Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.11.2021, Qupperneq 29
Rósturnar á Norður-Írlandi áttu
eftir að setja mark sitt á næstu þrjá
áratugi og reka fleyg á milli hópa eftir
markalínum trúarbragða og uppruna.
Árið 1998 var gert friðarsamkomu-
lag, sem kennt hefur verið við föstu-
daginn langa, en vegna ágreiningsins
um landamærin milli Norður-Írlands
og Írlands út af útgöngu Bretlands úr
Evrópusambandinu hefur aftur hitn-
að í kolunum.
„Ótti við sprengjutilræði um hverja
helgi þegar maður fór að hitta félag-
ana í bænum – þannig hlutir urðu eig-
inlega hversdagslegir fyrir okkur […]
nú þegar maður horfir til baka er það
galið,“ sagði Dornan, sem einnig sótti
í uppvaxtarár sín í Belfast fyrir leik
sinn í myndinni. „Það verður alltaf
órói á Norður-Írlandi, þannig er það
því miður. En fólk hefur að mestu
leyti lifað í sátt og samlyndi – að
mestu leyti – í 23 ár,“ bætti hann við
og kvaðst hafa áhyggjur af að Brexit
ógnaði stöðugleikanum eftir 1998.
Gekk lengi með
hugmyndina
Branagh kveðst hafa haft í huga að
gera „Belfast“ í marga áratugi, en
hófst ekki handa við að skrifa handrit
að myndinni fyrr en í fyrsta útgöngu-
banninnu vegna kórónuveirunnar á
Bretlandi.
„Mér fannst eins og fyrir 18 mán-
uðum værum við að byrja að skilja
hvernig svona hlutir gætu ruglað
menn í ríminu […] ekki vegna ofbeld-
is heldur ógnarinnar af þessari graf-
alvarlegu veiru, sem læsti okkur öll
inn og vakti okkur öll að ég held til
mikillar umhugsunar.“
Hafist var handa við gerð
myndarinnar í ágúst í fyrra. Meðan
á henni stóð var daglega prófað
fyrir smitum og leikmunadeildin
starfaði í algerri einangrun innan
skýrt afmarkaðs tímaramma.
Myndin fékk mjög góðar viðtökur
þegar hún var sýnd í Toronto fyrir
viku og Los Angeles í vikunni. Fái
hann Óskarsverðlaun fyrir hana yrðu
þau hans fyrstu því þótt hann hafi
fimm sinnum verið tilnefndur hefur
hann aldrei hreppt styttuna.
Hann var fyrst tilnefndur bæði fyr-
ir leik og leikstjórn „Hinriks V.“ eftir
Shakspeare árið 1990. Þremur árum
síðar var hann tilnefndur fyrir stutt-
myndina „Swan Song“. Fjórða til-
nefningin var fyrir vinnu við handrit
að öðru verki Shakespeares, „Ham-
let“, árið 1997. Árið 2012 var hann svo
tilnefndur fyrir bestan leik í auka-
hlutverki í myndinni „My Week With
Marilyn“. Þar lék hann Laurence Oli-
vier lávarð, annan annálaðan Shake-
speare-leikara, sem hann var borinn
saman við þegar hann lék Hinrik V á
sínum tíma. Branagh hefur því verið
tilnefndur til Óskarsverðlauna í fimm
mismunandi flokkum.
Branagh er nú sextugur. Hann
vakti mikla athygli þegar hann spratt
fram á sjónarsviðið fyrir um 30 árum
ásamt þáverandi konu sinni, Emmu
Thompson, sem unnið hefur margan
sigur á leiklistarsviðinu.
Ekki er mikið eftir af írska hreimn-
um hjá Branagh frá æskuárunum á
Norður-Írlandi, en hann hefur sagt
að Belfast muni aldrei nást úr strákn-
um. Hann hefur sagt að framburður
hafi verið kenndur í skóla eftir að
hann fluttist til Reading á Englandi
með fjölskyldunni, en ekki hafi verið
reynt að berja írska framburðinn úr
honum. Nú hefur hann horfið aftur til
róta sinna.
„Mig langaði að taka í höndina á
þessum níu ára strák og líka að skilja
hvað foreldrar mínir gengu í gegn-
um,“ sagði Branagh þegar „Belfast“
var sýnd í Los Angeles.
Kenneth Branagh leikstjóri og
leikararnir Ciaran Hinds, Caitiona
Balfe, Jude Hill og Jamie Dornan
við frumsýninguna á „Belfast“ í
Los Angeles 8. nóvember.
AFP
14.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Ýmsar gerðir af heyrnar-
tækjum í mismunandi
litum og stærðum.
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki fást
í vefverslun heyrn.is
HEYRNARÞJÓNUSTA
2007
HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600
HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS
Heyrðu
umskiptin,
fáðu heyrnartæki
til reynslu
UMMÆLI Robin Schwann,
heilbrigðisráðherra Norður-Írlands,
hefur höfðað mál gegn norðurírska
söngvaranum Van Morrison fyrir
meiðyrði. Morrison sagði að
Schwann væri stórhættulegur eftir
að tónleikum hans var aflýst með
skömmum fyrirvara vegna kórónu-
veirunnar. Birtust ummælin í mynd-
skeiði, sem breiddist hratt út á net-
inu. Hann sagði einnig að
ráðherrann væri svikahrappur í við-
tali og söng síðan um hvað hann væri
hættulegur í lagi, sem hann gaf út.
Morrison stefnt fyrir meiðyrði
Van Morrison.
Morgunblaðið/Golli
BÓKSALA 3.-9. NÓVEMBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Heima hjá lækninum
í eldhúsinu
Ragnar Freyr Ingvarsson
2 Sigurverkið
Arnaldur Indriðason
3 Þú sérð mig ekki
Eva Björg Ægisdóttir
4
Læknirinn í
Englaverksmiðjunni
Ásdís Halla Bragadóttir
5 Kolbeinsey
Bergsveinn Birgisson
6
Tilfinningar eru fyrir
aumingja
Kamilla Einarsdóttir
7 Sextíu kíló af kjaftshöggum
Hallgrímur Helgason
8 Meinsemd
Kim Faber/Janni Pedersen
9 Guðni á ferð og flugi
Guðjón Ragnar Jónasson
10 Þín eigin ráðgáta
Ævar Þór Benediktsson
1 Þín eigin ráðgáta
Ævar Þór Benediktsson
2
Fagurt galaði fuglinn sá
Helgi Jónsson/Anna Margrét
Marinósdóttir
3
Reykjavík barnanna
Margrét Tryggvadóttir/
Linda Ólafsdóttir
4
Nú er nóg komið!
Hildur Knútsdóttir/
Þórdís Gísladóttir
5 Ótemjur
Kristín Helga Gunnarsdóttir
6 Jólasvínið
J.K. Rowling
7 Saga finnur fjársjóð
Sirrý Arnardóttir
8
Vala Víkingur og epli Iðunnar
Kristján Már Gunnarsson/
Sól Hilmarsdóttir
9 Dýrasinfónían
Dan Brown
10 Sólkerfið okkar – vísindalæsi
Sævar Helgi Bragason
Allar bækur
Barnabækur
Mér þykir ekki verra að lesefnið
beri mig burt úr hversdagslífi
líðandi stundar til annarra landa
og annarra tíma. Þess vegna
kunni ég vel að
meta Kvinde
set fra ryggen
eftir Jesper
Wung-Sung
sem ég las ný-
útkomna fyrr á
þessu ári. Bókin
segir sögu Idu
Ilsted, sem
varð eiginkona
eins virtasta listmálara Dana,
Vilhelms Hammershøi, og
helsta fyrirsæta hans frá árinu
1890. Danir (og aðrir) þekkja
einkum þöglan baksvip þeirrar
konu af málverkum en höfundi
tekst afar vel að gæða hana lífi,
ljá henni rödd og líkama sem
kvelst undan þeirri raun að sitja
fyrir hjá vandvirkum og kröfu-
hörðum listamanni.
Einnig las ég nýlega skáldsög-
una Hamnet eftir Maggie
O‘Farrell. Titill-
inn er nafn son-
ar Williams
Shakespeare
sem lést í
bernsku. Eigin-
konan Agnes
(eða Anne) er
þó aðalpersón-
an og barns-
missirinn og
sorgin meginviðfangsefnið.
Heimabærinn Stratford upon
Avon í lok 16. aldar lifnar við og
persónurnar standa manni nær
eftir lesturinn. Hvernig atvik-
aðist það að Will og Agnes tóku
saman? Hvers vegna yfirgaf Will
konu og börn og fór að leika í
Lundúnum? O‘Farrell skáldar í
hinar mörgu eyður í heimildum
um Shakespeare-fjölskylduna af
mikilli hugkvæmni og ritfimi og
skýrir á sinn hátt hvers vegna
leikritið Hamlet heitir því nafni
og er eins og það er.
Þjáðar eiginkonur snillinga
leiða svo hugann að raunalega
misheppnuðu hjónabandi Doro-
theu og séra Casaubons í Midd-
lemarch eftir George Eliot (dul-
nefni Mary Ann
Evans) þar sem
sögusviðið er
sveit og borg á
Englandi á tím-
um iðnbylting-
arinnar. Þetta
er mikill doðr-
antur, enda
mun höfund-
urinn hafa lagt
drög að tveimur skáldsögum en
ákveðið að steypa þeim saman.
Úr verður líflega skrifuð aldar-
lýsing og þjóðfélagsrýni með
fjölbreyttum og skemmtilegum
persónum. Mary Ann Evans hef-
ur verið mikill mannþekkjari því
að hugsunum og gjörðum per-
sónanna er lýst af einstöku
innsæi og mannskilningi þegar
sögumaður talar. Síðasta efnis-
grein bókarinnar er perla og
hefur verið sett í flokk tíu bestu
lokaorða bókmenntanna. Ég
þurfti ekki að lesa þá samantekt
í Guardian til að tárast yfir
þeim.
GUÐRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR ER AÐ LESA
Þjáðar eiginkonur
snillinga
Guðrún Þór-
hallsdóttir er
málfræðingur.