Morgunblaðið - 01.12.2021, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is
Fjárlagafrumvarp 2022 og fjármálastefna 2022-2026
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ríkissjóður verður rekinn með 168,5
milljarða króna halla á næsta ári
samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins
2022, sem lagt var fram í gær. Af-
koman hefur þó batnað og er þetta
um 55 milljörðum kr. minni halli en
gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun
sem samþykkt var sl. vor. Batnar af-
koman um 120 milljarða frá yfir-
standandi ári, þar sem nú er útlit
fyrir 288 milljarða kr. halla á rekstri
ríkissjóðs á árinu sem er að líða.
Tekjur ríkissjóðs verða 955 millj-
arðar á næsta ári gangi áætlanir eft-
ir en nú er útlit fyrir að tekjurnar
verði 66 milljörðum króna meiri en
gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun-
inni og áætlað er að tekjur ríkissjóðs
verði um 182 milljörðum króna
hærri á næsta ári en í fjárlögum
yfirstandandi árs. Komið er í ljós að
t.a.m. skilar tekjuskattur lögaðila 16
milljörðum umfram það sem gert
var ráð fyrir og virðisaukaskattur
skilar um 10 milljarða hærri tekjum
en ráð var fyrir gert.
Heildargjöld ríkissjóðs á næsta
ári eru nú áætluð 1.124 milljónir kr.
og lækka að raungildi um 25,7 millj-
arða eða 2% frá yfirstandandi ári.
Skýrist það að mestu leyti af því að
ýmis tímabundin útgjöld vegna mót-
vægisaðgerða stjórnvalda vegna
heimsfaraldurs kórónuveirunnar
fjara út og útgjöld vegna atvinnu-
leysis dragast saman. Vaxtagjöld
eru áætluð nokkru hærri en í fjár-
lögum ársins 2021, einkum vegna
hærri verðbóta en dregið verður úr
fjárfestingum sökum þess að meg-
inþungi fjárfestingarátaks vegna
heimsfaraldursins var á yfirstand-
andi ári að því er fram kemur í
greinargerð frumvarpsins. Framlög
til fjárfestinga og fjármagns-
tilfærslna lækka um 6,3 milljarða
milli ára.
Stærsta einstaka hækkun út-
gjalda ríkisins á næsta ári í fjárlaga-
frumvarpinu eru framlög til heil-
brigðismála sem aukast um 16,3
milljarða milli ára. Lagt er til 2,6
milljarða kr framlag til að halda
áfram að styrkja getu Landspítalans
til að bregðast við faraldrinum.
Framlög til sjúkratrygginga aukast
um 4,6 milljarða og hækka útgjöld til
loftslagsmála um einn milljarð, sem
verða samtals rúmir 13 milljarðar á
næsta ári. Framlög vegna fjölgunar
lífeyrisþega aukast um 4,6 milljarða
á næsta ári og kostnaður vegna
lengingar fæðingarorlofs í tólf mán-
uði er áætlaður 1,1 milljarður kr. Þá
eiga 5,2 milljarðar að fara í byggingu
hjúkrunarheimila á komandi ári.
Á næsta ári verða langtímalántök-
ur ríkissjóðs upp á rúmlega 300
milljarða kr. gangi áætlanir eftir.
Útlit er fyrir að heildarskuldir ríkis-
sjóðs verði 1.570 milljarðar í árslok
2022 en hægja mun frekar á skulda-
söfnun á næsta ári og þegar inn-
stæður hafa verið dregnar frá heild-
arskuldum nema þær á þann
mælikvarða um 1.201 milljörðum
eða 33,7% af landsframleiðslu.
50
ma.kr.
Fjárlagafrumvarp 2022
Samsetning tekna ríkisins af sköttum og tryggingagjöldum árið 2022 í milljörðum króna Í þetta fara skattarnir: útgjöld á mann í þúsundum króna árið 2022
Húsnæðisstuðningur
Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
Löggæsla
Umhverfismál
Framhaldsskólar
Samgöngur
Fjölskyldumál
Vaxtakostnaður
Háskólar
Örorkugreiðslur í alm. tryggingakerfinu
Málefni aldraðra
Heilbrigðismál
36
47
56
69
109
133
134
140
149
226
274
866
Virðisaukaskattur
Tekjuskattar einstaklinga
Tryggingagjöld
Tekjuskattur lögaðila
Gjöld á ökutæki og eldsneyti
Aðrir neysluskattar
Fjármagnstekjuskattur
Áfengis- og tóbaksgjald
Launaskattar
Aðrir skattar
Eignaskattar
Bankaskattur
290
218
107
78
40
32
32
30
9
9
9
5
52
milljarðar króna er áætlaður vaxta-
kostnaður árið 2022 sem er aukning
um 11 ma.kr. frá fjárlögum 2021
14 milljarðar greiddir
í barnabætur 2022
1,4 milljarðar í kaup
á bóluefni við
Covid-19 á næsta ári
Veiðigjöld
eru áætluð 6,3 milljarðar á
árinu 2022
Framlög til lofts-
lagsmála hækka
um einn milljarð
og verða yfir
13 milljarðar á
næsta ári
31,5 milljarðar
í sam-
göngumannvirki
Áætlaðar arðgreiðsl-
ur banka og Lands-
virkjunar eru rúmir
29 milljarðar kr.
á næsta ári
Frítekjumark atvinnutekna
ellilífeyrisþega fer úr 100 þús. kr. í
200 þús. kr. á mánuði um
næstu áramót
Bætur örorku-
lífeyrisþega
hækka um
5,6%
2,3
milljarða kr. lækkun
tekjuskatts árið 2022
Mótvægis-
aðgerðir
vegna
Covid-19 á
næsta ári
Afkomubati ríkissjóða milli 2021 og 2022
-288 ma.kr.
-169 ma.kr.
52 ma.kr.
68 ma.kr.
Minni þörf
fyrir stuðning
vegna
Covid-19
Bættar
efnahags-
horfur o.fl.
Afkoma 2021 Afkoma 2022
16
milljarða kr.
raunaukning
útgjalda til heil-
brigðismála
Heimild: Stjórnarráð Íslands,
Frumvarp til fjárlaga 2022
168,5 milljarða halli á næsta ári
- Afkoma ríkissjóðs á að batna um 120 milljarða á milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2022
Greiða á um 14
milljarða í
barnabætur á
næsta ári sam-
kvæmt fjárlaga-
frumvarpinu.
Skerðingar-
mörkum vegna
tekjutenginga
verður breytt.
Frítekjumarkið hjá einstæðu for-
eldri verður um 394 þúsund krón-
ur og byrja bæturnar að skerðast
af mánaðarlaunum sem eru um-
fram þau mörk. Fyrir sambúðar-
fólk hækka skerðingarmörkin og
verða þeir sem hafa allar sínar
tekjur af launavinnu ekki fyrir
skerðingu á bótum upp að 789
þús. kr. mánaðarlaunum. Fjár-
hæðir barnabóta hækka á bilinu
5,5% til 5,8%. Fyrir einstæða for-
eldra hækka bætur með fyrsta
barni um 22.300 kr. og verða
413.000 kr. Hjá sambúðarfólki
hækka þær með fyrsta barni um
13.500 kr. og verða 248.000 kr.
14 milljarðar
í barnabætur