nýj-
ustu samkomutakmarkanirnar
tóku gildi. Við erum öll orðin
þreytt á ástandinu og við gætum
allt eins farið að kalla þetta ástand „ástandið“ með greini væri sá titill
ekki frátekinn.
„Þetta er nú meira ástandið,“ heyrðist þó í öðru samhengi hér í höfuð-
stöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóum um daginn. Umræðurnar í há-
degismatarhléinu geta verið fjörlegar og að þessu sinni snerust þær um
að undanfarnar vikur hafa blaðamenn Smartlands verið að taka saman
afar mikilvægan lista yfir einhleypa og eftirsótta íslenska karlmenn. Það
virtist þó ganga ofurlítið á afturfótunum, erfiðlega gekk að finna tíu
karlmenn til þess að fylla þennan lista. Flestir frambærilegir íslenskir
karlmenn virtust annaðhvort lofaðir góðri konu eða þá hafa skand-
alíserað eitthvað upp á síðkastið, að minnsta kosti nóg til þess að ekki
þótti verjandi að auglýsa þá sem góð mannsefni.
Þetta þóttust þær einhleypu blaðakonur, sem þarna voru staddar,
kannast við af eigin raun og tóku undir þá fullyrðingu að úrvalið væri
ekki upp á marga fiska. Nema þá kannski alla nýveiddu fiskana sem ein-
hleypir karlmenn þjóðarinnar skreyta sig með á Tinder. Þá dæsti ein-
hver hinu kunnuglega dæsi og sagði að þetta væri „meira ástandið“ og
aðrir tóku undir.
Kannski ættum við að vonast til að hingað kæmi stór hópur erlendra
hermanna til þess að bæta ástandið? Nei, ég segi nú bara svona.
Þetta er nú meira
ástandið!
Pistill
Ragnheiður
Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
’
Þá er yfirleitt einhver
uppgjafartónn í rödd-
inni en þó má oftar en
ekki greina ofurlitla kald-
hæðni í henni líka.
Tómas Gauti Óttarsson
Mér finnst þær í rauninni ömurlegar
en ég skil hugsunina á bak við þær.
SPURNING
DAGSINS
Hvað
finnst þér
um nýjustu
takmark-
anirnar?
Brynja Guðmundsdóttir
Ég er hlynnt takmörkunum upp að
vissu marki.
Kristín Tryggvadóttir
Ég er mjög sátt við þær eins og
staðan er í dag. Smitin eru of mörg.
Ellert Baldursson
Ég held að þær séu af hinu góða.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Kristinn Magnússon
Margrét, sem einnig er þekkt undir nafninu Fabúla,
frumsýnir nýtt tónleikhúsverk byggt á tónlist sinni í
Gamla bíói miðvikudaginn 17. nóvember.