Morgunblaðið - 01.12.2021, Side 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021
✝
Björg Ragn-
heiður Árna-
dóttir fæddist 24.
júlí 1931 á bænum
Hjallabúð í Fróð-
árhreppi á Snæ-
fellsnesi. Hún lést
18. nóvember 2021
á Hrafnistu í Kópa-
vogi.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Kr.
Hansson húsa-
smíðameistari, f. 5. desember
1907, d. 24. ágúst 2006 og Helga
Kristín Tómasdóttir húsmóðir,
f. 24. september 1908, d. 15. júní
1990. Systur hennar voru Ingi-
björg Árnadóttir, f. 26. sept-
ember, d. 6. maí 2018 og Ragn-
heiður Dóróthea, f. 1.
september 1939, d. 23. maí 2013.
Björg giftist Ármanni J. Lár-
ussyni, glímukappa og bygg-
ingaverkamanni, f. 15. mars
1932, d. 14. nóvember 2012, 24.
júlí 1953. Foreldrar hans voru
Lárus Salómonsson, f. 11. sept-
til sex ára aldurs. Hún flutti
með foreldrum sínum og systur,
Ingibjörgu, til Reykjavíkur 1937
og svo til Ólafsvíkur 1940 en þá
hafði þriðja systirin, Ragnheið-
ur Dóróthea, bæst í hópinn. Þar
bjó fjölskyldan til ársins 1947 en
þá fluttu þau til Kópavogs og
voru meðal frumbyggja bæj-
arins. Björg bjó síðan alla tíð í
Kópavogi og lengst af á Digra-
nesvegi 64, síðan á sama vegi í
húsi nr. 20, þá hjá syni sínum,
Sverri, og lauk svo ævidögum
sínum á Hrafnistu í Kópavogi.
Björg stundaði nám við Hér-
aðsskólann á Laugarvatni og
gerðist síðan verslunarstjóri
fram til ársins 1969 auk þess
sem hún stundaði önnur störf.
Árið 1971 fékk hún löggildingu
sem fiskimatsmaður og hóf
störf hjá Útgerðarfélaginu
Barðanum í Kópavogi og vann
þar sem slík og sem verkstjóri í
18 ár. Hún tók alla tíð mikinn
þátt í félags- og kirkjustarfi og
var einn af stofnendum Frí-
kirkjunnar Kefas og fór í far-
arbroddi fyrir uppbyggingu
hennar og starfsemi til margra
ára.
Útför Bjargar fer fram frá
Fríkirkjunni Kefas í dag, 1. des-
ember 2021, klukkan 13.
ember 1905, d. 24.
mars 1987 og Krist-
ín Gísladóttir, f. 18.
júní 1908, d. 20.
apríl 1983. Börn
Bjargar og Ár-
manns eru Sverrir
Gaukur, f. 9. febr-
úar 1952 og Helga
Ragna Ármanns-
dóttir, f. 9. apríl
1955. Eiginmaður
Helgu var Páll Ey-
vindsson, f. 4. júlí 1951, d. 29.
maí 2015. Börn þeirra eru: 1)
Björg Ragnheiður, f. 17. mars
1977. Fyrrverandi eiginmaður
hennar er Benjamín Ingi Böðv-
arsson og þeirra börn eru Lúkas
Páll og Elías Logi. 2) Ármann
Jakob, f. 28. febrúar 1980. Eig-
inkona hans er Áslaug Guð-
mundsdóttir og þeirra börn eru
Jakob Dagur, Arney Helga og
Rakel Birta. 3) Sverrir Gaukur,
f. 5. apríl 1981, d. 5. nóvember
2018.
Björg ólst upp í Fróðárhreppi
Blessuð móðir mín hefur nú
kvatt þetta jarðlíf rúmlega níræð.
Þessi missir tekur nokkuð í sál-
artetrið og einstaka tár rennur
niður á kinn þegar ýmsar minn-
ingar úr lífsins ferð fara í gegnum
hugann. Ég minnist þess oft að
það var fastur liður þegar fund-
um okkar bar saman að hennar
fyrsta spurning var hvort ég
hefði fengið eitthvað að borða.
Þessi ábyrgðartilfinning, að eng-
inn í fjölskyldunni liði skort, var
rótgróin í fasi hennar. Við áttum
ekki sterk vinabönd á uppvaxtar-
árum mínum en það breyttist
þegar árin tóku að líða. Það er
hægt að segja að þegar ég kom í
heimsókn til hennar undir lokin
og tjáning með orðum var farin
að vefjast fyrir henni að þá hafi
hún oft talað með höndunum.
Þegar ég settist við hlið hennar í
heimsóknartímum dró hún annan
framhandlegg minn til sín og
strauk yfir hann löngum stund-
um. Hún bjó hjá mér í nokkur ár
eftir andlát pabba sem lést fyrir
níu árum. Fyrir þremur árum
lauk hún vistinni hjá mér og flutt-
ist á Hrafnistu í Boðaþingi í
Kópavogi. Þá var svo komið að
hún vildi fá meiri reglusemi á
hvenær hún fengi að borða og að-
stoð við að klæða sig. Hér voru
matartímar ekki reglulegir en
keypt var tveggja hellu eldavél
svo hún gæti bjargað sér sjálf ef
ég var ekki heima því henni leist
ekki neitt á þá eldavél sem ég
bauð upp á til að hita matinn. Mér
þótti mjög vænt um að geta gold-
ið henni eitthvað með dvölinni
hérna hjá mér upp í allt sem þau
pabbi höfðu gert fyrir mig um
ævina. Það var svo tveimur dög-
um fyrir andlát mömmu og ljóst
var hvert stefndi að ég fór með
nöfnu hennar að hitta starfsfólk
Hrafnistu til að ræða málin hvað
ætti að gera eftir þróun mála.
Deildin sem mamma var á var þá
lokuð vegna Covidsmits. Að fund-
inum loknum fengum við undan-
þágu til að líta inn til hennar. Hún
var lítil að burðum og mókti mest.
Við ávörpuðum hana og hún gjó-
aði á okkur augunum og herti
handtakið á sitt hvorri hendinni
sem við héldum í. Svo var það að
nafna hennar fór að syngja:
„Sigga, Vigga, Sunneva …“ að
mamma reisti sig upp í rúminu og
tók undir af miklum krafti og
leiddi sönginn upp á punkt og
prik. Síðan sungum við „Alpar-
ósina“ með mömmu í aðalhlut-
verki þar sem hún raddaði. Eftir
það voru kraftarnir búnir og hún
lagðist aftur á koddann. Þarna er
nú góð kona fallin frá sem gat
verið svo blíð að stærsta öldu-
gang lægði en einnig svo ákveðin
að engu varð haggað. Lífið með
foreldrum mínum spannaði
margan skalann bæði hátt og lágt
en ég þakka þeirra umhyggju og
kærleika í minn garð. Ég þakka
þér samfylgdina, elsku mamma.
Það er fullvissa mín að Lausnari
þinn tekur þér opnum örmum.
Þinn sonur,
Sverrir Gaukur
Ármannsson.
Elsku amma mín. Það er svo
augljóslega mitt lán og gæfa að
hafa fengið að vera þín og að eiga
þig. Þvílík amma og þvílík kona
sem þú varst. Þegar ég var lítil
snerust þið öll á Digranesvegi 64
um mig en einkum þú. Ég er svo
þakklát fyrir atlætið og kærleik-
ann. Þú hafðir einlægan áhuga á
samverunni með manni, – hafðir
mig hjá þér uppi á eldhúsborði
þegar þú varst að elda, leyfðir
mér að „stjórna eldamennsk-
unni“, talaðir við mig, hlustaðir
og söngst. Þú tókst sumar þess-
ara stunda upp á segulband og
það er ótrúlegt að heyra hve nat-
in þú varst við mig. Svo fékk ég
líka að sitja við snyrtiborðið þitt
og raða á mig öllum skartgripun-
um sem þú áttir, fara í kjóla og
skó, setja á mig slæður og svo
tókst þú mynd af mér. Okkur
lynti vel og alla tíð gátum við leik-
ið okkur. Þú varst örugg, skap-
andi, yndisleg amma fyrir mig og
bræður mína. Í félags- og kirkju-
starfinu döfnuðu þessir sömu eig-
inleikar. Þér var einlæglega annt
um fólk og þú skapaðir innihalds-
ríkar stundir með fólki og djúp
tengsl. Ég sé það á viðbrögðum
fólks núna hve fallega og mikla
arfleifð þú skilur eftir þig um víð-
an völl. Allir minnast þín sem
kraftmikillar og réttsýnnar konu
sem var klár, hlý og skemmtileg.
Þú hafðir svo víða áhrif og vildir
byggja upp, breyta og bæta hag
fólks.
Tónlistin var þér alltaf svo
kær. Ég dáist að þér fyrir að hafa
ekki gefist upp á að læra á orgelið
hjá kennaranum í Ólafsvík sem
sló á hendur ykkar nemendanna
með reglustiku ef þið gerðuð mis-
tök. Þú æfðir þig og æfðir svo hún
myndi ekki gera það. Svo lærðir
þú líka á gítar og söngst og spil-
aðir svo fallega með systrum þín-
um. Í kirkjunni okkar, Kefas, sem
væri ekki til hefði ekki verið fyrir
þig og fleiri eldhuga, byggðir þú
upp tónlistarstarfið. Keyptir
hljóðfæri og hvattir fólk til að
læra á þau, græjur og skapaðir
afbragðs aðstæður fyrir tónlist-
ina til að dafna. Þið pabbi kennd-
uð mér á gítar og þótt ég sé ekki
fyrirtaks gítarleikari er tónlistin
mínar ær og kýr. Heilabilunin
hafði alltaf aukin áhrif á þig síð-
astliðin ár og þú spurðir mig oft
að því við hvað ég ynni og þegar
ég svaraði því að ég kenndi börn-
um tónlist við Tónlistarskóla
Kópavogs og á leikskólanum
Kópasteini ljómaðir þú af gleði,
varst ánægð með mig, og ég sá að
Kópavogs- og tónlistarhjartað
tók kipp. Þú hafðir svo mikil áhrif
á mig, amma. Ég vissi það en sé
það enn skýrar núna. Ég er þakk-
lát fyrir allar okkar stundir og
samveru í gegnum tíðina og
hvernig þú snertir líf mitt og fjöl-
skyldunnar minnar. Við Benni
vorum lánsöm að eiga ykkur afa
að og drengirnir mínir sömuleið-
is, – að eiga langömmu sem klór-
aði þeim á bakinu eins og mér
með sínum hlýju, mjúku höndum.
Ég er þakklát fyrir söngstundirn-
ar sem við áttum saman á Hrafn-
istu, þar sem tónlistin dró fram
persónuleika þinn og mynd þín
skýrðist öll þrátt fyrir veikindin.
Þau myndbrot glöddu fleiri en
mig enda þótti mörgum vænt um
þig. Minning þín lifir, elsku
amma, og ég veit að Guð blessar
hana og tekur þér að sjálfsögðu
opnum örmum. Takk fyrir allt og
allt. Við finnumst svo seinna.
Björg Ragnheiður
Pálsdóttir.
Elsku mamma mín. Það var
gott að vera í örmum þínum sem
barn og þótt stundum hafi reynt á
í gamla daga voru þetta yndisleg
ár. Ég vil kveðja þig að lokum
með fáum þakklætisorðum og
segja þér að ég elska þig. Engin
mamma var betri en þú.
Þín ávallt,
Helga Ragna
Ármannsdóttir.
Amma Björg, margar eru
minningarnar. Hverja skal velja
og hvað skal segja um einstakling
sem spilaði svona litríkt og stórt
hlutverk í mínu lífi. Þú keyptir
fyrsta gítarinn minn, kenndir
mér fyrstu gripin mín, kenndir
mér að tína orma í kirkjugarði
um miðja nótt og margt annað
mætti telja upp. Ást þín á tónlist
var smitandi, gleði þín og hlátur
var smitandi. Fyrir mig þá varstu
alltaf örugg, ímynd öryggis. Það
var aldrei spurning um það
hvernig þú kæmir fram við mig
eða hvernig þú myndir bregðast
við. Þú varst traust bjarg sem
hægt var að reiða sig á. Ófá
kvöldin svaf ég uppi í rúminu
þínu og reyndi að halda mér vak-
andi meðan þú klóraðir mér á
bakinu því ég vildi ekki sofna og
missa af því að vera prinsinn á
bauninni meðan greyið Ármann
afi þurfti að sofa á sófanum. Ást
ykkar beggja til fjölskyldunnar
var án takmarkana. Þú sýndir
mér að fólk þarf ekki að vera
stórt líkamlega til að vera sterkt
og afreka mikið. Þú hafðir þann
sjaldgæfa eiginleika að horfa í
augun á fólki og láta því líða eins
og það skipti máli, þú sagðir svo
margt án orða og hvaða orð skal
velja til að lýsa ólýsanlegum ein-
staklingi. Kraftur, hugrekki,
ákveðni, staðfesta, hlýja, húmor,
leiðtogi. Þegar þessi orð koma
upp í hugann sé ég þig fyrir mér,
kreppa hnefann og segja: „Já,
drífum bara í þessu.“ Svo hlæ ég
og knúsa litlu ömmu mína sem
sýndi mér á svo marga vegu
hvernig skal lifa lífinu. Að skrifa
þessi orð skapar söknuð í hjarta
mínu en svo miklu meiri en sökn-
uðurinn er fögnuðurinn yfir fal-
legu lífi sem var vel lifað. Þú skil-
ur eftir stórt skarð í okkar litlu
fjölskyldu og það er mikil blessun
að hafa þekkt þig og forréttindi
að fá að kalla þig ömmu, amma
Björg.
Ármann Jakob Pálsson.
Amma Björg.
Sorgmæddur ég var
þegar langamma mín fór
en samt gat ég sagt bæ við hana
samt fór hún í himnaríki
að hitta manninn sinn.
Hún var blíðleg, fyndin,
klár, skemmtileg
og besti klórari sem ég vissi.
Endir.
Elías Logi Benjamínsson.
Björg Ragnheiður
Árnadóttir
✝
Ósk Brynja
Hannesdóttir
fæddist í Björk á
Djúpavogi 11. apríl
1950. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans 22.
nóvember 2021.
Móðir hennar
var Guðný Krist-
ófersdóttir, f.
11.11. 1917, d. 14.4.
2012. Faðir hennar
var Hannes Jónsson, f. 31.1.
1917, d. 26.10. 1983. Systkini
hennar eru Erla Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, f. 1.9. 1938 og Jón
Kristinn Antoníusson, f. 18.8.
1942.
11. apríl 1970 giftist Brynja
þeirra börn eru Ólöf Ósk, f. 2004
og Hannes Þór, f. 2008. Árið
2006 flutti í Grænahraun Janine
Arens, sem Brynja leit á sem
fósturdóttur sína.
Brynja ólst upp á Djúpavogi
til 16 ára aldurs. Hún fór ung til
Hornafjarðar á vertíð þar sem
hún kynntist eiginmanni sínum
og flutti í Grænahraun á heimili
Valþórs þar sem þau síðar
byggðu sér hús sem var þeirra
heimili alla tíð.
Brynja og Valþór voru bænd-
ur í Grænahrauni þar sem þau
bjuggu félagsbúi með foreldrum
Valþórs.
Brynja var mikið náttúrubarn
og hafði gaman af allri ræktun.
Eftir hana liggur líka mikið af
fallegu handverki, sér í lagi jóla-
skreytingum.
Útförin fer fram frá Hafn-
arkirkju í dag, 1. desember
2021, kl. 11.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Valþóri Ingólfs-
syni, f. 19.12. 1950.
Börn þeirra eru: 1)
Hansína, f. 1969,
gift Bjartmari
Ágústssyni, f. 1967,
hennar dóttir er
Brynja Ósk Ragn-
arsdóttir, f. 1990,
faðir hennar er
Ragnar Logi
Björnsson, f. 1966,
fyrir átti Bjartmar
dótturina Nönnu Þóreyju, f.
1988, hennar maki er Vil-
hjálmur Þengill Jónsson, f. 1983,
þeirra synir eru Bjartmar Darri
og Alexander Örn. 2) Guðni Þór,
f. 13.7. 1976, hans kona er Lilja
Björg Jónsdóttir, f. 14.12. 1977,
Öllum er skammtaður tími
hér á jörð og nú er komið að því
að kveðja hana elsku Brynju,
sem var einn hlekkurinn í fjöl-
skyldunni okkar í Grænahrauni,
en hún kvaddi okkur svo
skyndilega 22. nóv. sl.
Brynja kom í Grænahraun
með Valþóri bróður mínum vor-
ið 1967, þá 17 ára. Hún varð
fljótt hluti af stóru fjölskyld-
unni okkar. Þau bjuggu í litlu
íbúðinni á loftinu í Græna-
hrauni fyrstu árin þar sem
frumburðurinn þeirra fæddist,
en byggðu sér síðar hús í
Grænahrauni þar sem þau áttu
heimili alla tíð. Fljótlega hófu
þau búskap í Grænahrauni í
samvinnu við foreldra okkar og
bjuggu í félagi við þau þar til
þau hættu búskap og Valdimar
og hans fjölskylda tóku við
rekstrinum af foreldrum okkar.
Brynja var fædd og uppalin á
Djúpavogi og var ákaflega
trygg sinni heimabyggð, hún
var mikið náttúrubarn og hafði
yndi af allri ræktun eins og um-
hverfið í kringum heimilið
hennar ber vott um, hún var
einstaklega natin við að koma
blómum og trjám til upp af
fræjum eða smágreinum og
ræktaði mest af sínum gróðri
þannig. Þá hafði hún mikið yndi
af að fylgjast með fuglunum í
garðinum sínum og var mikill
dýravinur. Eftir Brynju liggur
fjölbreytt safn ljósmynda, en
hún notaði hvert tækifæri sem
gafst til að taka myndir í nátt-
úrunni, af landslagi á ferðalög-
um þeirra um landið og fjöl-
skyldunni við hin ýmsu
tækifæri bæði í leik og við
störf, eftir hana liggur líka mik-
ið af fallegri handavinnu, hún
hafði gaman af því að prófa
ýmsar nýjungar en sér í lagi
útbjó hún mikið af fallegu jóla-
skrauti svo ég tali nú ekki um
góðu vínberjasultuna sem hún
útbjó úr berjum sem hún rækt-
aði í sólstofunni sinni.
Brynja og Valþór voru afar
náin og má segja að þau hafi
nær alltaf verið nefnd í sama
orðinu. Það sem einkenndi
Brynju og samskipti hennar við
okkur alla tíð var vinátta, góð-
mennska, tryggð og þó framar
öllu kærleikur og fyrir það vilj-
um við þakka nú, sérstaklega
þökkum við hennar góð-
mennsku, umhyggju og tryggð
við foreldra okkar alla tíð. Hún
Brynja hafði hljóðlátt og traust
viðmót, en var kát og gat slegið
á létta strengi á góðum stund-
um.
Elsku Brynja, við vildum að
tíminn hefði orðið lengri en er-
um þakklát fyrir allar góðu
minningarnar og þann tíma sem
við fengum.
Takk fyrir allt.
Guð geymi þig, elsku Brynja
okkar.
Elsku Valþór, Hansína,
Bjartmar, Brynja Ósk, Guðni
Þór, Lilja Björg, Ólöf Ósk,
Hannes Þór og aðrir ástvinir,
innilegar samúðarkveðjur, hug-
ur okkar er hjá ykkur.
Jóna, Bjarni Skarphéðinn
og Bjarney,
Vagnsstöðum.
Ósk Brynja
Hannesdóttir
Ástkær sonur, faðir, tengdafaðir, afi
og unnusti,
HJÖRTUR EINARSSON,
Hallgerðargötu 14,
lést af slysförum miðvikudaginn
10. nóvember.
Elskum þig og söknum.
Hlekkur fyrir jarðarför auglýstur síðar.
Helga Lára Jónsdóttir
Guðbjörg Hjartardóttir Elvar Már Sigurgíslason
Drengur Elvarsson
Rakel Svava Einarsdóttir Einar Ágúst Sveinsson
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA KARLSDÓTTIR
frá Flatey á Skjálfanda,
Laugarnesvegi 87, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á dvalarheimilinu
Skjóli sunnudaginn 28. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigurður Helgi Jóhannsson
Steinar Örn Sigurðsson Karen Ósk Óskarsdóttir
Karl Jóhann Sigurðsson Dóra Birna Kristinsdóttir
Erna Björg Sigurðardóttir Stefán R. Pálsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGER O. TRAUSTADÓTTIR,
Þverbrekku, Borgarbyggð,
lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi
18. nóvember. Útförin fer fram frá
Reykholtskirkju laugardaginn 4. desember klukkan 14.
Athöfninni verður streymt á snorrastofa.is.
Magnús Þór Þórisson
Steinunn Magnúsdóttir Páll Vignir Þorbergsson
Þ. Trausti Magnússon Sigurlaug Kjartansdóttir
Eyjólfur Magnússon Auður M. Ármannsdóttir
Andrea Magnúsdóttir Stefán Teitsson
barnabörn og barnabarnabörn