Morgunblaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Heilsa
&útivist
–– Meira fyrir lesendur
Nú er tíminn til að
huga að betri heilsu
og bættum lífstíl.
Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir fimmtudaginn 23. desember.
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. janúar
SÉRBLAÐ
30 ÁRA Inga Lára fæddist í Reykjavík
og ólst upp í Breiðholti. Hún gekk í
Fellaskóla og fór þaðan í Fjölbraut í
Breiðholti og útskrifaðist þaðan árið
2011. Hún fór að vinna eftir stúdents-
prófið og örlögin drógu hana til Víkur í
Mýrdal. „Þar kynntist ég manninum mín-
um sem er frá Hellu og ég flutti þangað í
október 2019.“ Inga Lára vinnur hjá Al-
mari bakara á Hellu, en er núna í fæð-
ingarorlofi. Helstu áhugamál hennar eru
fjölskyldan, útivist að ógleymdri hesta-
mennskunni.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Ingu Láru
er Jón Páll Viðarsson, starfsmaður í Samverki, f. 1985. Þau eiga synina
Hinrik Þór, f. 2014, Eið Atla, f. 2016, og Óttar Inga, f. 2021. Áður átti Jón
Páll dótturina Ísabellu Margréti, f. 18.11. 2003. Foreldrar Ingu Láru eru
Ása Valdís Ásgeirsdóttir bókari, f. 1964, og Ragnar Hinrik Einarsson
smiður, f. 1960. Þau búa í Reykjavík.
Inga Lára Ragnarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú
ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum.
Fyrir vikið gætir þú haft áhrif á aðra, en
mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.
20. apríl - 20. maí +
Naut Nú þarf að hefja viðræður og komast
að samkomulagi. Þú hefur náð töluverðum
árangri en þú þarft að leggja enn harðar að
þér til að ná enn lengra.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú átt á hættu að missa stjórn á
þér í dag en mundu að það er ekki þess
virði. Skipuleggðu vinnutímann betur og
leitaðu aðstoðar með það sem þarf.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Ef þú vilt ekki staðna verður þú að
vera opinn fyrir þeim möguleikum sem
bjóðast til endurmenntunar. Segðu fólki að
þú þurfir að fá að hugsa málin í ró og næði.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú ert ekki nógu harður í samskiptum
og þyrftir að taka þig á og vera fastari fyrir.
Settu mörk, annars sogast þú bara inn í
tóm hinna óleysanlegu vandamála.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er gaman að njóta augnabliks-
ins þegar allar aðstæður eru réttar. Varastu
hörð viðbrögð en taktu þess í stað á málinu
með rósemd og festu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það er eðlilegt að gera áætlanir fram í
tímann, þótt enginn geti séð allt fyrir.
Gefðu þér tíma til þess að kanna málin og
taktu svo til þinna ráða.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Gerðu þér glaðan dag í dag.
Einhver sem þú hélst að væri horfinn úr lífi
þínu kemur fyrirvaralaust inn í það aftur.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Hamingjan bíður þín á næsta
leiti en þú þarft að sýna dirfsku til þess að
finna hana. Reyndu að senda fólkinu í
kringum þig skýr skilaboð.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú ert að hugsa um of mörg mál
í einu og missir við það alla starfsorku. Sá
sem nú fer mest í taugarnar á þér veit
hreinlega ekkert af því.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Líttu á björtu hliðarnar; þær
gefa lífinu lit. Án þess að þú þurfir að leggja
nokkuð á þig færðu alla á þitt band.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Sumir þrífast á missætti. Komdu
sjónarmiðum þínum á framfæri í sam-
tölum, það gengur vel því þú útskýrir mál
þitt skilmerkilega.
skap.“ Björn hóf störf sem arkitekt
hjá stofu Jes Einars Þorsteinssonar
og var þar í fimm ár og síðan var
hann önnur fimm ár hjá Húsameist-
ara ríkisins. „En sólríka sumarið
fyrir átti Þuríður eina dóttur, Ragn-
heiði Sívertsen. Við áttum fyrri son-
inn, Kristleif, 1973 og síðan Þorbjörn
1978 og vorum frumbyggjar í Engja-
selinu þar sem við hófum okkar bú-
B
jörn Kristleifsson fædd-
ist 1. desember 1946 á
Barónsstíg 10 í Reykja-
vík og var yngstur
þriggja systkina. „Við
fluttum þegar ég var 10 ára inn á
Laugalæk 3 sem var nýbygging á
vegum Samvinnufélags vegagerðar-
manna. Það var svolítið eins og að
koma út í sveit, en á þessum árum
var mikil þensla og uppbygging í
Reykjavík og krakkar í hverju horni
og úti í leikjum.“ Eftir grunnskólann
gekk Björn í Menntaskólann í
Reykjavík og útskrifaðist 1966.
Hann var virkur í félagsmálastörfum
í skólanum og ekki síst í íþróttum.
„Mitt líf til 20 ára aldurs ein-
kenndst af því að faðir minn var
vegaverkstjóri og móðir mín ráðs-
kona hans við vegavinnu vestur á
fjörðum í 20 sumur. Minn uppvöxtur
markaðist af þessum 20 sumrum í
vegavinnunni, þar sem ég var 4 mán-
uði á hverju ári með foreldrum mín-
um og fór áður en skólanum lauk og
kom ekki heim fyrr en skólinn var
hafinn. Því fóru fótboltaæfingar að
mestu framhjá mér þar til ég stóð í
marki íslensku stúdentanna í Berl-
ín.“
Eftir stúdentsprófið starfaði
Björn í eitt ár sem leiktjaldahönn-
uður hjá Sjónvarpinu. Þegar því var
lokið fór hann út til Þýskalands 1967
og lærði arkitektúr við Tækniháskól-
ann í Vestur-Berlín og útskrifaðist
árið 1972. „Berlínarárin voru ein-
staklega fjölbreytt og skemmtileg.
Það var mikil uppbygging í Berlín
eftir stríðið, en þetta voru róstusöm
ár, sérstaklega „heita“ sumarið 1968
þegar allt logaði í mótmælum, sem
setti óneitanlega svip á námið. Einn-
ig var sérstakt að búa við andrúms-
loft Berlínarmúrsins.“ Íslending-
arnir í Berlín héldu mjög vel hópinn
og gerðu margt skemmtilegt saman,
eins og að taka upp tvær kvikmynd-
ir. Það var verið að halda upp á það
um daginn að hálftíma kvikmyndin
Skugga-Sveinn eftir leikriti Matt-
híasar Jochumson var frumsýnd í
Berlín.
„Ég lauk náminu 1972 og þá var
ég trúlofaður Þuríði Backman og við
gengum í hjónaband 6. janúar 1973.
Við það stækkaði fjölskyldan, því
1983 fluttum við austur á Hérað og
ég stofnaði mína eigin stofu, Ark-
Aust, sem ég rak í 25 ár. Það var
yndislegt að búa á Egilsstöðum. Ég
hafði nóg að gera við fjölbreytt verk-
efni og tel mig farsælan í starfi. Ég
teiknaði kirkjubyggingar, íbúðarhús
af öllum gerðum auk fjölbreyttra
verkefna sem þörfnuðust úrlausn-
ar.“
Fjölskyldan kunni vel við sig fyrir
austan og Björn varð stórtækur í
æskulýðsmálum og íþróttum á svæð-
inu og varð formaður Íþróttafélags-
ins Hattar. „Ég hef gaman af líflegu
félagsstarfi og fór fljótlega inn í
æskulýðs- og unglingastarfið hjá
Hetti á Egilsstöðum, einkum í kring-
um körfuboltann og fylgdist þar með
yngri syni mínum.“ Höttur aflaði
m.a. tekna með sölu og útburði jóla-
korta sem Björn hannaði og mynd-
skreytti. „Þá var nú fjörugt á teikni-
stofunni. Auk þess var ég Gáttaþefur
í 20 ár, og er það kannski enn,“ bætir
hann við kíminn. Ekki er þá allt upp-
talið því í nokkur sumur voru settar
upp óperur á Eiðum undir stjórn
Keith Reed. „Það var mikil bjartsýni
að setja upp fullbúnar sýningar í
íþróttahúsi, en það gekk allt eftir
með mikilli vinnu og útsjónarsemi
allra þeirra sem að komu. Það voru
ekki mikil umsvif á arkitektastofunni
þessi sumur.“ Sonur Björns, Þor-
björn, var í söngnámi og hann söng
titilhlutverk í fjórum óperum á Eið-
um. Síðan var Björn frumkvöðull í
stofnun brúðuleikhúss og Myndlist-
arfélags Fljótsdalshéraðs.
Árið 1999 var Þuríður kosin á þing
fyrir Vinstri græna og var þar í 14 ár
og setti það svolítinn svip á heim-
ilislífið þar sem hún var mikið fjar-
verandi fyrir sunnan. Þá voru börnin
farin að heiman, nema sá yngsti.
„Undir það síðasta voru krakkarnir
farnir að heiman og hundurinn dauð-
ur og þá fórum við að hugsa okkur til
hreyfings þegar ég var einn eftir í
kotinu.“ Árið 2007 lokaði Björn
teiknistofunni ArkAust á Egils-
stöðum og vann frá þeim tíma hjá
byggingarfulltrúa Reykjavíkur-
borgar næstu 10 árin fram á lögboð-
inn lífeyrisaldur. Þau hjónin fluttu
þó ekki alfarin frá Egilsstöðum fyrr
en 2013 þegar þau fluttu í Kópavog-
Björn Kristleifsson arkitekt – 75 ára
Listrænn félagsmálamaður
Félagsmálin Björn var formaður Íþróttafélagsins Hattar um árabil.
Hjónin Nýleg mynd
af Birni og Þuríði í göngutúr
í Kaupmannahöfn
Til hamingju með daginn
Suðurnes Valur Ingi Pálsson fæddist
1. desember 2020 kl. 19:55 á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja og fagnar
því eins árs afmælinu í dag. Þyngd
Vals Inga var 4.590 g og lengd 54 cm.
Foreldrar hans eru Margrét Birna
Valdimarsdóttir og Páll Axel Vilbergs-
son. Systkini Vals Inga eru Gísli Matt-
hías, Ásdís Vala og Páll Valdimar.
Nýr borgari