Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Page 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.11. 2021 Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni. Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Þ egar ég var 14 ára fengum við bræður ný rúm. Á þeim tíma var það töluverð fjárfesting og ef ég man rétt hafði ég unnið fyrir mínu með því að passa litla bróður minn og gott ef foreldrum mínum tókst ekki líka að nota þetta sem hluta af fermingargjöf. En það sem var sérstaklega spennandi var að við fengum að selja gömlu rúmin. Þau voru þessi klassísku, í dularfullum lit- um áttunda áratugarins, með áklæði úr hertu næloni og sterkum gormum sem létu reglu- lega vita af sér. Svo voru þau með rúmfata- geymslu, sem reyndar í mínu tilfelli sá aldrei rúmföt. Eldri bróðir minn setti auglýsingu í Dag- blaðið: Tveir beddar til sölu. Upplýsingar í síma 82432. Svo biðum við eftir símtali sem aldrei kom. Þegar komnar voru tvær vikur, og enginn hafði hringt, var komið að mér: Tveir vel með farnir svefnbekkir til sölu. Gott verð. Upplýs- ingar í síma 82432. Þeir fóru sama dag. Allt í þessari sögu er gamli skólinn. Að selja gömul rúm, kaupa smáauglýsingu í dagblaði, að gefa upp heimasíma og trú bróður míns á mætti mínimalískra auglýsinga. En þetta snýst líka um ákveðið viðhorf. Svona innkaup voru nefnilega aðeins öðruvísi í gamla daga. Þá var ekið með alla fjölskylduna búða á milli og vörur bornar saman. Verð og gæði. Ég man eftir húsgagnasala að tala um að þetta væri gott verð á gamla genginu og mömmu að reyna að fá staðgreiðsluafslátt. Og það var alltaf spurt um endingu. Alltaf. En ekki síst er þetta minning um tíma þeg- ar fólk átti allt miklu lengur. Safnaði fyrir því og allt var svo miklu dýrara. Í könnun sem ég sá um daginn kom fram að fyrir 24 árum tók það fólk á meðallaunum 85 vinnustundir að safna fyrir þvottavél. Núna tekur það ekki nema 27 stundir. Skýringin er meðal annars sú að nú borgum við ekki lengur háa tolla og vörugjöld eins og við gerðum árum saman. Og það saknar þeirra enginn. Þegar ég kynntist eiginkonu minni, sem er vel að merkja nokkuð yngri en ég, komst ég að því að nokkuð mörg heimilistæki hjá tengdaforeldrum mínum voru nær mér í aldri en hún. Þannig var það bara hér í eina tíð. Kannski entust hlutir lengur eða fólk gekk betur um þá og lét gera við þá þegar þeir biluðu í stað þess að fá sér bara nýja. Mögulega er of auðvelt að kaupa bara nýtt þegar eitthvað bilar. Það getur til dæmis verið álíka dýrt að kaupa blek í prentara og að kaupa nýjan prentara. Með bleki. Það dettur fæstum í hug að fara með prentara í viðgerð. Fyrir utan þá staðreynd að fæstir nota svo- leiðis tæki leng- ur. Við erum allt- af að bíða eftir næstu gerð af símum sem eru aðeins betri en sá sem við erum með og alltaf með einhverja nýja tækni sem við bara verðum að fá. Jafnvel þó að gamli síminn sé bara fínn og alls ekki gamall. Það er nefnilega umhugsunarefni að þrátt fyrir að flest sem við gerum tengist raftækj- um á einhvern hátt, þó að við kaupum svo miklu meira en við gerðum fyrir tuttugu árum og tækninni hafi fleygt fram, þá hefur verk- stæðum ekkert fjölgað. Það er ekki eins og í hverju hverfi sé bólstrari, saumastofa eða raf- eindaverkstæði. Kannski er þetta eitt af því sem við gleym- um þegar við tölum um umhverfismál. Þessi endalausa þörf fyrir að fá eitthvað nýtt og betra. Og kannski voru foreldrar okkar, með þrjátíu ára gamla þvottavél og fimmtugan ís- skáp, ekki svo galin eftir allt saman. ’ Ég man eftir húsgagnasala að tala um að þetta væri gott verð á gamla genginu og mömmu að reyna að fá staðgreiðslu- afslátt. Og það var alltaf spurt um endingu. Alltaf. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Bræður selja rúm F ordómar gagnvart minni- hlutahópum eru óþolandi meinsemd í okkar vestræna samfélagi, sem þykist þó vera þróað og siðmenntað. Það hefur reynst þrautin þyngri að uppræta hana. Kannski mætti líkja henni við olíu- skip sem er bæði erfitt og tímafrekt að snúa af rangri braut. Og þá grípa sumir til þess ráðs að þrífa harkalega í stýrið og snúa því alveg í botn í hina áttina. Skiljanlega, og langflestir af göfugri hugsjón. Þá hrökkva aðrir í kút og finnst of langt gengið. Eitt af stóru viðfangsefnum samtímans er að sætta þessi sjónarmið. Tjáningarfrelsið Bandaríski grínistinn Dave Chapelle setti nýlega allt á annan endann, einkum í Bandaríkjunum, þegar nýj- asta uppistand hans var birt á Net- flix. Hann ver þar stórum hluta tím- ans í að svara ásökunum um að hafa níðst á transfólki með gríni sínu. Chapelle hefur orð á sér fyrir að vera bráðgreindur og eitursnjall. (Verð- skuldað orðspor að mínu mati.) Í máls- vörn sinni slær hann hvergi af í grín- inu, gefur þvert á móti í ef eitthvað er og heldur þannig áfram að móðga marga. Engu að síður er nær ómögu- legt að horfa á þáttinn og komast að þeirri niðurstöðu að hann sé fordóma- fullur eða standi á sama um réttinda- baráttu minnihlutahópa á borð við transfólk. Ekki eru þó allir sann- færðir. Grínistar standa eðli málsins sam- kvæmt á víglínu tjáningarfrelsisins. Starf þeirra gengur að miklu leyti út á að vera á mörkum hins viðeigandi og oft handan markanna. Margir þekktir grínistar telja nú að við- kvæmni samtímans gagnvart gríni sem kunni að móðga einhverja hópa sé komin út í öfgar. Tvö fræg dæmi eru fyrrnefndur Dave Chapelle og Chris Rock, en báðir eru þeir þel- dökkir og því væntanlega ágætlega meðvitaðir um stöðu þeirra sem sæta fordómum, þótt sjálfir séu þeir líka á vissan hátt í forréttindastöðu sem vinsælir listamenn. Herská nálgun og aðgreining hópa Svar grínistanna má draga saman í þrjú orð: „Samhengið skiptir öllu.“ Tilhneigingin hjá mörgum er hins vegar að láta samhengið lönd og leið og fordæma tafarlaust og mjög harkalega allt sem þau upplifa sem fordóma eða ónærgætni – nálgun sem raunar býður heim fordómum ef út í það er farið. Gagnrýni á þessa harka- legu baráttuaðferð fyrir umbótum fer mjög vaxandi. Og hún ristir í mörgum tilfellum margfalt dýpra en spurningin um rétt grínista til að móðga. Hún snýst þá líka um réttinn til að hugsa sjálfstætt, réttinn til að segja skoðun sína (ekki með beittu gríni heldur á kurteisan hátt), og réttinn til að sýna þeim um- burðarlyndi sem eru ekki sammála okkur án þess að hópurinn „okkar“ refsi okkur fyrir það. Síðast en ekki síst snýst hún að miklu leyti um það hvort við mannfólkið séum fyrst og fremst einstaklingar eða fyrst og fremst hópar. Tvær ungar konur Africa Brooke er ung, bresk, þeldökk kona sem ólst upp í Simbabve. Hún skrifaði fyrir nokkru langa ritgerð um hvers vegna hún sagði skilið við hina harkalegu nálgun margra um- bótasinna sem kenna sig við hugtakið „woke“. Hún fór fyrst að efast þegar ókunnugur maður sendi henni skila- boð og spurði hvort hún teldi að harkalegur talsmáti hennar á netinu væri endilega besta baráttuaðferðin. Í stað þess að svara honum tók hún skjámynd af skilaboðunum og birti þau á samfélagsmiðlum, í þeim eina tilgangi að smána þennan mann. Skrifaði undir eitt- hvað á borð við: „Hver heldur þessi karl að hann sé, að segja mér hvað sé best fyrir mig?!“ Hún fékk þúsundir „læka“ á færsluna en eftir á að hyggja ofbauð henni hversu herská hún var orðin. Önnur ung þeldökk kona, Brittany King, hefur svipaða sögu að segja. Hún sagði skilið við Black Lives Mat- ter-hreyfinguna eftir að hafa verið þar í forystuhlutverki. Henni fannst hreyfingin ekki gefa sér svigrúm til að hugsa sjálfstætt og nálgast þá sem voru henni ósammála með opnum huga og samtali. Henni ofbauð hóp- þrýstingurinn og krafan um að hvorki gera né segja neitt sem hópnum gæti mislíkað. Dýpra samtal Báðar þessar konur eru virkar á You- Tube og ræða þar meðal annars við einstaklinga sem þær voru áður ósammála og jafnvel fyrirlitu, m.a. hinn umdeilda Jordan Peterson. Þessi merkilegu samtöl hljóta að vekja með okkur von – von um að samtal sé ennþá möguleiki. Því miður dregur orðræðan á samfélagsmiðlum ekki alltaf fram það besta í fólki; „samtalið“ þar hefur einhverra hluta vegna tilhneigingu til að sundra okk- ur í hópa sem varla geta talast við. Mér kæmi ekki á óvart ef við heyrðum á næstunni meira af þessum ungu konum og fleirum í þeirra spor- um. Hugsanlega er verið að snúa stýrinu á olíuskipinu aðeins til baka. Það þarf ekki að fela í sér neinn af- slátt af réttmætum kröfum um betra samfélag. AFP Baráttuaðferðir Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Hún fékk þúsundir „læka“ á færsluna, en eftir á að hyggja of- bauð henni hversu herská hún var orðin. „Grínistar standa eðli málsins samkvæmt á víg- línu tjáningarfrelsisins,“ segir höfundur. Hér er Dave Chappelle á sviði. Matur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.