Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.11. 2021 HÁRTÍSKA K atrín Sif Jónsdóttir, einn af eig- endum Sprey hárstofu, er litrík- ur persónuleiki og endurspeglar hár hennar meðal annars það. Hún segir öðruvísi hárliti gleðja umhverfið og er sjálf óhrædd við að prófa sig áfram með skæra liti í hárið. „Ég er með óbilandi áhuga á hári og alltaf að prófa mig eitthvað áfram tengt því. Ég hef unnið á tískuvikum víðsvegar um Evrópu, sem ýtir undir þessa sköpunargleði mína og hvetur mig áfram í að prófa hið óhefð- bundna.“ Litríkt hár hefur verið vinsælt á þessu ári en einnig hlýir og notalegir tónar í nátt- úrulegum stíl. „Við sjáum meira af kopar, rauðum, djúp- súkkulaðibrúnum og karamellutónum nú en oft áður. Mjúkar hreyfingar með litabreyt- ingum eru vinsælar núna (e. balayage). Ljósu lokkarnir eru í hlýjum vanillutónum, þeir eru líka í rósgylltum tóni eða bleikum lit.“ Kunni strax að meta bleika hárið við andlitið Upphaf þess að hún fór að prófa sig áfram með sitt eigið hár má rekja til ára hennar í námi á stofunni Toni & Guy. „Ég var nemi á stofunni og það var fagmað- ur sem var að lita á mér hárið. Það varð örlít- ið bleikara en ég bjóst við og kunni ég strax að meta tóninn við húð mína og andlit. Ég er dökkhærð í grunninn og þessi ljósi tónn sem stundum kemur fram í mínu náttúrulega hári fór mér engan veginn. Í eitt skiptið setti ég aðeins meira en ég ætlaði mér af bleikum lit í hárið og sá þá hversu fallega liturinn dofnar úr því. Í raun endar hárið, þegar það er litað bleikt, oft ljóst og fallegt.“ Katrín Sif kann best við sig í dag með skemmtilega bjarta liti í hárinu. „Ég er ekki ég nema vera með einhverja litadýrð í hárinu. Mér finnst að við öll ættum að leika okkur aðeins meira með hárið því kostirnir við að prófa sig áfram í hárlitun eru þeir að við fáum í það minnsta fólkið í kring- um okkur til að brosa.“ Katrín Sif hefur prófað sig áfram með flesta skæra liti nema kannski skærrauðan. Hún hefur ennþá ekki prófað brúna liti í hárið eða dökka. myndað slit. Eins er óþarfi að hafa sléttu- og krullujárnið stillt á meira en 190 gráður.“ Katrín Sif mælir með að kaupa jólagjafir fyrir hárið á þessu ári. „Gott sjampó og næringu vilja allir eiga. Það eru til flottir jólapakkar sem innihalda tvennur eða þrennur og þá fyrir dömur og herra. Ég get einnig mælt með hita- burstanum og bylgjujárninu frá Cera. Þetta eru vörur sem hafa verið mjög vinsælar að undanförnu. Hitaburstinn gefur þennan stíl sem blástur eða rúllur gefa og ef fólk er með styttur eða stóran topp er burstinn nauðsynlegur. Það getur verið gaman að eiga bylgjujárnið þar sem það gefur hárinu fyllingu og má alltaf leika sér eitthvað með það,“ segir hún. Skærir litir í hárið gleðja umhverfið Katrín Sif Jónsdóttir hársnyrtimeistari er oftast með mjög litríkt hár. Hún er með góðar hugmyndir að jólagjöfum í hárið og hvetur alla til að setja hár- kambana sína ofan í skúffu og taka upp spennur með perlum eða steinum og setja í hárið á jólunum. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Spennurnar eru notaðar til að halda hárinu frá andlitinu. Það er í tísku um þessar mundir að vera með spennur í hárinu. Katrín Sif er óhrædd við að prófa sig áfram þegar kemur að því að lita hárið. legt að nota fleiri en eina og fleiri en tvær spennur saman í einu.“ Hvernig gerum við hárið þannig að eftir verði tekið á jólunum? „Aðalmálið er að hugsa vel um hárið. Það skiptir máli hvaða vörur eru notaðar og mæli ég með að spyrja fagfólk hvað hentar hárinu best. Svo langar mig að minna fólk á að setja ekki blautt hár upp í snúð eða tagl því það myndar slit í hárinu. Við megum ekki gleyma að dekra við hárið í það minnsta einu sinni eða tvisvar í mánuði. Þegar ég tala um dekur þá á ég við að nota hárskrúbb eða djúpnæringu. Til að viðhalda fallegu glansandi hári er gott að muna að blása það ekki á heitustu stillingunni því það getur brennt hárið og „Ég held að þeir fari einfaldlega ekki per- sónuleika mínum. Ég elska að vera ljóshærð og geta leikið með bjarta tóna.“ Spennur með perlum og steinum vinsælar núna Hvað með skraut í hárið? „Hárklemmurnar hafa verið vinsælar en það má setja þær í pásu núna. „Barretts“ eða hárspennur eru málið í dag,“ segir Katrín Sif. „Það eru spennur með perlum, steinum eða einhverju mynstri. Svona spennur urðu vin- sælar fyrst á sjöunda áratugnum. Þær komu svo aftur upp á tíunda áratugnum og sjást núna enn og aftur á tískupöllunum. Spennurn- ar eru notaðar aðallega til að taka hárið frá andlitinu og til að ramma það inn. Það er fal-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.