Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.11. 2021
Á
rið er 1999. Honum verður litið á
fyrsta farsímann sinn og sér að
hann hefur hringt út sautján
sinnum í vasanum. Hann hring-
ir til baka í móður sína sem
svarar grátandi: „Pabbi þinn er dáinn!“ Hann
hafði orðið undir fjölskyldubílnum sem hann
var að gera við í hraðfrystihúsinu á Tálkna-
firði. 46 ára að aldri. Þegar hann skilaði sér
ekki heim í kvöldmat fór móðir hans við annan
mann að huga að bónda sínum og kom að hon-
um látnum.
Árið er 2021. Ólafur Sveinn Jóhannesson
tekur á móti mér í Tækniskólanum á Skóla-
vörðuholtinu, þar sem hann gegnir starfi
markaðs- og kynningarstjóra. Hann var við
nám í þessu sama húsi, sem þá hét raunar Iðn-
skólinn í Reykjavík, þegar hann fékk þessar
hræðilegu fréttir á köldum janúardegi 1999.
Ólafur Sveinn flaug í skyndi vestur og dvaldist
þar næstu tvær vikurnar eða þangað til útför
föður hans hafði verið gerð.
Eftir komuna aftur til Reykjavíkur var hug-
urinn ekki við námið, þannig að Ólafur Sveinn
hætti í skólanum og fór að vinna. Sorgin finnur
sér margvíslegan farveg og eitt af því sem
hann gerði var að yrkja. Um haustið kom
fyrsta ljóðið um fráfall föður hans til Ólafs
Sveins – og hefur lítið sem ekkert breyst fram
á þennan dag.
Hringir ekki framar
Árið er 2004. Aftur hringir síminn; númer
sem Ólafur Sveinn þekkir vel, Íþróttamiðstöð
Tálknafjarðar, þar sem móðir hans starfar.
En hann finnur á sér að hún er ekki sjálf á
hinum enda línunnar, þetta eru slæmar frétt-
ir. Það reynist á rökum reist, móðir hans
hringir ekki þennan dag – og ekki framar.
Hún hefur fengið slag í vinnunni, 44 ára að
aldri.
24 ára gamall er Ólafur Sveinn í þeirri stöðu
að hafa misst báða foreldra sína og afræður að
flytja vestur til að hugsa um tvö yngstu systk-
ini sín; Eydísi Huldu sem er í níunda bekk og
Gunnar Smára sem er á tólfta ári. „Ég fór
vestur um leið og mamma dó ásamt þáverandi
kærustu minni; vildi að systkini mín fengju að
alast upp á svipuðu heimili og ég ólst upp á. Ég
gerði þetta bæði fyrir þau og mig sjálfan,“ seg-
ir Ólafur Sveinn sem fékk starf móður sinnar í
íþróttahúsinu.
Eins og þegar faðir hans féll frá leitaði Ólaf-
ur Sveinn í ljóðið eftir andlát móður sinnar.
„Eftir fyrsta ljóðið um pabba orti ég ekki mik-
ið þangað til mamma dó en eftir það fór ég að
punkta meira hjá mér,“ segir hann. „Ég er
ekki þetta dæmigerða ljóðskáld; alinn upp af
verkafólki og iðnaðarmönnum fyrir vestan og
er rafvirkjameistari að mennt og líka með próf
í rafeindavirkjun. Undanfarin átta ár hef ég
unnið sem markaðsstjóri hérna í Tækniskól-
anum. Sá fyrsti í sögu skólans. Ég hef hins
vegar lengi haft yndi af ljóðlist og á meira efni
í fórum mínum en það sem birtist í þessari
bók.“
Grípum niður í bókinni. Þetta ljóð heitir
Villa:
Þegar kirkjan rúmar ekki allt það fólk sem vill
mæta í jarðarför
er nauðsynlegt að hugsa út fyrir boxið
Jarðsyngja út fyrir boxið
Prestar í sveitinni eru ekki bara þjónar guðs
ekki bara starfsfólk þjóðkirkjunnar
prestar í sveitinni eru vinir – nágrannar – foreldrar
Tveir prestar jarðsyngja pabba
báðir voru þeir nágrannar, vinir, foreldrar
þeir kunna að hugsa út fyrir boxið
Pabbi er jarðsunginn í íþróttamiðstöðinni
þar sem hann spilaði körfubolta með prestum
þar sem hann spilaði á gítar með prestum
söng í sunnudagaskólanum
Á sama stað og Svenni prestur hafði kallað villa
stendur nú líkkista
hann langar að kalla villa
en röddin brestur á vítapunktinum
Af guðhræddu fólki
Það var langamma Ólafs Sveins, Guðný Krist-
jana á Sellátranesi, sem kenndi honum fyrstu
vísurnar þegar hann var barn. „Seinna komst
ég að því að það voru drykkjuvísur,“ upplýsir
hann hlæjandi. „Hún kenndi mér líka að fara
með bænirnar mínar enda af guðhræddu
sveitafólki komin. Merkileg kona, hún
langamma mín.“
Það var líka listræn taug í föður hans, Stef-
áni Jóhannesi Sigurðssyni, sem spilaði vel á
gítar, bassa og píanó og samdi meðal annars
söngleik ásamt bróður sínum. Hann var líka
metnaðarfullur plötusafnari og rak um tíma
myndbandaleigu í forstofunni heima, þá einu
í plássinu. „Allt veitti þetta mér innblástur
og hafði áhrif á mig meðan ég var að vaxa úr
grasi. Mamma, Kristín Ólafsdóttir, var á
hinn bóginn náttúrubarnið, frá Rauðasands-
hreppi hinum forna, og með henni fór ég í
sveitaferðir; það var eins og að koma aftur á
19. öld.“
Hann brosir.
Ljóðið Hvíldarstaður er í kaflanum um móð-
ur Ólafs Sveins:
Útsýnið er fallegt í allar áttir
en flestir horfa á fjörðinn
þar sem sólin sest
handan við fjöllin í vestri
Nú hvíla þau tvö
í garðinum við Fagramúla
með útsýni yfir fjörðinn
og tignarleg fjöll
Norðurljósin dansa fyrir þau
á veturna
Fuglarnir syngja fyrir þau
á vorin
Sólsetrið eiga þau saman
á hverju kvöldi
Faðir hans var á hinn bóginn úr Kópavogi
en kynntist móður hans í Reykjavík. „Eftir
það fór hann vestur á vertíð og sneri aldrei til
baka.“
Hvatning frá eiginkonunni
Flest ljóðin í Kletti – ljóðum úr sprungu eru
samin á árunum 2004 til 2006 en höfnuðu niðri
í skúffu. „Ég sýndi ekki nokkrum manni þetta
svo árum skipti. Það var ekki fyrr en 2018 að
ég treysti eiginkonu minni, Nönnu Kristjönu
Traustadóttur, fyrir ljóðunum. Það kom þann-
ig til að ég hafði verið að semja til hennar ást-
arljóð og hún spurði hvort ég ætti meira efni.
Eftir að hafa séð það hvatti hún mig óspart til
dáða og til að gefa ljóðin út.“
Ólafur Sveinn kveðst hafa verið feiminn við
það enda efnið afar persónulegt. Félagi hans
að vestan, Bergsteinn Sigurðsson, sem vinnur
hjá Ríkisútvarpinu, las efnið því næst yfir og
hvatti hann einnig til að hafa samband við
bókaútgefendur. „Það varð til þess að Páll
Valsson hjá Bjarti fékk efnið í hendur og hafði
trú á því. Það var fyrir hvatningu hans að
þriðji kaflinn var skrifaður og boginn klár-
aðist, það er Eftirleikurinn, til viðbótar við
hina tvo, sem heita einfaldlega Pabbi og
Mamma. Það bættust líka nokkur ljóð við fyrri
kaflana tvo að beiðni Páls, auk þess sem hann
taldi mig á að birta ljóð sem ég hafði upp-
haflega aldrei ætlað að hafa í bókinni,“ segir
Ólafur Sveinn.
Bókin er ekki bara saga fjölskyldu hans
heldur um leið saga litlu sjávarplássanna fyrir
vestan, þar sem fólki hefur jafnt og þétt verið
að fækka. „Drifkrafturinn hefur verið að
hverfa og þessi samfélög þurfa á áfallahjálp að
halda. Ég upplifði þetta sterkt þegar haldið
var útgáfuhóf á Tálknafirði um daginn. Það
mættu hátt í 70 manns, ættingjar og vinir úr
þorpinu og nálægum sveitarfélögum. Þar kom
maður að máli við mig og sagði að þessi bók
væri ekki aðeins uppgjör fyrir mig, heldur fyr-
ir samfélagið allt. Það þekkja allir á Tálkna-
firði sögu foreldra minna og þessi dauðsföll
sitja í mörgum.“
Skilur sorgina og dauðann
Sjálfur kveðst Ólafur Sveinn ekki hafa litið á
bókina sem uppgjör en finnur núna að heil-
mikið uppgjör er fólgið í ferlinu öllu. „Sem
markaðsstjóri er mitt aðalstarf að koma fram
en þegar ég byrjaði að lesa upp úr bókinni fyr-
ir fólk, bæði hér í Reykjavík og fyrir vestan,
fann ég hversu mikið það tók á. Eftir á að
hyggja var þetta eitthvað sem ég þurfti að
gera.“
Hann hefur lesið upp úr bókinni víða, svo
sem í alls konar „leyniklúbbum“ og einnig á
Hrafnistu. „Það var gefandi að lesa upp fyrir
gamla fólkið; það skilur nefnilega sorgina og
dauðann.“
Það er ekki bara mannlífið fyrir vestan sem
leikur stórt hlutverk í bókinni, heldur ekki síð-
ur náttúran. „Konan mín er líka að vestan, úr
Hnífsdal, og við förum mikið vestur, ábyggi-
lega tíu sinnum á ári. Við sækjum mikið í teng-
inguna við náttúruna og ræturnar.“
Þrátt fyrir alvarleika efnisins er húmorinn
ekki langt undan í bókinni. „Við systkinin urð-
um snemma sammála um að við yrðum að hafa
ákveðinn húmor fyrir aðstæðunum sem við vor-
um í – hreinlega til að lifa af. Við misstum ekki
bara foreldra okkar, heldur líka móðurafa 2003
og móðurömmu 2007. Þá töluðum við um að
fjölskyldan væri í útrýmingarhættu. Það skilja
ekki allir svona húmor en þetta hefur komið
okkur gegnum þessa þrekraun. Við tölum
ennþá mikið um mömmu og pabba og deilum
myndum af þeim á afmælis- og tyllidögum.“
Á tali hjá látnum
Sem dæmi um húmorinn í bókinni má nefna
ljóðið Miðilsfund:
Hinir dauðu – skrifa ekki sms
hinir dauðu – senda ekki póstkort
hinir dauðu – eru utan þjónustusvæðis
Nema á miðilsfundum
Ekki er þó sjálfgefið að ná sambandi á slík-
um fundum. „Miðill brýndi einu sinni fyrir
systur minni að ekki mætti hugsa um hina
látnu á miðilsfundum – þá væri á tali hjá þeim!
Þetta er mögnuð innansveitarkrónika,“ segir
Ólafur Sveinn.
Sum ljóðin í bókinni eru knöpp en þó ekkert
eins og það sem heitir því ágæta nafni Gunni
frændi. Það er svona:
„Helvítis líf“
„Gunni er föðurbróðir minn og þegar við
stóðum saman eftir útför pabba lét hann þessi
orð falla. Það er engu við þetta að bæta!“
Margt ber á góma, eins og ákvörðun
systkinanna um að gefa líffæri úr móður
sinni. „Mamma var flutt með sjúkraflugi
hingað suður og dó á Landspítalanum. Fjór-
Klettur – ljóð úr sprungum er fyrsta ljóðabók Ólafs Sveins Jóhannessonar. Þar yrkir
hann um sviplegt fráfall foreldra sinna, Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar og Kristínar
Ólafsdóttur, sem létust með fimm ára millibili langt fyrir aldur fram. Það varð til
þess að Ólafur Sveinn tók við heimilinu og uppeldi systkina sinna.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Brot af mömmu
og pabba
’
Það kom þannig til að ég
hafði verið að semja til henn-
ar ástarljóð og hún spurði hvort
ég ætti meira efni. Eftir að hafa
séð það hvatti hún mig óspart til
dáða og til að gefa ljóðin út.