Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Blaðsíða 17
við. Fram til vorsins 1991 hafði jafnan tekið allmarga
mánuði að fást við stjórnarmyndunarviðræður, ef
ekki var um svipaða eða sambærilega stjórn að ræða.
Kosið var 20. apríl 1991. Enginn forystumaður fékk
stjórnarmyndunarumboðið fyrstu fjóra daga á meðan
flokkarnir sem áttu aðild að ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar þreifuðu á vilja til að endurnýja þá
stjórn. Þegar útséð var um þá tilraun veitti forseti for-
manni Sjálfstæðisflokksins stjórnarmyndunarumboð,
en sá flokkur hafði verið afgerandi sigurvegari í kosn-
ingunum. Aðeins 5 dögum síðar hafði ný ríkisstjórn
verið mynduð og stjórnarsáttmálinn birtur og var
hann aðeins örfáar blaðsíður, sem var algjör nýjung.
Forsætisráðherrann sem myndaði stjórn á fimm dög-
um fór ekki sem slíkur úr forsætisráðuneytinu fyrr en
13 árum og fjórum og hálfum mánuði síðar.
Ríkisstjórnin sem tók við tilkynnti um Hvíta bók
hinnar nýju ríkisstjórnar og var hún yfirgripsmikið og
gott hjálpartæki á fyrstu árum stjórnarinnar.
Hvenær má kjósa?
Í dægurmálaþætti „RÚV“ í vikunni voru marg-
víslegar vangaveltur uppi varðandi undirbúning fjár-
laga og heyrðust þar sjónarmið, eins og bókstafur
styddi, um að undirbúningur fjárlaga réði því í raun
að kjósa bæri að vori svo að „hefðbundin vinna við
fjárlög truflaðist ekki“. Var reyndar látið að því liggja
að ófært væri að kjósa, til að mynda í september af
þessum ástæðum, og framvegis yrði því kosið að vori.
Þetta tal varð ekki betur skilið en svo að þátttak-
endur teldu að málinu væri í raun lokið af þessum
ástæðum. Það er fráleit ályktun. Sum ríki eru með
það lögbundið að kjósa skuli í september, svo sem
Svíþjóð og Þýskaland.
Engin sérstök vandamál urðu hér vegna þess að nú
væri kosið í september. Áður fyrr var um slík efni
horft til þátta eins og fjárburðar og einnig gjarnan
talið ófært að efna til kosninga í október eða nóv-
ember vegna vetrarveðra og hugsanlegrar ófærðar.
Vegagerð hefur fleygt fram og jarðgöngum fjölgar
jafnt og þétt. Haustið 1979 voru kjördagarnir hafðir
fleiri en einn vegna þessara sjónarmiða, en engin
vandræði urðu nema þá pólitísk í kjölfarið, eftir mikið
og frægt stjórnarmyndunarþóf. Ekki tókst að mynda
stjórn fyrr en í febrúar á nýju ári og reynslan sýndi
að sú var reist á æði veikum grunni.
Í nágrannalandi okkar, Bretlandi, hefur forsætis-
ráðherra ráðið því einn hvenær kosið er. Og er þar
örfárra vikna fyrirvari. Cameron, formaður Íhalds-
flokksins, gaf þennan rétt frá forsætisráðherranum
til þess að fá Frjálslynda flokkinn til samstarfs við
sinn flokk og tryggja sér forsætisráðherrastól sem
Gordon Brown hafði ríghaldið í.
Nú hefur Boris Johnson forsætisráðherra lýst yfir
að þessi réttur verði tekinn til baka og mun Verka-
mannaflokkurinn sennilega ekki setja sig gegn þeirri
breytingu.
En hvenær þá næst?
Reynslan sýnir að ríkisstjórnum er iðulega nokkuð
metnaðarmál að sitja út kjörtímabilið. Í lögum segir:
„Almennar reglulegar alþingiskosningar skulu fara
fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok
kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið
frá mánaðamótum, þó að einstöku kosningar hafi
ekki farið fram á þeim degi.
Skal ráðuneytið auglýsa hvenær almennar reglu-
legar alþingiskosningar skulu fara fram.
Kjörtímabilið er fjögur ár.“
Því er mönnum rétt að ganga út frá því að kosn-
ingar fari fram seint í september, nema aðstæður, og
þá einkum pólitískar, gefi tilefni til annars.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
21.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17