Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Síða 17
ur eftir sér að ferðast á milli funda í einkaþotum.
Gore hefur jafnan bent á efnislega að alvaran blasi
við sér og öllum öðrum og sífellt fleiri geri sér ljóst
að verði ekki brugðist við, ekki seinna en í gær, væru
það mestu svikráð sem jörðin hefði orðið fyrir frá
öndverðu. Það hefur einkennt lokapunkt allra þess-
ara ráðstefna í þá áratugi sem engan tíma hefur
mátt missa, að við lok þeirra hafa fréttir borist um
að aldrei áður hafi staðið jafn tæpt og nú að menn
næðu saman. En einmitt á síðustu mínútunum hafi
komið útspil sem hafi breytt miklu að sögn þeirra
„sem best þekkja til“.
Og útspilið kom
Nú síðast var sagt í fréttum að forsetar Kína og
Bandaríkjanna hefðu átt samskipti og komið sér
saman um að sökkva sér dýpra niður í málið en áður.
Fylgdi sú skýring þessari frétt að þessi yfirlýsing
gæti haft mikla þýðingu. Það er ekki síst athyglis-
vert vegna þess að Joe Biden lúllaði á ráðstefnunni
og Xi forseti Kína taldi ráðstefnuna ekki rísa undir
því að hann gægðist þar inn. Og Pútín hafði öðrum
hnöppum að hneppa.
Skrítin þróun
En nú eru nýir þættir komnir til sögunnar sem
munu gera stjórnendum heimsins erfitt um vik. Nú
eru ákafamenn um hamfarahlýnun teknir að beita
nýjum aðferðum, sem geta gert mikinn skaða. Ríkin
í okkar heimshluta hafa hvert af öðru tekið að týna
fullveldi sínu hvað dómstólana varðar. Ísland ætti þó
að vera varið fyrir því sem er að gerast. En er það
öruggt? Það sést æ oftar, að íslenskir dómarar telja
sig, þvert á lög sem voru sett til að tryggja vilja
stjórnarskrárinnar, þurfa að leita álits erlendra
dómstóla, sem sérstaklega liggur fyrir að binda ekki
Ísland. En þegar álitsins er leitað eru dómstólarnir
komnir í hreinar ógöngur. Af hverju að leita álitsins
ef þeim er óheimilt að lögum að láta það hafa áhrif á
úrslit máls hér!
En með atburðarásinni erlendis, þar sem ákvæði
stjórnarskrár nýtur ekki við eins og hér, auk settra
laga því til áréttingar, er skrítin þróun hafin.
Má í því sambandi benda á mjög athyglisverða
grein Ambrose Evans-Pritchards í Daily Telegraph.
Hann bendir á að þrýstihópar sem tengjast kröf-
unum um lok og læs í stíl veiruslagsins segi að sömu
aðferðum verði að beita gegn hamfarahlýnuninni
ógurlegu og ekki verður betur séð en þeim sé að
verða ágengt! Má jafnvel horfa til stjórnlagadóm-
stóls Þýskalands, Mannréttindadómstólsins, alþjóð-
legra dómstóla tengdra SÞ, sem nú seinast eru tekn-
ir að horfa til niðurstaðna á fjöldasamkundum um
loftslagsmál. Bendir Pritchard á fleiri dæmi um að
dómstólar séu teknir að dansa með. Hann segist
sjálfur geta haft tilfinningatengsl við það sem er að
gerast, en heilabúið vari sig alvarlega við.
Og hann gengur reyndar lengra þegar hann hugs-
ar um þróunina upphátt. Það verður ekki aðeins
miklu líklegra að hans mati að Trump komi aftur,
heldur spáir hann því að fjöldi annarra trumpara
muni fygja í kjölfarið verði þetta þróunin.
En hvað segja mælarnir
En hvað er annars að frétta úr raunheimi staðreynd-
anna sem verða svo illa úti upp á síðkastið? Hvernig
var veðrið t.d. hið næsta okkur í tíma og rúmi?
Trausti Jónsson veðurfræðingur, sem er dálítið
veikur fyrir staðreyndum, hefur þennan fróðleik nú
allra síðast: „Fyrstu 10 dagar nóvembermánaðar.
Meðalhiti fyrstu tíu daga nóvembermánaðar í
Reykjavík er +2,5 stig. Það er -0,6 stigum neðan
meðallags sömu daga áranna 1991 til 2020 og -1,2
stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn rað-
ast í 15. hlýjasta sæti (af 21) á öldinni. Hlýjastir voru
sömu dagar árið 2004, meðalhiti þá 6,1 stig, kaldastir
voru dagarnir tíu árið 2010, meðalhiti +0,1 stig. Á
langa listanum er hiti nú í 62. hlýjasta sæti (af 146).
Hlýjast var 1945, meðalhiti +8,2 stig, en kaldast
1899, meðalhiti þá -4,0 stig (og 1996 var meðalhiti
-3,6 stig).
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu daga mánaðar-
ins +1,2 stig, -0,2 stigum neðan meðallags 1991 til
2020, en -0,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.
Einna svalast (að tiltölu) hefur verið við Faxaflóa,
þar er hiti í 15. hlýjasta sæti aldarinnar, en hlýjast
hefur verið á Suðausturlandi og miðhálendinu, þar
raðast hiti í 12. hlýjasta sætið.
Á einstökum veðurstöðvum hefur verið hlýjast að
tiltölu í Papey, þar er hiti +0,1 stigi ofan meðallags
síðustu tíu ára, en kaldast hefur verið í Grímsey, þar
sem hiti er -1,9 stigum neðan meðallags tíu ára.“
Mælarnir virðast vita sínu viti.
Morgunblaðið/Eggert
’
Satt best að segja taka heimsleiðtogar
þessar ráðstefnur ekki mjög alvarlega og
hafa sennilega aldrei gert. En þeim þykir við
hæfi að vera með nokkur látalæti í kringum
þessar uppsetningar, um minna en ekkert, á
nokkurra ára fresti.
14.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17