Morgunblaðið - 01.12.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170Verið velkomin
Vinsælu
velúrgallarnir
fyrir konur á öllum aldri
Einnig stakar svartar
velúrbuxur
Margir litir • Stærðir S-4XL
Ný
sending
Vörður tryggingafélag og Samkaup
hlutu Hvatningarverðlaun jafnrétt-
ismála við athöfn sem fram fór í há-
tíðarsal Háskóla Íslands í gær.
Verðlaun voru afhent í þremur
flokkum en Vörður hlaut viðurkenn-
ingu á sviði kynjajafnréttis og Sam-
kaup hlaut tvær viðurkenningar,
annars vegar á sviði fjölmenningar
og hins vegar á sviði atvinnumála
starfsmanna með skerta starfsorku.
Samtök atvinnulífsins og Háskóli
Íslands standa að verðlaununum en
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vís-
inda-, iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra afhenti þau. Þetta er í áttunda
sinn sem hvatningarverðlauin eru
veitt en markmið þeirra er að
hampa þeim sem vel hafa staðið að
jafnréttismálum og hvetja önnur
fyrirtæki til að feta í fótspor þeirra.
Í máli þeirra er töluðu við athöfn-
ina í gærmorgun mátti greina mikla
áherslu á að horft yrði á jafnrétti á
vinnumarkaðnum í víðu samhengi.
Sagði Jón Atli Benediktsson rektor
HÍ m.a. mikilvægt að fjölbreyttar
raddir fengju að heyrast og að
hlustað væri á ungt fólk.
hmr@mbl.is
Fjölbreyttar raddir
þurfa að koma fram
- Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent
Hvatningarverðlaun Fulltrúar verðlaunahafa ásamt Áslaugu Örnu Sigur-
björnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
leiða fjölbreyttari mælikvarða en
eingöngu hagvöxt. Svo það hefur
verið hjartans mál okkar í Vinstri
grænum að skilgreina vöxtinn upp á
nýtt. Það er til lítils að hafa hagvöxt
ef allir eru óhamingjusamir. Það er
mikilvægt að við horfum líka á hina
samfélagslegu þætti og umhverfis-
þætti, því það er líka til lítils að hafa
hagvöxt ef umhverfið stefnir í algera
auðn.“
Verkefnin réðu ferðinni
Hinn langi stjórnarsáttmáli er
nokkuð almennur, svo að sjálf
stjórnarmyndunin virtist snúast um
nöfn og málaflokka ráðuneyta sem
ráðherra. Er það ekki mest pólitísk
hentisemi og sýndarmennska?
„Það er nú ekki þannig.
Síðasti stjórnarsáttmáli snerist
mikið um uppbyggingu innviða, að
nýta góða stöðu ríkissjóðs til þess að
ráðast í það.
Í þessum stjórnarsáttmála erum
við frekar að fjalla um þessar miklu
áskoranir. Auðvitað eru efnahags-
og ríkisfjármálin þar stærst og næst
okkur í tíma. Það er gríðarlega mik-
ilvægt að okkur farnist vel í því að
leysa úr þeim viðfangsefnum; að
tryggja að við komumst upp úr dýf-
unni, að við vinnum á halla ríkis-
sjóðs, að við viðhöldum ákveðnum
stöðugleika í vöxtum og verðlagi.
Þetta eru risastórar áskoranir. Svo
eru loftslagsmálin, vinnumarkaðs-
málin sem eru nátengd efnahags- og
ríkisfjármálum, heilbrigðismálin og
öldrun þjóðarinnar, og loks tækni-
breytingar.“
Varla lög á sjómannaverkfall
Af fjárlagafrumvarpinu sést að
það er svo sem ekki mikið til skipt-
anna, en innviðaframkvæmdir á t.d.
að fjármagna með þeirri frábæru
loðnuvertíð, sem er að bresta á. Ekki
er það í hendi ef það brestur á sjó-
mannaverkfall eftir áramót?
„Nei, en við verðum að gera ráð
fyrir að samningsaðilar geri sitt ýtr-
asta til að ná samningum við það
borð, sem samningar eiga að nást
við. Það hafa reglulega verið vinnu-
deilur á Íslandi og þær geta endað í
verkföllum.“
Kæmi til greina að setja lög á sjó-
mannaverkfall?
„Nú erum við komin inn á árið
2022, en ég lít alltaf svo á að það eigi
að reyna til þrautar að ná samning-
um við samningaborðið. Raunar
voru sett lög á eina vinnudeilu á síð-
asta kjörtímabili, vinnudeilu flug-
virkja, en það var vegna ógnar við
almannaöryggi. Það var hins vegar
oft gerð sú krafa að lög væru sett á
önnur verkföll. Það lít ég alltaf á sem
ýtrasta neyðarúrræði og það þurfa
að vera mjög rík rök fyrir slíku.“
Nú er verkalýðshreyfingin mjög
vígreif en vinnuveitendur barma sér
sem aldei fyrr.
„Já, þetta er allt kunnuglegt. En
þannig er það og stjórnvöld hafa það
hlutverk að liðka fyrir. Við eigum
líka að velta fyrir okkur hvort það sé
eðlilegt að samningar séu lausir
mánuðum saman og jafnvel ekki sest
við samningaborðið fyrr en þeir
losna, sem hefur tíðkast hér á landi.
Þetta finnst mér t.d. vera eitthvað
sem við hljótum að geta sameinast
um að bæta.
Það hafa allir sínu hlutverki að
gegna og ástæðan fyrir því að lífs-
kjör á Íslandi eru góð er m.a. vegna
þess að verkalýðshreyfingin er
sterk. Það ber ekki að vanmeta það.“
Hvorki skatthækkanir
né niðurskurður
En er einhver von á kjarabót með
skattalækkunum?
„Við tölum um eflingu almanna-
þjónustu og skattalækkanir ef þróun
ríkisfjármála leyfir. Þar er undir-
strikað að við erum ekki að fara að
skera niður, en við erum ekki heldur
að fara að hækka skatta. Þetta gæti
hvort tveggja verið viðbrögð rík-
isstjórna til að fást við þunga stöðu
ríkissjóðs. Við horfum fremur til
þess – ef þessar áætlanir ganga eft-
ir, að við vöxum til aukinnar vel-
sældar – þá séu tök á því að efla al-
mannaþjónustu annars vegar og
hins vegar að lækka skatta, þannig
að það nýtist þeim tekjulægstu og
minnstu fyrirtækjunum,“
Sem vill svo til að gerist rétt fyrir
næstu kosningar!
„Það er gott fyrir samfélagið ef
við erum komin á þann stað, segi ég
nú bara. Alveg óháð kosningum, þá
skiptir gríðarlegu máli hvernig okk-
ur gengur að rísa aftur á fætur eftir
þetta áfall sem hefur dunið yfir.“
Risastórar áskoranir fram undan
- Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali - Stjórnarmyndun hefði getað tekið minni tíma
- Lausn fundin á mörgum erfiðum málum - Vinnumarkaðsmál krefjandi á nýhöfnu kjörtímabili
Morgunblaðið/Hallur
Dagmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðir um stjórnarmyndun og stjórnarsáttmála í Dagmálum í dag.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
„Auðvitað hefðum við getað gert
þetta hraðar, það er ekki vafi á því,“
segir Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra um stjórnarmyndunar-
viðræðurnar. Hún segir formenn
stjórnarflokkanna hafa snemma
ákveðið að mynda ekki nýja ríkis-
stjórn fyrr en kjörbréfamálið væri
útkljáð. „Um leið og sú niðurstaða lá
fyrir vorum við snögg að ljúka verk-
inu. Síðan nýttum við tímann ágæt-
lega, finnst mér. Það var farið yfir
alla málaflokka, rætt hvað hefði
gengið vel og hvað hefði gengið illa á
síðasta kjörtímabili.“
Katrín segir að ástæðuna fyrir
töluverðum breytingum á stjórnar-
ráðinu megi einmitt rekja til þess að
þau hafi haft rúman tíma til þess að
ræða málin í þaula, fara yfir reynsl-
una af stjórnarsamstarfinu og hvað
mætti betur fara. „Svo ég held þessi
tími hafi nýst vel,“ segir Katrín í við-
tali við Dagmál, streymi Morgun-
blaðsins, sem er opið öllum áskrif-
endum.
Erfiðu málin þokuðust áfram
Katrín tekur undir að töluverður
tími hafi farið að ræða „erfiðu málin“
frá fyrra kjörtímabili og telur að þar
hafi þokast vel áfram. „Þar er t.d.
fjallað um hófstilltari útgáfu af
miðhálendisþjóðgarði, hvernig við
ætlum að samþætta þjónustu fyrir
innflytjendur og flóttamenn,
rammaáætlun þar sem biðflokkur-
inn verður stækkaður í þriðja áfang-
anum, svo það er nú ýmislegt af
þessum málum, sem er tekið á.“
Stjórnarsáttmála hins endurnýj-
aða stjórnarsamstarfs var fylgt úr
hlaði með kjörorðunum Vöxtur til
velsældar, en flokksmenn Vinstri
grænna hafa ekki allir verið vissir
um að hagvöxtur sé svarið. Er komið
nýtt hljóð í strokkinn?
„Það er ekki sama hvernig vöxtur-
inn er og við í ríkisstjórninni höfum
undanfarin fjögur ár verið að inn-