Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.11. 2021 LESBÓK HARMLEIKUR Fjórir nóbelsverðlaunahafar í bók- menntum hafa skorað á yfirvöld að leysa úr neyðaástand- inu á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Elfriede Jelinek, Herta Müller, Svetlana Alexijevitsj og Olga Tok- arczuk, sem fengu verðlaunin í bókmenntum, birtu opið bréf í blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung á þriðju- dag þar sem skorað var á ráðamenn að „missa ekki sjónir af harmleiknum“. Flóttamennirnir á landamærunum væru aðframkomnir af hungri, þreytu og kulda. Bréfið var stílað á Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB, David Sassoli, forseta Evrópuþingsins, og þingmenn þess. Alexijevitsj er frá Hvíta-Rússlandi og Tokarczuk frá Póllandi. Áskorun nóbelshafa Olga Tokarczuk. SJÓNVARP Hwang Dong-hyuk, leikstjóri suður- kóresku þáttaraðarinnar „Smokkfiskleikurinn“, lýsti yfir því í byrjun vikunnar að ráðgert væri að gera aðra þáttaröð. Viðbrögðin við þáttunum hefðu verið mjög jákvæð og fjöldi óska borist um að gera framhald. „Ég hef það nánast á til- finningunni að við eigum ekki annars kost,“ sagði Hwang á hátíð, sem efnt var til vegna þáttanna í Los Angeles á mánudag. Hwang lét ekki uppi hvenær næsta sería væri væntanleg. „Við erum að skipuleggja, en ég get lofað ykkur að Gi-hun snýr aftur og mun gera eitthvað fyrir heiminn,“ sagði hann. Hwang Dong- hyuk, leikstjóri „Smokkfisk- leiksins“. AFP Remi Ouvrard ofan á loftbelgnum. Met á loftbelg HÁTT UPPI Franskur ofurhugi sló hæðarmetið í að standa ofan á loft- belg á miðvikudag. Remi Ouvrard, sem er 28 ára, stóð ofan á loftbelg á meðan hann fór upp í 4.016 metra hæð. Ouvrard var klæddur hvítum geimbúningi og sagðist ekki hafa fundið fyrir óþægindum vegna þunna loftsins og hitinn frá loft- belgnum hefði yljað honum þrátt fyrir kuldann. „Mér var funheitt,“ sagði hann. Metið var sett í Frakklandi og stýrði faðir Ouvrards loftbelgnum. Ouvrard sendi út streymi á fé- lagsmiðla í beinni útsendingu hluta af fluginu. Fyrra hæðarmetið átti Ouvrard einnig. Það var 1.217 metrar og setti hann það 2019. Toronto, Los Angeles. AFP. | Kenneth Branagh sló fyrst í gegn sem leikari, en lætur nú meira að sér kveða í hlut- verki leikstjórans. Nýjasta afkvæmi hans nefnist „Belfast“ og margir eru þeirrar skoðunar að hún gæti orðið fyrsta myndin, sem gerð hefur verið í kórónuveirufaraldrinum, til að hreppa Óskarsverðlaun fyrir bestu myndina. Þegar myndin var frumsýnd í Los Angeles í vikunni sagði Branagh að kveikjan að henni hefði verið „annað útgöngubann“, tími átaka og rósta á Norður-Írlandi. Myndin byggir á æsku Branaghs og er í svarthvítu. Hún fór í almennar sýningar vestanhafs á föstudag. „Hún spratt upp úr þögninni, sem blasti við mörgum okkar í upphafi út- göngubannsins og mér var kippt aft- ur til hins útgöngubannsins, sem við upplifðum þar sem vígi voru reist við báða enda götunnar,“ sagði Branagh. Branagh, sem fyrst gat sér orð sem sviðsleikari í verkum Shakespears og varð svo kvikmyndastjarna áður en hann sneri sér að leikstjórn, flutti frá Belfast þegar hann var barn að aldri ásamt fjölskyldu sinni til að flýja vax- andi ofbeldi á Norður-Írlandi seint á sjöunda áratug 20. aldar. Kvikmyndin hefst á ofbeldi á göt- um úti sumarið 1969 þegar mótmæl- endur réðust á katólskar fjölskyldur til að hrekja þær úr götum þar sem fólk sem tilheyrði báðum trúar- brögðum hafði áður búið hlið við hlið. Breskir hermenn eru sendir á vett- vang. Frá sjónarhóli barnsins Sagan er sögð frá sjónarhóli Buddys, sem er níu ára gamall og leikinn er af Jude Hill. Faðir hans, sem Jamie Dornan leikur, þarf að gera upp við sig hvort hann eigi að taka þá erfiðu ákvörðun að rífa fjölskylduna upp með rótum og slíta hana frá því sam- heldna samfélagi, sem hún býr í í Bel- fast. Barnið hefur aðeins takmarkaðan skilning á því hvað ástandið er alvar- legt og í myndinni eru mörg fyndin atriði. Í henni skiptast á húmor og heitar tilfinningar og hefur sérstöku lofsorði verið lokið á leik Judi Dench og Ciaran Hinds, sem leika ömmu og afa drengsins. „Ég var 16 ára þegar 1969 rann upp og ég man eftir spennunni sem fylgdi því þegar allt sprakk og það var ekki fyrr en daginn eftir sem ég gerði mér grein fyrir hvað þetta var ógnvænlegt,“ sagði Ciaran Hinds, sem leikur í myndinni og ólst upp í Belfast líkt og fleiri í leikarahópnum. „Æska mín á þessum tíma var hljóðin að næturlagi í borginni og spreng- ingar í fjarska bergmáluðu af hæðum Belfast og byssuhvellir gullu í nótt- inni.“ Vitjar æskuára í Belfast Kenneth Branagh leitar aftur til uppruna síns í myndinni „Belfast“, sem hann leikstýrði og skrifaði handritið að. Hún hefur fengið góðar viðtökur og þegar er farið að spá henni Óskarsverðlaunum. Karl Blöndal kbl@mbl.is Caitrona Balfe, Jamie Dornan, Judi Dench og Jude Hill á bíó í bíómyndinni „Belfast“. Myndin fjallar um róstusama tíma á Norður-Írlandi. Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Útsölustaðir: Apótek, heilsuhillur stórmarkaða og Heimkaup.is Háþróað bætiefni sem inniheldur öflugar jurtir, mikilvæg vítamín og steinefni sem stuðla að bættum svefngæðum. Inniheldur m.a tryptófan, humla, sítrónumelissu, kamillu, saffran og magnesíum sem stuðlar að slökun. Neubria er fáanlegt í fjórum öðrum tegundum. Fyrir væran svefn OFUR BLANDA Framhald á „Smokkfisksleiknum“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.