Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.11. 2021 S tjórnmálaumræða hefur átt dálítið erf- itt með sig upp á síðkastið og atvinnu- mennirnir kvarta, svo sem þeirra er háttur og hafa oft gert af minna tilefni en er nú. Óvenjulegt upphaf kjörtímabils Þingmannahópnum, bæði þeir sem voru fyrir og stóðu af sér kosningar og hinir sem komu í stað þeirra, sem kvöddu þinghúsið, annaðhvort sjálfvilj- ugir eða með nokkrum atbeina kjósenda, þykir lítið gert úr sinni rullu og um leið mikilvægi löggjafans. Kjósendur taka eftir því, að þingmennirnir sem fyr- ir voru hafa ekki verið kallaðir í hús í hálft ár, og í heila tvo mánuði hinir, sem blautum á bak við eyrun var eðlilega mál að sýna sig og sjá aðra sjá sig með verulega aukið vægi í tilverunni. Umræðan, bæði af hálfu þeirra sem þekkja lítið til og því miður einnig á meðal hinna, sem ættu að hafa fyrir löngu komið sér upp sæmilegri þekkingu á því sem þeir fjalla drýgindalega um og jafnvel allt að því hneykslaðir. Þannig virðast ýmsir þeirra, sem hafa ekki sérlega elskulegan áhuga á núverandi ríkisstjórn, berja sér á lær yfir því hversu langan tíma hún hefur gefið sér til að hanga í lausu lofti. Fréttamenn, sem finna til sín, hafa sumir furðað sig á hve setið er áfram í stöðu starfsstjórnar og hafa efasemdir um það hvort hún geti í svo veikri stöðu aðhafst nægjanleg vel í þeim verkum sem bíða og brýnt er að stjórnin sinni og ekki hafa þeir minni áhyggjur, sem furða sig á að „starfs- stjórn“ skuli hafi tekið mikilvægar ákvarðanir og beint bæði stórum málum í farveg, gert upp á milli manna og málstaðar sem burðug ríkisstjórn ætti ein að geta gert. Þeir eru til í þessum hópi sem geta ekki leynt því, að þeir telji að þarna sé farið út á ystu nöf og gott ef ekki fram af í sumum tilvikum. Það hefur heyrst til þeirra sem furða sig á að for- setinn hafi ekki gripið inn í málið, nú þegar svo langt er liðið frá kosningum og óratími síðan þingheimur sat með fullum formréttindum í gamla góða þinghús- inu við Austurvöll. Slíkt geti varla gengið og sé lík- lega í andstöðu við lögin í landinu eða a.m.k. anda lag- anna. Bæði lögfróðir og löglausir vitna iðulega bratt í hvað lög ákveði um umdeild tilvik og það því frekar ef ekki standa líkur til þess að nokkur bær aðili muni skera úr um gildi slíkra fullyrðinga í bráð. Sé viðkom- andi beðinn að tilgreina lagaákvæðin sem stuðst er við og þau reynist ekki tiltæk, þá er gjarnan spilað út því trompi að sama mat komi glöggt fram í „anda lag- anna“. Þar með eru menn komnir í víðáttu þar sem erfitt verður að króa þá af. Óþolandi gerandi Á meðan bréfritari hafði á fornri tíð greiðan aðgang að þinghúsinu mátti hann oft svara fyrir að hafa ekki virt aragrúa lagafyrirmæla sem hvergi fundust en sundurlaus texti, oft í greinargerð, bæri með sér anda laganna og til hvers löggjafinn hefði ætlast. Sú túlkun væri svo afgerandi að flokkaðist sem hrein ósvífni að andæfa slíkri niðurstöðu. Og í hita leiksins var því gjarnan bætt við að oft hefðu verið ríkuleg tilefni fyrir ráðherrann til að „íhuga sína stöðu“ og var þá átt við anda laganna þar sem ekki hefði náðst að vísa til beinharðra ákvæða. Ekki man bréfritari glöggt hvort hann eða aðrir ráðherrar sem nutu þessara trakteringa væru í þessum tilvikum í stöðu þolanda eða geranda, eins og nú þykir hægast að hafa það. En þeir hafa sjálfsagt verið í hlutverki ákærðra og hneykslaði hluti þingheims í hlutverki ákærandans. Þetta var sem sagt fyrir tíma þess verklags, að ákveða strax í upphafi, óháð allri athugun, hvort sem það var hjá rannsakendum eða fyrir dómstólum, að niðurstaðan lægi jafnan fyrir löngu áður en málið hæfist. Ætti þessi nýja skipan að leiða til mikils sparnaðar fyrir dómstóla og huganlegt kannski að fækka megi saksóknurum niður í sýnishorn, fyrst svo glæstum árangri hefur verið náð. Í næsta áfanga má fækka persónum og leikendum réttlætisins úr tveimur í eina: Óþolandi gerandi. Kannski mun þessi áfangi sjást í fjárlagatillögum þeim sem mest er saknað núna. Bara venjuleg ríkisstjórn En það var og er ekkert sem hamlar ríkisstjórninni og þeim embættismönnum sem vinna verkin undir hennar leiðsögn, að einhenda sér í að setja saman fjárlög. Kosningarnar breyttu engu. Þær staðfestu að flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórnina hafa enn sem fyrr góðan meirihluta á þingi. Ríkisstjórnin gaf það aldrei til kynna, flokkarnir saman eða einstakir stjórnarflokkar, að vilji stæði til þess að setja rík- isstjórnina af. Vilji kjósenda myndi svara slíkri spurningu. Ríkisstjórnin sat því áfram daginn eftir kosningar, rétt eins og hún hafði gert á kjördag og árin þar á undan. Formlega mátti vekja athygli for- setans á því hver staðan væri, en það hafði auðvitað ekki farið fram hjá honum. Engin vísbending hafði birst um að forysta ríkisstjórnar kynni að breytast. Forsetinn hafði því ekkert efni til að taka frumkvæði. Út frá hans bæjardyrum séð hafði ekkert gerst, sem kallaði á slíkt. Stjórnin er ekki starfsstjórn Þekkt ritgerð Björns Bjarnasonar gerir glögga grein fyrir því hvort og þá hvernig formleg valdmörk rík- isstjórna hafi breytist skilgreinist hún sem starfs- stjórn. En hitt er annað mál að starfsstjórn á það undir öðrum hversu lengi hún situr. Hún fer nærri um að hún kann að hverfa sem slík úr Stjórnarráðinu með litlum fyrirvara. Eðli máls samkvæmt leggur hún ekki línur til lengri tíma þar sem á þeirri stundu er allt óvíst um þingstyrk. En það er á hinn bóginn vel hugsanlegt að meirihluti þingsins komi málum starfs- stjórnar áfram þótt verið sé að vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar eða a.m.k. verið að þreifa á slík- um kostum. Og það er heldur ekki útilokað að starfs- stjórn breytist í minnihlutastjórn ef slíkur vilji berst úr þinginu og forseti vill hafa atbeina að því. En í þessu tilviki reynir ekki á neitt af þessu. Kostirnir fleiri en sýnist Ríkisstjórnin gat haldið sínu striki og sagt sem svo, t.d. inn á við, að þótt samstarfsyfirlýsing væri gefin í knöppum stíl þá yrði ítarlegri sáttmáli, eða svokölluð „Hvít bók“ í einni eða annarri mynd, gefin út af hálfu ríkisstjórnar þegar að augljóslega væri komið fyrir veiruvind og því loksins hægt að taka til við samninga um önnur verkefni sem sett yrðu í forgang, óháð þeim illbærilegu þvingunum sem þjóðin hefur búið Gerandi er nefnilega í þolfalli ’ Kosningarnar breyttu engu. Þær staðfestu að flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórnina hafa enn sem fyrr góðan meirihluta á þingi. Reykjavíkurbréf19.11.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.