Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Page 15
14.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 um mínútum eftir að læknir hafði komið og tilkynnt okkur að hún væri dáin kom annar læknir og spurði hvort við værum tilbúin að veita samþykki fyrir líffæragjöf. Amma var andvíg því en við systkinin vorum á einu máli um að leyfa þetta og það er á einhvern hátt huggun í því fólgin að ung kona í Danmörku hafi fengið hjartað úr mömmu enda þótt ég hafi ekki hugmynd um hvernig henni reiddi af.“ Ljóð sem fólk skilur Ólafi Sveini þykir mikilvægt að vera hreinn og beinn í sinni ljóðlist. „Ég vil yrkja ljóð sem fólk skilur; það yrði ekki eins áhrifamikið og sterkt að hafa þetta háfleygt. Sjálfum finnst mér líka skemmtilegra að lesa ljóðabækur sem hafa þráð og segja sögu, samanber Þorpið eftir Jón úr Vör.“ Hann segir ljóðið gefa sér lífsfyllingu og hvetur fólk almennt til listsköpunar. „Ég hvet börnin mín óspart til listsköpunar og til að njóta lista, hvort sem það er ljóðlist, myndlist, tónlist eða eitthvað annað. Það er mikilvægt að glæða líf okkar með list.“ Þess má geta að Ólafur Sveinn er auðugur að börnum. Á tvö sjálfur úr fyrra sambandi og Nanna Kristjana á þrjú úr sínu fyrra sam- bandi. Fjögur þeirra búa á heimilinu en eitt er flogið úr hreiðrinu. Hann er líka ötull talsmaður ljóðsins út á við. „Ég hvet börnin mín og nemendur hér í skólanum til að lesa ljóð, helst á hverjum degi. Ljóðið stendur æskufólki líka nærri enda speglast samfélagsmiðlar í því. Láttu mig þekkja það, ég stýri samfélagsmiðlum fyrir Tækniskólann. Hvor tveggja býr að knöppu formi og hnyttnu.“ – Eru samfélagsmiðlar þess því umkomnir að lyfta ljóðinu? „Já, tvímælalaust. Fjöldi fólks er að skrifa ljóð og prósa á degi hverjum – án þess að vita endilega af því. Fólk getur ekki hamið sig. Og það er fátt betra en að yrkja, skrifa eða búa til, þó ekki sé nema fyrir sjálfan þig. Það hefur haldið lífinu í þessari þjóð gegnum aldrinar.“ Einlægar kveðjur Ólafur Sveinn er mjög ánægður með að hafa stigið þetta stóra skref – að gefa bókina út. „Mig hefur alltaf langað að koma þessari sögu á einhvers konar form. Hún er merkileg og það skiptir máli fyrir svo marga að hún sé sögð enda voru foreldrar mínir vel liðið fólk og máttarstólpar í samfélaginu á Tálknafirði. Ljóðið lá beinast við.“ Og ekki spilla viðtökurnar fyrir. „Ég hef fengið einlægar kveðjur frá bláókunnugu fólki og fyrir það er ég afskaplega þakklátur. Ég vinn á stórum vinnustað, það starfa fleiri í Tækniskólanum en búa á Tálknafirði, og sam- starfsfólk mitt hefur verið duglegt að kaupa bókina. Þeirra á meðal er einn sem kom að máli við mig; kvaðst bara hafa ætlað að styrkja strákinn sem hann kann vel við en átti ekki von á því að bókin myndi hreyfa svona við honum. Hann væri ennþá að jafna sig eftir lesturinn. Svona viðbrögð gefa manni mikið. Nái maður að fá fólk til að hugsa um lífið og tilveruna er tilganginum náð.“ Og Ólafur Sveinn er hvergi nærri hættur – handrit að næstu bók er þegar komið vel á veg. „Hún er um allt aðra hluti og hefur að stofninum til verið til lengi. Þetta verk þurfti hins vegar að koma á undan. Það er undir út- gefandanum komið hvenær sú bók kemur út.“ Ólafur Sveinn Jóhannesson sýndi ekki nokkrum manni ljóð sín um langt árabil en er afar ánægður að hafa stigið skrefið og fengið þau gefin út. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Systkinin heima á Tálkna- firði árið 1994. Eydís Hulda, Árni, Gunnar Smári og Ólafur Sveinn. Kristín Ólafsdóttir og Stef- án Jóhannes Sigurðsson heitin á brúðkaupsdaginn 1984 ásamt sonum sínum. Ólafi Sveini og Árna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.