Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Qupperneq 18
K olbrún er fædd og uppalin í Vestur- bænum og leggur nú stund á meistaranám í lög- fræði við Háskóla Íslands. Hún er líka sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði og sinnir ýmsum verk- efnum og aktívisma samhliða því. Smartland fékk að skyggnast inn í fataskáp Kolbrúnar. Hvernig föt klæða þig best? „Fyrst og fremst föt sem mér líð- ur vel í, ég labba mikið á milli staða og er oft að heiman allan sólar- hringinn þannig að það skiptir mig mestu máli að fötin séu þægileg. Ég fer líka mjög mikið í sund þannig að ég hef takmarkaðan húmor fyrir einhverjum þröngum gallabuxum eða óþægilegum flíkum eftir það,“ segir Kolbrún. Hún fellur oftast fyrir blazer- jökkum. „Ég elska góða þægilega blazera og þá helst frekar „oversi- zed“. Svo ná svört „chunky boots“ mér líka alltaf, sama hvað, og mér finnst ég aldrei eiga nóg af þeim,“ segir Kolbrún. Hún lýsir fatastíl sínum sem ein- földum og þægilegum. „Einföld klæðileg föt og nokkrir „state- ment“-skartgripir eða fylgihlutir. Flestallt eitthvað sem er auðvelt að klæða upp og niður og virkar vel saman.“ Hvernig klæðir þú þig dags- daglega? „Dagarnir mínir eru svo fjöl- breytilegir að ég er oftast með ein- hvern grunn sem ég get klætt upp og niður eftir því sem líður á dag- inn. Grunnurinn samanstendur oft- ast af svörtum buxum og blazer eða kápu og svo eru það rúllukragar, skyrtur, hlýrabolir og hettupeysur sem rótera smá yfir daginn þegar ég flandra á milli funda, bókasafna, kaffihúsa og tónleika.“ Hvernig klæðirðu þig þegar þú ert að fara eitthvað fínt? „Ég fer í einhverjar fínni blússur eða pallíettutoppa og hvíta (gervi) loðfeldinn minn, hann er „must“.“ Gert ótal tilraunir til að innleiða meiri litagleði Þegar Kolbrún er spurð hvort hún hafi gert einhver slæm fatakaup á ævinni nefnir hún appelsínugulan samfesting. „Ég hef gert ótal til- raunir til að innleiða meiri litagleði í fataskápinn með mismiklum ár- angri. Fyrsta sem mér dettur í hug er appelsínugulur samfestingur, Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bach- mann er upptekin kona og kemur oft ekki heim fyrr en síðla kvölds eftir langa daga. Því velur hún sér föt sem eru ekki bara töff heldur líka þægileg. Hún segist vera með takmarkaðan húmor fyrir þröngum galla- buxum og leggur mikið upp úr því að vera í þægilegum fötum. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Kolbrún er oft að heim- an allan sólarhringinn og leggur því mikið upp úr því að velja föt sem hún getur klætt upp og niður eftir tilefninu. Kolbrún er mikill sökker fyrir blazer- um. Hún er einstaklega hrifin af sídd- inni á þessum jakka sem hún fékk í Verzl- anahöllinni á Laugavegi. Kápan er ein af eftirlætis flíkum Kolbrúnar. Hana fékk hún í Spúútnik. Með takmark- aðan húmor fyrir þröngum gallabuxum 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.11. 2021 TÍSKA SIRIUS Aðventukerti, LED. Hvít með gylltum tölum. 13×7,5 cm. 8.990 kr. Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 11 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 11 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 ÞAÐ ER AÐ STYTTAST Í AÐVENTUNA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.