Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.11. 2021 K aldir vindar hafa blásið um verkalýðsfélagið Eflingu undanfarið en eins og alþjóð veit sagði formaðurinn Sól- veig Anna Jónsdóttir af sér og í kjöl- farið fylgdi framkvæmdastjórinn, Viðar Þorsteinsson. Sólveig Anna sagði opinberlega að starfsfólkið hefði hrakið sig frá völdum en ein- hver ónægja virðist hafa verið á með- al starfsmanna sem einnig óttuðust um störf sín. Eftir afsögn Sólveigar var þáverandi varaformaður, Agni- eszka Ewa Ziólkowska, skyndilega orðin formaður Eflingar og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar, tók að sér varaformennsku. Þeirra bíður nú að lægja öldurnar og skapa frið á vinnustaðnum eftir ósættið og umtalið svo hægt sé að þjóna með- limum Eflingar, sem eru tæplega þrjátíu þúsund. Þær hafa lítið viljað tjá sig við fjölmiðla en rjúfa nú þögn- ina og segja frá. Íslendingar brosa meira Það stirndi á mjallhvíta Esjuna handan við sundið þegar blaðamaður lagði leið sína í hús Eflingar við Guðrúnartún fallegan vetrardag í vikunni. Agnieszka og Ólöf taka vel á móti blaðamanni og við byrjum á úti- myndatöku áður en myrkrið skellur á. Við fáum okkur svo sæti í þægileg- um sófum á fjórðu hæð hússins og hefjum spjallið, sem á eftir að leiða okkur í ýmsar áttir. Áður en við snúum okkur að starf- inu, óeiningu innan Eflingar og fram- tíðarplönum verkalýðsfélagsins er forvitnilegt að fá að vita meira um þessar tvær valkyrjur sem nú stýra þessu stóra íslenska stéttarfélagi verkafólks. Við byrjum á nýja for- manninum, en Agnieszka er frá Pól- landi, fyrrverandi verkakona, móðir og eiginkona. „Ég er fædd í Katowice í Suður- Póllandi og bjó þar fyrstu 23 ár ævi minnar með fjölskyldu minni,“ segir Agnieszka, sem stundaði háskóla- nám í tölvufræði um hríð en kláraði ekki námið. „Ég gat ekki klárað námið því for- eldrar mínir skildu og pabbi ákvað að flytja til Íslands. Ég þurfti að fara að vinna til að hugsa um yngri bróður minn, sem var þá unglingur,“ segir Agnieszka. „Ári eftir að pabbi flutti til Íslands var ég hingað komin. Ég ákvað strax að hér vildi ég búa. Pabbi bjó hér lengi en lenti í vinnuslysi og var rek- inn og endaði á að flytja aftur til Pól- lands,“ segir Agnieszka en hún hefur nú búið hér í fimmtán ár. „Ég er gift pólskum manni og á tvo syni en einnig stjúpdóttur hér og stjúpson í Póllandi,“ segir Agnieszka og segir það alls ekki hafa verið erfitt að aðlagast íslensku samfélagi. „Ég ákvað að flytja hingað því Ís- lendingar standa hjarta mínu nær en Pólverjar. Fólk brosir hér meira, er opnara og Íslendingar eru bæði vilj- ugir að hlusta og hjálpa öðru fólki. Það var aðalástæðan fyrir því að ég settist hér að,“ segir Agnieszka en hún byrjaði að starfa hér við ræst- ingar. „Ég var fyrst í afleysingum og vissi því ekki að morgni hvert ég ætti að fara að þrífa. Mér líkaði það vel en eftir að það urðu yfirmannaskipti breyttist það. Nýi yfirmaðurinn var ekki góður við mig og mér var sagt upp en það var rétt eftir hrun og fyrirtækið að draga saman seglin. Ég ákvað svo að snúa ekki til baka þang- að og var um stund atvinnulaus og notaði tímann til að taka ýmis nám- skeið. Eftir það fór ég að vinna sem strætóbílstjóri en einnig keyrði ég með ferðamenn fyrir Kynnisferðir.“ Hugmyndaríkir í svindlinu Viðtalið er tekið á ensku en Agni- eszka segist bæði skilja vel íslensku og lesa. Nokkur umræða hefur skap- ast um að formaður Eflingar tali ekki íslensku. „Ég kýs að tala ensku því ég er ekki íslensk og verð aldrei nógu góð í málinu. Ég vil að fólk skilji mig, en ís- lenska er í raun þriðja málið mitt. Mér finnst að útlendingar sem hing- að flytja eigi að læra íslensku en ekki eru allir jafn góðir málamenn og sumir eiga erfitt með að læra ný tungumál,“ segir Agnieszka og segist ekki telja að það muni hafa áhrif á starf hennar að hún kjósi að tala ensku. „Það eru margir möguleikar og alltaf hægt að fá túlk, en flestir Ís- lendingar skilja enskuna vel. Meira en helmingur félagsmanna Eflingar er erlent verkafólk og af þeim er meirihlutinn Pólverjar. Þeir eiga skilið að fá alla þjónustu á sínu tungumáli og í erfiðum málum er það kostur að við getum rætt saman á pólsku. Ég þarf svo tæplega að taka fram að mikill meirihluti starfsfólks Eflingar er íslenskumælandi og því engin vöntun á þjónustu við íslensku- mælandi félagsfólk.“ Er munur á vandamálum íslenskra og erlendra skjólstæðinga ykkar? „Já, ég tel svo vera. Í kjaramála- deildinni er meirihluti málanna sem þar koma á borð mál erlendra félags- manna. Það er oftar svindlað á þeim því þau þekkja ekki rétt sinn. At- vinnurekendur telja auðveldara að svindla á erlendu verkafólki en ís- lensku. Þó er ekki hægt að alhæfa um það því á síðasta vinnustað mín- um var verið að svindla á Íslend- ingum; þau bara áttuðu sig ekki á því. Þar voru það erlendir starfs- menn sem áttuðu sig fyrst á því. Sem trúnaðarmaður rak ég baráttu fyrir hönd okkar allra og skilaði hún sér í leiðréttingu á launum, sem ekkert okkar hefði notið nema vegna ár- vekni erlenda starfsfólksins.“ Hversu algengt er að atvinnurek- endur svindli á sínu fólki? „Það er mjög algengt!“ segir hún og leggur áherslu á orð sín. „Það skaðar mjög þá atvinnurek- endur sem eru heiðarlegir og fara að lögum. Þeir sem svindla borga fólki of lág laun, hunsa lög um orlof og réttindi og ég get sagt þér að þeir eru mjög hugmyndaríkir þegar kemur að aðferðum til að svindla. Það er hagur allra að refsa fyrir þessi brot, bæði launafólksins og heiðarlegra atvinnu- rekenda – og auðvitað samfélagsins. Þess vegna er ótrúlegt hversu treg- lega gengur að fá inn lagaheimildir til að leggja févíti á launaþjófa. Ef þjófnaðurinn væri annars eðlis – til dæmis beint út af bankareikningi – væri þetta aldrei látið viðgangast.“ Þeir vita hvað þeir gerðu Agnieszka hefur sjálf unnið í lág- launastörfum og segir reynslu sína koma sér vel í nýja starfinu. Sjálf hefur hún upplifað að svindlað hafi verið á henni. „Ég var alltaf að vernda þá sem ekki gátu varið sig“ Eftir stormasamt haust segja Agnieszka Ewa Ziólkowska og Ólöf Helga Adolfsdóttir, nýr formaður og varaformaður Eflingar, að öldurnar sé að lægja. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Ólöf Helga Adolfsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska standa nú í brúnni í Eflingu. VIÐTAL 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.